Morgunblaðið - 18.08.2022, Síða 20

Morgunblaðið - 18.08.2022, Síða 20
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áform um umferðarstokka á helstu umferðaræðum Reykjavíkur, á Sæ- braut og Miklubraut, hafa verið til umfjöllunar hér í Morgunblaðinu að undanförnu. Þetta eru mikil mann- virki, sem áætlað er að muni kosta samtals yfir 37 milljarða króna, að því er fram kemur á heimasíðu Betri samgangna ohf. Sú upphæð á mjög líklega eftir að hækka, sé tek- ið mið af reynslunni. Í framhaldi af umfjöllun um Sæ- brautarstokkinn fékk blaðamaður fyrirspurnir frá lesendum. Vildu þeir fá að vita hver séu rökin fyrir því að færa umferðina í stokka. Þetta verði augsýnilega dýr mann- virki en akreinarnar verði bara jafn margar og eru á núverandi vegi. Fyrirspurn um málið var send til Vegagerðarinnar og til svara varð Kristján Árni Kristjánsson verk- efnastjóri. Borgarlínan þverar „Þegar litið er til skipulagsáætl- ana og framtíðarþróunar á svæðinu er stokkur á þessum kafla Sæbraut- ar metinn sem sá kostur sem gæfi mestan ávinning fyrir alla sam- göngumáta. Vert er að nefna að vegna uppbyggingar Vogabyggðar- hverfis væri annars þörf á endur- bættum, mislægum gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar/ Skeiðarvogs. Þar að auki er þörf á mislægri þverun borgarlínu lotu 1 við Sæbraut úr Ártúni yfir á Suður- landsbraut,“ segir Kristján. „Stokkur fjarlægir svo þá hindr- un sem Sæbraut er í dag milli hverfanna, gefur möguleika á teng- ingum milli Vogahverfis og nýrrar Vogabyggðar fyrir gangandi og hjólandi sem og möguleika á nýjum byggingarreitum og almennings- rýmum. Stokkalausnir auka um- hverfisgæði í aðliggjandi byggð.“ Niðurstaða greiningar á val- kostum til að bæta flæði umferðar á kaflanum milli Stekkjarbakka og Holtavegar, með tilliti til framtíð- aráætlana á svæðinu, hafi verið sú að sviðsmynd með Sæbraut í stokk og mislæg gatnamót við Bústaðaveg gæfu mestan ávinning litið til fram- tíðar og allra ferðamáta. Með þessu yrði Sæbraut mislæg frá Holtavegi, fram yfir Bústaðaveg og áfram suð- ur.“ Verkefnið Sæbraut í stokk sé hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu hefur Vegagerðin gert það að tilögu sinni að bráðabirgðavegur verði lagður austan við Sæbraut á framkvæmdatímanum. Kristján segir aðspurður að ávinningur þeirrar lausnar væri aðallega að viðhalda ásættanlegu umferðarflæði á framkvæmdatíma með því að byggja bráðabirgðaveg með tvær akreinar í hvora akstursstefnu fram hjá framkvæmdasvæðinu. Þá gæfi þessi leið einnig möguleika á að byggja allt þversnið stokksins í heilu lagi, sem myndi stytta fram- kvæmdatímann. Kostnaður við gerð Sæbrautar- stokksins er áætlaður 15.500 millj- ónir króna. Framkvæmdatími er áætlaður 2024-2027. Hver er staðan á Miklubrautar- stokknum? „Frumdragahönnun Miklubraut- arstokks hefur verið boðin út og stendur nú yfir val á ráðgjafa. Í frumdrögum verður lagt mat á hvort jarðgöng eða stokkur verði fýsilegri kostur fyrir Miklubraut. Áætlað er að vinnu frumdraga ljúki á fyrri hluta næsta árs. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hve langur stokkurinn verður, en það verður hluti frumdragavinnunnar. Í gróf- um dráttum verða metnir tveir mis- munandi valkostir, annars vegar 1,5 kílómetra langur stokkur frá Snorrabraut að (eystri) Kringlugötu og hins vegar 2,5 km löng jarðgöng frá Snorrabraut og austur fyrir gatnamót Miklubrautar og Grens- ásvegar og er hluti af vinnu frum- draganna að greina á milli þessara tveggja kosta,“ segir Kristján. Betri samgöngur áætla að kostn- aður við Miklubrautarstokk/göng verði 21.800 milljónir. Fram- kvæmdatími er 2025-2030. Unnið eftir verðlaunatillögu Því er við þetta að bæta að sam- kvæmt upplýsingum sem fram koma á vef Reykjavíkurborgar mun með stokkalausnum verða til land sem muni nýtast til uppbyggingar íbúðarhúsa, útivistar o.fl. Til verður verðmætt byggingarland sem borg- in mun hafa tekjur af. Tillaga Arkís arkitekta, Lands- lags og Mannvits hlaut hæstu ein- kunnina í hugmyndasamkeppni um uppbyggingu í og við vegstokk á Sæbraut, en úrslit voru tilkynnt fyrr á þessu ári. Unnið verður með þessa tillögu varðandi frekari út- færslu Sæbrautarstokksins. Stokkur gæfi mestan ávinning - Vegagerðin segir að ef ekki verði ráðist í gerð Sæbrautarstokks þyrfti að byggja önnur umferð- armannvirki - Möguleiki á tengingu milli Vogahverfis og Vogabyggðar - Íbúðir rísi á stokknum Tölvuteikning/Arkís Sæbrautin Þannig sjá arkitektarnir fyrir sér að stokkurinn gæti litið út að uppbyggingu lokinni. Þetta er vinnings- tillagan sem unnið verður með. Fléttað er saman íbúðabyggð og útivistarsvæðum. Vogatorg fyrir miðri mynd. 20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 LC02 Leður Verð frá 329.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. HÆGINDASTÓLL Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Embætti hagstofustjóra var auglýst laust til umsóknar í dagblöðunum um síðustu helgi en forsætisráð- herra skipar í embættið frá 1. nóv- ember næstkom- andi. Umsóknarfrestur er til og með 1. september. Skipuð verður þriggja manna hæfnisnefnd sem metur hæfni um- sækjenda og skil- ar greinargerð til ráðherra. Fram kemur á vef forsætisráðuneytisins að Ólafur Hjálmarsson núverandi hagstofu- stjóri hafi óskað eftir því að verða færður til í starfi og mun hann taka við starfi skrifstofustjóra fjármála- ráðs frá og með 1. september nk. Ólafur var skipaður í embætti hag- stofustjóra 1. mars 2008 og hefur því gegnt starfinu samfellt í rúm 14 ár. Hann var áður skrifstofustjóri fjár- lagaskrifstofu fjármálaráðuneytis- ins. Fjármálaráð er sjálfstætt í störf- um sínum og er því ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnu- mörkun í opinberum fjármálum. Núverandi staðgengli hagstofu- stjóra, Elsu Björk Knútsdóttur, hef- ur verið falið að sinna starfsskyldum hagstofustjóra til 1. nóvember 2022. Umsækjendur um embættið skulu hafa háskólapróf í hagfræði, töl- fræði, félagsfræði eða skyldum greinum auk þekkingar og reynslu af hagskýrslugerð. Hagstofa Íslands tók til starfa 1914 og er ein af elstu stofnunum þjóðarinnar. Hún er miðstöð opin- berrar hagskýrslugerðar í landinu og hefur forystu um framkvæmd hennar og samskipti við alþjóða- stofnanir á þessu sviði. sisi@mbl.is Fer frá Hagstofu til fjármálaráðs - Embætti hagstofustjóra auglýst laust Ólafur Hjálmarsson Morgunblaðið/sisi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.