Morgunblaðið - 06.10.2022, Side 32

Morgunblaðið - 06.10.2022, Side 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 Síðastliðið vor var 21 árs gamall Íslendingur staddur á skemmti- staðnum 203 Club þegar til átaka kom, sem hann reyndi að róa. Á eftir, fyrir utan skemmtistaðinn, varð þessi Íslendingur svo fyrir heiftarlegri líkams- árás tveggja útlendinga fyrirvaralaust og án til- efnis og hann hálfdrep- inn. Árásarmennirnir virðast vera frá Mið-/Suður Am- eríku. Ljóst er að þessir tveir árás- armenn þjörmuðu svo að Íslend- ingnum með hnúum, hnefum og eggvopni, sennilega skrúfjárni, sem var stungið sex sinnum í bak Íslendingsins, að bæði lungu féllu sam- an. Staðfestu læknar að áverkar hefðu verið lífshættulegir. Dyraverðir skemmtistaðarins virð- ast hafa horft á árásina en ekkert aðhafst. Ekki gott ef rétt er. Að sögn móður fórnar- lambsins náði gang- andi vegfarandi að stoppa árásarmennina og taka þá af syni hennar. Fyrir heppni komst hann fljótt í sjúkrabíl og tókst að bjarga lífi hans. Vafasamur dómur 25. ágúst sl. féll dómur í þessu árásarmáli í Héraðsdómi Reykjavík- ur. Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára, sennilega Bólivíumaður, sem stakk Íslendinginn sex sinnum með stungu- vopni aftan frá í gegnum þykkan og mikinn klæðnað og gegnum skinn, vefi, hold og beinagrind inn í lungu þannig að þau féllu bæði saman, en þessi sami árásarmaður hafði veist að 24 ára karlmanni fyrir utan skemmti- staðinn Prikið, brotið framtennur úr honum og veitt honum áverka á höfði og hægri hendi sex mánuðum áður – greinilega árásarhneigður og hættu- legur – fékk tveggja og hálfs árs fangelsisdóm og gert að greiða fórn- arlambinu 1,5 milljónir í miskabætur. Fyrir undirrituðum er dómurinn hneyksli. Hjálparmaðurinn, Raúl Ríos Rueda, 25 ára gamall, sem lét höggin dynja á fórnarlambinu meðan Daniel beitti stunguvopninu á bakið, fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og minniháttar sekt, sem þýðir að hann gekk út úr rétt- arsalnum frjáls og fínn maður. Alröng skilaboð Fyrir undirrituðum eru þessir dómar mikil mistök, hneyksli, ís- lensku réttarfari, Héraðsdómi Reykjavíkur, vart til sóma. Hér verð- ur auðvitað að hafa það í huga að refs- ing við brotum og glæpum gengur ekki aðeins út á refsihliðina heldur jafnmikið eða öllu meira út á það að vara illvirkja og ofbeldismenn við og reyna að fyrirbyggja glæpi og voða- verk. Dómar verða að senda skýr skilaboð í þá veru. Sú greining dóm- arans að hér hafi ekki verið hægt að slá því föstu að Daniel hafi verið ljóst, þegar hann stakk fórnarlambið sex sinnum á hol, að bani kynni að hljót- ast af, er fyrir undirrituðum óskilj- anleg. Fullyrðing Daniels að hann hafi „gripið áhald upp af götunni“ sem hann notaði til að stinga fórn- arlambið með er líka fjarstæðukennd og ótrúlegt að dómarinn skuli hafa tekið hana til greina. Hvers konar áhöld liggja á götunni sem stinga má með í gegnum margfaldan klæðnað, skinn, vefi, hold og beinagrind inn í lungu og stórskaða þau! Fyrir und- irrituðum er augljóst að Daniel hafi haft með sér þetta stunguvopn, borið það á sér og gripið til þess af fullum ásetningi við tilefnislausa og lífs- hættulega árásina. Að ganga út frá öðru stenst ekki fyrir undirrituðum. Hugsanlegur dómur á meginlandi Evrópu? Ég bjó lengi á meginlandi Evrópu. Gróf tilfinning mín er að þessir dóm- ar hefðu fallið miklu þyngra þar; Daniel hefði verið dæmdur í fangelsi í fimm ár eða meira og Raúl vegna meðsektar, aðildar að árás sem aug- ljóslega gat haft lífshættulegar afleið- ingar, í óskilorðsbundið fangelsi. Auðvitað er þetta engin fagleg úttekt. Árásarmennirnir eru útlendingar frá fjarlægum löndum sem engan sérstakan rétt hafa hér. Hvernig komust þeir inn í landið og á hvaða forsendum eru þeir hér? Æskilegt væri að dómsmálaráðherra skoðaði og gerði grein fyrir því. Væri ekki sjálfsagt, þegar slíkir menn koma hér og fremja brot og illvirki, að senda þá til baka til síns heima strax eftir dómsuppkvaðningu eða að afplánun lokinni og útiloka þá fyrir fullt og allt frá okkar landi? Væri ekki líka rétt að banna allan vopnaburð hér á höfuðborgarsvæðinu eða landinu öllu þar sem hnúajárn, hnífar, stunguvopn og vitaskuld skot- vopn væru stranglega bönnuð á al- mennum og opinberum svæðum, svo og auðvitað á samkomum og mann- söfnuðum, og háar sektir væru við slíkum vopnaburði, t.a.m. 100 þúsund króna sekt fyrir fyrsta brot, og kæmi fangelsi í stað sektar ef hún væri ekki greidd skilvíslega? Tvær hliðar alþjóðavæðingarinnar Í öllu falli verður að fara vel í saum- ana á þessu réttarfari öllu, ekki síst í ljósi þess að alþjóðavæðingin, sem mest er af hinu góða og verður ekki stöðvuð, felur líka í sér ágalla og hættur, m.a. þá að hér koma menn frá löndum þar sem ofbeldisverk – rán, nauðganir, misþyrmingar og morð – eru daglegt brauð, sem þeir sjá svo og skynja með öðum hætti en við heimamenn. Þegar dómstólar senda röng skilaboð Ole Anton Bieltvedt Ole Anton Bieltved » Greining dómarans: Ekki hægt að slá því föstu að Daniel hafi ver- ið ljóst, þegar hann stakk fórnarlambið sex sinnum á hol, að bani kynni að hljótast af! Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Meira úrval á notadir.benni.is Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035 Opel Astra Innovation ‘16, sjálfskiptur, ekinn 55þús. km. Verð: 2.690.000 kr. SsangYong Tivoli Xlv Dlx ‘17, sjálfskiptur, ekinn 116 þús. km. Verð: 1.990.000 kr. SsangYongTivoli Dlx ‘17, beinskiptur, ekinn 94þús. km. Verð: 1.990.000 kr. Jeep Cherokee Latitude ‘15, sjálfskiptur, ekinn 118 þús.km. Verð: 3.490.000 kr. Við tökumgamla bílinn uppí á500.000 Gamli bíllinn þinn gildir að lágmarki sem 500.000 króna innborgun* í nýlegan og öruggan bíl (sérmerktur á plani). Þinn gamli þarf aðeins að vera með fulla skoðun og í ökufæru ástandi. Ef þú ert ekki með bíl uppí má alltaf ræða aðra díla. No ta ðu r u p p í n ý le ga n 801190 800538 750232 800933 4x4 4x4 4x4 Notaðir bílar B irt m e ð fy rirv a ra u m m y n d - o g te x ta b re n g l. *Tökum aðeins einn bíl uppí hvern nýlegan notaðan bíl. Bjartaland í Flóahreppi Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu jörðina Bjartaland í Flóahreppi örstutt frá Selfossi. Afar glæsilegur húsakostur og landstærð 46,4 hektara eignarland. Íbúðarhús á einni hæð 158,2 m2 byggt 2010, skiptist í anddyri, stofa, eldhús, gott baðherbergi, þrjú svefnherbergi, sjónvarpshol, þvottahús og geymslu. Glæsileg 700 m2 reiðskemma byggð 2011 og einnig 279 m2 bygging sem er skráð sem hesthús, þar er innréttuð u.þ.b 53 m2 gestaíbúð og um 63 m2 tækjageymsla, u.þ.b. 57 fermetra hlaða og hesthús 63 fermetra fyrir 10 hesta. Eignin er öll hin glæsilegasta enda allt nýlegt og gefur húsakostur möguleika á margs konar nýtingu ef það hentar. Sjón er sögu ríkari. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.