Morgunblaðið - 18.08.2022, Qupperneq 18
VIÐTAL
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Gosgerðin Agla heldur áfram að
hrista upp í gosdrykkjamarkaðinum
hérlendis og hefur nú sent frá sér
gosdrykk sem eflaust mun vekja
hlýjar minningar margra á miðjum
aldri og upp úr. Póló er komið aftur á
markað og það í sinni upprunalegu
mynd.
„Nú er svo komið að kynslóðir eru
að vaxa úr grasi hérlendis sem aldrei
hafa bragðað þennan sögufræga
drykk. Að hugsa sér, í þessum töluðu
orðum er fólk af ýmsum kynjum
jafnvel akandi sjálfrennireiðum á
götum þessa lands sem hefur aldrei
upplifað að stelast í svo mikið sem
eitt gler af sprúðlandi fersku Póló!
Þetta ber að taka alvarlega og bjóð-
um við því óreyndum bragðlaukum í
sögulegt ferðalag og um leið þeim
sem þekkja til að rifja upp gömul
kynni við þennan goðsagnakennda
drykk,“ segir Sturlaugur Jón
Björnsson, gosgerðarmeistari Öglu.
Póló á sér langa sögu hér á landi
en hefur ekki sést í hillum lands-
manna síðan á síðari hluta síðustu
aldar ef frá er skilið stutt niðurlæg-
ingartímabil drykkjarins þegar ein-
hver útgáfa hans var seld í tveggja
lítra umbúðum í Bónus. Það tímabil
stóð stutt. Talið er að Póló eigi sér
næstum hundrað ára sögu á Íslandi.
Það var fyrst framleitt af gos-
drykkjaverksmiðjunni Heklu sem
stofnuð var árið 1925. Á flöskunum
var drykkurinn nefndur Kjarna-
drykkurinn Polo og mynd af eldfjalli
prýddi flöskur hans. Árið 1927 keypti
svo Sanitas, sem stofnað var 1905,
Heklu og tók við framleiðslu á Póló.
Síðar tók Ölgerðin Egill Skalla-
grímsson við keflinu og um tíma
prýddi Póló-flaska vegg á höfuð-
stöðvum fyrirtækisins. Flestir muna
þó sjálfsagt eftir Póló í 330 ml dós en
þannig var drykkurinn seldur undir
það síðasta.
Gosgerðarmeistarinn segir það
ánægjulegt að færa landsmönnum að
gosdrykkina sem er þáttur í vegferð-
inni samkvæmt gosgerðarmeistaran-
um.
Byggt á upphaflegri útgáfu
Hann segir að erfitt sé að fullyrða
hvernig Póló hafi bragðast þegar það
kom fyrst á markað hér á landi. „Það
er eðli málsins samkvæmt erfitt að
fullyrða mikið um drykk og innihald
sem kom á markað í kringum 1925 án
þess að fylla í ákveðnar eyður með
ályktunum. Ég tel þó meiri líkur en
minni að það Póló sem var til sölu hér
seinnipart síðustu aldar, og fólk á
miðjum aldri á sér bernskuminning-
ar um, sé í það minnsta byggt á þess-
ari upphaflegu útgáfu Heklu – það
gefur saga vörumerkisins til kynna.
Hvort sú uppskrift hafi verið sérís-
lensk uppfinning er enn fremur erfitt
að fullyrða um. Drykkir undir nafn-
inu „Sport“ þekktust á árum áður
hér á landi og erlendis en Efnagerðin
Flóra fyrir norðan framleiddi til að
mynda drykk undir því nafni og síð-
ast þegar ég heimsótti frændur okk-
ar í Færeyjum voru þeir ennþá með
slíkt á boðstólum. Einhverjar út-
gáfur þessa „Sport“-drykkja eru
keimlíkar Póló og því ekki óhugsandi
að um gosdrykkjategund sé að ræða
sem gengið hefur undir báðum þess-
um nöfnum.“
Þjóðin tilbúin fyrir Póló á ný
- Agla gosgerð hefur sett hið fornfræga gos Póló á markað á ný - Póló á sér næstum hundrað ára
sögu hér á landi en hefur ekki verið framleitt lengi - Bragðið minnir á vatnsmelónu og perubrjóstsykur
Ljósmynd/Hari
Gosgerðarmeistarinn Sturlaugur Jón Björnsson er ánægður með endurkomu Póló á markað.
nýju þennan vinsæla gosdrykk.
„Póló er gosdrykkurinn sem lék sér
að bragðlaukum landsmanna fyrir
aldamót og þeir sem aldur hafa til
þekkja það á bragðinu. Ég tel að
þjóðin sé tilbúin fyrir Póló á ný,“ seg-
ir hann.
Erfitt að lýsa bragði Póló
„Póló er drykkur sem margur hef-
ur átt erfitt með að lýsa bragðinu á,
þú þarft eiginlega að þekkja það. Ef
þú ert hins vegar af þeirri kynslóð
sem ekki hefur bragðað Póló, skaltu
byrja á að ímynda þér léttgeggjað
freyðidiskó þar sem ananas, vatns-
melóna og perubrjóstsykur rúlla um
á hjólaskautum og hver einasti sopi
er keppnis,“ segir gosgerðarmeistar-
inn að vel ígrunduðu máli.
Agla gosgerð hefur komið af krafti
inn á markaðinn á síðustu misserum.
Drykkir á borð við Djöflarót, Jóla-
kóla, Yuzulaði, Hindberjagos, Sítrón
og Óransín hafa notið hylli. Þá vakti
mikla athygli þegar Agla endurgerði
Cream Soda, sem selt var hér á landi
á árum áður, og nefndi Kremúlaði.
Endurgerð Póló heggur í sama kné-
runn. Umbúðirnar á Póló vísa að
hluta til þeirra sem áður þekktust
undir sama nafni. Útlit gosdrykkj-
anna sem koma frá Öglu gosgerð er
einkennandi og minnir á gömlu góðu
Auglýsingar Póló kynnt í Vísi og
Alþýðublaðinu árið 1927.
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022
Þín útivist - þín ánægja
Vinir
fá sérkjör
Skráning á icewear.is
HENLEY strigaskór
Kr. 18.990.-
HVÍTANE
Merínó húfa
Kr. 3.990.-
S
ÍSHELLA derhúfa
Kr. 2.490.-
REYKJANES barna ullarúlpa
Kr. 18.990.-
REYKJAVÍK ullarúlpa
Kr. 47.990.-
GRÍMSEY hanska
Kr. 2.990.-
r
FUNI unisex dúnúlpa
Kr. 33.990.-
SEYÐISFJÖRÐUR
hettupeysa
Kr. 11.990.-
VALUR jogging buxur
Kr. 8.990.-
KJÖLUR flíspeysa
Kr. 9.990.-
RAZOR GRIP
8.995 kr./ St. 27-35
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
LITRÍKIR STRIGASKÓR
SKECHERS
SMÁRALIND - KRINGL
Margir lýstu óánægju sinni með það þegar framleiðslu
á gosdrykknum Póló var hætt. Dr. Gunni hefur margoft
fjallað um drykkinn á bloggsíðu sinni og þá hefur Póló
orðið pistlahöfundum í fjölmiðlum að umtalsefni. Það á
við um Birtu Björnsdóttur, þáverandi blaðamaður á
Morgunblaðinu en nú fréttamaður á RÚV, sem skrifaði
um Póló árið 2010. Birta lýsti Póló sem „gæðadrykkn-
um glæra“ og sagðist hafa mænt löngunaraugum á
„flennistóra Póló-flösku sem situr utan á Ölgerðinni
eftir að gosið góða fékkst ekki lengur í verslunum.“ „Bragðinu er erfitt að
lýsa, já, ólýsanlegt var það og gott. Og nú hefur Póló ekki fengist hér á
landi árum saman,“ sagði Birta sem eflaust fagnar endurkomu Póló nú.
Ólýsanlegt var það og gott
MARGIR HAFA LÝST FORTÍÐARÞRÁ VEGNA PÓLÓ
Birta Björnsdóttir