Morgunblaðið - 18.08.2022, Side 60

Morgunblaðið - 18.08.2022, Side 60
www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 V e rð o g v ö ru u p p lý si n g a r í a u g lý si n g u n n i e ru b ir ta r m e ð fy ri rv a ra u m p re n tv il lu r. ÖRUM Hægindastóll. Alis grár, grænn, hvítur eða mustard. 105×46×83 cm. Nú 134.990 kr. 149.990 kr. NÝTT &SPENNANDI Kynningarafsláttur af völdum vörum SKANNAÐU QR KÓÐANN TIL AÐ SKOÐA NÝJA BÆKLINGINN KARE OSCAR Hægindastóll með mjúku velvet áklæði. Rauður, svartur eða appelsínugulur. Nú 89.990 kr. 109.990 kr. KARE ROMAN Hliðarborð með klukku. Brass eða svart. Ø41,5 × 56 cm. Nú 31.990 kr. 39.990 kr. RIVERDALE LUNE Vasi, smoke. Ø17,5 × 40 cm. 14.990 kr. RUNNER Stytta. 25 × 11 × 12,5 cm. 15.990 kr. BITZ GALAXY SVART Diskur 27 cm. 3.290 kr. Diskur 21 cm. 2.490 kr. Diskur 17 cm. 2.290 kr. Krús m/haldi 30cl 4 stk. 7.690 kr. Pastaskál 20 cm. 3.990 kr. Skál 18cm. 3.490 kr. Skál 12 cm. 1.990 kr. Salatskál 24 cm. 8.990 kr. Skálasett á bakka. 7.490 kr. Skálasett 4 stk. 6.990 kr. Salt og piparkvörn. 14.790 kr. ri tunga. Alice grátt eða Alice Midnight Blue áklæði. 242 × 170 × 78 cm. Nú 409.990 kr. 459.990 kr. BARON tungusófi. Vinstri eða hæg Félag íslenskra bóka- útgefenda (Fíbút) leitar að einstaklingum sem hefðu áhuga á að sitja í dómnefnd Íslensku bók- menntaverðlaunanna. „Leitað er eftir fólki á ólíkum aldri með fjöl- breyttan bakgrunn og menntun auk mikils tíma til lesturs. Laun fyrir nefndarsetu eru 125.000 kr. auk þess sem nefndarmeðlimir fá allar framlagðar bækur í sínum flokki til eignar,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Fíbút, en reikna má með að hverri nefnd berist á bilinu 50 til 70 bækur. Ráðgert er að dóm- nefndir hefji störf í síðasta lagi 12. september, sem er tæplega mánuði fyrr en síðustu ár. Dómnefnd velur til- nefndar bækur í þremur flokkum sem kynntar verða 1. desember við hátíðlega athöfn. Tekið er á móti um- sóknum til og með 21. ágúst. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna á fyrrgreindri síðu Fíbút. Fíbút leitar að dómnefndarfólki FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 230. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson og kringlukast- arinn Guðni Valur Guðnason tryggðu sér í gær sæti í úr- slitum í sínum greinum á Evrópumótinu í frjálsíþróttum en mótið fer fram í München í Þýskalandi. Hilmar kast- aði lengst 76,33 metra, sem er hans besta kast á árinu og hans annað besta kast frá upphafi. Íslandsmet FH- ingsins er 77,10 metrar. Guðni kastaði kringlunni lengst 61,80 metra og rétt slapp inn í úrslitin en hann var í neðsta sæti af þeim tólf sem fóru áfram. Íslandsmet Guðna í greininni er 69,35 metrar. »51 Hilmar og Guðni Valur í úrslitin ÍÞRÓTTIR MENNING Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég er rosa ánægður með þetta. Lag- ið er ógeðslega flott,“ segir Bubbi Morthens tónlistarmaður sem lagði í vikunni lokahönd á nýja útgáfu af KR-laginu svokallaða. Lagið heitir ýmist Við erum KR eða Allir sem einn en hefur gjarnan verið nefnt eitt besta stuðningsmannalag íslenskra íþróttafélaga, ef ekki hið besta. Nýja útgáfan er að sögn Bubba nú- tímaleg og geta allir tengt sig við lag- ið, ekki bara karlkyns fótboltaáhuga- menn eins og áður var. Í endurbættu útgáfunni segir í textanum: „Við stöndum saman öll sem eitt“ í stað „Við stöndum saman allir sem einn“ og svo framvegis. „Nú geta stelpur og strákar í boltanum, hán og trans og fólk í stúkunni verið með,“ segir tón- listarmaðurinn sem segir að langur aðdragandi sé að þessu hjá sér. „Ég ætlaði alltaf að gera lag fyrir KR-stelpurnar en á þeim tíma sem það var í deiglunni var umræða um jafnréttismál og alls konar aðra hluti ekki komin þangað sem hún er í dag. Þetta hvíldi alltaf dálítið á mér og mér fannst ég ekki hafa staðið mig en svo laust þessu allt í einu niður í hug- ann á mér: „Við erum svört, við erum hvít, við stöndum saman öll sem eitt.“ Og þar með var vandamálið úr sög- unni. En hugsaðu þér, það tók allan þennan tíma.“ Bubbi segir að þungi fargi sé af sér létt. „Lagið var fínt á sínum tíma en það var barn síns tíma. Það þurfti all- ar þessar breytingar í þjóðfélaginu en ég náði þessu loksins. Nú eiga allir lagið.“ Guðmundur Óskar Guðmundsson hafði umsjón með endurgerð lagsins og Selma Björnsdóttir var fengin til að syngja á móti Bubba. Í vikunni var stórum hópi KR-inga smalað saman í íþróttahús félagsins til að syngja kór í laginu og taka upp myndband. Stefnt er að því að frumflytja lagið á stórleik KR gegn FH í Bestu deild karla sunnudaginn 28. ágúst næstkomandi. Bubbi játar því að gengi KR- liðsins hafi ekki verið upp á marga fiska í sumar en vonast til að lagið hristi upp í mannskapnum. „Lagið er flott á sigurstundum og þegar gengið er gegnum dimma dali. Það mun birta aftur yfir og við komum tvíefld til leiks, bæði í karla- og kvennabolt- anum.“ Selma Björnsdóttir segir að það hafi verið ánægjulegt að vera beðin að syngja lagið með Bubba. „Það var tími til kominn að breyta þessu og vera í nútímanum,“ segir hún. Selma hefur ekki sterka tengingu við KR en fagnar því að geta tengst félaginu með þessum hætti. „Maðurinn minn er mikill KR-ingur og stjúpbörnin eru í íþróttum hjá félaginu. Ég er sjálf nýflutt í Vesturbæinn og það er fallegt að fá svona móttökur fyrst maður er kominn í hverfið.“ Morgunblaðið/Eggert Við erum KR Bubbi og Selma sungu lagið með yngri iðkendum og leikmönnum meistaraflokka KR í vikunni. Bubbi og Selma syngja nýja útgáfu af KR-laginu - Nú geta stelpur, strákar, hán og trans tengt sig við lagið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.