Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áform um umferðarstokka á helstu umferðaræðum Reykjavíkur, á Sæ- braut og Miklubraut, hafa verið til umfjöllunar hér í Morgunblaðinu að undanförnu. Þetta eru mikil mann- virki, sem áætlað er að muni kosta samtals yfir 37 milljarða króna, að því er fram kemur á heimasíðu Betri samgangna ohf. Sú upphæð á mjög líklega eftir að hækka, sé tek- ið mið af reynslunni. Í framhaldi af umfjöllun um Sæ- brautarstokkinn fékk blaðamaður fyrirspurnir frá lesendum. Vildu þeir fá að vita hver séu rökin fyrir því að færa umferðina í stokka. Þetta verði augsýnilega dýr mann- virki en akreinarnar verði bara jafn margar og eru á núverandi vegi. Fyrirspurn um málið var send til Vegagerðarinnar og til svara varð Kristján Árni Kristjánsson verk- efnastjóri. Borgarlínan þverar „Þegar litið er til skipulagsáætl- ana og framtíðarþróunar á svæðinu er stokkur á þessum kafla Sæbraut- ar metinn sem sá kostur sem gæfi mestan ávinning fyrir alla sam- göngumáta. Vert er að nefna að vegna uppbyggingar Vogabyggðar- hverfis væri annars þörf á endur- bættum, mislægum gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar/ Skeiðarvogs. Þar að auki er þörf á mislægri þverun borgarlínu lotu 1 við Sæbraut úr Ártúni yfir á Suður- landsbraut,“ segir Kristján. „Stokkur fjarlægir svo þá hindr- un sem Sæbraut er í dag milli hverfanna, gefur möguleika á teng- ingum milli Vogahverfis og nýrrar Vogabyggðar fyrir gangandi og hjólandi sem og möguleika á nýjum byggingarreitum og almennings- rýmum. Stokkalausnir auka um- hverfisgæði í aðliggjandi byggð.“ Niðurstaða greiningar á val- kostum til að bæta flæði umferðar á kaflanum milli Stekkjarbakka og Holtavegar, með tilliti til framtíð- aráætlana á svæðinu, hafi verið sú að sviðsmynd með Sæbraut í stokk og mislæg gatnamót við Bústaðaveg gæfu mestan ávinning litið til fram- tíðar og allra ferðamáta. Með þessu yrði Sæbraut mislæg frá Holtavegi, fram yfir Bústaðaveg og áfram suð- ur.“ Verkefnið Sæbraut í stokk sé hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu hefur Vegagerðin gert það að tilögu sinni að bráðabirgðavegur verði lagður austan við Sæbraut á framkvæmdatímanum. Kristján segir aðspurður að ávinningur þeirrar lausnar væri aðallega að viðhalda ásættanlegu umferðarflæði á framkvæmdatíma með því að byggja bráðabirgðaveg með tvær akreinar í hvora akstursstefnu fram hjá framkvæmdasvæðinu. Þá gæfi þessi leið einnig möguleika á að byggja allt þversnið stokksins í heilu lagi, sem myndi stytta fram- kvæmdatímann. Kostnaður við gerð Sæbrautar- stokksins er áætlaður 15.500 millj- ónir króna. Framkvæmdatími er áætlaður 2024-2027. Hver er staðan á Miklubrautar- stokknum? „Frumdragahönnun Miklubraut- arstokks hefur verið boðin út og stendur nú yfir val á ráðgjafa. Í frumdrögum verður lagt mat á hvort jarðgöng eða stokkur verði fýsilegri kostur fyrir Miklubraut. Áætlað er að vinnu frumdraga ljúki á fyrri hluta næsta árs. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hve langur stokkurinn verður, en það verður hluti frumdragavinnunnar. Í gróf- um dráttum verða metnir tveir mis- munandi valkostir, annars vegar 1,5 kílómetra langur stokkur frá Snorrabraut að (eystri) Kringlugötu og hins vegar 2,5 km löng jarðgöng frá Snorrabraut og austur fyrir gatnamót Miklubrautar og Grens- ásvegar og er hluti af vinnu frum- draganna að greina á milli þessara tveggja kosta,“ segir Kristján. Betri samgöngur áætla að kostn- aður við Miklubrautarstokk/göng verði 21.800 milljónir. Fram- kvæmdatími er 2025-2030. Unnið eftir verðlaunatillögu Því er við þetta að bæta að sam- kvæmt upplýsingum sem fram koma á vef Reykjavíkurborgar mun með stokkalausnum verða til land sem muni nýtast til uppbyggingar íbúðarhúsa, útivistar o.fl. Til verður verðmætt byggingarland sem borg- in mun hafa tekjur af. Tillaga Arkís arkitekta, Lands- lags og Mannvits hlaut hæstu ein- kunnina í hugmyndasamkeppni um uppbyggingu í og við vegstokk á Sæbraut, en úrslit voru tilkynnt fyrr á þessu ári. Unnið verður með þessa tillögu varðandi frekari út- færslu Sæbrautarstokksins. Stokkur gæfi mestan ávinning - Vegagerðin segir að ef ekki verði ráðist í gerð Sæbrautarstokks þyrfti að byggja önnur umferð- armannvirki - Möguleiki á tengingu milli Vogahverfis og Vogabyggðar - Íbúðir rísi á stokknum Tölvuteikning/Arkís Sæbrautin Þannig sjá arkitektarnir fyrir sér að stokkurinn gæti litið út að uppbyggingu lokinni. Þetta er vinnings- tillagan sem unnið verður með. Fléttað er saman íbúðabyggð og útivistarsvæðum. Vogatorg fyrir miðri mynd. 20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 LC02 Leður Verð frá 329.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. HÆGINDASTÓLL Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Embætti hagstofustjóra var auglýst laust til umsóknar í dagblöðunum um síðustu helgi en forsætisráð- herra skipar í embættið frá 1. nóv- ember næstkom- andi. Umsóknarfrestur er til og með 1. september. Skipuð verður þriggja manna hæfnisnefnd sem metur hæfni um- sækjenda og skil- ar greinargerð til ráðherra. Fram kemur á vef forsætisráðuneytisins að Ólafur Hjálmarsson núverandi hagstofu- stjóri hafi óskað eftir því að verða færður til í starfi og mun hann taka við starfi skrifstofustjóra fjármála- ráðs frá og með 1. september nk. Ólafur var skipaður í embætti hag- stofustjóra 1. mars 2008 og hefur því gegnt starfinu samfellt í rúm 14 ár. Hann var áður skrifstofustjóri fjár- lagaskrifstofu fjármálaráðuneytis- ins. Fjármálaráð er sjálfstætt í störf- um sínum og er því ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnu- mörkun í opinberum fjármálum. Núverandi staðgengli hagstofu- stjóra, Elsu Björk Knútsdóttur, hef- ur verið falið að sinna starfsskyldum hagstofustjóra til 1. nóvember 2022. Umsækjendur um embættið skulu hafa háskólapróf í hagfræði, töl- fræði, félagsfræði eða skyldum greinum auk þekkingar og reynslu af hagskýrslugerð. Hagstofa Íslands tók til starfa 1914 og er ein af elstu stofnunum þjóðarinnar. Hún er miðstöð opin- berrar hagskýrslugerðar í landinu og hefur forystu um framkvæmd hennar og samskipti við alþjóða- stofnanir á þessu sviði. sisi@mbl.is Fer frá Hagstofu til fjármálaráðs - Embætti hagstofustjóra auglýst laust Ólafur Hjálmarsson Morgunblaðið/sisi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.