Morgunblaðið - 06.10.2022, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Útflutningsverðmæti gætu dregist
saman um 20 milljarða króna vegna
minni loðnuvertíðar á komandi vetri
miðað við síðasta vetur. Við þetta
bætist töluverð óvissa um tilhögun
veiða sem og niðurstöður vetrar-
mælingar Hafrannsóknastofnunar í
janúar eða febrúar.
Hafrannsóknastofnun tilkynnti á
þriðjudag að ráðlagður hámarksafli
vertíðarinnar yrði 218.400 tonn. Þar
af verður um 133.800 tonnum ráð-
stafað til íslenskra uppsjávarskipa.
Það er 74% minna en þau náðu að
veiða á síðustu vertíð.
„Við erum að fara yfir stöðuna en
ljóst er að menn munu sennilega fara
öðruvísi í þessa vertíð en þá síðustu.
Bræðslurnar munu mæta afgangi.
Ég reikna með að fyrirtækin muni
horfa til Japansfrystingar og
hrognavinnslu,“ segir Gunnþór
Ingvason, framkvæmdastjóri Síldar-
vinnslunnar hf.
Endurskoðun tvíeggjað sverð
Margir binda vonir við að ráðgjöf-
in verði endurskoðuð í kjölfar mæl-
inga Hafrannsóknastofnunar á
stærð veiðistofnsins í janúar eða
febrúar, þannig að ráðlagður há-
marksafli verði aukinn. Gunnþór út-
skýrir að engin auðveld svör séu í
stöðunni.
„Svo er hitt, að veiða bara og
treysta á viðbót, því það felst áhætta
í því að bíða og fá svo viðbót í febrúar
t.d. Þá er ekki víst að afköstin verði
til staðar, auk þess sem mjöl- og lýs-
isvinnsla er mun verðmætari í upp-
hafi vertíðar heldur en þegar líður á
hana. Nú safna menn gögnum og
meta stöðuna.“
Staðan er svipuð hjá öllum upp-
sjávarútgerðunum og sagði Páll
Snorrason, framkæmdastjóri Eskju,
á þriðjudag að nú yrði líklegast að-
eins veitt til manneldis.
Ekkert er í hendi um aukna ráð-
gjöf í kjölfar mælinga síðar í vetur
enda getur sú mæling einnig leitt til
þess að ráðgjöfin verði minnkuð.
„Það er ekki hægt að útiloka neitt í
því samhengi, það er alveg möguleiki
líka,“ segir Guðmundur J. Óskars-
son, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Haf-
rannsóknastofnunar. Til að mynda
var ráðgjöfin á síðustu vertíð lækkuð
um 34.600 tonn í kjölfar mælinga á
veiðistofni.
Síðasta vertíð á að hafa skilað
þjóðarbúinu útflutningsverðmætum
sem námu um 55 milljörðum króna.
Spurður, hvernig hann verðmetur
komandi loðnuvertíð, svarar Gunn-
þór: „Verðmætin liggja á bilinu 30-35
milljarðar sýnist mér, auk þess sem
við náum kannski einhverju af er-
lendum kvótum hingað inn.“ Rætist
spá Gunnþórs gæti samdráttur í út-
flutningstekjum vegna vertíðarinnar
numið um 20 milljörðum króna.
Um 40% til erlendra skipa
Alls verður um 84.600 tonnum af
loðnukvóta ráðstafað til erlendra
skipa í samræmi við alþjóðlegar
skuldbindingar Íslendinga. Græn-
lendingar fá 15% hlutdeild í heildar-
aflanum en Færeyingar og Norð-
menn 5%. Smugusamningurinn við
Norðmenn veitir þeim aukalega 30
þúsund tonn í skiptum fyrir þorsk-
veiðar íslenskra skipa í Barentshafi.
Loðnuveiðar norskra skipa í ís-
lensku lögsögunni eru þó háðar skil-
yrðum um fjölda, svæði og tímabil.
20 milljarða samdráttur
í útflutningsverðmætum
- Minni vertíð - 84.600 tonnum ráðstafað til erlendra skipa
218
134
521
Loðnuvertíðin 2022/23 skv. síðustu ráðgjöf
Hlutur íslenskra skipa á komandi
vertíð og þeirri síðustu
Hlutur erlendra skipa á
loðnuvertíðinni 2022/23
Ráðlögð hámarks-
veiði 2022/23
Hlutur íslenskra
skipa 2022/23
Afli íslenskra
skipa 2021/22 Heimild: Fiskistofa og Hafrannsóknastofnun
Færeyjar 10.920 tonn
Grænland 32.760 tonn
Noregur 40.920 tonn
-74% Mögulegur
samdráttur
í afla milli vertíða
Þús. tonn
Gunnþór
Ingvason
Guðmundur J.
Óskarsson
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Fisksjúkdómanefnd fann sig knúna,
á síðasta fundi sínum í september, til
að ítreka mikilvægi rannsókna á
lyfjaþoli fiski- og laxalúsa. Notkun
lyfja gegn sníkjudýrum af þessum
toga getur gert dýrin ónæm. Þau lifa
á blóði fiska og geta – ef þau verða
mörg – valdið þeim töluverðu heilsu-
tjóni.
Spurður um tilefni bókunarinnar
segir Þorvaldur H. Þórðarson, sviðs-
stjóri hjá Matvælastofnun, að ítrek-
unin sé til komin „vegna þess að á
síðustu tveimur árum hefur staðið til
að hefja slíkar klínískar rannsóknir
á sníkjudýradeild Tilraunastöðvar
Háskóla Íslands á Keldum. Til
stendur að samstarfsaðilar verði lax-
eldisfyrirtæki og aðilar sem veita
þeim þjónustu og ráðgjöf á sviði
dýraheilbrigðis.“ Þá stóð einnig til
að erlendur sérfræðingur á sviði
laxalúsar veitti leiðbeiningar við
vinnslu verkefnisins.
Hann segir það skoðun Fiski-
sjúkdómanefndar að „mikilvægt sé
að framkvæma slíkar rannsóknir,
ekki síst þar sem fyrirséð er að lax-
eldi í sjókvíum mun aukast og dýr-
mætt sé að eiga niðurstöður yfir
grunngildi lyfjanæmis í byrjun svo
hægt sé að fylgjast með þróun og
stöðu lyfjanæmis fiski- og laxalúsar
þegar fram líða stundir. Verkefnið
hefur því miður tafist, en fisk-
sjúkdómanefnd vill með bókun sinni
minna á og halda þessum áformum á
lofti.“
Samþykktu lyfjanotkun
Á síðasta fundi nefndarinnar, sem
fram fór um miðjan september, var
ákveðið að mæla með því að veita
leyfi til að meðhöndla eldisfisk með
SliceVet-lúsalyfi í Hvanndal og
Laugardal í Tálknafirði sem og í
Hringsdal og Hvestu í Arnarfirði. Þá
var jafnframt mælt með leyfi til að
meðhöndla eldisfisk með AlphaMax-
lúsalyfi í Kvígindisdal og Eyri í Pat-
reksfirði og leyfi til að meðhöndla
eldisfisk með AlphaMax og SliceVet-
lúsalyfum í Tjaldanesi í Arnarfirði.
Umhverfisstofnun upplýsti um
það í febrúar síðastliðnum að til
stæði að skoða notkun lyfjanna
SliceVet og AlphaMax vegna mögu-
legra neikvæðra umhverfisáhrifa
þeirra.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjókvíar Lyfjum hefur verið beitt gegn fiski- og laxalúsum á Vestfjörðum,
en ónæmi sníkjudýranna hefur ekki verið rannsakað eins og ætlað var.
Ítreka þörf
á rannsóknum
- Lyfjaþol fiski- og laxalúsa hefur ekki
verið rannsakað eins og til stóð
Afurðaverð á markaði
5. október,meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 562,12
Þorskur, slægður 660,83
Ýsa, óslægð 394,94
Ýsa, slægð 395,34
Ufsi, óslægður 296,23
Ufsi, slægður 309,75
Gullkarfi 401,70
Blálanga, slægð 378,00
Langa, óslægð 334,51
Langa, slægð 361,18
Keila, óslægð 133,00
Keila, slægð 176,00
Steinbítur, óslægður 256,38
Steinbítur, slægður 477,71
Skötuselur, slægður 613,33
Skarkoli, slægður 556,85
Þykkvalúra, slægð 483,15
Langlúra, slægð 191,00
Sandkoli, óslægður 103,42
Sandkoli, slægður 148,00
Skrápflúra, óslægð 21,31
Gellur 1.247,77
Hlýri, óslægður 438,70
Hlýri, slægður 488,05
Kinnfiskur/þorskur 1.147,00
Lúða, slægð 538,32
Lýsa, óslægð 99,59
Lýsa, slægð 146,00
Maríuskata, slægð 35,00
Skata, slægð 66,00
Stórkjafta, slægð 63,15
Undirmálsýsa, óslægð 118,80
Undirmálsýsa, slægð 44,00
Undirmálsþorskur, óslægður 250,58
Undirmálsþorskur, slægður 266,77