Morgunblaðið - 18.08.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022
Sá vafasami siður að birta
álagningarskrár íslenskra
skattgreiðenda hófst í gær og
stendur í fimmtán daga. Það er
sá tími sem fólk hefur til að hnýs-
ast í þau
einkamál
sem laun
annarra
eru og
þykir af
ein-
hverjum ástæðum eðlilegt að
birta hér á landi. Þó ekki nema í
fimmtán daga á ári og ekki nema
hjá skattstjóra. Þetta takmarkaða
aðgengi sýnir vel að upplýsing-
arnar eru ekki birtar með góðri
samvisku.
- - -
Í samtali mbl.is við ríkisskatt-
stjóra í gær kom fram að búið
væri að setja upp tölvur til að
leita í en áður lágu bækur
frammi fyrir þá sem vildu hnýs-
ast. Tölvurnar flýta fyrir leitinni,
sem er síst til bóta.
- - -
Þá kom fram hjá ríkisskatt-
stjóra að það séu fyrst og
fremst fjölmiðlar sem leiti upp-
lýsinga um marga einstaklinga,
en þegar „einstaklingur kemur er
hann kannski að leita að mann-
inum í húsinu við hliðina á sér
eða frænda.“
- - -
Þetta er ekki sérlega geðfelld
lýsing, eða hvers vegna er
ríkið að gera fólki mögulegt að
hnýsast í einkamál fólks í næsta
húsi eða skyldmenna?
- - -
Með tölvu- og netvæðingu hef-
ur orðið æ erfiðara fyrir al-
menning að verja einkalíf sitt. Til
að bregðast við því hafa verið
sett lög til að reyna að tryggja
rétt fólks í þessum efnum. Er
ekki eitthvað bogið við það að á
sama tíma standi ríkisvaldið fyrir
þessum árlegu sýningum?
Er einkalífið
einskis virði?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Þjóðræknisþing Þjóðræknisfélags
Íslendinga verður loks haldið á Ice-
landair hótel Reykjavík Natura nk.
sunnudag og hefst með setningu
Huldu Karenar Daníelsdóttur for-
manns félagsins klukkan 14. Þetta
er fyrsta þingið í þrjú ár.
Að setningu lokinni flytja Þórdís
Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utan-
ríkisráðherra, Jeannette Menzies,
sendiherra Kanada á Íslandi, Mich-
elle Yerkin, varasendiherra Banda-
ríkjanna á Íslandi, Guðrún Nordal,
formaður heiðursráðs ÞFÍ, Stefan
Jonasson, ritstjóri Lögbergs-Heims-
kringlu og fyrrverandi forseti Þjóð-
ræknisfélags Íslendinga í Vest-
urheimi, og Dianne O‘Konski, forseti
Þjóðræknisfélags Íslendinga í
Bandaríkjunum, stutt ávörp.
Fyrir tæplega tveimur árum sendi
Jón Hjaltason, sagnfræðingur á
Akureyri, frá sér bók um ævi og ljóð
skáldsins Káins eða Kristjáns Níels
Jónssonar og hefst erindi hans um
bókina og skáldið klukkan 14.55.
Að loknu kaffihléi fjallar Birna
Bjarnadóttir rannsóknasérfræð-
ingur um tilurð og markmið
Stephans G. Stephanssonar
styrktarsjóðs HÍ. Ragna Heiðbjört
Ingunnardóttir framhaldsskóla-
kennari segir frá áhuga framhalds-
skólanema á sögu Vestur-Íslend-
inga, Pála Hallgrímsdóttir verkefna-
stjóri Snorrasjóðs og Jody Arman-
Jones verkefnisstjóri Snorra West
segja frá Snorrasjóði og að lokum
greina ungir íslenskir þátttakendur í
Snorra West-verkefninu frá ferð
sinni á Íslendingaslóðir fyrr í sumar.
Guðrún Ágústsdóttir og Hjálmar W.
Hannesson stjórna þinginu, sem er
öllum opið, og slíta því klukkan
16.45.
Fyrsta þjóðræknis-
þingið í þrjú ár
- Fjölbreytt dag-
skrá í boði og áhuga-
verð erindi haldin
Ávarp Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir utanríkisráðherra
ávarpaði gesti á Íslendingadeginum
á Gimli í Kanada og endurtekur
leikinn á þjóðræknisþinginu.Hjarta heimilisins
Við hönnum innréttingar að þínum þörfum
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Sumaropnun:
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga LOKAÐ
2000 — 2022
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Nýtt fuglaskoðunarskýli á Skoruvíkurbjargi á
Langanesi kætir eflaust áhugafólk um fugla en
skýlinu var nýlega komið fyrir á bjarginu.
Mikið fuglalíf er á Langanesi og bjargfuglinn
verpir þar víða í snarbröttum björgunum, svo
sem fýll, langvía og skeglan en svo nefnist rit-
an á Langanesi. Lundinn finnst þar einnig.
Sjálf drottning Atlantshafsins, súlan, heldur
tryggð við klettadranginn Stóra Karl við
Skoruvíkurbjarg en þar er annað mesta súlu-
varp landsins.
Þetta nýja skýli er eitt af fleiri fuglaskoðun-
arskýlum sem komið hefur verið fyrir á nokkr-
um stöðum á Norðausturlandi þar sem fuglalíf
er mikið. Langanesbyggð og félagið Fuglastíg-
ur á Norðausturlandi standa að verkefninu
sem að mestu leyti er fjármagnað af Fram-
kvæmdasjóði ferðamannastaða. Trésmiðjan
Rein á Húsavík smíðaði fuglaskýlið og kom því
fyrir.
Áhugi ferðafólks á að heimsækja Langanes
hefur farið vaxandi gegnum tíðina. Þar er mik-
ill friður og ósnortin náttúra og eyðibyggðin í
gamla sjávarplássinu á Skálum á austanverðu
nesinu geymir mikla sögu og minjar.
Fuglaskoðunarskýli á Skoruvíkurbjargi
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Fuglaskoðun Nýja skýlið á Skoruvíkurbjargi.