Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 Stór alþjóðleg vísindaráðstefna fer fram í Hörpu á vegum Veðurstofu Íslands dagana 21. til 26. ágúst um afdrif íss og snævar í hlýnandi loftslagi jarðar. Um 150 vís- indamenn taka til máls á ráðstefn- unni en alls sækja fleiri en 330 vís- indamenn ráðstefnuna, sem ber heitið Cryosphere 2022. Fjallað verður um ummerki hlýnandi loftslags og vísindamenn kynna nýjustu niðurstöður rann- sókna á því sviði skv. umfjöllun á vef Veðurstofunnar. „Ráðstefnan og efniviður hennar er mikilvægt tækifæri til að móta framtíðarstefnu í þessum mála- flokki,“ er haft eftir Árna Snorra- syni, forstjóra Veðurstofunnar. „Það að takast á við loftslagsbreyt- ingar er stærsta verkefni sam- félagsins um ókomin ár og vöktun, rannsóknir og miðlun upplýsinga um loftslagsbreytingar er að verða sífellt stærri og mikilvægari þáttur í hlutverki Veðurstofunnar,“ segir hann. Árni bætir við að viðbrögðin þurfi að byggjast á samtali fulltrúa ríkisstjórna, alþjóðastofnana og vísindafélaga. Þessi ráðstefna sé hluti af því samtali. „Ég veit að í erindum sem verða flutt koma fram skýr skilaboð um alvarleika stöðunnar sem er ekki hvað síst sýnileg á norðurhveli, en þar eru breytingarnar örari en annars staðar á jörðinni,“ segir Árni. Nýjar niðurstöður rannsókna Flutt verða sérhæfð erindi frá þriðjudegi til föstudags og auk er- inda sem vísindamennirnir flytja verða niðurstöður margvíslegra rannsókna kynntar, með um 170 veggspjöldum. „Árlega eru haldnar ráðstefnur um margvísleg áhrif loftslags- breytinga en nýmæli er fólgið í því að fjalla á sama þinginu um alla þætti hins svonefnda freðhvolfs jarðar og samspil þess við veðra- hvolfið og úthöfin, “ er haft eftir Þorsteini Þorsteinssyni, sérfræð- ingi á Veðurstofunni. Fjallað verði m.a. um hveljökla, fjallajökla, snjó- þekju, hafís, sífrera og lagnaðarís og jafnt um breytingar í fortíð, nú- verandi ástand og framtíð- arhorfur. Afdrif íss og snævar í hlýnandi heimi - Alþjóðleg vísinda- ráðstefna í Hörpu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eyjafjallajökull 150 vísindamenn flytja erindi á ráðstefnunni. Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Viðgerð stendur nú yfir á Þórs- hafnarkirkju en í langan tíma hefur þar verið lekavandamál, einkum frá turninum. Skemmdir hafa orðið innandyra vegna þessa en loks mun sjá fyrir endann á því. Reiknað er með að verkinu ljúki í septemberlok en undirbúningur hófst í júlíbyrjun. Veðurguðirnir hafa ekki verið hliðhollir verktök- um, þótt um kirkjuþak sé að ræða, og nokkru lengri tími farið í verkið vegna þess. „Helmingur verksins er þó loks- ins búinn, sjálf turnspíran, sem hef- ur 75° halla svo nú er bara að fara með bænirnar og biðja um betra veður,“ sagði verktakinn Ævar V. Ævarsson. Það er ekki fyrir lofthrædda að príla á kirkjuþakinu en skipta þarf um pappa, þakkant og þakjárnið. Fyrsta skóflustunga var tekin að Þórshafnarkirkju árið 1993 og hún var vígð árið 1999. Kirkjan tekur 160 manns í sæti og hefur mögu- leika á fjölbreyttu safnaðarstarfi. Þar er einnig ágætt safnaðarheim- ili sem er nýtt til ýmissar starfsemi en í kirkjunni sjálfri er afar góður hljómburður og hafa kórar og hljóðfæraleikarar lýst mikilli ánægju með það. Þórshafnarkirkja fær nýtt þak Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Nýtt þak Unnið hefur verið við að leggja nýtt þak á Þórshafnarkirkju. - Lekavandamál hafa verið í kirkjunni lengi - Veður tefur framkvæmdir - Reiknað með verklokum í septemberlok HJÓLAÐU Í SKÓLANN EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA MARLIN5 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Læsanlegur dempari Gunmetal TREK Black 129.990 kr. DS2 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Matte Dnister Black 109.990 kr. FX2Disc Frábært fjölnota hjól Álstell, 16 gírar Vökvabremsur Lithium Grey Chrome 114.990 kr. Skoðaðu úrvalið á www.orninn.is Sendum hvert á land sem er fyrir 2.990 (verð fyrir eitt reiðhjól) FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890 Fleiri litir í boði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.