Morgunblaðið - 18.08.2022, Side 33

Morgunblaðið - 18.08.2022, Side 33
33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 Skólahald Kennsla í framhaldsskólunum fer að hefjast hvað úr hverju og lífið fer í sinn vanagang. Nýnemar í Menntaskólanum í Hamrahlíð komu saman í skólanum í gær til að undirbúa sig. Hákon Það tók nýjan meiri- hluta borgarstjórnar aðeins þrjá mánuði að valda kjósendum von- brigðum og mælanlegu tjóni. Væntingar fólks um breytingar í borg- inni voru að engu hafð- ar. Loforð borgarstjóra um leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi reyndust innantóm lygi um hábjartan dag. Óheiðarleiki og tækifærismennska Í aðdraganda kosninga fullyrti borgarstjóri, í hverjum kappræðunum á fætur öðrum, að öllum 12 mánaða börnum yrði tryggt leikskólapláss strax í haust. Aðrir fulltrúar meiri- hlutans tóku í sama streng. Þegar við sjálfstæðismenn bent- um á ómöguleika máls- ins og að áfram þyrfti að vinna að lausn vandans vorum við úthrópuð af fulltrúum Pírata fyrir „óheiðarleika og tækifærismennsku“. Nú er komið á daginn að sjálfstæðismenn höfðu á réttu að standa. Engan sérstakan talna- speking þurfti til að sjá að fyrirhugaðar aðgerð- ir myndu aldrei leysa fyrirliggjandi vanda. Innantóm loforð fallins meirihluta voru sett fram af óheiðarleika og tækifærismennsku í aðdraganda kosninga. Vonir og vænt- ingar örvæntingarfullra foreldra voru hafðar að engu. 3,9 milljónir á hverja fjölskyldu Viðskiptaráð Íslands birti á dög- unum greiningu á þeim kostnaði sem fellur á hverja fjölskyldu sem ekki fær leikskólapláss fyrir barn sitt við 12 mánaða aldur. Gera má ráð fyrir því að bið eftir leikskólaplássi leiði til þess að annað foreldrið verði utan vinnu- markaðar meðan á biðinni stendur. Sé tekið mið af meðallaunum og með- alvinnustundum launþega á aldurs- bilinu 20-34 ára má reikna með að fórnarkostnaðurinn á hvert heimili nemi að meðaltali rúmum 3,9 millj- ónum króna í tapaðar launatekjur. Miðar útreikningurinn við að biðin eftir leikskólarými standi einungis til 19 mánaða aldurs, en þó eru fjölmörg dæmi um börn sem bíða vel á þriðja aldursár eftir leikskólarými á borg- arreknum leikskólum. Breyttar áherslur og nýjar lausnir Það er þverpólitískur vilji til þess að bjóða öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í Reykjavík. Staðreynd- in er hins vegar sú að samkvæmt ný- legri spá Byggðastofnunar mun börn- um á leikskólaaldri fjölga um 37% milli áranna 2021 og 2026. Björtustu spár borgarinnar gera hins vegar að- eins ráð fyrir 8.385 leikskólaplássum árið 2026, sem nemur aðeins 83% af þörfinni. Það er því fyrirséð að lausn vandans er hvergi í sjónmáli. Lausn leikskólavandans mun ekki liggja fyrir nema til komi breyttar áherslur og nýjar lausnir. Við þurfum skammtímaaðgerðir sem viðbragð við bráðavanda – en jafnframt lang- tímalausnir til framtíðar. Vandinn verður ekki leystur án kerfis- breytinga og nýrra lausna sem raun- verulega þjóna þörfum fjölskyldna í borginni. Leikskólamál verði forgangsmál Foreldrar ungra barna hafa vitan- lega fengið sig fullsadda á úrræða- leysinu. Sannarlega eru mörg sveit- arfélög í vanda stödd - en hvergi voru gefin eins umbúðalaust óheiðarleg fyrirheit og í Reykjavík fyrir síðustu kosningar. Það er pólitísk ákvörðun að gera leikskólamál að forgangsmálum í Reykjavík. Við þurfum að horfa heildstætt á vandann og leita nýrra lausna. Við sjálfstæðismenn erum reiðubúnir í samtalið um raunhæfar aðgerðir og breyttar áherslur. Það er kominn tími til að kerfið aðlagi sig að þörfum fjölskyldunnar – því fjöl- skyldan hefur um of langa hríð þurft að aðlaga sig að vanmáttugu kerfi. Eftir Hildi Björnsdóttur » Loforð borgarstjóra um leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi reyndust innantóm lygi um hábjartan dag. Hildur Björnsdóttir Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Lygi um hábjartan dag Snemma á árinu var auglýst hér á landi staða þess dómara við Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) sem skipuð skal Íslendingi. Í miðju skipunarferlinu var staðan svo auglýst öðru sinni því tveir um- sækjendur drógu um- sóknir sínar til baka eft- ir langt umsóknarferli. Dómarar við MDE eru kosnir af þingi Evrópuráðsins. Þingið er pólitískur umræðuvett- vangur en um leið lýðræðislegur að því leyti að það er skipað lýðræðislega kjörnum þingmönnum frá aðildaríkj- unum. Fyrir Íslands hönd sitja þingið nú þingmenn úr VG, flokki Pírata og Sjálfstæðisflokki. Evrópuráðsþingið skal greiða atkvæði um þrjá umsækj- endur sem Ísland tilnefnir eftir um- sóknarferli hér á landi og í Strass- borg. Hvorki fleiri né færri. Það vildi svo vel til að einmitt þrír íslenskir lög- fræðingar sóttu um stöðuna. Allt samkvæmt bókinni? Í samræmi við reglur var sett á laggirnar hér á landi nefnd til að meta hæfni þessara umsækjenda. Hæfn- isnefndin var skipuð af forsætisráð- herra. Nefndin skilaði forsætisráð- herra umsögn um umsækjendur og mat alla umsækjendur hæfa og frambærilega til starfans. Undir það mat tók sérleg ráðgjaf- arnefnd Evrópuráðsins sem einnig er ætlað að vera íslenskum stjórn- völdum til ráðgjafar um þessa tilnefningar. Á mati þessara tveggja hæfnisnefnda byggði forsætisráðherra er hún tilnefndi umsækjend- urna þrjá og varpaði boltanum til Evrópuráðsþingsins. Um þá skyldi kosið þar. Til að undirbúa þingmenn fyrir at- kvæðagreiðsluna felur Evrópuráðs- þingið nefnd 22 þingmanna að taka viðtöl við umsækjendur. Gætt er að því að þingflokkarnir sem myndast hafa á Evrópuráðsþinginu eigi sína fulltrúa í þessari undirnefnd í sam- ræmi við þingstyrk. Formaðurinn nú er sósíalisti frá Rúmeníu. Enginn Ís- lendingur á sæti í nefndinni. Fyrir- komulagið er í sjálfu sér fyrirsjáan- legt og væri ekki umhugsunarvert ef ekki hefðu borist undarlegar fréttir af störfum þessarar undirnefndar við skipun hins íslenska dómara. Tveir umsækjendanna drógu skyndilega umsóknir sínar til baka eftir að hafa sótt viðtalstíma hjá þingmönnum undirnefndarinnar. Það er ekki óþekkt að umsókn um starf sé dregin til baka. Annað tveggja kemur þá yfirleitt til. Per- sónulegir hagir umsækjandans hafa skyndilega breyst eða umsækjandinn hefur sannfærst um að honum sé ekki til setunnar boðið. Að tveir af þremur umsækjendum, sem hafa lagt áratuga lögfræðistörf sín fyrir hæfnisnefndir hérlendis og erlendis með góðum ár- angri, skuli draga umsóknir sínar til baka hlýtur að vekja spurningar sem þó virðast ekki hafa verið lagðar fram. Óútskýrð afturköllun Ekki fylgdi fréttum af þessum sinnaskiptum nein vísun til persónu- legra haga umsækjenda. Einungis var fjallað um vangaveltur um skort á kunnáttu í frönsku, sem þó er ekki lagaskilyrði til þess að gera kröfu um, og um fyrri störf umsækjendanna. Allt þættir sem hæfnisnefndirnar báðar skoðuðu sérstaklega og gerðu ekki að frágangssök. Forsætisráðherra lýsti því í frétt- um 22. júní sl. að að öllu leyti hefði verið rétt á málum haldið af Íslands hálfu við tilnefningu dómaraefna. Undir það má trúlega taka. Það lítur hins vegar út fyrir að afskipti undir- nefndar þingmanna hafi leitt til þess að tveir umsækjendur hætta báðir við á sama tíma. Forsætisráðherra þarf að svara því hvort hún eða önnur stjórnvöld hafi rannsakað þetta nán- ar. Því þarf líka að svara hvort ein- staka þingmenn Evrópuráðsþingsins hafi þau völd umfram atkvæðisrétt sinn í þingsal að geta komið í veg fyrir að kosið verði um tiltekna umsækj- endur sem Ísland tilnefnir. Hvert ná- kvæmlega er hlutverk þingmanna- nefndarinnar? Var Ísland gert afturreka? Forsætisráðherra telur það auðsótt mál og eðlilegt að auglýsa bara eftir nýjum umsækjendum, „eins og okkur ber að gera“, eins og hún orðaði það í fréttum. Það má vel vera að það sé rétt að gera það þótt auðvitað beri Ís- landi ekki neitt í þeim efnum. Það blasir hins vegar ekki við að málið sé svo einfalt. Hafi Ísland verið gert aft- urreka, með beinum eða óbeinum hætti, með hæfa umsækjendur sem Ísland tilnefndi kallar það á sérstaka umfjöllun bæði Alþingis og stjórn- valda. Það þarf með öðrum orðum að upplýsa um ástæður þess að umsækj- endurnir drógu sig til baka. Það kann vel að vera að forsætisráðherra VG kunni því vel að Hæstiréttur Íslands fari ekki lengur með æðsta dómsvald hér á landi. Það er þá bara eðlilegt framhald að erlendir þingmenn stjórni því hvaða Íslendinga íslensk stjórnvöld tilnefna til setu í MDE. En forysta Sjálfstæðisflokksins og þing- menn hans? Skyldi brá af þeim núna? Eða er hún nú meitluð í stein sama uppgjöfin og menn sýndu gagnvart stofnunum Evrópu í Icesave-málinu? Þessu tengt þá má rifja upp að MDE hefur haft miklar skoðanir á því hvernig dómarar hafa verið skipaðir hér á landi. Nýlega samdi ríkisstjórn VG við sakfellda menn, m.a. ofbeld- ismenn sem játað höfðu brot sín, um bætur vegna dóma sem kveðnir voru upp af dómurum, löglegum og rétt- mætum í sínum embættum, sem ég skipaði með samþykki Alþingis. Eng- in lagastoð er fyrir greiðslu slíkra bóta en tilmæli um þær komu frá MDE. Mér er til efs að nokkurt evr- ópskt ríki hefði látið bjóða sér þessa framkomu en forsætisráðherra Ís- lands taldi einboðið að bugta sig og beygja fyrir hinni erlendu stofnun og seilst var í vasa skattgreiðenda. Eftir Sigríði Á. Andersen »Hafi Ísland verið gert afturreka, með beinum eða óbeinum hætti, með hæfa um- sækjendur sem Ísland tilnefndi kallar það á sérstaka umfjöllun bæði Alþingis og stjórn- valda. Sigríður Ásthildur Andersen Höfundur er lögfræðingur og fyrrverandi ráðherra. (www.sigridur.is) Hverjir stjórna hér?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.