Morgunblaðið - 18.08.2022, Page 42

Morgunblaðið - 18.08.2022, Page 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 ✝ Elna Þórarins- dóttir fæddist á Akureyri 8. sept- ember 1943. Hún andaðist á Hjúkrun- arheimilinu Hömr- um Mosfellsbæ 8. ágúst 2022. Foreldrar henn- ar voru Jenny Lea Svanhild Olsen Jónsson hjá Ríkis- útgáfu námsbóka, f. 16. október 1910, d. 2. júlí 2006, og Þórarinn Helgi Jónsson hafnarverkamaður, f. 8. janúar 1913, d. 23. apríl 1986. Elna átti eina eftirlifandi alsystur, Leu, f. 29. ágúst 1939, tvær látnar al- systur, Emmy, f. 28. desember 1941, d. 22. desember 2009, og Þórunni, f. 5. mars 1947, d. 18. maí 2021, tvær samfeðra hálf- systur, Jónu, f. 25. apríl 1936, og Ásdísi, f. 23. febrúar 1945, og loks látinn sammæðra hálf- bróður, Trausta Ólafsson, f. 19. júlí 1935, d. 31. mars 2016. Elna giftist Magnúsi Matthías- syni 1963. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Matthías, verk- efnastjóri, f. 31. júlí 1960, maki Þórdís Lilja Gunnarsdóttir. Börn hans með fyrri sambýliskonu, Sigurbjörgu Ársælsdóttur, eru Einarssyni, eru Benedikt, f. 9. jan- úar 2007, og Berglind, f. 23. ágúst 2008. Eftirlifandi eiginmaður Elnu er Baldvin E. Albertsson heildsali, f. 27. apríl 1943. Þau giftust 26. október 2013 en höfðu búið sam- an frá 1983. Elna ólst upp á Brekkustíg 14b í Vesturbæ Reykjavíkur, en bjó svo á Skólavörðustíg, Patreks- firði, í Breiðholtinu og loks í Hafnarfirði til fjölda ára. Síðustu árin bjó hún í Mosfellsbæ en lagð- ist inn á Hamra haustið 2020. Elna átti fjölbreyttan starfs- feril, byrjaði sem kaupakona í sveit og vann svo ýmis verk- smiðjustörf, var við afgreiðslu- störf hjá kjötbúð SS á Skóla- vörðustíg, við fiskvinnslu á Pat- reksfirði, í mötuneyti Hampiðj- unnar í Reykjavík og síðan með sambýlismanni sínum í fyrirtæki hans B.E. Albertsson sf., og loks í verslun Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún var ákafur söngunnandi og söng í kirkjukór á Patreks- firði, í Hafnarfjarðarkirkju, Dóm- kirkjunni, Lágafellskirkju, Fella- og Hólakirkju, auk Pólýfónkórs- ins. Útförin fer fram í Bústaða- kirkju í dag, 18. ágúst 2022, klukkan 13. Alexandra, f. 3. ágúst 1994, Matthías, f. 24. febrúar 1998, börn með Þórdísi eru Ólaf- ur, f. 27. maí 2006, og Elna, f. 18. maí 2009. 2) Sólveig sjúkraliði, f. 10. nóvember 1963, maki Colin Small- bone. Börn hennar með fyrri sambýlis- manni, Gunnari Þór Adolfssyni, eru Bjarni, f. 12. júlí 1990, Daníel, f. 8. janúar 1996, og Eva, f. 23. maí 1997. 3) Sigríður búfræðingur, f. 18. júlí 1968, barn hennar með fyrrverandi eiginkonu er Adam, f. 20. desember 2002. Elna giftist Hjörvari Þór Jó- hannessyni. Þau skildu. Barn þeirra er Bjarklind Þór ferðaráð- gjafi og löggiltur fasteignasali, f. 17. júní 1971, maki Jón Örn Boga- son. Barn hennar með fyrri sam- býlismanni, Ólafi Harðarsyni, er Hjörvar, f. 21. október 1994, og barn hennar með fyrri sambýlis- manni, Birni Bjarnasyni, er Ríta, f. 6. maí 2000. Elna giftist Bergþóri Ólafssyni. Þau skildu. Barn þeirra er Inga Elínborg sálfræðingur, f. 10. nóv- ember 1979. Börn hennar með fyrrverandi eiginmanni, Árna Mér verður hugsað til þess er ég fór með 15 ára son minn, hann Ólaf Matta, með mér á Hjúkrun- arheimilið Hamra, til að heim- sækja mömmu í fyrra. Hún var svo ánægð að sjá okkur, enda hvað er skemmtilegra en að fá barnabarn sitt í heimsókn, bros- mildan og ferskan ungling? Ég gantaðist eins og mér væri borg- að fyrir það, og mamma hló að allri vitleysunni. Hún var svo yndislega hláturmild. Það þurfti ekki mikið til. „Ég sé það í anda,“ átti hún til að segja, þegar hún sá eitthvað fyndið sér fyrir hug- skotssjónum. Undir lokin var hún hætt að hlæja. Síðasta brosið sá ég fyrir mánuði eða svo. Þá var það eiginmaður hennar sem kom henni til að brosa þegar mér hafði mistekist. En eftir það var hún horfin, þessi stórkostlega mann- eskja sem ól mig, hafði mig á brjósti í sex mánuði og gætti mín eins og sjáaldurs augna sinna fyrstu árin mín. Þá var hún bara táningur, en samt eignaðist hún stærsta barnið á Fæðingarheim- ilinu af þeim sængurkonum sem lágu þar um leið og hún. Og allar hinar öfunduðu hana, var hún óþreytandi að segja mér. Hún var alltaf að segja mér sögur af því þegar hún var ung. Það voru allt- af sögur af einhverju fögru, at- burðir sem greypst höfðu í minni hennar. Hún var alltaf að gæta þess að segja mér frá því sem skipti máli, annaðhvort af því að viðkomandi saga hafði með manngæsku að gera, eða þá að at- burðurinn var yfirmáta fyndinn. Ég var ljónheppinn að eignast þig fyrir mömmu, og föður minn fyrir pabba. Þið voruð af þessari lítil- látu og nægjusömu kynslóð sem við afkomendur ættum að geta lært svo mikið af. Nú eruð þið bæði farin. Vonandi getið þið nú sameinast á ný, eins og ég lét mig alltaf dreyma um. Matthías Sigurður Magnússon. Elsku mamma, ekkert gat búið mig undir það að missa þig. Ég veit samt að við hittumst aftur og á meðan á ég minningarnar að ylja mér við. Hláturinn þinn sem var svo skemmtilegur og húmor- inn þinn alveg í takt við minn. Það sem við gátum hlegið endalaust og aftur og aftur að því sama. Ég var mömmustelpa og mér leið alltaf best nærri þér, ég fann svo mikið öryggi og ást þegar ég stundum klessti mér kannski að- eins of mikið upp að þér en það var bara vegna þess hve allt var hlýtt og gott nærri þér. Ég hefði ekki viljað hafa þig öðruvísi en akkúrat svona eins og þú varst, hlý, góð og traust. Adam elskaði þig óskaplega mikið líka og hann hefur margoft talað um hvað hon- um finnst það dýrmætt að þú varst viðstödd fæðinguna hans. Manstu þegar við hlógum svo mikið að því þegar við tvær vor- um hjá lækninum sem lagaði nef- ið á mér og ég sagði við hann að mér fyndist ég vera með svo stórt nef. Þá sagði hann alveg hiklaust: Stórt nef? Sjáðu nefið á mömmu þinni, það er stórt! Dýrmætustu minningarnar eru örugglega þegar ég var lítil stelpa í sveitinni fyrir vestan þeg- ar dagurinn rann upp sem þú komst að sækja mig eftir að ég hafði verið allt sumarið í sveit- inni. Ég tók sterkasta kíkinn sem til var á bænum, plantaði mér út í glugga og skoðaði með kíkinum, sem ég gat varla haldið á, upp á veg þar sem ég sá þegar bíllinn þinn beygði niður afleggjarann sem lá heim að bænum. Um leið og það gerðist tók hjartað kipp og maginn dansaði af gleði. Þú varst komin að sækja mig og þegar ég sá þig varð ég svo feimin fyrst en svo fylltir þú húsið af lyktinni þinni og ég gat ekki hætt að brosa og hanga utan í þér. Mamma mín, þú gerðir alltaf þitt besta og það var akkúrat nóg fyrir mig. Takk fyrir það. Ég vona að einhvern tíma einhvers staðar fái ég að gera það sama fyrir þig. Ég sakna þín svo mikið að mig verkjar í hjartað en á sama tíma veit ég að þér líður vel og þá líður mér betur. Ég elska þig og hlakka til þegar við hittumst aft- ur þegar að því kemur og við skulum gleyma okkur saman í heilu höfunum af rauðum valmú- um sem þú varst alltaf svo hrifin af. Ég gæti sagt svo miklu meira en ef lesið er á milli línanna þá sést hversu hamingjusöm ég var að eiga þig sem mömmu mína og hjarta mitt er fullt af ást og sökn- uði, gleði og sorg, minningum og hlýju um duglegustu og hugrökk- ustu konu sem ég hef kynnst. Takk fyrir að gefa mér þá gjöf út í lífið að hafa það að leiðarljósi þeg- ar ég hef þurft þess. Bless í bili elsku mamma mín. Ég skal mála allan heiminn elsku mamma eintómt sólskin, bjart og jafnt. Þó að dimmi að með daga kalda og skamma dagar þínir verða ljósir allir samt. Litlu blómin sem þig langar til að kaupa skal ég lita hér á teikniblaðið mitt. Ég skal mála allan heiminn elsku mamma svo alltaf skíni sól í húsið þitt. Óskaðu þér mamma, alls sem þú vilt fá ennþá á ég liti, til hvers sem verða má. Allar heimsins stjörnur og ævintýra fjöll óskaðu þér mamma, svo lita ég þau öll. (Hinrik Bjarnason) Þín dóttir (kríli litla), Sigríður Elín Elnudóttir Olsen (Sigga). Elsku mamma. Þrátt fyrir að þú hafir yfirgefið þessa jarðvist fyrir tveimur vikum þá varstu bú- in að kveðja fyrir nokkrum árum, sjúkdómurinn hafði þig í heljar- greipum og þú gast lítið sem ekk- ert hreyft/tjáð þig. Við fjölskyld- an erum í raun búin að syrgja þig í nokkur ár nú þegar. Frá unga aldri gafstu mér við- urnefnið lúllería því ég gat sofið hvar og hvenær sem var, aðeins þú kallaðir mig því. Það sem ég sakna að heyra þig kalla mig þessu nafni – ég sakna einnig og hef saknað í nokkur ár að geta ekki fengið mömmuknús, besta knús í heimi. Þú varst hæglát, hláturmild og einstaklega góð manneskja. Flestir lýstu þér sem glæsilegri konu enda fórstu aldrei út úr húsi ótilhöfð. Ég gat alltaf leitað til þín með öll mín vandamál og þú reyndir þitt besta að hjálpa mér að leysa úr þeim. Þú áttir auðvelt með að sjá skoplegu hliðina á ýmsum málum og áttir einstak- lega auðvelt með að hlæja að tæknivandamálum þínum. Við áttum ófáar stundir þar sem ég var pirruð á þér þegar ég var að hjálpa þér með tölvuna en þú hlóst bara að því öllu saman. Við vorum mjög ólíkar að mörgu leyti, þú elskaðir t.d. bleikan lit og blúndur en þetta tvennt þoli ég ekki. Þú reyndir samt oftar en ég get talið að koma mér í þannig föt og skildir ekkert af hverju ég neitaði alltaf. Þegar ég fermdist fékk ég voðalega mikið bleikt í gjafir; bleik rúmföt, bleikan lampa, bleikan svefnpoka og svona mætti lengi telja. Þú neitaðir þó, með lúmsku brosi, að hafa sagt flestum að gefa mér eitthvað bleikt. Þú og dóttir mín (nafna þín) áttuð alveg sérstakt samband og það var yndislegt að sjá þig með henni. Hún hringdi í þig næstum um hverja helgi og bað um að fá að koma til þín og að sjálfsögðu var það auðfengið. Þú varst óþreytandi við að lesa fyrir hana, oft lögðuð þið kapal saman í spjaldtölvunni, bökuðuð pönnu- kökur eða þið sátuð saman í sóf- anum að horfa á einhverja mynd. Lífið var þér alls ekki auðvelt en aldrei vorkenndir þú þér, ávallt barstu höfuðið hátt og hélst ótrauð áfram, sannkölluð hvunn- dagshetja. Elsku mamma, ég veit að þú ert laus undan þjáningunum í sumarlandinu, umvafin öllum þínum ástvinum þar, en það breytir því ekki að söknuðurinn við að missa þig er sár. Elska þig alltaf, elsku mamma mín. Þín Inga. Þú hefur nú kvatt þennan heim elsku mamma og alltof fljótt varstu tekin frá okkur, en minn- ingarnar lifa alltaf í hjarta mér. Þú varst svo yndisleg og góð í alla staði og hafðir svo hlýja framkomu og góða nærveru. Allt- af var stutt í brosið, enda varstu glaðvær og það geislaði af þér. Þú varst traust og hörkudug- leg. Þú hafðir líka svo skemmti- legan húmor og ósjaldan sem við göntuðumst og hlógum að hinu og þessu. Þegar ég byrjaði minn bú- skap þá var oft hringt í þig til að fá ráð við hinu og þessu, sérstak- lega tengt eldamennsku og alltaf varstu tilbúin að hjálpa og alltaf varstu til staðar þegar á þurfti að halda. Þannig vil ég minnast þín elsku mamma. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ég elska þig og sakna þín svo mikið. Takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Guð geymi þig og varðveiti. Þín Sólveig. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra Við hin, sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Elna systir mín er nú flogin á vængjum söngsins. Hún kvaddi mánudaginn 8. ágúst eftir erfið veikindi. Hún hvarf okkur smátt og smátt síðustu ár. Það er því bæði með sorg í hjarta og feg- inleika fyrir hennar hönd að ég kveð hana. Elna var alltaf glaðsinna og fallega brosið hennar og hlátur- inn lýsti upp umhverfið. Hún var mikið fiðrildi og sem barn var hún oft í eigin hugarheimi, dreymandi á svip meðan hún leik sér í búð- arleik sem var hennar uppáhald. Enda valdi hún að starfa við búð- arstörf og fannst alltaf jafn gam- an að hitta fólk og spjalla í leið- inni. Hún vann lengi í „búðinni“ á Hrafnistu og gamla fólkið sótti í að fara til hennar og versla og ekki síst að spjalla við hana enda skapaðist mikil vinátta meðal þeirra. Það var alltaf gaman að fá hana í heimsókn og spjalla um heima og geima. Alltaf stutt í hláturinn. Elna elskaði að syngja og var í ýmsum kórum. Eins fannst henni mjög gaman að dansa. Elna var mikil barnagæla og eignaðist fimm börn sem hún elskaði heitt. Nú eiga þau um sárt að binda og hugur minn er hjá þeim. Sem betur fer eiga þau hvert annað að í sorginni. Ég kveð kæra systur mína og votta ástvinum hennar einlæga samúð. Blessuð sé minning hennar. Lea systir. Kæru ástvinir. Mikill er ykkar missir. Við sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur og minn- umst Elnu frænku okkar með miklum hlýhug. Ég veit um himins björtu borg í bjarma sólu hærri. Þar er ei skuggi, synd né sorg, hvert sár er grætt og fjærri. (Sigurbörn Einarsson) Bryndís, Tómas, Agnar, Baldur og fjölskyldur. Elskulega vinkonu og vinnu- félaga kveðjum við með söknuði. Elna vann til margra ára í versl- un Hrafnistu í Hafnarfirði. Meðal okkar myndaðist mikill og ein- lægur vinskapur sem aldrei bar skugga á. Hún Elna var engum lík, hvernig hún laðaði fólk að sér, unga sem aldna, enda var búðin alltaf full af heimilisfólki og starfsfólki til að njóta samveru með þessari lífsglöðu konu sem brosti svo fallega til okkar allra. Alltaf var eitthvað spennandi í boði í búðinni hjá Elnu enda var hún hugmyndarík og úrvalið var ótrúlegt í þessari litlu búð sem hún stýrði af mikilli röggsemi. Hennar var sárt saknað af öllum er hún lét af störfum á Hrafnistu en við stofnuðum hóp sex saman og hittumst reglulega í mörg ár og þá var nú spjallað og hlegið saman af hjartans lyst. Við sem eftir erum í hópnum minnumst hennar með þakklæti fyrir hvað hún gaf okkur með sinni ljúfu lund og væntumþykju til allra sem hún umgekkst. Að leiðarlokum viljum við þakka samfylgdina kæra vinkona og vottum fjölskyldu innilega samúð. Jórunn og Jenny. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Það var á þriðjudagskvöldi ár- ið 2012 að glæsileg og brosmild kona mætti í fyrsta sinn á æfingu hjá Kirkjukór Lágafellssóknar, þar var komin Elna Þórarinsdótt- ir sem frá fyrsta degi varð vin- kona okkar allra og hvers manns hugljúfi. Hún var einstaklega já- kvæð kona og glaðvær, hlátur hennar var smitandi og brosið einlægt. öll hennar framkoma einkenndist af hógværð og hlýju. Elna hafði engilblíða og fagra sópranrödd, hún var afskaplega tónviss og snögg að tileinka sér nýtt efni. Okkur er minnisstæð kórferð- in til Færeyja árið 2013. Þar naut Elna sín vel enda á heimavelli, ættuð frá Færeyjum. Þar þekkti hún hvern stein og þúfu og það var gaman að heyra hana rifja upp gamlar sögur frá Færeyjum. Við viljum votta fjölskyldu Elnu og vinum okkar dýpstu samúð og þökkum fyrir ljúfar stundir og fallegar minningar. Guð blessi okkar kæru söngs- ystur. Fyrir hönd félaga í Kirkjukór Lágafellssóknar, Halldóra, Valgerður og Brynhildur. Sú fregn hefur borist að Elna Þórarinsdóttir, eiginkona Bald- vins Albertssonar, eins af okkar góðu fyrrverandi félögum í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar, sé látin. Við þá fregn er eðlilegt að við félagarnir í klúbbnum stöldr- um við og rifjum upp kynni okkar af henni. Elna var eftirtektarverð kona, ávallt stóð hún eins og klettur við hlið manns síns í hin- um mörgu verkefnum sem klúbb- urinn og Lionsumdæmið fólu honum. Þau hjónin ráku um ára- bil litið heildsölufyrirtæki sem krafðist stöðugra ferðalaga út um land. Í þessi ferðalög fóru hjónin bæði og voru samrýnd þar eins og á öðrum sviðum. Elna vann störf sín á sinn hljóðláta hátt og var jafnan þar sem hennar var mest þörf. Á stundum þegar lionsmenn gerðu sér glaðan dag var Baldvin oft í forsvari, hvort heldur það var á skemmtifundum þar sem gleði og vinátta ríkti eða í ferðum um landið þar sem við nutum fræðslu og þekkingar annarra. Ávallt var Elna með og gaf af sér með sínu góða viðmóti og þægi- legu nærveru. Við félagarnir söknum Elnu og vottum Baldvini og öðrum að- standendum okkar dýpstu sam- úð. Fyrir hönd Lionsklúbbs Hafn- arfjarðar, Halldór Svavarsson. Elna Þórarinsdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, PETRA MAGNÚSDÓTTIR, Hraunslóð 3, Vestmannaeyjum, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 9. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þorkell Þorkelsson Ásmundur Eiður Þorkelsson Rannveig Ása Hjördísardóttir Þröstur Þorkelsson Anna Guðrún Stefánsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.