Morgunblaðið - 18.08.2022, Qupperneq 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022
ugri staðsetning en höfuðborgar-
svæðið vegna nálægðar við svæðin
þar sem rússneskir kafbátar athöfn-
uðu sig reglulega. Þá myndi slík að-
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Komið hefur fram að mikill áhugi sé
fyrir hendi hjá Bandaríkjaher á
aðstöðu á Austurlandi til þess að
auðvelda eftirlit með ferðum rúss-
neskra kafbáta um Norður-Atlants-
hafið, sem fyrir liggur að hefur stór-
aukist á síðustu
árum. Hvað sem
líður frétt Frétta-
blaðsins á dögun-
um, sem ekki
verður séð að hafi
átt við rök að
styðjast.“
Þetta segir
Hjörtur J. Guð-
mundsson, sagn-
fræðingur og al-
þjóðastjórnmálafræðingur, í samtali
við Morgunblaðið, en Fréttablaðið
greindi frá því á forsíðu 29. júlí síð-
astliðinn að Atlantshafsbandalagið
(NATO) hefði farið fram á heimild til
að reisa viðlegukant á Langanesi og
að Landhelgisgæsla Íslands hefði
áhuga á að nýta aðstöðuna. Sama
dag sendi utanríkisráðuneytið hins
vegar frá sér tilkynningu um að eng-
in slík áform væru uppi og að stað-
hæfingar um beiðni frá NATO ættu
sér enga stoð í raunveruleikanum.
Austurland sagt hentugra
Fram kom í viðtali Morgunblaðs-
ins við bandaríska flotaforingjann
Robert Burke, þáverandi yfirmann
bandaríska sjóhersins í Evrópu, í lok
október 2020, að áhugi væri fyrir því
að fjölga þjónustusvæðum fyrir sjó-
herinn á Íslandi. Horft væri sérstak-
lega til Austurlands sem væri hent-
staða geta stutt við öflugri leit og
björgun á hafsvæðinu umhverfis
landið.
Aukinn áhugi bandarískra ráða-
manna á undanförnum árum, á því
að efla samstarf við Íslendinga á
sviði varnarmála, hefur ekki leynt
sér að sögn Hjartar. Þessi áhugi hafi
meðal annars sýnt sig í aukinni fjár-
festingu í varnarmannvirkjum hér á
landi á vegum Bandaríkjahers. Sú
uppbygging snúi þó ekki að varan-
legri viðveru herliðs hér á landi, líkt
og var fyrir hendi á árum kalda
stríðsins, enda hafi bæði íslenskir og
bandarískir ráðamenn ítrekað lýst
því yfir að engin áform væru uppi um
slíkt.
Helstu innviðir séu fyrir hendi
„Hins vegar þarf eftir sem áður að
sjá til þess að nauðsynlegir innviðir
séu fyrir hendi til þess að tryggja
megi varnir landsins og Bandaríkin
geti staðið við skuldbindingar sínar í
þeim efnum samkvæmt varnarsamn-
ingnum á milli landanna. Hugmyndir
um hafnaraðstöðu á Austurlandi,
sem gæti þjónustað herskip á vegum
Bandaríkjanna og annarra aðildar-
ríkja NATO, eru í þeim anda enda
liggur sá landshluti hvað best við
þeim svæðum sem einkum þarf að
hafa eftirlit með,“ segir hann.
Fyrir vikið sé áhugi Bandaríkja-
manna á Austurlandi skiljanlegur.
Vísar Hjörtur þar til að mynda til
skýrslu sem gefin var út af breska
varnarmálaráðuneytinu fyrr á þessu
ári þar sem fram kemur meðal ann-
ars að umferð rússneskra kafbáta
um Norður-Atlantshafið sé nú sam-
bærileg við það sem gerðist á tímum
kalda stríðsins. Við þeirri stöðu hafi
Bandaríkjamenn verið að bregðast í
samráði við íslensk stjórnvöld. Ekki
síst með því að tryggja að nauðsyn-
leg aðstaða sé fyrir hendi hér á
landi.
Gæslan í alla landshluta
Spurður hvort ekki megi gera ráð
fyrir því að aukin umsvif Banda-
ríkjahers á Austurlandi myndu
styrkja stoðir atvinnulífs á svæðinu
segir Hjörtur að þótt ákvarðanir í
varnarmálum sem slíkar snúist ekki
fyrst og fremst um efnahagsleg
áhrif þeirra liggi engu að síður fyrir
að slíkar ákvarðanir gætu hæglega
haft í för með sér jákvæð áhrif í at-
vinnumálum. Viðbúið sé þannig að
hugsanleg innviðauppbygging
vegna varnarmála á Austurlandi
myndi skapa störf á svæðinu, bæði
til skemmri og lengri tíma.
Hvað Landhelgisgæsluna varðar
segir Hjörtur að það myndi án efa
styrkja starfsemi hennar að geta
nýtt slíka aðstöðu á Austurlandi fyr-
ir varðskipin og mögulega björgun-
arþyrlurnar líka.
„Sjálfur hef ég talað fyrir því á
undanförnum árum, meðal annars á
síðum Morgunblaðsins, að æskilegt
væri að Landhelgisgæslan hefði
fasta aðstöðu í öllum landshlutum
fyrir varðskip og þyrlur. Einkum
vegna öryggis fiskveiðiflotans en
einnig vaxandi umferðar farþega- og
flutningaskipa. Þetta væri klárlega
skref í rétta átt í þeim efnum.“
Skiljanlegur áhugi á Austurlandi
- Hugmyndir um aðstöðu fyrir NATO á Austurlandi til þess fallnar að efla varnir landsins sem og leit
og björgun - Aukinn áhugi meðal bandarískra ráðamanna - Viðbúið að störf sköpuðust á svæðinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varnarsamstarf Þessi herskip lágu þétt saman í Sundahöfn í Reykjavík í apríl síðastliðnum áður en haldið var á varnaræfinguna Norður-Víking.
Hjörtur J.
Guðmundsson
Sundaborg 7-9 | 104 Reykjavík | Sími 511 4747 | www.northwear.is
Starfsmannafatnaður
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is