Morgunblaðið - 06.10.2022, Page 31

Morgunblaðið - 06.10.2022, Page 31
unni úr mörgum áttum. Sjálfstraust margra sjálfstæðismanna hefur við það beðið hnekki. Eigi að síður hefur Sjálf- stæðisflokkurinn átt að- ild að ríkisstjórn sam- fleytt frá vorinu 2013 og það þrátt fyrir að fylgi flokksins á landsvísu hafi í sögulegu samhengi aldrei verið minna. Fórnarkostnaður þeirr- ar valdasetu birtist hins vegar með ýmsum hætti. Ein birtingarmyndin er að að á tímabilinu 2014-2021 fjölgaði starfs- mönnum ríkisins um 18% á meðan landsmönnum fjölgaði um 14% á sama tímabili. Skattar og opinber gjöld hafa fremur hækkað en lækkað. Miðstýring og forsjárhyggja, svo sem í húsnæðismálum, fer vaxandi. Margt í framkvæmd útlendingamála er lítt skiljanlegt sé horft til kostnaðar hins opinbera af henni. Regluverk frá Evr- ópusambandinu í mörgum mikil- vægum málaflokkum, með tilheyr- andi auknu skrifræði, er tekið upp hér á landi án fullnægjandi tillits til að- stæðna innanlands. Þótt ráðherrar flokksins og þing- menn séu sjálfsagt allir af vilja gerðir til að fylgja eftir grunnstefnu flokks- ins þá er niðurstaðan sú að fingraför Grípum niður í frásögn Jónasar Haralz sem birt var í ævisögu Ólafs Thors, rituð af Matthíasi Johannessen (II. bindi, útg. 1981, bls. 124-125): „Á árunum milli 1930 og 1940 höfðu sjálfstæð- ismenn haldið uppi harðri gagnrýni á ríkjandi haftastefnu, en eftir að þeir sjálfir komust í ríkis- stjórn, fóru þeir að taka þátt í fram- kvæmd þessarar stefnu án þess að gera tillögur um raunverulega kerf- isbreytingu í frjálsræðisátt.“ Skömmu síðar í frásögninni segir (bls. 126): „Skoðanir þær sem hann (þ.e. Benjamín H. Eiríksson, innsk. höf- undar) hafði fram að færa, voru síð- búin staðfesting þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði þrátt fyrir allt haft rétt fyrir sér allt hið langa skeið hafta og vaxandi ríkisafskipta, en um þetta hafði flokkurinn sjálfur og leiðtogar hans verið farnir að efast á styrjaldar- árunum og fyrstu árunum þar á eftir.“ Hver er tengingin við nútímann? Frá efnahagshruninu haustið 2008 hefur verið barið á sjálfstæðisstefn- Helgi Áss Grétarsson Helgi Áss Grétarsson Látum hendur standa fram úr ermum » Grasrót Sjálfstæð- isflokksins á að vera stolt af grunnstefnu flokksins. Á landsfundi á hún að þrýsta á kjörna fulltrúa flokksins að láta verkin tala. Höfundur er frambjóðandi til emb- ættis ritara Sjálfstæðisflokksins. þeirrar stefnu í núverandi ríkis- stjórnarsamstarfi eru ekki áberandi. Frá sjónarhóli þess sem horfir á þró- unina úr fjarlægð er eins og flokkur- inn sé á svipuðu skeiði og því sem lýst er í áðurrakinni frásögn Jónasar Haralz. Hvað er til ráða? Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í Laugardalshöll dag- ana 4.-6. nóvember nk. og á þeim vettvangi á grasrót flokksins að láta í sér heyra, m.a. um það að flokkurinn stendur ekki fyrir auknum ríkisaf- skiptum, hærri sköttum og meiri mið- stýringu. Verum þvert á móti stolt af sjálfstæðisstefnunni. Látum því hendur standa fram úr ermum, sama hversu erfitt það kann að reynast að tryggja sjálfstæðisstefnunni fram- gang. 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 Fleygiferð Þó komið sé fram í október er vegfarendum enn óhætt að bruna áfram á rafskútum á milli staða. Arnþór Birkisson Neyðarástand ríkir á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Húsnæð- isskortur er viðvarandi þar sem íbúðaupp- bygging í borginni hef- ur að mestu takmark- ast við dýr og þröng þéttingarsvæði á und- anförnum árum. Íbúðir á þéttingarsvæðum eru dýrar og varla á færi fólks með með- altekjur, hvað þá efnalítils fólks. Miðstýrður húsnæðismarkaður Húsnæðisstefna Samfylking- arinnar og fylgiflokka hennar hefur verið ráðandi í Reykjavík frá því um aldamót. Á þessum tíma hafa vinstri stjórnir í Reykjavík knúið fram stór- felldar hækkanir á húsnæðisverði með ýmsum ráðum, t.d. með lóða- skortstefnu, lóðauppboði, auknu flækjustigi í stjórnsýslu, hækkun margvíslegra gjalda og álagningu nýrra, t.d. hárra innviðagjalda. Allar slíkar aðgerðir eru lóð á vogarskálar hækkandi húsnæðisverðs. Auk þess að stórhækka húsnæð- isverð hefur þessi stefna gefið fjár- sterkum aðilum kost á að sanka að sér byggingarlóðum og þar íbúðir til almennings á uppsprengdu verði. Þessi stefna felur því í sér þjónkun við fjársterka verktaka og stórfyrir- tæki, sem hafa hagnast um tugi ef ekki hundruð milljarða króna vegna húsnæðisstefnu vinstri flokkanna. Nóg land til að mæta eftirspurn Besta leiðin til að bregðast við um- ræddu neyðarástandi er að leggja áherslu á úthlutun lóða víðar en á þéttingarreitum þar sem uppbygg- ing er seinleg og kostnaðarsöm. Nefna má Úlfarsárdal, Keldnaland, Kjalarnes sem dæmi um svæði, þar sem hægt væri að úthluta þúsundum lóða í náinni framtíð. Á borgarstjórnarfundi sl. þriðju- dag lögðum við sjálfstæðismenn fram tillögu um að hafist verði handa við skipulagningu framtíð- aríbúðasvæðis í Geldinganesi með hliðsjón af skipulagsvinnu Sunda- brautar. Vegna mikillar uppsafn- aðrar byggingarþarfar í Reykjavík er rétt að hefja nú þegar það verk þótt ljóst sé að úthluta megi mörgum lóðum fyrst á öðrum ný- byggingarsvæðum. Skipulag Sundabrautar og Geldinganess Mikilvægt er að slíkt íbúðasvæði sé skipulagt samhliða hönnun Sunda- brautar, sem stendur nú yfir eftir því sem næst verður komist. Rétt er að tækifærið verði nýtt til að skipuleggja Geld- inganes í heild, af metn- aði og fyrirhyggju í senn. Ef ekki liggur fyrir skýr yfirlýsing borg- arstjórnar um að ætlunin sé að taka Geldinganes til íbúabyggðar er hætt við að unnið verði að skipulagi og hönnun Sundabrautar með sjálft um- ferðarmannvirkið í forgangi en framtíðaríbúabyggð mæti afgangi. Æskilegt er því að þetta stóra um- ferðarmannvirki verði hannað sam- hliða skipulagningu íbúabyggðar í Geldinganesi. Meirihluti Samfylkingar, Fram- sóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kaus að fella umrædda tillögu og sýndi þannig af sér skort á fyrir- hyggju og framtíðarsýn í skipulags- málum. Í umræðum um tillöguna kom vel fram að ýmsir borgarfulltrúar meirihlutans líta ekki svo á að það sé hlutverk Reykjavíkurborgar að svara þeirri eftirspurn sem nú er eftir lóð- um á höfuðborgarsvæðinu. Stýra þurfi lóðaframboði með ákveðnum hætti, m.a. í því skyni að halda uppi háu lóðaverði í Reykjavík. Þegar það er beinlínis stefna borg- arstjórnarmeirihlutans að takmarka lóðaframboð, halda við lóðaskorti og miðstýra málum með slíkum hætti, ætti það ekki að koma á óvart í sjálfu sér að húsnæðismál séu í slíkum ógöngum í Reykjavík. Kjartan Magnússon »Neyðarástand ríkir í húsnæðismálum í Reykjavík, þar sem Samfylkingin og fylgi- flokkar hennar tak- marka lóðaframboð og halda við lóðaskorti. Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Neyðarástand á húsnæðismarkaði í Reykjavík Núverandi borgarlínu- tillögur munu aldrei ganga upp. Kostnaður við þá fram- kvæmd var áætlaður um 120 milljarðar króna, líklega nú kominn í 130-140 milljarða króna, sem er óheyrilegur og gott dæmi um óráðsíu borg- arstjórnarmeirihlutans í fjármálastjórn undanfarin kjörtímabil. Ýmsar borgir sem upphaflega ætluðu að byggja borgarlínu í háum gæðaflokki hættu við það og byggðu þess í stað miklu ódýrari borgarlínu, stundum nefnd BRT-Lite eða létt borgarlína. Sýnt hefur verið fram á, án þess að gerðar hafi verið at- hugasemdir, að kostnaður við létta borgarlínu sé rúmir 20 milljarðar króna. Hvað þarf að gera til að koma í veg fyrir rándýra borgarlínu? Það þarf al- menn mótmæli kjósenda, fyrst og fremst í Reykjavík, en þeir munu að- allega þurfa að greiða fyrir þann óheyrilega kostnað á næstu árum og áratugum sem núverandi áform hafa í för með sér. Það verður að útfæra þetta viðfangsefni á forsendum íbúa og atvinnurekenda í borginni með það fyrir augum að einn fararmáti vegi ekki að öðrum. Markmiðið á að vera að gera al- mennings- samgöngur að raunhæfum kosti fyrir fleiri með hagkvæmni og skil- virkni að leið- arljósi. Fyrirhuguð lagning borgarlínu er vanhugsuð framkvæmd og fullkomin óráðsía. Auk þess liggur ekki fyrir í dag með hvaða hætti hún verði fjármögnuð. Stöðug skuldaaukning borgarsjóðs Skuldaaukning A-hluta borg- arsjóðs undanfarin ár er fyrir löngu komin á hættustig. Það þýðir lítið fyr- ir meirihlutann að sýna ávallt saman stöðu A- og B-hluta, þ.e. fyrirtækja borgarinnar, og villa þannig kjós- endum sýn á raunverulega stöðu borgarsjóðs. Ef ekki verður gripið í taumana á næstunni er ljóst að fjár- hagsstaða A-hluta borgarsjóðs mun draga úr og lama margar nauðsyn- legar framkvæmdir, svo sem í mál- efnum grunnskóla, leikskóla, menn- ingar- og íþróttamálum og ýmsum öðrum mikilvægum verkefnum borg- arinnar. Það er augljóst að stöðug og markviss skuldasöfnun borgarsjóðs gengur ekki til lengdar. Bruðl með fjármuni borgarinnar á sér víða stað í borgarkerfinu. T.d. er ennþá verið að eyða hundruðum milljóna króna í að rannsaka Hvassahraun sem hugs- anlegt flugvallarstæði fyrir innan- landsflugið þótt ljóst sé að þar verður aldrei byggður flugvöllur. Fjárhags- staða A-hluta borgarsjóðs er mjög al- varleg og hefur aldrei verið verri. Það kemur að skuldadögum á þeim bæ eins og hjá öðrum sem eyða um efni fram. Fráleit lóðastefna Annað mikilvægt borgarmálefni sem hvílir þungt á fjölmörgum borg- arbúum er lóðastefna meirihlutans í mörg ár. Allt bendir til þess að sú stefna verði óbreytt. Í tæpan áratug hafa nánast eingöngu verið byggð há- reist fjölbýlishús í Reykjavík. Örfáum lóðum undir sérbýlishús hefur verið úthlutað á þessu tímabili. Þessi frá- leita stefna hefur leitt til þess að þús- undir Reykvíkinga hafa flutt í önnur sveitarfélög þar sem fjölbreytni í lóðaúthlutunum er með öðrum hætti en í Reykjavík. Byggingarverktakar stýra nú uppbyggingu íbúðar- húsnæðis í Reykjavík, fyrst og fremst á lóðum sem þeir hafa keypt á of- urverði. Það endurspeglast síðan í söluverði íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í dag. Lítið er gert með íbúasamráð og mótmæli íbúa. Þessi vinnubrögð meirihlutans hafa leitt til mikillar þéttingar byggðar í nokkrum hverf- um borgarinnar með þeim afleið- ingum sem slíkri óhóflegri þéttingu fylgir. Skipulagsstefna sem er hvorki umhverfis- né íbúavæn. Það er dapurt að sitja uppi með meirihluta i borgarstjórn sem hagar sér með fyrrgreindum hætti. Fram- sókn lofaði að breyta þessu. Afar ólík- legt er að það gerist. Reykjavíkurflugvöllur Annað stórmál sem meirihlutinn hefur haldið í herkví um langt árabil er staða Reykjavíkurflugvallar. Hef- ur það verið gert á grundvelli atkvæðagreiðslu hinn 17. mars árið 2001 meðal borgarbúa um það hvort innanlandsflugið ætti að fara úr Vatnsmýrinni. Á sínum tíma var m.a. rætt um Löngusker og Hólmsheiði en niðurstaðan varð sú að þessi svæði kæmu ekki til greina. Tæplega 38% atkvæðisbærra kjósenda í Reykjavík tók þátt í atkvæðagreiðslu um málið og úrslit urðu þau að 49,3% þátttak- enda lýstu því yfir að flugvöllurinn ætti að víkja en 48,1% vildi hafa hann þar áfram. Munurinn var 384 at- kvæði. Síðan þá hefur í rúm 20 ár ver- ið þvælt um málefni flugvallarins. Máttarvöldin hafa blandað sér í málið og þau tóku alls ekkert tillit til stefnu meirihlutans í Reykjavík um að flug- völlurinn færi í Hvassahraun. Von- andi lýkur nú 20 ára þrefi í borgar- stjórn um framtíð Reykjavíkurflug- vallar. Flugvöllurinn verður áfram í Reykjavík og nauðsynlegt að skapa starfseminni þar eðlilega réttarstöðu. Stefnuleysi og óráðsía Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson » Það er augljóst að stöðug og markviss skuldasöfnun borgar- sjóðs gengur ekki til lengdar. Höfundur er fv. borgarstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.