Verktækni - 2020, Blaðsíða 40

Verktækni - 2020, Blaðsíða 40
40 hafa komið upp. Kennarar hitta stjórnarhópinn í hverjum mánuði til að fylgjast með stöðu mála, ræða næstu skref og veita ráðgjöf (Liðssamhæfing = 2). Almennt má segja að heildarmarkmið verkefnisins sé öllum nemendum ljóst – að smíða nýjan, betri bíl og keppa á honum næsta sumar. Hins vegar eru tæknileg markmið ekki skýr og til að mynda þá ákveða hóparnir sjálfir hver markmið þeirra eru fyrir nýja bílinn – án samræmingar. Einn nemandi í stjórnendateyminu gegnir hlutverki tæknistjóra sem heldur utan um þróunarvinnu nýja bílsins. Skipulag í kringum tæknistjórann er ekki í föstum skorðum og sama gildir um aðrar stöður stjórnunarteymisins (Markmið / sýn = 0). Ferli við ákvarðanatöku í verkefninu er ekki í föstum skorðum og byggir að litlu leyti á gögnum – mælingum og endurgjöf frá dómurum/leiðbeinendum (Ákvörðunartaka = 0). Ígrundun og sjálfsgagnrýni á markmið, stefnu og ferla í upphafi verkefnisins hvert skólaár er vart merkjanleg (Liðsíhugun = 0). Almennt má segja að það sé skortur á gagnrýnni hugsun – nemendur hafa til að mynda ekki talið þörf á að prófa styrk eða endingu hannaðra íhluta við notkunaraðstæður. Í raun hafa nemendur aldrei gert tilraun til þess að meta krafta sem virka á bílinn og íhluti hans í notkun – þrátt fyrir að leiðbeinendur hafi marg oft minnst á það. Í staðinn hafa þeir stuðst við hönnunarupplýsingar sem þeir hafa fengið frá öðrum liðum (Liðsendurgjöf = 0). Eldri nemendur hafa haft sterkar skoðanir varðandi vinnubrögð og það sem þeim finnst að ætti að leggja áherslu við endurbætur á nýjum bíl. Þessir eldri nemendur hafa ýmist verið útskrifaðir eða verið að taka þátt í verkefninu í 2.-3. sinn. Í krafti virðingar yngri nemenda hafa eldri nemendur mjög oft stjórnað ákvarðanatöku í verkefninu. Eitt árið höfðu kennarar átt góðan fund með stjórnendateymi verkefnisins og sammælst um markmið vetrarins en eftir fundinn unnu eldri nemendur á bak við tjöldin og sannfærðu hluta af stórnendateyminu um að breyta markmiðum verkefnisins – jafnvel eftir að þau höfðu verið kynnt fyrir stjórnendum skólans þar á meðal rektor. Yngri nemendurnir vildu forðast átök og samþykktu breytingarnar – upplýsingum um breytt markmið var ekki miðlað til leiðbeinenda fyrr en nokkrum vikum síðar (Markvirkni liðs = 0). Vinnan sem felst í því að smíða nýjan bíl og mæta með á keppni er umtalsverð. Hún skiptist í marga mismunandi áfanga. Þar sem liðið er tiltölulega fámennt og nemendur búa yfir lítilli fræðilegri þekkingu og takmarkaðri verkþekkingu þá hefur verkáætlun liðsins verið knappt áætluð og liðið þurft að sleppa mikilvægum prófunum til að geta mætt á keppni. All flest árin hefur bíllinn ekki verið tilbúinn þegar út í keppni var komið og nemendur þurft að nýta 1-3 daga til að klára bílinn – sem ekki náðist fyrstu fimm árin (Árangursendurgjöf = 0). Skipulag verkefnisins og stöður innan stjórnunarteymisins hafa breyst í gegnum árin, byggt á hugmyndum fyrri nemenda. Sumar breytinganna hafa ekki leitt til betra skipulags og árangur liðsins hefur lítið batnað. Í raun má segja að verkefnið/liðið sé staðnað því vinnubrögðin eru þau sömu og í upphafi, stig sem liðið fær á keppnum flökta um svipað gildi og í upphafi og jafnvel neðar. Nemendur hafa hins vegar ekki áttað sig á þessu og virðast trúa því að allt sé í fínu lagi en sjá ekki heildar samhengið. Þeir sjá framþróun. Síðustu tveir bílar voru með koltrefjaskrokk, vængi og fleiri viðbætur. Það að þeir sjá ekki heildarsamhengið lýsir sér í því að nemendur hafa talað um nauðsyn þess að framkvæma prófanir á bíl fyrir keppni. En öll árin hafa prófanir þurft að víkja vegna vanáætlana á smíði bíls. Sum árin hafa verið framkvæmdar prufukeyrslur til að sýna að bíllinn geti keyrt en í þeim tilvikum var hann ekki fullkláraður og ólöglegur í keppni (Liðsstjórnunarferli = 1). 1.2. Liðsumhverfi (5/10) Eigandi liðsins, Háskóli Íslands, nýtir verkefnið til að bjóða nemendum viðbótarhæfni sem ekki er hægt að fá í öðrum námskeiðum. Háskólinn nýtir verkefnið einnig í kynningarstarfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.