Morgunblaðið - 06.10.2022, Síða 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022
VIKUR
Á LISTA
3
1
8
2
1
5
6
2
2
5
UNDIRYFIRBORÐINU
Höfundur: Freida McFadden
Lesarar: Katla Njálsdóttir, Erna Hrönn
Ólafsdóttir
ELSPA - SAGAKONU
Höfundur: Guðrún Frímannsdóttir
Lesari: Valgerður Guðrún Guðnadóttir
SPRENGIVARGURINN
Höfundur: Liza Marklund
Lesari: Birna Pétursdóttir
ÖRLAGARÆTUR
Höfundur: Anne Thorogood
Lesarar: Svandís Dóra Einarsdóttir,
Berglind Björk Jónasdóttir
SVARVIÐ BRÉFI HELGU
Höfundur: Bergsveinn Birgisson
Lesari: Bergsveinn Birgisson
ÚTI
Höfundur: Ragnar Jónasson
Lesarar: Ýmsar leikraddir
SAMKOMULAGIÐ
Höfundur: Robyn Harding
Lesari: Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
DAGBÓKKIDDAKLAUFA:
LEYNIKOFINN
Höfundur: Jeff Kinney
Lesari: Oddur Júlíusson
KÓSÝKVÖLDMEÐ LÁRU
Höfundur: Birgitta Haukdal
Lesari: Birgitta Haukdal
GAMLÁRSKVÖLDMEÐ LÁRU
Höfundur: Birgitta Haukdal
Lesari: Birgitta Haukdal
1.
2.
3.
4.
7.
8.
6.
10.
9.
5.
›
›
›
›
›
›
-
-
TOPP 10
VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI
VIKA 39
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Verkefnið Frú Ragnheiður hefur
verið starfandi á Akureyri á vegum
Eyjafjarðardeildar Rauða kross Ís-
lands í tæp 5 ár, frá ársbyrjun 2018,
en um er að ræða skaðaminnkandi
úrræði fyrir fólk sem notar vímuefni
í æð. Heimsóknum í sérútbúinn bíl á
vegum Frú Ragnheiðar hefur fjölg-
að undanfarið, sem einkum má rekja
til þess að verkefnið hefur lengi ver-
ið í gangi og það náð að skapa traust.
Hópstjórar Frú Ragnheiðar á
Akureyri eru hjúkrunarfræðing-
arnir Berglind Júlíusdóttir og Edda
Ásgrímsdóttir en þær hafa verið
með frá upphafi. Berglind er eini
starfsmaður verkefnisins, er í 20%
starfshlutfalli, en að öðru leyti er
verkefnið mannað með sjálfboða-
liðum sem eru í allt um 30 talsins.
Traustið skipti mestu
Fleiri hafa sótt þjónustu til Frú
Ragnheiðar á fyrstu átta mánuðum
þessa árs en gerðu á sama tímabili á
liðnu ári. Voru þá skráðar 262 heim-
sóknir en þær voru 195 á öllu síðasta
ári. Einstaklingar að baki heimsókn-
unum í ár eru 32 en í fyrra sóttu 23
einstaklingar þjónustu.
„Þó svo að heimsóknir séu fleiri og
einstaklingarnir að baki heimsókn-
unum þýðir það ekki endilega að
fleiri sé að nota vímuefni í æð á
svæðinu. Þjónustan hefur verið í
boði um nokkurt skeið, starfsemin
hefur spurst út, fleiri vita af okkur
og það hefur skapast traust á milli
okkar og skjólstæðinganna, sem
þarf nauðsynlega að vera fyrir
hendi,“ segja þær Berglind og Edda.
Þrjár vaktir eru í viku, tveir
starfsmenn á hverri vakt og þar af
annar með heilbrigðismenntun. Þær
segja að í ljósi aukningar á árinu
þurfi að skoða hvort fjölga þurfi
vöktum.
„Okkar þjónusta miðar að því að
lágmarka skaðann sem verður við
ákveðna hegðun án þess að gera
kröfu um að einstaklingurinn láti af
henni,“ segja þær Berglind og Edda.
Markmiðið er að stuðla að öruggri
sprautunotkun, koma í veg fyrir
blóðborna sjúkdóma og vinna gegn
því að sprautur og annar búnaður sé
skilið eftir á víðavangi. „Árangurinn
er almennt góður, langflestir okkar
skjólstæðinga sýna ábyrga hegðun
og koma sprautum til förgunar á við-
eigandi staði,“ segja þær.
Safna fyrir æðaskanna
Heilbrigðisþjónusta hefur verið
vaxandi þáttur í starfsemi Frú
Ragnheiðar, m.a. er fylgst með ein-
kennum og þróun sýkinga hjá skjól-
stæðingum og hefur verkefnið að-
gang að lækni á bakvakt ef þörf
krefur. Nýlega var byrjað á að
dreifa og fræða um notkun nefúðans
Nyxoid sem komið getur í veg fyrir
ótímabær dauðsföll af völdum
ópíóða. Þá er sálrænn stuðningur
einnig mikilvægur og vel nýttur af
þeim sem sækja þjónustuna. Lang-
flestir skjólstæðinga Frú Ragnheið-
ar glíma við næringarvanda og er
alltaf eitthvað matarkyns til í bílnum
auk þess sem veitingahús gefur heit-
an heimilismat til þeirra sem þess
óska og segja þær Berglind og Edda
að mikil eftirspurn sé eftir honum.
Húsnæðisvandi er einnig áberandi
meðal þeirra sem nýta þjónustuna.
Frú Ragnheiður hefur áform um
að festa kaup á æðaskanna sem er
gagnlegur skjólstæðingum við að
finna nothæfar æðar, kemur þannig
í veg fyrir óþarfa stungur sem leitt
geta til sýkinga. Skanninn kostar á
bilinu 500 til 800 þúsund krónur.
„Það er ekki til peningur fyrir hon-
um núna, en við erum byrjuð að
safna og vonum það besta,“ segja
þær Berglind og Edda.
Kostnaður um 5 milljónir í ár
Verkefnið Frú Ragnheiður er
fjármagnað af Rauða krossinum við
Eyjafjörð. Áætlað er að kostnaður
við það nemi um 5 milljónum króna í
ár. Útlagður kostnaður vegna bún-
aðar sem verkefnið dreifir til sinna
skjólstæðinga hefur tvöfaldast á
milli ára. Verkefnið hefur ekki fast-
an samning við ríkið né sveitarfélög
og rekstrargrundvöllur er því
byggður á styrkveitingum frá ári til
árs.
Eyjafjarðardeild Rauða krossins
hefur óskað eftir stuðningi Akureyr-
arbæjar við verkefnið og var beiðnin
tekin fyrir á fundi bæjarráðs nýver-
ið, en afgreiðslu hennar frestað.
Fulltrúar Samfylkingar, VG og
Framsóknarflokks bókuðu á fundi
ráðsins að þeir teldu mikilvægt að
styðja við starfsemi Frú Ragnheiðar
á Akureyri og því ætti bæjarráð að
taka jákvætt í erindið og undirbúa
drög að samkomulagi.
Skjólstæðingum fjölgar á Akureyri
- Aukin þjónusta skaðaminnkandi verkefnisins Frú Ragnheiðar - Kostnaður við verkefnið um
fimm milljónir króna í ár - Nauðsynlegt að ræða stöðu einstaklinga með alvarlegan fíknivanda
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Hópstjórar Edda Ásgrímsdóttir og Berglind Júlíusdóttir eru hópstjórar Frú Ragnheiðar á Akureyri.
DAGMÁL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Hveitipoki sem kostaði áður 1.700
krónur kostar nú um 3.400 krónur.“
Með þessum orðum lýsir Sigurður
Már Guðjónsson, kökugerðar-
meistari og eigandi Bernhöfts-
bakarís, stöðunni í dag. Segir hann að
miklar verðhækkanir hafi dunið á
matvælaframleiðendum að undan-
förnu. Þannig hafi nú síðast verið til-
kynnt um 40% hækkun á saltverði.
Hann segir að önnur aðföng hafi
einnig hækkað, t.d. sykur. Þá sé ekki
loku fyrir það skotið að hveiti kunni
að hækka meira en orðið er. Hins
vegar vonist hann eftir því að ákveðið
jafnvægi sé komið á aðföngin. Í dag
bíði fyrirtækjaeigendur fyrst og
fremst eftir því að sjá hvað komi út
úr kjaraviðræðum haustsins. Þær
ráði miklu um framhaldið.
Sigurður Már er gestur Dagmála,
sem birt er á mbl.is í dag.
Spurður hvernig hann hafi tekist á
við þær verðhækkanir, sem dunið
hafi á rekstrinum, segir Sigurður
Már að hann, líkt og margir aðrir,
hafi tekið þessar hækkanir á sig. Það
sé ekki eftirsóknarvert að horfa
framan í viðskiptavini eftir að hafa
hækkað vöruverð. Hins vegar hljóti
að koma að því á einhverjum tíma að
hækkanir rati inn í verðlagið með
einhverju móti.
Starfsemin í eigin húsnæði
Bernhöftsbakarí er elsta fyrirtæki
landsins. Stofnað árið 1832. Það hef-
ur verið í eigu fjölskyldu Sigurðar
Más frá árinu 1942 eða í átta áratugi.
Hann segir að reksturinn gangi vel.
Fyrirtækið sé nú rekið í eigin hús-
næði við Skúlagötu en var áður til
húsa í Bergstaðastræti.
Hann segir þó að skin og skúrir
hafi skipst á í rekstrinum. Þannig
hafi fyrirtækið t.d. tvívegis lent í því
að vera borið út úr húsnæði sínu, í
fyrra skiptið í Bakarabrekkunni sem
svo er nefnd. Kom það til af þeirri
ástæðu að yfirvöld höfðu á prjón-
unum að byggja upp nýja stjórnar-
ráðsbyggingu. Ekkert varð þó af
þeim fyrirætlunum.
Sigurður Már er formaður Lands-
sambands bakarameistara. Hann
segir ýmsar áskoranir mæta grein-
inni um þessar mundir. Hefur hann
m.a. gagnrýnt þær fyrirætlanir yfir-
valda að fækka iðngreinum í landinu
þótt hann viðurkenni að ekki hafi
staðið til í þeim áætlunum að slá bak-
araiðnina út af borðinu. Hann
kveinkar sér undan því að hafa ekki
fengið áheyrn ráðherra þegar eftir
því hefur verið leitað. „Okkur hefur
verið boðið að hitta aðstoðarmenn,“
segir hann og sýnist ekki hlátur í
huga.
Gæta þarf jafnræðis
Spurður út í samkeppnina að utan,
þar sem gríðarlegt magn af tilbúnu
brauðmeti og kökum flæði inn á
markaðinn, hvort sem er fullbúið eða
tilbúið til bökunar, segir Sigurður
Már að hann kveinki sér ekki undan
því. Hins vegar sé áhugavert að sjá
að yngra fólk í landinu vilji frekar
horfa til handverksins hér heima fyr-
ir, fremur en fjöldaframleiðslu. Þá
finnst honum einnig skjóta skökku
við að hann geti ekki keypt franskt
smjör til croissant-gerðar öðruvísi en
að greiða af því himinháa verndar-
tolla. Hins vegar geti heildsalar flutt
inn croissant, fullt af sama smjöri, án
þess að á það leggist sömu tollarnir.
Sigurður segist ekki talsmaður tolla
eða hærri skatta en að þarna þurfi að
gæta jafnræðis.
Fyrir skemmstu var haldið hér á
landi þing Alþjóðasamtaka bakara og
kökugerðarmeistara. Sigurður Már
lærði kökugerð (konditori) á sínum
tíma í Þýskalandi. Á þinginu var
Sigurður Már sæmdur viðurkenning-
unni kökugerðarmaður ársins. Er
það mikil viðurkenning fyrir hann
persónulega en hann segir þetta ekki
síst til marks um það hversu öflug
bakaraiðnin sé á Íslandi.
Hveiti hækkar um 100%
- Stýrir elsta fyrirtæki landsins - Skin og skúrir í rekstri
- Fær ekki fund með ráðherra - Tók á sig verðhækkanir
Rekstur Sigurður Már Guðjónsson, eigandi Bernhöftsbakarís, var nýlega
sæmdur viðurkenningunni kökugerðarmaður ársins