Morgunblaðið - 18.08.2022, Side 40

Morgunblaðið - 18.08.2022, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 DAGAR ALLARTELWIN VÖRURÁTILBOÐI SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Hinn 22 ára gamli Ingimar Birnir Tryggvason hefur lagt mikið á sig til að elta tónlistardrauminn sem hann hefur átt frá barnæsku en hann gaf á dögunum út nýtt lag ásamt bandaríska tónlistarmann- inum Ryan Edwards, lagið Cotton Candy, en þeir kynntust á lagasmíðanámskeiði hjá einum besta lagahöfundi heims, Ryan Ted- der. Sá síðarnefndi, sem er að- alsöngvari hljómsveitarinnar One- Republic, er þekktur fyrir að skrifa „hittara“ en hann er til að mynda maðurinn á bak við Halo með Beyoncé og Counting Stars með OneRepublic. Eftir að hafa heyrt lag Edwards, sem kallar sig The808, ákvað Ingi- mar að hafa samband við hann og saman gerðu þeir í framhaldi lagið Cotton Candy þrátt fyrir að vera hvor í sínu landinu en þeir nýttu tæknina í lagasmíðarnar og sömdu það í gegnum fjarskiptaforritið Zoom. Ingimar byrjaði 11 ára gamall að vinna í tónlistarforritinu Ableton, sem hann notar enn í dag, og fékk hann sérstakan innblástur frá plötu- snúðnum og lagahöfundinum Avicii. „Ég elskaði Avicii og EDM (electronic dance music) vegna þess að mér leið eins og ég svifi í skýj- unum þegar ég botnaði hana í heyrnartólunum,“ segir Ingimar, sem sérhæfir sig í þess konar tón- list. „Það tók mig mörg ár að finna leyndarmálin og trixin sem hann [Avicii] notfærði sér,“ segir Ingimar sem segist ekki vita hvers vegna hann varð svo heillaður af því að búa til og skapa tónlist en hann leiddist náttúrulega á þessa braut. Innblásturinn að lögunum sínum fær hann úr öllu því fallega sem verður á vegi hans. „Eins og þegar skýin eru bleik hérna á sumrin og fuglarnir syngja. Ég hef skrifað ansi mörg lög með þá mynd í huga eða þegar ég hef verið með þá sjón fyrir augunum. Til dæmis í Cotton Candy,“ segir Ingi- mar og bætir við að raunverulegur fuglasöngur heyrist lágt í bakgrunni lagsins sem gefi því ákveðið „væb“. Ingimar dreymir þó um að búa til tónlist með stórstjörnum og vonast til að geta fylgt þeim draumi eftir. Mest dreymir hann um að komast í stúdíó með Coldplay-söngvaranum Chris Martin og gefa út lag með hljómsveitinni, sem er í miklu uppá- haldi. Hann bætir við að sér þætti ekki verra að slá í gegn í tónlistinni. „Ég vil vera skellihlæjandi og geta látið mömmu velja sér hús og bíl og bara straujað kortið mitt án þess að finna mikið fyrir því,“ segir Ingimar sem er að vinna með lista- mönnum úti um allan heim um þess- ar mundir. Einnig fékk hann boð til Los Angeles í september þar sem hann mun skrifa og framleiða fyrir ákveðinn listamann í fimm þúsund fermetra glæsihýsi í Hollywood. Það er því nóg spennandi fram undan hjá listamanninum unga, sem hvet- ur annað ungt fólk, sem dreymir um framtíð í tónlistarbransanum, til að fikra sig áfram og gefast ekki upp. „Það sem hefur hjálpað mér mest er að vera nógu kaldur að ná í tæki- færin. Svo er það bara að gera nóg. Í 90% skipta er maður að gera eitt- hvað glatað en ef þú gerir fullt þá dettur ein hugmynd inn sem nær vonandi alla leið,“ segir Ingimar að lokum. Hægt er að hlusta á lagið Cotton Candy á Spotify-síðu Ingimars und- ir nafninu Martin & Eric og hjá tón- listarmanninum The 808. Vill geta gefið mömmu sinni hús Tónlistarmaðurinn og lagahöfundurinn upp- rennandi, Ingimar Birnir, á stóra drauma hvað viðkemur tónlistinni en hann gaf á dögunum út lagið Cotton Candy. Draumur Ingimar segir fjölda tækifæra hafa skapast eftir að hann fór á námskeið hjá lagahöfundinum Ryan Tedders sem er m.a. höfundur Halo. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Róbert Marshall hefur marga fjör- una sopið og starfað við ýmislegt en hann hefur meðal annars starfað sem fréttamaður, stjórnmálamaður og sem upplýsingafulltrúi ríkis- stjórnarinnar. Það var þó ekki fyrr en eftir að hann lenti í alvarlegu vélsleðaslysi árið 2014 að hann ákvað fyrir alvöru að elta draum sinn, sem var að hans sögn „að syngja og vera á fjöllum“ en hann starfar nú sem leiðsögumaður auk þess sem hann er söngvari hljóm- sveitarinnar Lizt. Forgangsraðaði upp á nýtt „Sagan er þessi, ef ég reyni að kjarna hana, að ég lendi í slysi 2014 þar sem ég var ansi lemstraður. Braut 17 bein og hlaut innvortis meiðsl og annað slíkt. Upp úr því forgangsraðaði ég upp á nýtt. Ég fékk allt aftur til baka. Náði góðri heilsu og ákvað að hætta í pólitík og kanna það hvort maður gæti látið þann draum ræt- ast að vinna við útivist,“ lýsti Ró- bert í morgunþættinum Ísland vaknar í vikunni fyrir þeim Kristínu Sif, Ásgeiri Páli og Jóni Axel. Hann tók undir það að slysið hefði sett hlutina í nýtt samhengi en hann segir að slysið hefði auð- veldlega getað verið sitt síðasta. „Þannig að allt eftir það hefur verið bónus,“ sagði hann. Syngur bara og er á fjöllum „Ég held að það sé hollt fyrir okkur öll – það þarf kannski ekki að lenda í alvarlegu slysi til að gera það – að velta því fyrir sér hvað í fjáranum við erum að gera við líf okkar,“ sagði Róbert sem staðfesti að hann væri svo sannarlega að fylgja draumi sínum í dag. „Ég sagði 2016: Nú ætla ég bara að syngja og vera á fjöllum. Upp úr því stofnuðum við Þór Freysson hljómsveitina Lizt,“ sagði Róbert en hljómsveitin, sem sérhæfir sig í rokki frá níunda áratugnum, er skipuð þeim Hersi Sigurgeirssyni, Gunz A La Tomma og Kristni Sig- urgeirssyni auk stofnendanna Ró- berts og Þórs. Þá eru lög með söngvaranum David Bowie í sér- stöku uppáhaldi hjá sveitinni en Ró- bert þykir ná rödd Bowies merki- lega vel. „Við föttuðum að stærðin á kinn- holunum og öllum þessum rýmum í hausnum á mér – sem búa til rödd- ina – virðist mjög svipuð og í Bowie. Þannig að ég syng mjög náttúru- lega dálítið svipað honum,“ sagði Róbert. „Stór orð. Það hljómar í áttina að minnsta kosti,“ bætti Róbert kím- inn við en Lizt hefur haldið Bowie- tónleika nokkrum sinnum á ári síð- astliðin ár. Róbert sagði þó að hljómsveitin væri einungis tóm- stundaiðja hjá sér. „Þetta er hobbíið mitt. Ég náði að þróa fjallahobbíið mitt og útivistina í vinnu og hef þetta sem hobbí og gleði. Það er öllum gríðarlega hollt að vera í kór eða hljómsveit eða að syngja í sturtunni,“ sagði Róbert sem þó ætlar að blanda saman leik og starfi um komandi helgi þar sem hann tekur þátt í Fjalla- og rokk- festivali sem haldið verður 19.-21. ágúst á Hala í Suðursveit. Róbert verður með leiðsögn, ásamt Hauki Inga Einarssyni, um Nautastíginn, sem er um 14 km leið sem tekur um 8-10 klukkustundir, á laugardag. Um kvöldið mun svo Lizt spila ásamt tveimur öðrum sveitum, Díatóniku og Dúkkulís- unum, í hlöðunni á Hala þar sem verður jafnframt grillað. Hægt er að nálgast miða á við- burðinn í gegnum upplýsingar á Facebook-viðburði festivalsins. Útilíf Róbert Marshall er mikill fjallagarpur og nýtur þess að fá að starfa við það sem hann elskar; að ganga á fjöll og vera úti í náttúrunni. Lizt Hljómsveitin Lizt sérhæfir sig í 80’s-rokki, sér í lagi lögum tónlistar- snillingsins Davids Bowies. Róbert er sagður ná rödd hans merkilega vel. Elti drauminn eftir lífshættulegt slys Róbert Marshall, fyrrverandi stjórnmálamaður og upplýsingafulltrúi, ákvað að breyta um stefnu í líf- inu eftir að hafa lent í lífshættulegu vélsleðaslysi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.