Morgunblaðið - 18.08.2022, Qupperneq 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022
Porsche á Íslandi | Krókhálsi 9 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 | benni.is | porsche.is | Opið virka daga frá 9:00 til 17:00
Sumartilboð.
Porsche eBike Cross - fulldempað.
• 504Wh rafhlaða
• 100 km. drægni
• Rafmagn - 85 Nm tog
• 21,7 kg þyngd (miðað við M stell og pedala)
• Koltrefjastell
SHIMANO XT 12 gíraskipting | MAGURAMT diskabremsur í yfirstærð | CRANKBROTHERS vökvadælustilling á sæti | MAGURA fram demparar (Upside-Down) og FOX demparar að aftan
Verð nú: 1.190.000 kr.
Verð áður: 1.490.000 kr.
Það var fyrst fyrir 12
árum sem ég heyrði lof-
orð Samfylkingarinnar
um leikskólapláss við 12
mánaða aldur. Þá var
ég tvítug móðir á bið-
lista eftir leikskóla-
plássi sem var þó svo
heppin að fá pláss hjá
dagforeldri. Stefna
borgarstjórnarmeiri-
hluta Samfylkingar-
innar þá var að leggja niður dagfor-
eldrakerfið því ungbarnaleikskól-
arnir ættu að taka við og ekki var
gert ráð fyrir neinni annarri dagvist-
unarþjónustu. Heilt yfir áttu þetta
líka allt að vera borgarreknir leik-
skólar og því einkarekn-
ir leikskólar ekki beint í
náðinni heldur. Aug-
ljóslega bar þessi stefna
engan árangur enda
gegnsýrð af forræðis-
hyggju og einsleitni en í
þessu kristallast mun-
urinn á hugmyndafræði
vinstri meirihlutans í
borgarstjórn og Sjálf-
stæðisflokksins í mála-
flokknum. Á meðan
vinstri meirihlutinn í
borgarstjórn leitast við
að hefta valfrelsi fjöl-
skyldna og vinna gegn fjölbreytni
berst Sjálfstæðisflokkurinn fyrir því
að auka það. Excel-sósíalismi virðist
vera helsta hugmyndafræði meiri-
hlutans. Fólk er bara tölur á tölvu-
skjám.
Þegar frjálslynd hugmyndafræði
leiðir málaflokkinn verður hlutverk
borgarinnar fyrst og fremst það að
tryggja fjölskyldum fjölbreytt þjón-
ustuframboð svo allir finni eitthvað
við sitt hæfi. Með því að veita fjöl-
skyldum raunverulegt val fá þær
verkfærin til að leiða framþróun í
málaflokknum með vali sínu. Ein-
hverjar fjölskyldur vilja kannski helst
hafa börnin sín á leikskóla vegna
skipulags starfsins þar en aðrar vilja
frekar hafa börnin sín hjá dagfor-
eldri, til dæmis vegna minni barna-
hópa og persónulegri tengsla við dag-
foreldrið. Það er munur á milli dag-
foreldra eins og leikskóla og ein-
hverjir dagforeldrar gætu ákveðið að
bjóða upp á sértækari þjónustu sem
leikskólar geta ekki boðið upp á þar
sem unnið er með sérþarfir barna.
Þar fyrir utan eru fjölmargar mis-
munandi stefnur og straumar í
kennslufræðum á leikskólastigi og fá-
mennur hópur í Ráðhúsinu mun seint
geta séð fyrir eða látið sér detta í hug
alla framtíðarkennslu- og þjónustu-
möguleika málaflokksins. Enda þarf
þess ekki þegar við rekum málaflokk-
inn af frjálslyndi, en þá tryggjum við
að kerfið sé þannig að frumkvöðlar og
fagmenntaðir geti lagt sitt á vogar-
skálarnar með því að greiða leið
þeirra sem vilja bæta við framboð
dagvistunarþjónustu í borginni.
Við sjálfstæðismenn í borginni höf-
um áður barist fyrir því að fé fylgi
barni í leikskóla óháð því hvort hann
sé einkarekinn eða borgarrekinn og
við höldum þeirri baráttu ötullega
áfram. Nú leggjum við fram tillögu
þess efnis að niðurgreiðslur til dag-
foreldra séu hækkaðar svo kostnað-
urinn sé til jafns við leikskólagjöld.
Allt eru þetta skref í átt að meira
frjálslyndi í þágu fjölskyldna í borg-
inni, en það er ljóst að vandinn mun
ekki leysast ef haldið er áfram á for-
ræðishyggjubraut meirihlutans í
borgarstjórn.
Eftir Ragnhildi
Öldu Vilhjálms-
dóttur
» Fámennur hópur í
Ráðhúsinu mun
seint geta séð fyrir eða
látið sér detta í hug alla
framtíðarkennslu- og
þjónustumöguleika
málaflokksins.
Ragnhildur Alda
Vilhjálmsdóttir
Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík.
Ragnhildur.Alda.Vilhjalmsdott-
ir@reykjavik.is
Frjálslyndi leysir leikskólavandann, ekki forræðishyggja
Örn Gunnlaugsson
skrifar athyglisverða
grein sem birtist í
Morgunblaðinu 13.
ágúst sl. sem ber heit-
ið Ófyndnasti brandari
Íslandssögunnar.
Hann er að benda á að
það þurfi samkvæmt
lögum að greiða skatt
af verðtryggingu og
þannig sé verið að
verðrýra eign. Með öðrum orðum
ríkið er að taka eign af þeim sem
greiðir skatta af verðtryggingu.
Þetta má sjá í töflunni sem er hér
meðfylgjandi þar sem gert er ráð
fyrir að tveir einstaklingar eigi í
upphafi kr. 20.000.000. Annar
ákveður að kaupa fasteign og hinn
að setja peningana á verðtryggðan
bankareikning til þess að kaupa
fasteign síðar. Í dæminu í töflunni
er gert ráð fyrir að bæði inneignin í
bankanum sem og fasteignin hækki
með sama hætti, þ.e. báðar þessar
eignir hækki að verðmæti til sam-
ræmis við 10% verðbólgu. Eftir níu
ár er mismunur á eign þessara ein-
staklinga um kr. 8.000.000 vegna
þess að hjá öðrum hefur átt sér stað
eignaupptaka vegna þess að tiltekið
fyrirbæri sem er hvorki tekjur né
eignaaukning er skattlagt. Sam-
kvæmt stjórnarskrá íslenska lýð-
veldisins er eignarrétt-
urinn friðhelgur og
engan má skylda til að
láta af hendi eign sína
nema almenningsþörf
krefji. Þarf til þess
lagafyrirmæli og komi
fullt verð fyrir. Í grein
sinni ræðir Örn um
mannvitsbrekkur en
telja verður að það
þurfi engar sérstakar
mannvitsbrekkur til að
sjá að eignaupptakan
hjá innistæðueigand-
anum er ekki í samræmi við orðalag
stjórnarskrárinnar. Telja verður
ólíklegt að almenningsþörf krefji
frekar að innistæðueigandinn sé
skyldaður til að láta af sinni eign en
fasteignaeigandinn, auk þess að ef
eign er tekin af innistæðueigand-
anum þá ber að bæta honum það að
fullu, samkvæmt stjórnarskránni,
sem er augljóslega ekki gert. Ríkið
gæti komið með þau mótrök að
þetta sé ekki eignaupptaka heldur
sé þetta skattlagning og ríkinu sé
slík skattlagning heimil. Ekki ætti
að vera þörf á að fjalla um slík rök
þar sem þá er ríkið í raun farið að
verja sig á einhverjum forms-
atriðum, kannski svipað og þeir sem
reyna að fara í kringum lögin. Ef
þessi skattlagning væri heimil þá
gæti þessi skattur t.d. verið 50% og
þá væri mismunur á eign innistæðu-
eigandans og fasteignaeigandans
eftir tíu ár um kr. 23.000.000.
Hér er því haldið fram að þessi
eignaupptaka sé óheimil vegna þess
að hún gangi gegn stjórnarskránni.
Hvað er stjórnarskrá? Stjórnar-
skráin er lög en ekkert kemur fram
í henni hvort hún gangi framar öðr-
um lögum. Dómstólar hafa komist
að þeirri niðurstöðu í nokkrum mál-
um að stjórnarskráin gangi framar
öðrum lögum þótt þeir hafi aldrei
bent á þá heimild sem þeir byggja
þá ákvörðun á. Hér er þess vegna
gengið út frá því að stjórnarskráin
sé öðrum lögum æðri og dómstólar í
samræmi við það talið tiltekna hluti
óheimila, þótt ákvæði sé um þá í lög-
um, vegna þess að þeir gangi í ber-
högg við stjórnarskrána. Framan-
greind eignaupptaka gengur í ber-
högg við orðalag
stjórnarskrárinnar. Þingmenn vinna
drengskaparheit að stjórnarskránni
og forseti Íslands vinnur eið að
henni. Hvað felur það í sér? Er það
einungis formsatriði?
Þetta snýst í raun um það að ís-
lenska ríkið getur ekki bæði sett
reglur um að tiltekin formúla reikni
út að tiltekin eign sé að sama verð-
mæti næsta ár og hún er í ár miðað
við útreikning formúlunnar og einn-
ig skattlagt þennan útreikning sem
er í raun ekkert. Þ.e. raunveruleg
eignaaukning hefur orðið engin,
núll, en þrátt fyrir það ákveður ríkið
að skattleggja enga eignaaukningu,
þ.e. skattleggja núll eign. Hvers
vegna eru ekki aðrar núll eignir
skattlagðar til að gæta samræmis
eins og Örn bendir á? Það gengur
engan veginn upp að ef engin verð-
bólga er, þá sitja fasteignaeigandinn
og innistæðueigandinn við sama
borð, þ.e. báðir halda sinni eign að
fullu en ef einhver verðbólga er þá
er innistæðueigandinn beðinn að
færa sig á annað borð vegna þess að
það eigi að skerða eign hans en fast-
eignaeigandinn situr áfram við borð-
ið þar sem engin skerðing á sér stað.
Smá viðbót við ófyndnasta brandarann
Eftir Berg
Hauksson
Bergur Hauksson
» Samkvæmt stjórn-
arskrá íslenska lýð-
veldisins er eignarrétt-
urinn friðhelgur og
engan má skylda til að
láta af hendi eign sína
nema almenningsþörf
krefji.
Höfundur er lögmaður.
Samanburður á þróun inneignar í banka og verði íbúðar 2022-2031
Miðað við 10% verðbólgu
Milljónir króna 2022 2023 2024 2025 2026 2027 2028 2029 2030 2031
Inneign í banka 20,0 21,6 23,2 25,1 27,0 29,1 31,4 33,8 36,5 39,3
Verðtrygging á inneign 2,0 2,2 2,3 2,5 2,7 2,9 3,1 3,4 3,6 3,9
22% skattur af verðtryggingu -0,4 -0,5 -0,5 -0,6 -0,6 -0,6 -0,7 -0,7 -0,8 -0,9
Verð íbúðar fylgir verðbólgu 20,0 22,0 24,2 26,6 29,3 32,2 35,4 39,0 42,9 47,2
Hækkun á verði íbúðar
til samræmis við verðbólgu
2,0 2,2 2,4 2,7 2,9 3,2 3,5 3,9 4,3 4,7