Verktækni - 2020, Blaðsíða 36

Verktækni - 2020, Blaðsíða 36
36 nemendateymið að fást við önnur smærri vandamál en það var mjög erfitt að bera kennsl á þau og segja til um hvort rekja mætti frammistöðustöðnunina til þeirra. Mynd 12 – Stig sem nemendur fengu á Formula Student keppnum. Appelsínu tíglarnir sýna stig frá kyrrstæðum keppnisgreinum og bláu hringirnir sýna heildarstigin (bæði kyrrstæðar og hreyfanlegar keppnisgreinar). Ástæða fyrir því að heildarstig eru lægri en stig fyrir kyrrstæðu keppnisgreinarnar – t.d. 2017 – er vegna refsistiga. Þess ber þó að geta að nemendur hafa verið óhemju duglegir öll árin þannig að stöðnunina var ekki hægt að rekja til þess að nemendur væru ekki að leggja sig fram. Í raun notuðu nemendur töluvert meiri tíma en úthlutað er í námskeiðið, eða um 150-180 klst. yfir veturinn (6 ECTS einingar). Þetta er þekkt þegar nemendur vinna að verkefnum sem þeir hafa áhuga á. Benjamin og Keenan [6] sögðu frá svipaðri þátttöku nemenda í verkfræðilegu hönnunarnámskeiði þar sem stuðst var við verkefnamiðað nám Í næsta kafla, kafla 2, munum við stuttlega kynna aðferðafræðina. Áhugasömum lesendum er bent á Oddsson og Unnþórsson [3] ef þeir vilja fá nánari upplýsingar um hvernig aðferðafræðin var búin til. Í kafla 3 förum við í gegnum aðferðafræðina, gefum hópþáttum einkunn og gefum lýsingar á stöðu þeirra. Í kafla 4 tökum við einkunnagjöfina saman og skoðum niðurstöður aðferðafræðinnar. Í kafla 5 tökum við saman og ræðum niðurstöður greinarinnar. Aðferðafræði Til að meta frammistöðu nemendateymisins notuðum við aðferðafræði sem við höfum þróað [3]. Hún er kerfisbundin aðferð og byggir á niðurstöðum fjölda ritrýndra vísindagreina um mat á árangri teyma í kennslu. Við höfðum í huga að útbúa tól sem gæti hjálpað við að bera kennsl á og draga fram hvar frammistöðuvandamál nemendateymis liggja – nokkurs konar hitamælir á frammistöðu teymisins. Við notkun aðferðafræðinnar þarf að fara í gegnum 43 mismunandi frammistöðuþætti og meta þá. Þættirnir voru síðan í sjö hópa til að auðvelda sjónræna framsetningu niðurstaðna (Tafla 5). Niðurstöðurnar má þá rýna í töflu eða með ratsjárriti. Upplýsingunum um frammistöðu liðsins var safnað með ítarlegum viðtölum við kennarana tvo sem hafa leiðbeint nemendum í námskeiðinu frá upphafi. Viðtalsniðurstöðurnar voru notaðar til að gefa hverjum frammistöðuþætti einkunn. Við ákváðum að nota einfaldan þriggja stiga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.