Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 Sá vafasami siður að birta álagningarskrár íslenskra skattgreiðenda hófst í gær og stendur í fimmtán daga. Það er sá tími sem fólk hefur til að hnýs- ast í þau einkamál sem laun annarra eru og þykir af ein- hverjum ástæðum eðlilegt að birta hér á landi. Þó ekki nema í fimmtán daga á ári og ekki nema hjá skattstjóra. Þetta takmarkaða aðgengi sýnir vel að upplýsing- arnar eru ekki birtar með góðri samvisku. - - - Í samtali mbl.is við ríkisskatt- stjóra í gær kom fram að búið væri að setja upp tölvur til að leita í en áður lágu bækur frammi fyrir þá sem vildu hnýs- ast. Tölvurnar flýta fyrir leitinni, sem er síst til bóta. - - - Þá kom fram hjá ríkisskatt- stjóra að það séu fyrst og fremst fjölmiðlar sem leiti upp- lýsinga um marga einstaklinga, en þegar „einstaklingur kemur er hann kannski að leita að mann- inum í húsinu við hliðina á sér eða frænda.“ - - - Þetta er ekki sérlega geðfelld lýsing, eða hvers vegna er ríkið að gera fólki mögulegt að hnýsast í einkamál fólks í næsta húsi eða skyldmenna? - - - Með tölvu- og netvæðingu hef- ur orðið æ erfiðara fyrir al- menning að verja einkalíf sitt. Til að bregðast við því hafa verið sett lög til að reyna að tryggja rétt fólks í þessum efnum. Er ekki eitthvað bogið við það að á sama tíma standi ríkisvaldið fyrir þessum árlegu sýningum? Er einkalífið einskis virði? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Þjóðræknisþing Þjóðræknisfélags Íslendinga verður loks haldið á Ice- landair hótel Reykjavík Natura nk. sunnudag og hefst með setningu Huldu Karenar Daníelsdóttur for- manns félagsins klukkan 14. Þetta er fyrsta þingið í þrjú ár. Að setningu lokinni flytja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utan- ríkisráðherra, Jeannette Menzies, sendiherra Kanada á Íslandi, Mich- elle Yerkin, varasendiherra Banda- ríkjanna á Íslandi, Guðrún Nordal, formaður heiðursráðs ÞFÍ, Stefan Jonasson, ritstjóri Lögbergs-Heims- kringlu og fyrrverandi forseti Þjóð- ræknisfélags Íslendinga í Vest- urheimi, og Dianne O‘Konski, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Bandaríkjunum, stutt ávörp. Fyrir tæplega tveimur árum sendi Jón Hjaltason, sagnfræðingur á Akureyri, frá sér bók um ævi og ljóð skáldsins Káins eða Kristjáns Níels Jónssonar og hefst erindi hans um bókina og skáldið klukkan 14.55. Að loknu kaffihléi fjallar Birna Bjarnadóttir rannsóknasérfræð- ingur um tilurð og markmið Stephans G. Stephanssonar styrktarsjóðs HÍ. Ragna Heiðbjört Ingunnardóttir framhaldsskóla- kennari segir frá áhuga framhalds- skólanema á sögu Vestur-Íslend- inga, Pála Hallgrímsdóttir verkefna- stjóri Snorrasjóðs og Jody Arman- Jones verkefnisstjóri Snorra West segja frá Snorrasjóði og að lokum greina ungir íslenskir þátttakendur í Snorra West-verkefninu frá ferð sinni á Íslendingaslóðir fyrr í sumar. Guðrún Ágústsdóttir og Hjálmar W. Hannesson stjórna þinginu, sem er öllum opið, og slíta því klukkan 16.45. Fyrsta þjóðræknis- þingið í þrjú ár - Fjölbreytt dag- skrá í boði og áhuga- verð erindi haldin Ávarp Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ávarpaði gesti á Íslendingadeginum á Gimli í Kanada og endurtekur leikinn á þjóðræknisþinginu.Hjarta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2000 — 2022 Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Nýtt fuglaskoðunarskýli á Skoruvíkurbjargi á Langanesi kætir eflaust áhugafólk um fugla en skýlinu var nýlega komið fyrir á bjarginu. Mikið fuglalíf er á Langanesi og bjargfuglinn verpir þar víða í snarbröttum björgunum, svo sem fýll, langvía og skeglan en svo nefnist rit- an á Langanesi. Lundinn finnst þar einnig. Sjálf drottning Atlantshafsins, súlan, heldur tryggð við klettadranginn Stóra Karl við Skoruvíkurbjarg en þar er annað mesta súlu- varp landsins. Þetta nýja skýli er eitt af fleiri fuglaskoðun- arskýlum sem komið hefur verið fyrir á nokkr- um stöðum á Norðausturlandi þar sem fuglalíf er mikið. Langanesbyggð og félagið Fuglastíg- ur á Norðausturlandi standa að verkefninu sem að mestu leyti er fjármagnað af Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða. Trésmiðjan Rein á Húsavík smíðaði fuglaskýlið og kom því fyrir. Áhugi ferðafólks á að heimsækja Langanes hefur farið vaxandi gegnum tíðina. Þar er mik- ill friður og ósnortin náttúra og eyðibyggðin í gamla sjávarplássinu á Skálum á austanverðu nesinu geymir mikla sögu og minjar. Fuglaskoðunarskýli á Skoruvíkurbjargi Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Fuglaskoðun Nýja skýlið á Skoruvíkurbjargi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.