Morgunblaðið - 18.08.2022, Side 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022
DAGSKRÁ
13:15 - 14:30
14:30 & 16:00
13:00 - 17:00
Laganemar endurflytja mál í dómsal 101
sem leiddu til aðskilnaðar dóms- og
framkvæmdavalds og stofnunar
héraðsdómstólanna.
Leiðsögn um hús Héraðsdóms Reykjavíkur
í boði Péturs Ármannssonar arkitekts.
Krakkahorn í dómsal 102
þar sem hægt verður að máta dómaraskikkjur
og ýmis fróðleikur í boði.
Kaffi í boði
Héraðsdómur Reykjavíkur | Dómhúsið við Lækjartorg | heradsdomstolar.is
Opið hús í Héraðsdómi Reykjavíkur
Menningarnótt laugardaginn
20. ágúst. kl. 13-17
í tilefni 30 ára afmælis héraðsdómstóla á Íslandi 1. júlí sl.
1992-2022
DAGMÁL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Garðar Stefánsson og samstarfs-
menn hans töldu mikil tækifæri fel-
ast í framleiðslu sætuefna, einkum
úr stevíu. Þeir ofmátu hins vegar
tækifærin til sölu þessara efna,
jafnvel þótt þeim hafi orðið ágengt
á mörkuðum í Þýskalandi og Portú-
gal. Þegar ljóst var að þeir sætu
uppi með nokkur tonn af fram-
leiðslu sinni ákváðu þeir að hraða
sjálfir vöruþróun þar sem þessi efni
léku lykilhlutverk.
„Við áttum fleiri, fleiri tonn af
sætuefnum sem voru að fara að
renna út. Við urðum að gera eitt-
hvað við þetta [...]“ útskýrir Garðar
og segir að hann hafi tekið til við
að gera stevíublandaða bláberja-
sultu í eldhúsinu heima hjá sér.
„Ég bjó til einhverja verstu sultu
sem ég hef nokkurn tíma bragðað.
Það var fyrsta skref en eftir svona
hundrað tilraunir tókst okkur að
mastera þetta og búa til þetta jafn-
vægi.“
Síðan hefur mikið vatn runnið til
sjávar, ekki síst í vöruþróun. Nú er
svo komið að Good Good vermir 15.
sætið yfir stærstu sultuframleið-
endurna á Bandaríkjamarkaði.
Vöruþróunin og framleiðslan hef-
ur hins vegar ekki einskorðast við
sultugerð, heldur teygir sig yfir í
súkkulaðismjör og vöfflumix, og nú
síðast í þessari viku kynnti fyrir-
tækið til sögunnar hnetusmjör án
viðbætts sykurs. Með haustinu
verður það aðgengilegt íslenskum
neytendum.
Bandaríkin lykilmarkaður
Garðar segir sókn fyrirtækisins á
Ameríkumarkað ekki tilviljun. Þar
búi ríflega 300 milljónir manna og
að hagræði felist í því að geta
framleitt vöruna í einni tegund um-
búða með sömu innihaldslýsing-
unni. Í Evrópu sé staðan flóknari
enda mismunandi reglur sem gildi
og tungumálin mörg.
Hann segir einnig að fyrirtækið
hafi með afgerandi hætti haslað sér
völl á sultumarkaðnum í Bandaríkj-
unum. „Við vorum fyrstir á markað
með sultu sem er náttúruleg, er
með 60% ber eða aðra ávexti og
svo notum við sætuefni til þess að
auka sætuna. Á markaðnum eru
mest sykurlausar sultur sem eru
bara bragðefni og gervisæta. Þann-
ig að við komum þarna inn með
nýja vöru í þessum flokki þar sem
hefur ekki verið nýsköpun í fleiri
fleiri ár.“Garðar segir að það hjálpi
fyrirtækinu að þeir sem ahyllist
ketó-mataræði hafi tekið vörunum
fagnandi. Þær fái mikla umfjöllun á
netinu hjá þessum hópi og það
ryðji þeim braut inn í matvöru-
keðjur.
Bandaríkin spennandi og krefjandi
- Mestur vöxtur í vörusölu Good Good í Bandaríkjunum - Erfitt að koma vörum að hjá stórum keðj-
um - Nýjar vörur hafa náð fótfestu í gegnum netsölu - Framleiðslan í Bandaríkjunum og Evrópu
Uppbyggingin Garðar Stefánsson kom að uppbyggingu tveggja saltframleiðslufyrirtækja áður en hann beindi sjón-
um sínum að sætuefninu stevíu. Hann hefur frá 2015 stýrt uppbyggingu Good Good og segir tækifærin óteljandi.