Morgunblaðið - 06.10.2022, Síða 1
Það var hugguleg stemning á Kex hosteli við
Skúlagötu í gærkvöldi þegar fólk kom saman á
prjónakvöldi í tengslum við átakið Sendum hlýju
frá Íslandi. Prjónafólk hefur verið hvatt til að
taka upp prjónana og prjóna ullarsokka sem
dreift verður á vígstöðvum í Úkraínu í lok mán-
aðar en fram undan er harður vetur þar sem
frost getur farið niður í 30 gráður. Íslenska ullin
getur vonandi hjálpað hermönnunum.
Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Prjónuðu ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu
F I M M T U D A G U R 6. O K T Ó B E R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 234. tölublað . 110. árgangur .
Sigraðu
innkaupin
6.–9. október
TÓNLISTAR-
VEISLA Í
MIÐBORGINNI
FENGU
TVÖ LÖMB Í
OKTÓBER
GLÆSILEGIR
VINNINGAR
Í KVÖLD
EGILL FREYR 14 ERTU VISS?EXTREME CHILL 58
Landsbankinn vill selja stórhýsi sitt
við Ráðhústorg á Akureyri en leigja
hluta þess af nýjum eigendum og
koma sér fyrir í minna rými. Lilja
Björk Einarsdóttir bankastjóri seg-
ir starfsemina þurfa minna húsrými
nú en áður, enda þótt rekstur bank-
ans úti á landi hafi verið efldur mik-
ið á síðustu árum. Alls eru útibú
Landsbankans úti á landi 28 og þar
starfa þjónustufulltrúar sem sinna
landinu öllu.
Ráðstöfun þessi er í takt við ýms-
ar aðrar ráðstafanir í húsnæðis-
málum bankans á undanförnum ár-
um, þar sem stórhýsi sem byggð
voru fyrir Landsbankann fyrr á tíð
hafa verið seld. Bankahúsin á Ísa-
firði og Selfossi hafa verið seld en
þau eru í klassískum stíl rétt eins og
byggingin á Akureyri. »16
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Akureyri Landsbankahúsið glæsi-
lega við Ráðhústorg er til sölu.
Öflugri banki
úti á landi í
minna hús
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fé-
lags- og vinnumarkaðsráðherra, seg-
ir stórar áskoranir fylgja móttöku
flóttafólks. Sveitarfélögin hafi enn
ekki skrifað undir samning við ríkið
um þjónustu við flóttafólk sem hann
segir þó mundu koma sveitarfélög-
unum til góða þar sem þeim sé skylt
samkvæmt lögum að veita þjón-
ustuna. Sveitarfélögin séu flest með
samninginn til skoðunar innan
stjórnsýslunnar en hann segir brýnt
að gengið sé frá samningunum sem
fyrst.
Húsnæðisskortur er stærsta
vandamálið sem stjórnvöld glíma við
þessa dagana þegar kemur að mót-
töku flóttamanna og segir ráðherra
að verið sé að kaupa tíma með því að
setja upp fjöldahjálparstöð.
Gylfi Þór Þorsteinsson, sem hefur
yfirumsjón með móttökunni, segir að
verið sé að skoða ýmsa kosti hvað
varðar húsnæði. Til dæmis sé verið
að skoða hvort breyta megi atvinnu-
húsnæði þannig að hægt sé að hýsa
þar flóttamenn.
Sem dæmi liggi fyrir hvernig
breyta megi húsnæði við Laufásveg
sem áður hýsti sendiráð Bandaríkj-
anna. Þar væri hægt að hýsa flótta-
menn í allt að átta vikur. Gylfi segir
að litið sé til þess hvernig nágranna-
ríki hafi leyst húsnæðismál flótta-
fólks og meðal þess sem þar hafi ver-
ið gert sé að komið hafi verið upp
nokkurs konar gámabyggð. Hann
tekur þó fram að ekki sé um að ræða
eiginlega flutningagáma heldur
gámabyggingar sem þekkist til
dæmis á leikskólum hér á landi.
Að sögn Guðmundar Inga er
kostnaðurinn kominn langt fram úr
því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum
en tekið verði tillit til hans í frum-
varpi til fjáraukalaga.
Skoða gáma og gömul sendiráð
- Allra leiða er leitað til þess að finna húsnæði fyrir flóttafólk - Sveitarfélögin
hafa enn ekki undirritað samning um þjónustu - Aukið fjármagn á fjáraukalögum
MMiklar áskoranir… »2 og 30
Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Húsnæði Hýsa mætti flóttamenn í
átta vikur í gamla sendiráðinu.
Meðlimir allsherjar- og mennta-
málanefndar Alþingis fóru ný-
verið til Danmerkur og Noregs
þar sem þeir kynntu sér m.a.
málefni útlendinga og hvernig
tekið er á þeim. Bryndís Har-
aldsdóttir, formaður nefnd-
arinnar, segir áberandi sam-
stöðu um málefni útlendinga í
löndunum. Ísland er sagt vera
sér á parti í þessum málum.
Ísland sagt
sér á parti
MÁLEFNI ÚTLENDINGA