Morgunblaðið - 18.08.2022, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
VARAHLUTIR Í
KERRUR
2012
2021
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Rússneskir togarar halda áfram að
landa og fá þjónustu í norskum höfn-
um þrátt fyrir að það sé hvergi leyfi-
legt annars staðar í Evrópu, þar með
talið á Íslandi, vegna sameiginlegra
efnahagsaðgerða sem beint er gegn
stjórnvöldum í Rússlandi í kjölfar
innrásarinnar í Úkraínu. Norsk
stjórnvöld segjast í svari við fyrir-
spurn blaðamanns hafa veitt rúss-
neskum fiskiskipun undanþágu, í
þeim tilgangi að viðhalda fiskveiði-
samstarfinu í Barentshafi.
Frá byrjun þessa árs til 7. ágústs
síðastliðins lönduðu rússneskir tog-
arar 90.570 tonnum af sjávarfangi í
norskum höfnum, að verðmæti 1,5
milljarða norskra króna, jafnvirði
21,4 milljarða íslenskra króna. Um er
að ræða um 4.000 tonnum minni afla
en á sama tímabili í fyrra en á móti
kemur að verðmæti afurðanna er hátt
í 50% meiri en þá.
Svein-Ove Haugland, fram-
kvæmdastjóri samtaka norskra fisk-
vinnslustöðva (Norges Råfisklag),
viðurkenndi í Fiskeribladet á dög-
unum að um 15% af aflanum væri
unninn í Noregi, en restin væri
áframseld til vinnslu í Evrópu, þar
sem helsti áfangastaðurinn er Hol-
land.
„Bæði eigendur og lögaðilar frá
Rússlandi voru settir á refsiað-
gerðalistann og urðu bankarnir fyrir
áhrifum á sama tíma. En eftir þetta
lítur út fyrir að afhendingarmynstur
til flotans hafi gengið nánast eins og
venjulega,“ var haft eftir Haugland.
Þá fullyrti Haugland að bann við
löndun rússneskra togara myndi hafa
lítil áhrif á rekstur norskra fisk-
vinnslna þar sem landað magn hefur
dregist saman frá upphafi kór-
ónuveirufaraldursins.
Styður við stríðsreksturinn
Norska viðskiptablaðið Dagens
Næringsliv fjallaði 12. ágúst um það
hvernig fiskiskip einnar af stærstu
útgerðum á heimsvísu, Norebo, fái að
landa og stunda viðskipti óáreitt í
Noregi. Útgerðin er í eigu ólígarkans
Vitaly Orlov sem er meðal auðugustu
manna Rússlands, metinn á 2,1 millj-
arð bandaríkjadala sem er jafnvirði
um 291 milljarðs íslenskra króna. Or-
lov hefur verið ötull stuðningsmaður
Vladímírs Pútíns, forseta rússneska
lýðveldisins, og stutt flokk forsetans,
Sameinað Rússland, fjárhagslega í
gegnum árin.
Niðurstaða alþjóðlegra sérfræð-
inga á sviði efnahagsþvingana full-
yrtu í samtali við blaðamenn Dagens
Næringsliv að Noregur væri, með því
að leyfa umrædd viðskipti í norskum
höfnum, að ýta undir stríðsrekstur
Pútíns í Úkraínu.
Yfirvöld í Noregi hafa því, þvert á
yfirlýsingar sínar, ekki fylgt fordæmi
Evrópusambandsins og annarra sam-
starfsríkja, eins og til að mynda Ís-
lands. Hér á landi var tilkynnt um að
öllum skipum undir rússneskum fána
væri óheimill aðgangur að íslenskum
höfnum. Í apríl afturkallaði Svandís
Svavarsdóttir, matvælaráðherra,
undanþágu fyrir rússneska togara til
löndunar og umskipunar í íslenskum
höfnum.
Aðlagaðar refsiaðgerðir
„Noregur hefur tekið þátt í refsi-
aðgerðum ESB gegn Rússlandi, að-
lagað einstökum þjóðlegum skil-
yrðum. Efnahagsaðgerðirnar hafa
verið innleiddar í nokkrum lotum
undanfarið hálft ár og eru þær um-
fangsmestu í sögulegu samhengi.
Þessar aðgerðir eru nauðsynleg við-
brögð við hrottalegu og tilefnislausu
árásarstríði Rússa gegn Úkraínu,“
segir í svari Eivinds Vad Pet-
erssons, ríkisritara norska utanrík-
isráðuneytisins (aðstoðarmanns ráð-
herra), við fyrirspurn
Morgunblaðsins.
„Noregur hefur meðal annars gefið
út bann við því að veita skipum undir
rússneskum fána aðgang að höfnum á
meginlandi Noregs. Hafnarbann
ESB er því miður nokkuð óljóst. Í
norska regluverkinu er lögð áhersla á
að það sé fyrirsjáanlegt, not-
endavænt og skýrt. Einnig hefur ver-
ið tekið tillit til þess að Noregur
ásamt Rússum ber ábyrgð á hinum
mikilvæga þorskstofni í Barentshafi.
Þetta er eitt fengsælasta hafsvæði
heims. Við erum algjörlega háð nýt-
ingarstjórnun á norðlægu slóðunum
sem bæði tekur tillit til lang-
tímamarkmiða og sjálfbærni þannig
að við hlúum að þeim tegundum sem
þar lifa og verndum lífríkið. Noregur
kaus því að taka upp almenna und-
anþágu frá hafnarbanninu fyrir fiski-
skip.“
Rússneskir togarar halda
áfram að landa í Noregi
- 21,4 milljarðar króna - Stuðningsmaður Pútíns hagnast
AFP
Stríð Stefna Norðmanna er sögð
styðja við stríðsrekstur Rússa.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur
hf. (ÚR) hefur ákveðið að selja
frystitogarann Sólborgu RE-27
ásamt allri aflahlutdeild ÚR í makr-
íl, loðnu, veiðiheimildum í Barents-
hafi og 11,42% af aflaheimildum í
gulllaxi, að því er fram kemur í til-
kynningu frá félaginu.
Þar segir að kaupandinn sé
óstofnað dótturfélag, að fullu í eigu
ÚR, og að söluverðmætið sé 12,3
milljarðar króna. Þá var bókfært
virði eignanna 41,7 milljónir evra um
síðustu áramót, jafnvirði um 5,8
milljarða íslenskra króna, eða um
8,3% af eignum ÚR eins og þær voru
um síðustu áramót í samstæðuárs-
reikningi fyrirtækisins.
Áhöfninni sagt upp í sumar
Samkvæmt tilkynningunni gera
áætlanir ÚR ráð fyrir að skipið verið
gert út í óbreyttri mynd í eigu hins
óstofnaða félags. Fyrr í sumar var
sagt frá því að allri áhöfn Sólborgar
hefði verið sagt upp og að til stæði
að kaupa annað skip.
Um borð hafa starfað tvær 24
manna áhafnir.
Runólfur Viðar Guðmundsson,
framkvæmdastjóri, segir í samtali
við 200 mílur að ekki sé til skoðunar
nú að festa kaup á nýju skipi. „Þegar
verið er að reka stórt fyrirtæki er
alltaf verið að skoða marga mögu-
leika og sífellt þörf á að taka ákvarð-
anir eftir breyttum aðstæðum,“ seg-
ir hann og kveðst ekki ætla að tjá sig
öðru leyti.
Þegar til uppsagnanna kom í sum-
ar hafði ÚR gert skipið út í minna en
ár, en upphaflegur tilgangur kaupa
ÚR á Sólborgu var sagður vera veið-
ar í Barentshafi. Lögsaga Rússlands
lokaðist fyrir íslenskum skipum í
kjölfar innrásar Rússlands í Úkra-
ínu.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Frystitogari Gert er ráð fyrir að Sólborg RE-27 verði gerð út í óbreyttri
mynd en af dótturfélagi ÚR. Kvóti skipsins fylgir með til dótturfélagsins.
ÚR selur frysti-
togara og kvóta
- Selt á 12,3 milljarða til dótturfélags
Afurðaverð á markaði
17. ágúst,meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 526,85
Þorskur, slægður 533,48
Ýsa, óslægð 495,25
Ýsa, slægð 442,38
Ufsi, óslægður 192,60
Ufsi, slægður 279,56
Gullkarfi 238,45
Blálanga, slægð 250,20
Langa, óslægð 48,10
Langa, slægð 357,52
Keila, óslægð 153,01
Keila, slægð 181,28
Steinbítur, óslægður 128,23
Steinbítur, slægður 309,98
Skötuselur, slægður 854,07
Grálúða, slægð 178,59
Skarkoli, slægður 543,72
Þykkvalúra, slægð 547,25
Langlúra, óslægð 261,15
Langlúra, slægð 153,00
Sandkoli, óslægður 118,27
Sandkoli, slægður 108,00
Hlýri, óslægður 279,35
Hlýri, slægður 365,42
Lúða, slægð 618,14
Lýsa, óslægð 112,74
Lýsa, slægð 123,44
Makríll 82,12
Náskata, slægð 11,00
Skata, slægð 80,00
Tindaskata, óslægð 11,67
Undirmálsýsa óslægð 195,08
Undirmálsþorskur óslægður 289,05