Verktækni - 2020, Blaðsíða 8

Verktækni - 2020, Blaðsíða 8
8 klst) og einnig lægra í samanburði við sjálfakandi ökutæki sem hannað væri til frístunda, t.d. með legubekkjum (€8.17 á klst). Höfundar skýrðu þennan mun sem samblöndu þess að svarendur vantreystu annars vegar því að ferðatímann mætti nýta að fullu til vinnuafkasta og hins vegar vantreystu þeir ferðamátanum í heild sinni. Rannsókn Kyriakidis og félaga gaf einnig til kynna að svarendur hefðu ekki miklar áhyggjur af gagnaöflun annarra fyrirtækja og hafa meiri áhyggjur af nálægum sjálfakandi ökutækja (Kyriakidis et al., 2015). Frá því að sú rannsókn var gefin út árið 2015 hefur þó ýmislegt gerst og mikil umfjöllun um notkun persónulegra gagna í misgóðum tilgangi átt sér stað. Sem dæmi má nefna umfjöllun um Cambridge Analytica sem leiddi til gífurlegs taps Facebook á trausti notenda þeirra (Weisbaum, 2018). Í rannsókn Deloitte í Japan, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Indlandi, Suður-Kóreu og Kína var sýnt að í öllum löndum sem rannsóknin náði til vildi almenningur að hið opinbera kæmi að þróun og stöðlun sjálfakandi tækni, a.m.k. á einhvern hátt (yfir 85% í öllum löndum) (Deloitte, 2019). Niðurstöður Le Vine og félaga benda til þess að þægindaþröskuldur farþega sé lægri heldur en þægindaþröskuldur ökumanna þegar kemur að hliðarkröftum sem verka á þá sem sitja í bílnum, þ.e. farþegar upplifa frekar óþægindi við að ökutæki taki beygju heldur en ökumenn sjálfir (Le Vine et al., 2015). Með því að allir gerist farþegar benda Le Vine og félagar á að ljóst sé að sjálfakandi ökutæki þurfi að taka beygjur hægar til þess að farþegar upplifi ekki óþægindi. Þá benda Le Vine og félagar (2015) einnig á að neikvæð áhrif hægari umferðar á umferðarrýmd í borgarumhverfi (allavega 4% auknar tafir, en eykst eftir sviðsmyndum) gæti vegið upp á móti og jafnvel eytt áætluðum ávinningi (um 11-12%) við að ökutæki aki nær hvoru öðru (Ambühl, Ciari & Menendez, 2016 ). Innleiðing sjálfakandi ökutækja gæti leitt til breytinga margra utanaðkomandi þátta (Fagnant & Kockelman, 2015). Tíðni slysa og óhappa er talin muna hríðfalla (Fagnant & Kockelman, 2015), umferðarrýmd talin aukast (Ambühl et al., 2016), talið er að greiðast muni úr umferðarflækjum (Hartmann et al., 2019) en að sama skapi talið að heildarakstur muni aukast (Meyer et al., 2017). Ferðatími gæti einnig minnkað að öðru óbreyttu ef tími sem fer í bílastæðaleit hverfur þar sem ökutækið sér um að leggja án ökumanns/farþega eða heldur áfram að sækja næsta farþega ef um deiliþjónustu er að ræða (Fagnant & Kockelman, 2015). Kyriakidis og félagar bentu á að fylgni væri milli greiðsluvilja fyrir sjálfakandi tækni og heimilistekna (Kyriakidis et al., 2015). Bæði niðurstöður þeirrar rannsóknar og niðurstöður Etzioni, Hamadneh, Elvarsson, Esztergar-Kiss, Djukanovic, Neophytou, Sodnik, Polydoroupoulou, Tsouros, Pronello, Thomopoulos & Shiftan (2020) sýndu fram á aukinn vilja til að greiða fyrir þjónustu sjálfakandi ökutækja ef viðkomandi hefði þegar reynslu af því að nota sjálfstýringu á ökutæki sínu. Ekki var skoðað að hvaða leyti slíkur vilji hafði með nýjungagirni viðkomandi að gera eða að hvaða leyti slíkur vilji hafði með jákvæða reynslu af sjálfsstýringu ökutækjanna að gera. Með raunverulegri reynslu af tækni er þó rökrétt að traust til hennar aukist. Eins hafa Anania og félagar sýnt með eigindlegum rannsóknum að jákvæð umfjöllun um sjálfakandi ökutæki hafði jákvæð áhrif á upplifun þátttakenda á ferðamátanum (Anania, Rice, Walters, Pierce, Winter & Milner, 2018). Eurobarometer 496 spurningalistinn “Expectations and Concerns from a Connected and Automated Mobility” er rannsókn sem framkvæmd var meðal ESB-landa (Eurobarometer, 2020). Spurningalistinn tekur á ýmsum þáttum og nefnir t.d. að væntingar Evrópubúa til vöruflutninga séu heldur jákvæðar. Um 62% allra Evrópubúa eru jákvæðir gagnvart flutningum matvöru með sjálfstýrðri tækni á meðan tæplega 50% eru jákvæð fyrir flutningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.