Morgunblaðið - 18.08.2022, Page 4

Morgunblaðið - 18.08.2022, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 „Niðurstaða fundarins er sú að það mun ekki takast að bjóða 12 mánaða börnum leikskólavist í haust. Með- alaldur þeirra barna sem fá innritun á leikskóla fram að áramótum verður 14 til 15 mánuðir.“ Þetta sagði Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is að loknum fundi skóla- og frístundaráðs í gær. Að sögn Mörtu kom einnig fram að um 200 leikskólapláss væru laus en ekki væri hægt að nýta þau vegna manneklu. Þá sé alls 171 stöðugildi laust á leikskólum borgarinnar. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær hefur Sjálfstæðisflokk- urinn lagt fram tillögur að lausnum á leikskólavandanum. Greint var frá fimm þeirra í blaðinu í gær en tvær hafa síðan bæst við. Önnur snýr að því að fé fylgi hverju barni og stuðlað verði að því að sjálfstætt starfandi leikskólum fjölgi. Hin tillagan er sú að upplýsingar um laus leikskóla- rými og stöðu biðlista verði settar í svokallað mæliborð á vef borgarinn- ar. Í dag tekur Ráðhús Reykjavíkur við nýju hlutverki á meðan borgar- ráðsfundi stendur. Hópur foreldra barna sem var lofað leikskólaplássi í haust ætlar að mæta með börnin sín í Ráðhús Reykjavíkur í dag og setja upp hústökuleikskóla. Er þetta í annað sinn sem boðað er til mótmæla vegna leikskólavandans. Morgunblaðið/Hákon Aukafundur Skóla- og frístundaráð fundaði um leikskólavandann í gær. 171 stöðugildi laust á leikskólum í borginni SLÚTTAÐU SUMRINU ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS MEÐ SÓL OG SVEIFLU Á ALICANTE INNIFALIÐ Í VERÐI: FLUG OG GISTING ÓTAKMARKAÐ GOLF INNRITUÐ TASKA 20 KG OG HANDFARANGUR GOLFBÍLL INNIFALINN FLUTNINGUR Á GOLFSETTI MORGUNVERÐUR ÍSLENSK FARARSTJÓRN 26. - 30. ÁGÚST VERÐ FRÁ 126.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Á ALICANTE GOLF 26. ÁGÚST - 02. SEPT. VERÐ FRÁ 176.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Á ALICANTE GOLF 26. ÁGÚST - 06. SEPT. VERÐ FRÁ 240.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Á ALICANTE GOLF 26. ÁGÚST - 09. SEPT. VERÐ FRÁ 135.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Á ALICANTE GOLF 30. ÁGÚST - 2. SEPT. VERÐ FRÁ 110.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Á ALICANTE GOLF 30. ÁGÚST - 6. SEPT. VERÐ FRÁ 174.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Á ALICANTE GOLF 30. ÁGÚST - 9. SEPT. VERÐ FRÁ 226.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Á EL PLANTIO Stökktu strax í sveiflu á Alicante. Í þessum ferðum er spilað á El Plantio eða Alicante Golf og þú ræður lengdinni á þinni ferð. Margar dagsetningar í boði ÓTAKM ARKAÐ GOLF O G AFNOT AF GOL FBÍL INNIFA LIÐ Í VERÐ I *NÝT T* BÓ KAÐU GOLF KENN SLU HJÁ PGA GOLFK ENNAR A Á MEÐAN Á FERÐIN NI ÞIN NI STEND UR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Veðurstofa Íslands stefnir að því að setja upp veðursjár á Skaga og á Seyðisfirði nú í haust. Þær eru næsta skref í uppbyggingu veð- ursjárkerfis sem nær yfir allt Ís- land og vel út á haf með geislum sínum. Veðursjár eru öflugustu tækin til mælinga á veðri, vindi og úrkomu á stórum svæðum. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunn- ar, segir að þetta sé mesta fjár- festing Veðurstofunnar í innviðum frá stofnun hennar fyrir meira en 100 árum en hún er fjármögnuð af stjórnvöldum og Alþjóðaflugmála- stofnuninni. Veðurstofan hefur verið með ratsjá, eða veðursjá eins og hún er kölluð, á Miðnesheiði frá árinu 1990. Þar er fylgst með hvernig veðrið berst upp að landinu, enda koma flestar lægðirnar eftir braut sem liggur þar um. Betri upplýsingar um gosösku Veðursjáin nýtist einnig til að fylgjast með gosmekki og ösku- dreifingu frá eldgosum og leggur til lykilgögn í reiknilíkön. Óðinn Þórarinsson, framkvæmdastjóri athugana- og tæknisviðs Veður- stofunnar, rifjar upp að í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli árið 2010, sem hafði mikil áhrif á flug um Norður-Atlanatshaf, hafi orðið ljós þörf fyrir betri mælingar á gos- mekki og öskudreifingu. Vegna lögunar jarðar sást gosmökkurinn í Eyjafjallajökli ekki frá Miðnes- heiði fyrr en hann var kominn í þriggja kílómetra hæð. Alþjóða- flugmálastofnunin fjármagnaði í kjölfarið kaup á tveimur færanleg- um veðursjám til notkunar í ná- grenni við eldsumbrot en þær hafa undanfarið verið staðsettar í ná- grenni við nokkrar af virkustu eld- stöðvum landsins, Heklu, Kötlu og Grímsvötn. Til viðbótar keypti Veðurstofan ratsjá sem varnarliðið skildi eftir á Keflavíkurflugvelli og var hún sett upp á Miðfelli á Fljótsdalsheiði. Þessar fjórar veð- ursjár, fastar og færanlegar, hafa myndað net sem notað er til að fylgjast með veðurkerfum og til eftirlits með gosmekki og ösku- dreifingu í eldgosum. Óðinn segir að færanlegu veður- sjárnar hafi ekki sömu drægni og þær föstu og það takmarki vissu- lega notagildi þeirra til eftirlits með veðri. Þá sé stöðin á Fljóts- dalsheiði komin til ára sinna. Þess vegna hafi Veðurstofan kynnt stjórnvöldum tillögu um uppbygg- ingu nýs veðursjárkerfis með sex föstum ratsjám. Áætlunin hafi ver- ið samþykkt og fjármagn fengist á fjárlögum jafnframt því sem Al- þjóðaflugmálastofnunin, ICAO, leggi mikla fjármuni í uppbygg- inguna. Kostnaður er áætlaður hálfur annar milljarður og segir Óðinn miðað við að kerfið verið tilbúið í síðasta lagi árið 2030. Þó séu vonir bundnar við að það verði mun fyrr, jafnvel innan fimm ára. Nú er verið að undirbúa upp- setningu stöðva á Selfjalli á Skaga og Bjólfi við Seyðisfjörð. Óðinn segir stefnt að því að önnur eða báðar veðursjárnar verði settar upp fyrir veturinn. Líklegt sé að fjórða stöðin verði sett upp á Mel- rakkasléttu, sú fimmta í nágrenni Kirkjubæjarklausturs og sú sjötta á Bolafjalli við Ísafjarðardjúp. Áberandi mannvirki Veðursjárnar verða áberandi mannvirki. Eðli málsins sam- kvæmt standa þær hátt í landinu og eru sjálfar tæplega 12 metrar á hæð. Efsti hlutinn er hvít kúla sem skýlir loftnetsdiskinum og öðrum tækjabúnaði en húsið undir nýju ratsjánum verður áttstrend- ingur byggður úr forsteyptum ein- ingum. Þótt kröfur alþjóðaflugsins, um betri upplýsingar um dreifingu gosösku, hafi verið kveikjan að þessu mikla átaki þá nýtast veð- ursjárnar við almennt starf Veð- urstofunnar. Óðinn segir hægt að fylgjast með veðurkerfunum, til dæmis hversu mikil úrkoma er í þeim og hversu mikill vindur fylgi. Lægðir sem koma inn á landið úr norðri geta leitt til ofanflóða og eru upplýsingar úr veðursjám lyk- ilupplýsingar í eftirliti og spám fyrir ofanflóðasvæði. Nýtt öflugt veðursjárkerfi sett upp - Mesta fjárfesting Veðurstofunnar - Nýjar stöðvar á Skaga og við Seyðisfjörð á næstu mánuðum og þrjár til viðbótar á næstu árum - Nýtast alþjóðafluginu, við veðurspár og eftirlit með ofanflóðasvæðum Ljósmynd/Hermann Arngrímsson Veðursjá Kúlan hífð á sinn stað við endurnýjun stöðvarinnar á Miðnesheiði. Miðnesheiði Húsið undir kúlunni verður öðruvísi á nýju stöðvunum. Veðursjárnet á Íslandi 1 2 5 6 4 7 1 Miðnesheiði Ný stöð komin í gagnið 2 Selfjall á Skaga Stefnt að upp- setningu í haust 3 Bjólfur í Seyðisfirði Stefnt að uppsetningu í haust 4 Melrakkaslétta Staðsetning óákveðin 5 Nágrenni Kirkjubæjar- klausturs Staðsetning óákveðin 6 Bolafjall Staðsetning óákveðin 7 Miðfell á Fljótsdalsheiði 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.