Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 18
VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Gosgerðin Agla heldur áfram að hrista upp í gosdrykkjamarkaðinum hérlendis og hefur nú sent frá sér gosdrykk sem eflaust mun vekja hlýjar minningar margra á miðjum aldri og upp úr. Póló er komið aftur á markað og það í sinni upprunalegu mynd. „Nú er svo komið að kynslóðir eru að vaxa úr grasi hérlendis sem aldrei hafa bragðað þennan sögufræga drykk. Að hugsa sér, í þessum töluðu orðum er fólk af ýmsum kynjum jafnvel akandi sjálfrennireiðum á götum þessa lands sem hefur aldrei upplifað að stelast í svo mikið sem eitt gler af sprúðlandi fersku Póló! Þetta ber að taka alvarlega og bjóð- um við því óreyndum bragðlaukum í sögulegt ferðalag og um leið þeim sem þekkja til að rifja upp gömul kynni við þennan goðsagnakennda drykk,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, gosgerðarmeistari Öglu. Póló á sér langa sögu hér á landi en hefur ekki sést í hillum lands- manna síðan á síðari hluta síðustu aldar ef frá er skilið stutt niðurlæg- ingartímabil drykkjarins þegar ein- hver útgáfa hans var seld í tveggja lítra umbúðum í Bónus. Það tímabil stóð stutt. Talið er að Póló eigi sér næstum hundrað ára sögu á Íslandi. Það var fyrst framleitt af gos- drykkjaverksmiðjunni Heklu sem stofnuð var árið 1925. Á flöskunum var drykkurinn nefndur Kjarna- drykkurinn Polo og mynd af eldfjalli prýddi flöskur hans. Árið 1927 keypti svo Sanitas, sem stofnað var 1905, Heklu og tók við framleiðslu á Póló. Síðar tók Ölgerðin Egill Skalla- grímsson við keflinu og um tíma prýddi Póló-flaska vegg á höfuð- stöðvum fyrirtækisins. Flestir muna þó sjálfsagt eftir Póló í 330 ml dós en þannig var drykkurinn seldur undir það síðasta. Gosgerðarmeistarinn segir það ánægjulegt að færa landsmönnum að gosdrykkina sem er þáttur í vegferð- inni samkvæmt gosgerðarmeistaran- um. Byggt á upphaflegri útgáfu Hann segir að erfitt sé að fullyrða hvernig Póló hafi bragðast þegar það kom fyrst á markað hér á landi. „Það er eðli málsins samkvæmt erfitt að fullyrða mikið um drykk og innihald sem kom á markað í kringum 1925 án þess að fylla í ákveðnar eyður með ályktunum. Ég tel þó meiri líkur en minni að það Póló sem var til sölu hér seinnipart síðustu aldar, og fólk á miðjum aldri á sér bernskuminning- ar um, sé í það minnsta byggt á þess- ari upphaflegu útgáfu Heklu – það gefur saga vörumerkisins til kynna. Hvort sú uppskrift hafi verið sérís- lensk uppfinning er enn fremur erfitt að fullyrða um. Drykkir undir nafn- inu „Sport“ þekktust á árum áður hér á landi og erlendis en Efnagerðin Flóra fyrir norðan framleiddi til að mynda drykk undir því nafni og síð- ast þegar ég heimsótti frændur okk- ar í Færeyjum voru þeir ennþá með slíkt á boðstólum. Einhverjar út- gáfur þessa „Sport“-drykkja eru keimlíkar Póló og því ekki óhugsandi að um gosdrykkjategund sé að ræða sem gengið hefur undir báðum þess- um nöfnum.“ Þjóðin tilbúin fyrir Póló á ný - Agla gosgerð hefur sett hið fornfræga gos Póló á markað á ný - Póló á sér næstum hundrað ára sögu hér á landi en hefur ekki verið framleitt lengi - Bragðið minnir á vatnsmelónu og perubrjóstsykur Ljósmynd/Hari Gosgerðarmeistarinn Sturlaugur Jón Björnsson er ánægður með endurkomu Póló á markað. nýju þennan vinsæla gosdrykk. „Póló er gosdrykkurinn sem lék sér að bragðlaukum landsmanna fyrir aldamót og þeir sem aldur hafa til þekkja það á bragðinu. Ég tel að þjóðin sé tilbúin fyrir Póló á ný,“ seg- ir hann. Erfitt að lýsa bragði Póló „Póló er drykkur sem margur hef- ur átt erfitt með að lýsa bragðinu á, þú þarft eiginlega að þekkja það. Ef þú ert hins vegar af þeirri kynslóð sem ekki hefur bragðað Póló, skaltu byrja á að ímynda þér léttgeggjað freyðidiskó þar sem ananas, vatns- melóna og perubrjóstsykur rúlla um á hjólaskautum og hver einasti sopi er keppnis,“ segir gosgerðarmeistar- inn að vel ígrunduðu máli. Agla gosgerð hefur komið af krafti inn á markaðinn á síðustu misserum. Drykkir á borð við Djöflarót, Jóla- kóla, Yuzulaði, Hindberjagos, Sítrón og Óransín hafa notið hylli. Þá vakti mikla athygli þegar Agla endurgerði Cream Soda, sem selt var hér á landi á árum áður, og nefndi Kremúlaði. Endurgerð Póló heggur í sama kné- runn. Umbúðirnar á Póló vísa að hluta til þeirra sem áður þekktust undir sama nafni. Útlit gosdrykkj- anna sem koma frá Öglu gosgerð er einkennandi og minnir á gömlu góðu Auglýsingar Póló kynnt í Vísi og Alþýðublaðinu árið 1927. 18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 Þín útivist - þín ánægja Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is HENLEY strigaskór Kr. 18.990.- HVÍTANE Merínó húfa Kr. 3.990.- S ÍSHELLA derhúfa Kr. 2.490.- REYKJANES barna ullarúlpa Kr. 18.990.- REYKJAVÍK ullarúlpa Kr. 47.990.- GRÍMSEY hanska Kr. 2.990.- r FUNI unisex dúnúlpa Kr. 33.990.- SEYÐISFJÖRÐUR hettupeysa Kr. 11.990.- VALUR jogging buxur Kr. 8.990.- KJÖLUR flíspeysa Kr. 9.990.- RAZOR GRIP 8.995 kr./ St. 27-35 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS LITRÍKIR STRIGASKÓR SKECHERS SMÁRALIND - KRINGL Margir lýstu óánægju sinni með það þegar framleiðslu á gosdrykknum Póló var hætt. Dr. Gunni hefur margoft fjallað um drykkinn á bloggsíðu sinni og þá hefur Póló orðið pistlahöfundum í fjölmiðlum að umtalsefni. Það á við um Birtu Björnsdóttur, þáverandi blaðamaður á Morgunblaðinu en nú fréttamaður á RÚV, sem skrifaði um Póló árið 2010. Birta lýsti Póló sem „gæðadrykkn- um glæra“ og sagðist hafa mænt löngunaraugum á „flennistóra Póló-flösku sem situr utan á Ölgerðinni eftir að gosið góða fékkst ekki lengur í verslunum.“ „Bragðinu er erfitt að lýsa, já, ólýsanlegt var það og gott. Og nú hefur Póló ekki fengist hér á landi árum saman,“ sagði Birta sem eflaust fagnar endurkomu Póló nú. Ólýsanlegt var það og gott MARGIR HAFA LÝST FORTÍÐARÞRÁ VEGNA PÓLÓ Birta Björnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.