Morgunblaðið - 18.08.2022, Síða 29
FRÉTTIR 29Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022
18. ágúst 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 138.49
Sterlingspund 166.59
Kanadadalur 107.3
Dönsk króna 18.866
Norsk króna 14.254
Sænsk króna 13.316
Svissn. franki 145.77
Japanskt jen 1.0308
SDR 182.27
Evra 140.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 173.6584
« Hagnaður Atl-
antsolíu nam í
fyrra tæplega 221
milljón króna,
samanborið við
198 milljónir
króna árið áður. Í
samstæðu-
reikningi félags-
ins kemur fram
að tekjur Atlantsolíu hafi í fyrra numið
tæpum 7,5 milljörðum króna og hafi
hækkað um rúmlega 1,5 milljarð á milli
ára. Hagnaður fyrir skatta nam 291
milljónum króna og hækkar lítillega á
milli ára. Eigið fé var í árslok tæpur 1,1
milljarður króna en félagið greiddi 400
milljónir króna í arð til eigenda sinna á
árinu, líkt og árið áður.
Sem fyrr segir námu tekjur félagsins
í fyrra um 7,5 milljörðum króna en þær
hafa aldrei verið hærri en nú. Eigendur
Atlantsolíu eru Guðmundur Kjærnested
og Bandaríkjamaðurinn Brandon Charl-
es Rose, sem eiga móðurfélagið, Atl-
antsolía Investments. Félagið var sett í
söluferli árið 2018 en ekkert varð af
þeirri sölu. Síðar sama ár keypti félagið
fimm þjónustustöðvar af Olís á höf-
uðborgarsvæðinu. Atlantsolía rekur í
dag 25 sjálfsafgreiðslustöðvar, þar af 16
á höfuðborgarsvæðinu.
Tekjur Atlantsolíu aldrei
verið hærri en í fyrra
Bensínstöð Atlants-
olíu við Sprengisand.
STUTT
« Nýsköpunarfyrirtækið Spectaflow
hefur fengið nýtt nafn og heitir nú
Sweeply. Fyrirtækið fékk fyrr á árinu
260 milljóna fjármögnun frá Frumtaki
og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.
Sweeply þróar hugbúnaðarlausn sem
sjálfvirknivæðir dagleg verkefni hjá
starfsfólki hótela og gististaða. Lausnin
er í notkun á yfir 100 hótelum og gisti-
stöðum í sex löndum en í tilkynningu
frá félaginu kemur fram að náðst hafi
samningar við tvö íslensk og fimm er-
lend hótelbókunarkerfi sem munu
dreifa lausninni. Nýja stjórn skipa þau
Eggert Claessen (formaður), Magnea
Þórey Hjálmarsdóttir, Sigrún Dóra Sæ-
vinsdóttir, Friðrik Friðriksson og Erlend-
ur Steinn Guðnason.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýsköpun Pétur Orri Sæmundsen, fram-
kvæmdastjóri og einn stofnenda Sweeply.
Spectaflow fær nýtt nafn
og heitir nú Sweeply
Boðið verður upp á hressingu á fundunum.
Mótum
framtíðina
saman
Skannaðu inn
QR kóðann til
að skrá þig.
Forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið
vegna vinnu við Grænbók um mannréttindi. Á fundunum verður
fjallað um stöðu mannréttinda á Íslandi, helstu áskoranir,
tækifæri og valkosti til framfara.
Öll eru velkomin. Skráning fer fram á stjornarradid.is/mannrettindafundur.
Hægt er að fara inn á síðuna með því að skanna QR-kóðann í vinstra horni
auglýsingarinnar. Gott aðgengi er á öllum fundarstöðunum fyrir hjólastóla og
táknmálstúlkun stendur til boða sé þess óskað með 7 daga fyrirvara.
Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:
29. ágúst kl. 16:00 Selfoss (Hótel Selfoss)
31. ágúst kl. 16:00 Reykjavík (Ríma í Hörpu)
5. september kl. 17:00 Akureyri (Hamar í Menningarhúsinu Hofi)
6. september kl. 17:00 Egilsstaðir (Icelandair Hótel Hérað)
8. september kl. 16:00 Ísafjörður (Edinborgarhúsið)
Opnir samráðsfundir um stöðu mannréttinda
á vegum forsætisráðuneytisins
Dagskrá
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Opnunarávarp
Dr. Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við Lagadeild Háskóla Íslands
Hvað eru mannréttindi?
Örerindi um mannréttindi
Selfoss: Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar
Reykjavík: Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands
Akureyri: Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
Egilsstaðir: Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og
stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Ísafjörður: Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs
Umræður
Fundargestum er skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni.
Hver hópur kynnir niðurstöður sínar stuttlega í lok fundar.
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Siggi Hall kemur að opnun nýs veit-
ingastaðar sem verður til húsa í mat-
höllinni við Pósthússtræti sem opnar á
næstunni. Þetta staðfestir hann í sam-
tali við Morgunblaðið.
„Ég verð þarna með félaga mínum,
við komum að opnun staðar í pósthúss-
mathöllinni,“ segir hann og bætir við að
um sé að ræða „mathöll á hærra plani“.
Samkvæmt Sigga er staðurinn enn á
byggingarstigi og því ekki tímabært að
gefa upp nafn eða tegund staðarins á
meðan hann tekur á sig mynd.
-Ertu spenntur fyrir komandi tím-
um?
„Spenntur? Já, ég er alveg að deyja
úr spenningi, ég er svo spenntur að ég
er að flippa út, ég er að fríka út, ég er
svo spenntur að ég er eins og héri,“ seg-
ir hann í léttum tón og heldur áfram:
„Nei, nei, ég er bara voðalega kúl og
þægur og tek þessu bara á gáfaðan
hátt.“ Siggi Hall rak um tíma veit-
ingastað í Þjóðleikhúskjallaranum og
ætti að vera mörgum landsmönnum
kunnur af skjánum, þar sem hann starf-
aði lengi vel sem sjónvarpskokkur.
Spurður hvort um sé að ræða einhvers
konar endurkomu segir Siggi:
„Ég er alltaf búinn að vera í leiknum,
á margvíslegan hátt. Maður er ekkert
hættur þótt maður sé aðeins farinn að
róa sig niður.“
Morgunblaðið/RAX
Spenntur Siggi Hall kveður hina nýju mathöll „á hærra plani“.
Siggi Hall opnar nýjan stað
- Pósthús mathöll - Sýnir ekki á spilin - Spenntur