Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 45
✝
Katrín Hendriks-
dóttir fæddist í
Reykjavík 4. janúar
1927. Hún lést 22. júlí
2022 á hjúkrunar-
heimilinu Ljósheim-
um á Selfossi.
Foreldrar hennar
voru Hendrik Einar
Einarsson og Ágústa
Margrét Gísladóttir.
Systkini Katrínar eru
Sigríður, Gísli (lát-
inn), Vilhjálmur (látinn) og Þóra
Jenný Hendriksbörn.
Katrín giftist Þorsteini Einars-
syni, f. 1922, d. 1975, hinn 5. sept-
ember 1945. Börn þeirra eru: Ás-
gerður Margrét, f. 1945, gift
Jóhannesi Óskarssyni; Einar Hin-
rik, f. 1948, d. 1948; Hinrik, f.
1949, kvæntur Guðnýju Ragn-
hildi Jónasdóttur; Matthías, f.
1952, kvæntur Bryndísi Brynj-
ólfsdóttur; Jóel, f. 1954, kvæntur
Vigdísi Silju Þórisdóttur; Anna, f.
1957, hennar maður er Guðmar
Guðmundsson; Elísabet, f. 1960,
gift Detlef Guderian;
og Katrín, f. 1966,
gift Theodór Francis
Birgissyni.
Katrín ólst upp í
Reykjavík og bjó þar
allt fram að 93 ára
aldri, eða þar til hún
fór á hjúkrunar-
heimili, fyrst í Vík í
Mýrdal en síðar á
Selfossi.
Katrín varð ekkja
aðeins 48 ára gömul þegar hún
missti maka sinn í vinnuslysi. Eft-
ir að yngsta barn þeirra var kom-
ið í grunnskóla vann hún ýmis
verkamannastörf. Var hún sam-
viskusöm og traustur samstarfs-
maður og einstaklega vel liðin af
öllum sem henni kynntust. Katrín
tók virkan þátt í starfi hvíta-
sunnukirkjunnar Fíladelfíu í
Reykjavík, enda var það starf
henni hugleikið.
Útför hennar fer fram frá
Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í
dag, 18. ágúst 2022, kl. 13.
Elsku móðir mín Katrín var
einstök manneskja og sér á parti
eins og hún sagði sjálf. Ég á henni
margt að þakka, umfram allt að
hún veitti mér öryggi, skjól og op-
inn faðm í uppvexti mínum. Hún
veitti mér sveigjanleika og
hlustun, leyfði mér að fara mínar
leiðir. Hún hélt sínu striki og lífs-
gildum sem gáfu henni öryggi og
fullvissu um vonarríka framtíð.
Hennar fullvissa var ófrávíkjan-
leg, sönn og einlæg. Fullvissa
hennar var einlæg og kraftmikil
trú á Jesú Krist. Það gaf henni
stöðugleika, frið, ró, æðruleysi.
Sem áhorfandi vildi ég eignast
það sem mamma átti, ég leitaði og
fann. Ég verð henni ævinlega
þakklát fyrir þá stóru gjöf.
Mamma
Þó líði margir dagar
og hverfi æviár,
minn hugur til þín leitar
ó, fyrirmyndin mín.
Þín ást og móðurhugur
umvefja hjarta mitt,
í þakklæti ég andvarpa
hvíldu í friði mamma mín.
(Katk, 2022)
Bless á meðan.
Þín
Katrín.
Í dag fylgjum við tengdamóðir
minni, Katrínu Hendriksdóttur,
til grafar. Með Katrínu er geng-
inn einn stærsti karakter sem ég
hef kynnst. Kynni okkar byrjuðu
ekki endilega vel þar sem ég var
kornungur þegar ég varð ástfang-
inn af yngstu dóttur hennar og
það fannst henni ekki góð hug-
mynd. Í gegnum árin lærðum við
þó að meta hvort annað og á milli
okkar varð mjög hlý og einlæg
vinátta.
Hún var einstaklega heil-
steyptur einstaklingur, stálheið-
arleg, einlæg og afar trúföst
sjálfri sér, fólkinu sínu og skapara
sínum. Aldrei heyrði ég hana hall-
mæla einhverjum eða tala í bakið
á samferðamönnum sínum. Það
var hennar siður að segja hlutina
beint við þá sem hún átti eitthvað
vantalað við. Katrín var raungóð
og hafði þann hæfileika að eiga
auðvelt með að taka þarfir ann-
arra fram yfir sínar eigin.
Hún var mjög listhneigð og
deildi oft með mér vísukornum
sem hún hafði sett saman og sner-
ust þau flest um einlæga vináttu
hennar og Jesú Krists. Hún mál-
aði líka á striga og stundaði það
fram undir tíræðisaldur. Þá er
ónefndur útsaumur hennar, sem
var glæsileg listsköpun út af fyrir
sig.
Hún sagði mér síðastliðið vor
að sig hefði langað sem unga
stúlku að verða hjúkrunarkona
eða listamaður. Ungar konur
fæddar í upphafi síðustu aldar
höfðu því miður sjaldnast val um í
hvaða farveg líf þeirra fór.
Tengdaforeldrar mínir eignuðust
ung stóran barnahóp og börnin
urðu það listform sem tengda-
mamma helgaði líf sitt. Því verk-
efni sinnti hún listavel.
Tengdamamma hafði ekki allt-
af lífsins meðbyr og á köflum hefði
verið auðvelt fyrir hana að leggja
árar í bát. Það kom þó aldrei til
greina. Ung að árum misstu
tengdaforeldrar mínir átta mán-
aða son sinn og tengdamamma
mín varð síðan ekkja aðeins 48 ára
gömul eftir að tengdapabbi lést í
hörmulegu vinnuslysi. Það þurfti
gríðarlegan styrk til að halda
áfram eftir að hún missti Steina
sinn og sótti hún þann styrk í óbil-
andi trú sína á Guð.
Ég á tengdamömmu minni
gríðarlega margt að þakka og er
afar þakklátur fyrir að hafa fengið
að kynnast henni. En einmitt það
hvernig mamma hún var börnum
sínum og hvernig amma hún var
börnunum mínum er það sem ég
er þakklátastur fyrir. Katrín var
alltaf til staðar fyrir börnin mín,
sem öll voru mjög tengd ömmu
sinni. Þeim fannst hún reyndar
stundum svolítið stíf á meining-
unni en þau kunnu á sama tíma að
njóta þess hve launfyndin hún gat
verið.
Katrín var ekki kona margra
orða og gerði litlar kröfur fyrir
sjálfa sig. Henni var þó mikilvægt
að fólkið hennar stæði við sitt og
sinnti sínu með sóma. Það gerði
hún líka sjálf í stóru sem smáu.
Mig langar að enda þessi kveðju-
orð mín á broti úr texta eftir
Braga Valdimar Skúlason, en
textinn finnst mér eiga einstak-
lega vel við elsku tengdamömmu
mína:
Þegar birtan dofnar og rykið sest
þá sigrar ekki sá sem á mest
heldur sá eða sú sem breytir best.
Tengdamamma var guðhrædd
og grandvör kona sem gætti þess í
hvívetna að breyta rétt gagnvart
bæði mönnum og málleysingjum.
Ég heiðra og blessa minningu
þessarar mögnuðu konu. Líf mitt
er ríkara vegna hennar.
Theodor Francis Birgisson.
Það eru margar tilfinningar
sem koma upp þegar hugurinn
leitar til elsku ömmu. Amma var
einstök kona á svo margan hátt og
trúfesti hennar og þrautseigja
hafa alltaf verið mér til fyrir-
myndar. Á svo ótal marga vegu
hefur hún kennt mér að það að
fylgja sinni eigin sannfæringu
fleytir manni lengra en flest ann-
að, og að æðruleysi ofar öllu er
ávísun á frið og gleði. Amma sýndi
mér alltaf ást og þó að það hafi
ekki alltaf verið með orðum, þá
gerði hún það svo sannarlega í
verki. Hvort sem það var í gegn-
um skrifuð bréf sem hún sendi
mér yfir hafið þegar ég var búsett
erlendis, heitur kvöldmatur þegar
ég kom svöng og heimsótti hana
eða bænirnar hennar. Ég man ófá
kvöldin sem við eyddum saman
fyrir framan sjónvarpið að horfa á
sápuóperur eða aðrar minna
skemmtilegar bíómyndir á RÚV,
sem var uppáhaldssjónvarpsstöð-
in hennar, þá gat hún alltaf sann-
fært mig um að þetta væri eðal-
sjónvarpsefni, svo áfram gláptum
við saman, ósjaldan með súkku-
laðirúsínur í hendi. Amma var ein-
stök kona með hjarta úr gulli.
Þegar lífið blés hressilega á móti,
þá var faðmlag frá ömmu með
orðunum „Guð blessi þig og
styrki“ eins og byr undir báða
vængi. Amma var ekki kona
margra orða en alltaf átti ég skjól
hjá henni, jafnvel þegar langt leið
á milli þess að við hittumst og
spjölluðum. Spilakvöld með fras-
anum „legg við hjá ömmu og loka“
kalla enn þann dag í dag fram
hlátur og gleði enda hafði amma
endalaust gaman af því að spila,
og spilaði mikið við okkur systk-
inin. Ég sakna hennar sárt. Sakna
þess að hlæja ekki með henni,
borða súkkulaði með henni,
spjalla um daginn og veginn og
bara vera með henni. Hún var
ekki alltaf meðvituð um sitt eigið
ágæti, en amma var einn stærsti
karakter sem ég hef kynnst.
Elsku amma, þín er sárt saknað
en ég veit að þú ert á betri stað og
brosir við okkur með dásamlega
glettna brosinu þínu. Minning þín
lifir og það mun hún alltaf gera.
Ég elska þig.
Þín dótturdóttir,
Thea Theodórsdóttir.
Amma. Þú varst merkileg
kona. Það fara ekki margir í gegn-
um lífið sem þú fórst í gegnum, og
koma út á hinum endanum með
heilt haf af fólki sem saknar þín
eins og við gerum núna. Mér líður
eins og það gerist of oft, að þyngsl
tilverunnar dempi og takmarki
þann kærleik sem manneskja get-
ur gefið frá sér. Það gerðist ekki
hjá þér. Það var ekki ein sekúnda í
samverustundum okkar þar sem
ég skynjaði ekki hvað þér þótti
vænt um mig. Og ég veit að ég er
ekki einn um að skynja þá tilfinn-
ingu. Ég á svo margar góðar
minningar af okkur að tala saman,
spila rommý, eða bara horfa á sjö-
fréttirnar. Minningar sem fyrir
öðrum hljóma kannski hversdags-
legar, en eru fyrir mér eins og
demantar. Því hvað er lífið nema
strengur af hversdagslegum at-
burðum? Ég er ævinlega þakklát-
ur fyrir að hafa fengið að njóta
nokkurra þeirra með þér. Þessar
minningar eru núna það eina sem
ég á eftir og ég mun geyma þær
og varðveita hjá mér að eilífu. Ég
vildi að þú hefðir getað meðtekið
hversu vænt mér þótti um þig
þegar ég kvaddi þig, en innst inni
veit ég að þú vissir það. Ég elska
þig amma, og eins og allir sem
fengu þann heiður að kynnast þér,
þá varstu elskuð, og verður svo
innilega sárt saknað. Sem vinar,
ömmu, húmorista, lífskúnstners
og spilafélaga. Ég veit að þú ert
núna á þeim stað sem þú ert búin
að vera að bíða eftir síðan þú varst
lítil stelpa. Ég vona að hann sé allt
sem þú óskaðir. Ef einhver á hann
skilið þá ert það þú.
Jósúa Theodórsson.
Katrín
Hendriksdóttir
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022
þessu tímabili. Hólmsteinn gegndi
mörgum störfum fyrir Körfu-
knattleikssambandið, bæði í
stjórn þess og gegndi formennsku
árin 1969 til 1973. Hann vann við
dómgæslu fyrir KKÍ í mörg ár, því
alla tíð átti körfuknattleikurinn
hug hans allan.
Hólmsteinn var mjög traustur
og góður félagi, hógvær og yfir-
vegaður og því ávallt gott að leita
til hans með hverslags erfið mál-
efni.
Hann tók við formennsku í ÍR
1986 og gegndi því til 1993, því má
segja að hann hafi setið í stjórn fé-
lagsins í 16 ár. Hann var gerður að
heiðursfélaga árið 2007.
Ég átti því láni að fagna að
starfa með honum í stjórn Vatns-
veitu Reykjavíkur og þar bar allt
að sama brunni, hógværðin, róleg-
heitin og yfirvegunin.
Hólmsteins verður sárt saknað
og við munum minnast góðs
drengs og afburða ÍR-ings og ég
vil þakka fyrir öll árin sem við átt-
um saman.
Eftirlifandi eiginkonu, frú Guð-
nýju Pétursdóttur, og börnunum
Pétri og Eddu votta ég samúð
vegna fráfalls Hólmsteins.
Þórir Lárusson,
fv. formaður ÍR.
Góður nágranni og vinur kveð-
ur. Kveðjustundin er alltaf erfið,
minningar streyma fram. Eðlilegt
er að litið sé um farinn veg og
minnst góðra samverustunda.
Upphaf kynna okkar Hólmsteins
eru í störfum okkar fyrir Reykja-
víkurborg, hann hjá Vatnsveitu og
ég hjá Rafmagnsveitu og síðar hjá
Vélamiðstöð. Sem nágrannar áttu
fjölskyldur okkar mjög góðar
samverustundir og kynnin þróast
þannig bæði í starfi og leik, m.a.
fórum við ásamt eiginkonum í
ógleymanlega ökuferð suður um
alla Evrópu og margar aðrar sam-
eiginlegar ferðir bæði innanlands
og utan.
Hólmsteinn var útskrifaður við-
skiptafræðingur frá HÍ og ráðinn
til Vatnsveitunnar 1968 sem skrif-
stofustjóri og staðgengill vatns-
veitustjóra. Verður vatnsveitu-
stjóri 1999 þar til veitan sameinast
nýstofnaðri Orkuveitu og er svo
aðstoðarforstjóri OR til starfs-
loka. Hólmsteinn var mjög fé-
lagslyndur, auk þátttöku sem kom
til vegna starfa sinna tók hann rík-
an þátt í íþróttastarfi, varð m.a. Ís-
landsmeistari í körfubolta með ÍR
og var þar í stjórn um tíma. Fékk
gullmerki Íþróttabandalags
Reykjavíkur, sem er æðsta heið-
ursviðurkenning bandalagsins.
Eftir starfslok fjölgaði mjög góð-
um stundum á golfvellinum.
Mér er ljúft að minnast þátt-
töku hans í starfi TBO, sem er
frjáls félagsskapur meðal áhrifa-
ríkra starfsmanna hjá nokkrum
borgum á Norðurlöndum, stofn-
aður í Svíþjóð 1928. Félagið TBO
Reykjavík var stofnað 1952 og er
Hólmsteinn skráður félagi frá
1974, þannig verða árin 24 sem
hann var virkur þátttakandi og
gegndi ýmsum stjórnarstörfum
fyrir félagið, s.s. störfum varaodd-
vita. Öll þátttaka hans í TBO var
einstaklega happadrjúg og veitt af
miklum rausnarskap, þannig kom
það ekki á óvart þegar Hólmsteini
var veitt verðskulduð viðurkenn-
ing og hann gerður að heiðurs-
félaga 2016. Minning um einstak-
lega góðan dreng og félaga lifir
meðal okkar í TBO Reykjavík.
Persónulega minnumst við
margra góðra stunda með þeim
hjónum Guðnýju og Hólmsteini.
Vegna hrakandi heilsu Hólm-
steins var minna um samveru-
stundir síðustu tvö árin. Við eigum
dýrmætar minningar um góðan
dreng, þökkum samfylgdina og
sendum fjölskyldunni einlægar
samúðarkveðjur.
Guðrún og Hersir Oddsson,
fv. oddviti TBO.
- Fleiri minningargreinar
um Hólmstein Sigurðs-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vináttu og hlýju við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
GUNNLAUGS ÞÓRS INGVARSSONAR
tannlæknis.
Auður Gestsdóttir
Margrét Gunnlaugsdóttir Guðmundur Rafn Bjarnason
Brynja Gunnlaugsdóttir Emil H. Valgeirsson
Ingvar Þór Gunnlaugsson Margrét Stefánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vináttu og hlýju við andlát og útför
elskulegs eiginmanns, sonar, bróður og
frænda
INGVARS LUNDBERG
hljóðhönnuðar.
Santía Svanhvít Sigurjónsdóttir
Margrét Sigurjónsdóttir
Jóhanna Gísladóttir Rúnar Laxdal Gunnarsson
Anton Lundberg Þórey Þorkelsdóttir
Ragnar Lundberg Marina Suturina
vinir og aðrir aðstandendur
Kær bróðir okkar, mágur og frændi,
ODDUR GUÐMUNDUR JÓHANNSSON,
Lindargötu 2, Siglufirði,
lést 31. júlí. Útförin fór fram í kyrrþey frá
Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 12. ágúst.
Hjartans þakkir til starfsfólks
á Sambýlinu á Siglufirði. Þökkum auðsýnda
samúð.
Helgi Jóhannsson Svandís Óskarsdóttir
Már Jóhannsson Ragnheiður Kristjánsdóttir
Rut, Sigurður og Jóhann Pálsbörn
Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa
samúð og hlýhug vegna andláts föður,
tengdaföður, afa og langafa,
ÞORGRÍMS JÓNSSONAR
málmsteypumeistara,
Hrafnistu, Laugarási,
áður Rauðalæk 19, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Engeyjar, Hrafnistu, fyrir
notalegt viðmót og góða umönnun.
Bára Þorgerður Þorgrímsd. Ólafur Jónsson
Sigurður Trausti Þorgrímss. Zhanna Þorgrímsdóttir
Jón Þór Þorgrímsson Aldís Yngvadóttir
Herdís Þorgrímsdóttir Kristinn G. Hjaltalín
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
MARÍA KRISTMUNDSDÓTTIR,
andaðist fimmtudaginn 11. ágúst.
Útförin verður frá Seljakirkju miðvikudaginn
24. ágúst klukkan 11.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Brjóstaheill-Samhjálp
kvenna eða Alzheimersamtökin.
Guðmundur Hjálmarsson
Erna Jóna Sigmundsdóttir Hörður Erlingsson
Kristmundur Sigmundsson Valeria Golozoubova
Daði Guðmundsson Álfheiður Sigurðardóttir
ömmu- og langömmubörn
Faðir okkar, stjúpi, afi og langafi,
ÁSGEIR SVANBERGSSON,
lést mánudaginn 15. ágúst.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 30. ágúst klukkan 13.
Gísli Ásgeirsson
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Hrafney Ásgeirsdóttir
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Áslaug Ásgeirsdóttir
Bryndís Þórhallsdóttir
Björg Þórhallsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn