Morgunblaðið - 06.10.2022, Side 11

Morgunblaðið - 06.10.2022, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 SKEIFAN 11 - 108 RVK - S:520-1000 - SPORTIS.IS SPORTÍS DÚNALOGN LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á facebook Kr. 10.990 Str. S-XXL kjólar B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 LAXDAL er í leiðinni Skoðið netverslun laxdal.is HÁGÆÐA ULLARKÁPUR Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Alltaf eitthvað nýtt og spennandi September var hægviðrasamur og hlýr um nánast allt land. Austurland var undantekningin. Á Akureyri var mánuðurinn bæði þurr og sólríkur en aðeins einu sinni hafa mælst fleiri sólskinsstundir í þessum mánuði á Akureyri, að því er fram kemur í yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfar í september. Jafnframt er minnt á óveðrið sem gekk yfir landið dagana 24. og 25. september en það er í flokki með verri óveðrum í septembermánuði. Meðalhiti í Reykjavík var 9,3 stig, einu stigi yfir meðaltali síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 8,7 stig sem er 0,6 stigum yfir meðaltali. Úrkoma í Reykjavík mældist 97,7 millimetrar í september sem er 12% yfir meðallagi septembermánaðar á árunum 1991 til 2020. Á Akureyri mældist úrkoma hins vegar aðeins 13,8 mm, sem er 26% af meðallagi viðmiðunartímabilsins. Ekki hefur mælst eins lítil úrkoma á Akureyri í þessum mánuði síðan árið 1994. Í Reykjavík voru 147,6 sólskins- stundir, nærri 30 stundum yfir með- allagi. Á Akureyri mældust 142,9 sólskinsstundir sem er 52 stundum yfir meðallagi. Ef litið er á sumarið í heild, júní til september, sýna mælingar að sum- arið var kalt framan af en sept- ember hlýr. Mjög hlýir dagar voru fáir. Heildarúrkoma sumarsins mæld- ist 291 mm í Reykjavík sem er 19% umfram meðallag áranna 1991 til 2020. Sumarið var hins vegar frem- ur þurrt á Akureyri. helgi@mbl.is Sólríkur mánuður á Akureyri Morgunblaðið/sisi Akureyri September var góður. Mannréttindaskrifstofa Íslands hef- ur veitt viðurkenninguna Perluna til Haraldar Inga Þorleifssonar og aðgerðahópsins Öfga. Viðurkenn- ingin er veitt þeim aðilum sem hafa á undangengnu ári unnið að eflingu mannréttinda, hvort sem er í formi aðgerða, fræðslu eða vitundarvakn- ingar á annan hátt. Er þetta í fyrsta sinn sem viðurkenningin er veitt. Hópinn Öfgar skipa þær Ninna Katla Katrínardóttir, Ólöf Tara Harðardóttir, Hulda Hrund Guð- rúnar og Sigmundsdóttir, Þórhild- ur Gyða Arnarsdóttir og Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir. Við afhendinguna sögðu tals- konur Öfga baráttu þeirra gegn kynbundnu ofbeldi hafa verið langa og strembna og hópurinn væri rétt að byrja. Viðurkenning til Öfga og Haraldar Inga Þorleifssonar Mannréttindi Viðurkenning veitt til Har- aldar Inga Þorleifssonar og hópsins Öfga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.