Verktækni - 2020, Blaðsíða 42
42
stjórnunin verið meira á jafningjagrunni. Jafningjastjórnun er mikilvæg því námskeiðið er
valnámskeið og nemendur sem skrá sig eru mjög áhugasamir (Þvingunaráhrif = 0).
Flestir nemendur gera sitt besta miðað við getu og aðstæður. Stakir hópar vinna þétt saman
og andrúmsloftið einkennist af hjálpsemi, áhuga og metnaði fyrir því að mæta með nýjan
betri bíl í næstu keppni (Þættir trausts = 2).
En ekki eru allir nemendur sammála um hvaða atriði á að bæta fyrir næstu keppni – oftast
hafa eldri nemendur náð að stjórna því. Upp hafa komið einstaka tilvik um félagslega leti, þ.e.
nemendur hafa ekki lagt sig fram í hópvinnunni, en hún hefur ekki verið liðin af
samnemendum því þá eykst álagið á hina meðlimi hópsins, sem er mikið fyrir. Í öllum tilvikum
hefur þetta verið leyst, annað hvort með tiltali, með því að færa nemanda í annan hóp, eða
með því að vísa nemanda úr verkefninu (Félagsleg leti og meðvirkni = 2).
Í gegnum árin hefur einhvers konar liðsmenning mótast hjá nemendunum. Nemendurnir –
sem lið – hafa mótað sameiginlega hugmynd um hluta þeirra verka sem þarf að vinna og
innbyrðis tengsl þeirra. En þeir hafa ekki endurmetið verkin og tengsl þeirra út frá fyrri
frammistöðu, tiltækum úrræðum og markmiðum liðsins. Þess vegna hafa nemendur aðeins
sinnt hluta nauðsynlegra verka og stór hluti af þeim er að koma nýjum nemendum inn í
verkefnið.
Nemendurnir hafa í upphafi skólaársins mjög takmarkaða þekkingu á verkefninu, takmarkaða
verkreynslu og verkþekkingu. Yfir skólaárið öðlast þessir nemendur – í gegnum eljusemi og
dugnað – óhemjumikla reynslu og þekkingu. Það er því mikill munu á getu og skilningi liðsins
í upphafi og enda skólaársins. Í upphafi vetrar gert átak í að koma nýjum nemendum sem
hraðast inn í verkefnið. Það krefst töluverðrar vinnu af hálfu eldri nemenda en vinnan hefur
verið gerð auðveldari með skipulagðri kennsluáætlun þar sem til að mynda er farið yfir reglur
keppninnar og nemendur þjálfaðir í notkun hönnunarhugbúnaðarins Inventor (Liðsþjálfun =
1).
Reynsla síðustu ára hefur sýnt að liðið er samheldið og sveigjanlegt þegar á reynir. Í tvö
skipti hefur komið upp sú staða að nánast allir nemendur í ákveðnum hópi hættu í
verkefninu. – Í þeim tilvikum stóð liðið saman og sýndi sveigjanleika með því að færa
nemendur úr öðrum hópum yfir í viðkomandi hóp til að tryggja að verkefnið yrði ekki fyrir
skaða (Liðseinkenni = 1, Aðlögunarerfiðleikar = 2).
Nemendurnir hafa komið sér upp kerfi til að takast á við rauntímamál (vikulegir fundir) og þeir
hafa einnig þróað kerfi innri ráðgjafa (hópstjórar og meðlimir hópa). Þeir hins vegar hafa ekki
þróað skilning á sérstöðu – þ.e. að standa sig vel í keppnum og koma sér upp ferli fyrir
hugmyndir. Skilningur liðsins á sérstöðu er að vekja athygli í keppni burtséð frá því hvort
bílinn keyrir eða ekki. Metnaðurinn hefur aðallega gengið út á að liðið mæti með sérstakan
bíl, bíl sem tekið verður eftir, á næstu keppni – t.a.m. með koltrefjaskrokk, fjórhjóladrif o.fl. Allt
spennandi hugmyndir – sem stóru og vel fjármögnuðu skólarnir eru að vinna að – en ekki
viðeigandi fyrir lið Háskóla Íslands þar sem nemendur hafa ekki enn náð tökum á að búa til
áreiðanlegan bíl og klára alla keppnisþætti erlendu keppnanna.
Ekkert formlegt ferli er fyrir hugmyndir. Tæknileg markmið eru óskilgreind og hóparnir ákveða
sjálfir markmið sín fyrir nýja bílinn. Að mestu út frá tilfinningu og án samræmingar milli hópa.
Þannig að ferlið við ákvarðanatöku er ekki í föstum skorðum. Það byggir ekki á
heildarmarkmiði liðsins og að litlu til á gögnum – þ.e. mælingum og endurgjöf frá dómurum
og leiðbeinendum (Liðslærdómur = 1).
Markmið liðsins á hverju ári stjórnast að mestu af eldri nemendum – sem oftast taka þátt sem
hópstjórnendur. Metnaður þessara nemenda er að mæta með bíl sem stendur jafnfætis
bílum erlendu háskólanna. Erlendu háskólarnir sem þeir miða við hafa mun betri aðstöðu,