Morgunblaðið - 06.10.2022, Síða 16

Morgunblaðið - 06.10.2022, Síða 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Landsbankinn auglýsir á næstu dög- um til sölu stórhýsi sitt við Ráðhús- torg á Akureyri. Húsið var byggt ár- ið 1954 og þar hefur starfsemi bankans nyrðra verið síðan, í bygg- ingu sem nú er orðin óþarflega stór miðað við þarfir nútímans. Vilji stendur því til að selja húsnæðið, með því skilyrði að bankinn geti áfram leigt 1. hæð og hluta af kjall- ara og 2. hæð. Klassísk hús verið seld Ráðstöfun þessi er í takti við ýms- ar aðrar ráðstafanir í húsnæðismál- um bankans á undanförnum árum, þar sem stórhýsi sem byggð voru fyrir Landsbankann fyrr á tíð hafa verið seld og rekstur þar fluttur ann- að. Bankahúsin bæði á Ísafirði og Selfossi hafa verið seld en þau eru í klassískum stíl og rétt eins bygging- in á Akureyri. Vestra er útibúið kom- ið í aðra byggingu en á Selfossi er starfsemin enn í sama húsi, þó á minni fleti, sem bankinn leigir nú. Flutningar í aðra byggingu þar í bæ eru ráðgerðir þegar færi gefst. Þá verður starfsemi höfuðstöðva Landsbankans í Reykjavík flutt í nýtt hús á næstu mánuðum. Í þeirri byggingu verður öll kjarnastarfsemi bankans. Einnig gjaldkeraþjónusta, hraðbankar og sjálfsafgreiðslutæki í rými þar sem gengið er inn frá Reykjastræti eða um bílakjallara. Opin rými ákjósanleg „Starfsemi banka, svo sem staf- rænt umhverfi, er í örri þróun og svona rekstur þarf færri fermetra en áður. Breytt fyrirtækjamenning hef- ur einnig áhrif, það er að ákjósanlegt er að fólk vinni sem mest í opnum rýmum og þvert á hópa og deildir. Slíkt samstarf getur skapað frjóan jarðveg fyrir nýsköpun og frum- kvæði eins og við erum öðrum þræði að leitast eftir,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri. „Um ímynd banka í dag ræður mestu stafrænt aðgengi, gott app og netbanki og svo sú þjónusta sem við- skiptavinir fá. Starfsfólk okkar í framlínu er þar í lykilhlutverki og að baki því er svo alltaf stór hópur af tæknifólki og öðru starfsfólki sem þróar lausnir, starfsemi og þjónustu bankans. Keðjan er löng og hver hlekkur þarf að vera sterkur.“ Guðjón gerði uppdrætti Bankahúsið á Akureyri, sem er að Strandgötu 1 og var reist árið 1954, er um 2.300 fermetrar að flatarmáli. Er á þremur hæðum auk kjallara. Guðjón Samúelsson gerði fyrstu uppdrætti að húsinu en að honum látnum tók Bárður Ísleifsson við og lauk verki. Bárður gerði einnig teikningar að mögulegri stækkun hússins; það er álmu til austurs sem aldrei var reist. Hins vegar var árið 1975 viðbygging sem gengur til norðurs, tekin í notkun. Lengi vel veitti ekkert af þessum húsakynn- um, enda er útibú Landsbankans á Akureyri hið stærsta utan suð- vesturhornsins. Þess má geta að fyrr á tíð voru skrifstofur Akureyrarkaupstaðar á annari og þriðju hæð Landsbanka- hússins og fundarsalur bæjarstjórn- ar var í risinu. Má því segja að á þeim árum hafi verið ráðhús við Ráð- hústorg á Akureyri. Stilltu upp kerfi Hjá Landsbankanum á Akureyri starfa nú rúmlega 30 manns, fólk sem meðal annars starfar í þjónustu- veri sem sinnir landinu öllu. Ráð- gjafaþjónusta, gjarnan veitt í gegn- um síma eða yfir netið, er þáttur í starfsemi bankans sem hefur verið efldur mjög á síðustu árum. Vegna samkomutakmarkana og nálægðar- reglu kom sú áhersla sér mjög vel á Covid-tímum. „Það hefur verið lenska að tækniþróun og sjálfvirknivæðing leiði til þess að störf safnist saman miðlægt og þá oftast á höfuðborgar- svæðinu en fækki úti á landi. Bank- inn ákvað að stilla sínu kerfi þannig upp að starfsfólk um allt land gæti unnið ýmis verkefni, óháð staðsetn- ingu. Þetta hefur bætt þjónustuna enn frekar og styrkt útibúin úti á landi verulega. Um leið hafa verk- efnin sem starfsfólk á landsbyggð- inni sinnir orðið fjölbreyttari og starfsfólkið ánægðara,“ segir Lilja Björk sem bendir á að í útibúunum úti á landi starfi gjarnan mjög reynslumikið fólk sem gott sé að geti sinnt viðskiptavinum víðar en í nær- samfélaginu. Í gegnum síma, tölvupóst eða um aðrar stafrænar gáttir berast erind- in til Landsbankans. Mörg slík er- indi er hægt að leysa óháð staðsetn- ingu. Geta þetta til dæmis verið háar millifærslur, afgreiðsla bíla- og hús- næðislána, lífeyrismál og verðbréfa- viðskipti svo eitthvað sé nefnt. Við- skiptavinur sem er að kaupa íbúð í Hafnarfirði getur fengið lánaráðgjöf í útibúinu í Ólafsvík, og öfugt. Öflug útibú kjarnaeiningar „Á síðustu árum höfum við lokað tveimur af smæstu einingunum í úti- búaneti Landabankans og starfsfólki hefur raunar fækkað töluvert í öllu útibúanetinu, heldur meira á höfuð- borgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Á móti kemur að við höfum eflt önn- ur útibú og lítum á þau sem kjarna- einingar. Þá hefur afgreiðslutími hefðbundinnar afgreiðslu í útibúum okkar verið styttur en þjónustuverið er opið lengur,“ segir Lilja Björk. Hún vekur athygli á því að á Akur- eyri sé mjög stórt þjónustuver sem sinni öllu landinu. Í flestum útibúun- um úti á landi taki starfsfólk þátt í að veita viðskiptavinum um allt land þjónustu. Útibúin í Vestmannaeyj- um, Dalvík og Ólafsvík séu mjög stór í þessu sambandi. Landsbankahúsið á Akureyri til sölu - Vilja leigja og vera áfram við Ráðhústorg - Bankastarfsemi í þróun - Færri fermetrar - Breytt fyrirtækjamenning - Óháð staðsetningu, segir bankastjóri - Útibúin um land allt sinna ráðgjöf Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyri Stórhýsið á Strandgötu 1 er reist árið 1954 og setur sterkan svip á miðbæinn í höfuðstað Norðurlands. Miðborg Hingað verður starfsemi Landsbankans flutt og verður í þeim hluta hússins sem er til vinstri. Útibú og afgreiðslur Landsbankans utan höfuðborgarsvæðsins eru alls 28 talsins. Í reikningum og bókum bankans vega byggðirnar úti á landi líka þungt þegar litið er til innlána, útlána eða annars. „Kraftur í at- vinnuvegunum út um land hef- ur aukist mikið á síðustu árum. Ég tók við starfi bankastjóra snemma árs 2017 og heim- sótti í kjölfarið mjög mörg af útibúunum og afgreiðslum okkar, til að kynnast fólki, samfélagi og að- stæðum. Í fyrra heimsótti ég öll útibúin og víða hitti ég atvinnurek- endur. Á þessum fjórum árum hafði víða orðið algjör umbreyting,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Kyrrstaða var rofin „Úr ferðinni á síðasta ári er mér minnisstætt að víða hafði kyrrstaða til margra ára verið rofin. Slíkt sást til dæmis á því að verið var byggja íbúðarhús, til dæmis á Hvamms- tanga. Á sumum stöðum hefur bygging hvers nýs húss táknrænt gildi. Í Ólafsvík er líka mikið að ger- ast og þar er öflug útgerð sem við höfum verið í góðu samstarfi við. Á frumkvöðlar sem drífa hlutina áfram af því þeir hafa aðgengi að fjár- magni. Ef þetta er til staðar kemur margt annað af sjálfu sér,“ segir Lilja Björk og að síðustu: Leita tækifæra á Íslandi „Raunar má segja að hvergi sé áber- andi hökt í grunnatvinnuvegum um þessar mundir. Víða vantar fólk til starfa og margir leita tækifæra á Ís- landi. Þjónustufulltrúar okkar sinna gjarnan fólki frá útlöndum sem á Ís- landi, komið með kennitölu, þarf að opna launareikninga og fá aðgang að ýmiss konar samfélagslegri þjón- ustu. Fólk, fyrirtæki og fjár- málaþjónusta; svona spilar allt sam- an og með sterkum byggðakjörnum er vonandi hægt að ná viðspyrnu svo byggð um landið dafni.“ sunnanverðum Vestfjörðum hefur fiskeldi gjörbreytt málum, rétt eins og stóriðjan gerði á Austurlandi. Þá hefur Selfoss bókstaflega sprungið út.“ Lilja Björk segist trúa því stað- fastlega að vilji þjóðarinnar standi til þess að á Íslandi byggist upp öfl- ugir þéttbýliskjarnar, rétt eins og gerst hefur á síðustu árum. Sumar byggðir hafa gefið eftir en aðrar styrkst. Slíkt sé eðlilegur gangur. „Akureyri hefur styrkst mikið á síð- ustu árum, rétt eins og Akranes, sem ég tel að eigi mikið inni. Ferða- þjónusta er hryggjarstykki í at- vinnulífi á Hornafirði. Flug og sjáv- arútvegur á Suðurnesjum eru áberandi vaxtarsvæði. Mjög munar um að í hverjum bæ úti á landi séu kannski 1-2 stór fyrirtæki og svo Hvergi er áberandi hökt í grunnatvinnuvegum LANDSBYGGÐIN VEGUR ÞUNGT Í STARFSEMI LANDSBANKANS Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferðaþjónusta Staðan í atvinnulífinu er almennt góð, segir bankastjórinn. Lilja Björk Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.