Morgunblaðið - 06.10.2022, Side 36

Morgunblaðið - 06.10.2022, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 ✝ Helgi Ingi Sig- urðsson fædd- ist 5. janúar 1941 í Reykjavík. Hann lést lést 13. sept- ember 2022. Foreldrar hans voru Laufey Helga- dóttir og Sigurður Hermann Magn- ússon. Þegar Helgi var eins árs fluttu for- eldrar hans til Skagastrandar í A-Húnavatnssýslu og ólst Helgi þar upp. Fjórtán ára gamall fór Helgi að heiman í Reykholts- skóla í Borgarfirði og var þar við nám í tvo vetur og lauk gagnfræðaprófi og framhalds- einkunn í landsprófi. Áhugi var að fara í verslunarskóla og var Samvinnuskólinn talinn betri kostur, en þá sparaðist einn vet- ur miðað við Verslunarskólann, en Helgi var of ungur til að taka bréfadeild aðalbanka í Reykja- vík. 1983-1985 skrifstofa Sam- bandsins í Hamborg, sá um innflutning til Íslands. 1986- 1996 Iceland Seafood Limited, Hamborg. Forstöðumaður þeirrar skrifstofu frá 1.1. 1886 til júní 1996 – sala á íslenskum sjávarafurðum. 1996-1999 Ís- lenskar sjávarafurðir hf. á Ís- landi, kynningar- og starfs- mannastjóri. 1999-2000 Kennaraháskóli Íslands, deild- arstjóri í fjármáladeild til 31.3. 2000. 2000-2005 Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar, fyrst sem deildarstjóri síðan sem skrif- stofustjóri. 2005-2009 Fisco ehf. Vinna við útflutningspappíra, launabókhald o.fl. Hætti störf- um 31. mars 2009 en vann einn og einn dag fram í ágúst 2009. Hann var formaður skemmti- nefndar Samvinnuskólans í tvö ár og umsjónarmaður 1. bekkjar og svo skólans. Formaður starfsmannafélags Samvinnu- banka Íslands í tvö ár en í stjórn félagsins í sjö ár. Formaður fé- lags Íslendinga í Hamborg í tvö ár, í stjórn félagsins í fimm ár. Útför Helga Inga hefur farið fram. inntökupróf og vann því eitt ár í frystihúsi og við verslunarstörf. Tók síðan inntökupróf í Samvinnuskólann og var þar við nám í tvo vetur og lauk þaðan prófi vorið 1960, nítján ára gamall. Þá lá leiðin út í atvinnulífið og er sá ferill rakinn hér: 1960-1965 Iðnaðardeild Sambandsins, gjaldkeri og innheimtustjóri. 1965-1971 launabókhald Sam- bandsins, forstöðumaður þess síðustu árin. 1971-1972 skrif- stofa Sambandsins í Hamborg, aðstoðarmaður framkvæmda- stjóra og vinna við innflutnings- pappíra. 1972-1983 Samvinnu- banki Íslands hf. Fyrstu tvö árin í útibúi bankans í Hafnarfirði, síðan deildarstjóri í verð- Helgi Ingi, eða Ingi frændi, fæddist í Reykjavík en flutti ungur að árum til Skagastrand- ar með foreldrum sínum og eldri bróður. Bjó hann þar þangað til hann fór til framhaldsnáms í Samvinnuskólanum á Bifröst en flutti síðan til Reykjavíkur og starfaði þar. Einnig starfaði hann árum saman í Hamborg í Þýskalandi. Í fyrra skiptið í tvö ár og í síðara skiptið í tæp 14 ár, lengst af sem framkvæmda- stjóri Söluskrifstofu íslenskra sjávarafurða. Átti hann þar fast- eign sem hann bjó í. Hann fékk snemma áhuga á ferðalögum til fjarlægra landa. Ungur að árum heimsótti hann móðursystur sína sem bjó í San Diego í Kaliforníu og dvaldi hjá henni sumarlangt. Í þeirri ferð ágerðist ferðabakterían og heimsótti hann fjölda landa í öll- um heimsálfum í gegnum árin. Hann talaði þýsku og ensku reiprennandi og skildi mörg önnur tungumál vel og gat ann- ast öll samskipti með þeim. Ingi hélt mjög fallegt heimili og var þar að finna fjölda góðra gripa sem hann hafði keypt á ferðum sínum. Hann vildi ein- ungis vandaða innanstokksmuni og leiddist drasl. Hann hélt glæsilegar veislur og fjölsótt partí enda mikið fyrir skemmt- anir, vinmargur og hafði gaman af lífinu. Alltaf var hann vel til- hafður í vönduðum fötum. Hann var mjög drífandi maður. Skjót- ur að sjá tækifærin og fljótur að taka ákvarðanir. Hann frestaði ekki verkefnum heldur vann þau við fyrsta tækifæri. Allt við- hald sem m.a. tengdist fasteign- um og öðru var unnið jafn óðum og þörf fyrir það kom í ljós, enda verkkvíði ekki fyrir hendi. Allir hlutir í hans eigu voru í fullkomnu lagi. Hann var mjög skipulagður og horfði langt fram í tímann með alla stærri viðburði og ákvarðanir. Hann eignaðist ekki afkom- endur en leit á bróðurbörn sín sem sín eigin og veitti þeim rausnarlega allt sem hann taldi þau vanhaga um. Til hans var auðvelt að leita hvenær sem var um hvað eina. Hann var alltaf reiðubúinn þegar aðstoðar var þörf. Svo ótrúlega hjartahlýr, áhugasamur og úrræðagóður. En um sjötugt þegar hann lauk störfum og ætlaði að ein- beita sér að ferðalögum til fjar- lægustu menningarkima fékk hann krabbamein í bæði nýru og var eftir það bundinn við nýrna- vél í nokkur ár, þar til hann fékk gjafanýra. Það var ótrúlegt að fylgjast með því kraftaverki sem nýja nýrað veitti honum. En því miður stakk krabba- meinið sér niður í fleiri líffæri og síðustu 12 árin hefur hann glímt við mikil veikindi. Við kveðjum ástkæran frænda okkar sem veitti okkur svo mikla ást og hlýju frá því við fæddumst og þar til hann hvarf frá þessari yndislegu jarðvist. En það er ótrúlegt hvað hann skildi margt fagurt eftir sig í okkar innstu hjartarótum. Ólafur Sigurðsson. Helgi Ingi var einstakur mað- ur sem hafði sterk áhrif á líf mitt. Hann var mér afar kær og er erfitt að átta sig á því að hann sé nú farinn. Sem barn var ekk- ert skemmtilegra en að heim- sækja hann og um jólin var beð- ið með eftirvæntingu eftir því að opna gjafir frá honum. Þær voru líka stærstu og dýrustu gjafirn- ar, enda var hann duglegur að dekra við okkur systkinin. Helgi Ingi var viðstaddur flesta stór- viðburði í lífi mínu og var hann alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd. Hann var mér mikil fyrirmynd, enda mjög sjálfstæður, vandvirkur, traust- ur og ákveðinn maður. Helgi Ingi ferðaðist ungur um Banda- ríkin og síðar um allan heiminn. Hann bjó lengi og starfaði í Þýskalandi og var mín fyrsta ut- anlandsferð heimsókn til hans í Hamborg. Þaðan ferðuðumst við ásamt foreldrum mínum um Rínar- og Móseldalinn, sem var einstök upplifun. Hann var rausnarlegur gestgjafi og var alltaf indælt að koma heim til hans. Helgi Ingi sýndi mikið æðruleysi í veikindum sínum og var aðdáunarvert hvernig hann lét þau ekki hamla sér. Kæri frændi, þín er sárt saknað en minning þín mun lifa að eilífu. Sigrún Laufey Sigurðardóttir. Ég var 18 ára þegar föður- bróðir minn Helgi Ingi bauð mér að koma og dvelja hjá sér sumarlangt í Hamborg. Það er óhætt að segja að þessi ferð hafi breytti lífi mínu og sýn á heim- inn. Frændi minn var heimsborg- ari. Það var enginn eins og hann á Íslandi. Óaðfinnanlega klædd- ur, ilmandi af fínum rakspíra. Glæsilegur, myndarlegur. Hann var alltaf sólbrúnn og þurfti rétt að stinga nefinu út í sólina til að taka mikinn lit. Það sást langar leiðir að þarna fór enginn venju- legur maður. Hann var mikill húmoristi, hugsaði hratt, var eldklár og duglegur. Fylgdist vel með í ólíkustu málefnum, áhugasamur um fólk og pæling- ar. Einstakur fagurkeri, lífs- kúnstner. Hann talaði þýskuna reip- rennandi og var eins og fiskur í vatni í borginni. Það var ekki hægt að vera með skemmtilegri og hressari manni og alls staðar fékk ég að vera með. Alltaf stutt í hláturinn og pínu stríðni og glettni líka. Gjafmildi Inga var mikil. En hann var þó alltaf skynsamur og endurspeglaðist það m.a. í því að allan tímann sem hann var yfir skrifstofu Iceland Seafood í Hamborg var hún rekin með hagnaði. Því þótt hægt væri að fara fínt út að borða var aldrei bruðlað og þótt maður fengi sér rauðvínsglas var aldrei ofdrykkja. Ingi frændi fór með mig út um allt. Hann sýndi mér í alla króka og kima Hamborgar, við komum til Berlínar fyrir múr og margra annarra staða í Þýska- landi og smitaðist ég af ólækn- andi ferðaþrá. Ingi fræddi mig um allt milli himins og jarðar, hann var stór- fróður um ættir okkar og kenndi mér svo margt sem ég hef búið að allar götur síðar. Seinna, þegar ég var á árlegum þvælingi í Evrópu, kom ég ósjaldan við hjá Inga þar sem maður var ávalt velkominn. Ingi skipaði alla tíð stóran sess í lífi okkar systkinanna. Hann sýndi okkur mikinn áhuga og fylgdist með því sem við vorum að fást við, við vorum eins og börnin hans. Hann var allt í senn, frændi minn, annar bróðir, annar faðir og góður vinur. Ég sé ljóslifandi fyrir mér hitting eftir vinnu í Hamborg, þar sem skálað er í sekt með vinkonunum og hlegið svo hátt og svo dátt. Ég heyri smitandi hláturinn hans og sé gleðina í andliti hans, blikið í augunum. Svanborg Þórdís Sigurðardóttir. Góður vinur er fallinn frá. Okkur er ljúft að minnast Helga Inga, sem við áttum sam- leið með í áratugi. Hann átti viðburðaríka ævi, starfaði lengst af í Þýskalandi sem framkvæmdastjóri Íslenskra sjávarafurða og tileinkaði sér þar eflaust hina þýsku ná- kvæmni. Það var alltaf gott að koma til hans í Hamborg og hann sá alltaf um að aldrei skorti neitt í mat og drykk. Eft- ir að heim var komið héldum við áfram mjög góðu sambandi og oftar en ekki nutum við frá- bærrar gestrisni hans í Kópa- voginum. Þar var allt í röð og reglu, skipulag dagsins ávallt tilbúið og hvergi að sjá krumpu eða ryk neins staðar, enda var hann snyrtipinni á alla vegu. Hann hélt alltaf sambandi við vini sína í Þýskalandi og fylgd- ist vel með þýskum stjórnmál- um og atvinnulífi og horfði því mikið á þýsku sjónvarpsstöðv- arnar. Fyrir 11 árum fór að bera á veikindum hans, fór í nýrnaskipti til Gautaborgar og átti þá von um að geta átt þokkalegt líf fram undan. Því miður varð honum ekki að ósk sinni og tók eitt áfallið við af öðru. Núna síðla sumars tók hann þá ákvörðun að hætta inn- töku allra lyfja með von um að eiga þá betri lokatíma. Hann var sáttur við þessa ákvörðun enda orðinn langþreyttur á eilífum veikindum. Sá tími varð ekki langur og lést hann rúmri viku eftir að hann fór á líknardeild- ina í Kópavogi. Hann hélt reisn sinni allt fram á síðasta dag og ekki skorti á hans einstaka húmor, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum. Við eigum eftir að sakna hans um ókomna tíð, en huggum okkur við allar góðar minningar liðinna áratuga. Nú ert þú kom- inn á betri stað og laus við eilíf veikindi. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til aðstandenda. „Auf wiedersehen“ kæri vin- ur. Ingibjörg (Inga) og Gísli. Fyrstu kynni mín af Helga Inga Sigurðssyni voru af af- spurn. Fyrir mér var hann eins konar þjóðsagnapersóna, föður- bróðir og óformlegur guðfaðir vinkonu minnar Svanborgar Þórdísar Sigurðardóttur. Svan- borg varð síðan lífsförunautur minn og þannig fékk ég pínulítið pláss við hennar hlið undir þétt- um verndarvæng frænda. Helgi Ingi var óvenjulegur maður, einstaklega vel gerður og vand- aður. Hann hneigðist til við- skipta, var duglegur og vand- virkur enda var hann eftirsóttur starfsmaður alla tíð. Hann var víðsýnni en gengur og gerist og sú afstaða hans til lífsins opnaði honum leið til starfa erlendis. Lengst af starfaði hann í Ham- borg í Þýskalandi þar sem hann stýrði skrifstofu Íslenskra sjáv- arafurða af myndugleik og til hæstu hæða. Ég kynntist Helga Inga af alvöru eftir að hann sneri heim til Íslands um miðjan tíunda áratuginn. Maður tók til þess hve natinn hann var við sitt fólk, gestrisinn og umhyggju- samur. Þá kynntist ég lúmskum húmorista sem var með puttann á púlsinum í alls konar málum og hafði gaman af að velta stöð- unni fyrir sér. Helgi Ingi var fagurkeri. Hann var listunnandi og sannkallaður lífskúnstner. Hann stóð við það sem hann hafði lengi planað, að leggjast í ferðalög þegar hann hætti að vinna. Nú gat hann heimsótt staði sem hann hafði bara séð á knöppum viðskiptaferðum og farið í ævintýraferðir um fram- andi slóðir. Og hann fór víða. Sumar þessara ferða voru skipulagðar af þýskum ferða- skrifstofum með margra ára fyrirvara. Þannig var Helgi Ingi, með allt á tæru, undirbjó og framkvæmdi. Enda var það svo að þegar heilsan sveik hann og kom í veg fyrir erfið ferðalög gat hann haldið því fram, með sæmilegri sannfæringu, að það væri eins gott að hann hefði ekki veikst fyrr, en nú væri það í lagi því hann hefði náð að heim- sækja alla þá staði sem hann langaði að sjá. Helgi Ingi fylgd- ist jafnt með á Íslandi sem og í Þýskalandi. Hann hélt sam- bandi við sitt fólk ytra og fylgd- ist með þýsku fréttunum dag- lega. Það var gaman hvað hann var til í að ræða málin við pönk- arann mig og mikið var það margt sem maður lærði af spek- úlasjónum og samræðum um líf- ið og tilveruna og heiminn og hvernig allt er betra þegar fólk gerir vel og höndlar ábyrgð. Ég er þakklátur fyrir vináttuna. Ég fer ekki í neinar grafgötur með það að ég er betri maður fyrir samfylgdina við þig Helgi Ingi Sigurðsson. Góða ferð kæri vin- ur. Óttarr Ólafur Proppé. Helgi Ingi Sigurðsson ✝ ráð Guðrúnar Jóhannesson (Konni), þúsund- þjalasmiður og vél- virki, fæddist á Hrísateig í Reykja- vík 6. apríl 1948. Hann lést á Sól- vangi í Hafnarfirði 21. september 2022. Foreldrar Konna voru Guðrún „Gógó“ Sveinsdóttir, húsfreyja og móðir frá Reykjavík, f. 6. nóvember 1928, d. 6. júlí 1991, og Jóhannes Gunnar Jóhann- esson, skipstjóri og útgerð- armaður frá Gauksstöðum, Garði, f. 7. ágúst 1926, d. 17. október 2001. Systkini Konna eru sam- mæðra: Hafdís Sigrún, Steinþór Örn, Bergþór Smári, Harald Ragnar og Hjörtur Arnar. Sam- feðra systkini hans eru: Jóhann- es, Halldóra, Helga, Gunnar, Jón, Petrína og Þröstur. Konni kvæntist Arneyju Huld Ólafíu Guðmundsdóttur, f. 16. júní 1961, hinn 4. ágúst 1984. Foreldrar hennar voru Ólafía Sigurrós Einarsdóttir og Guð- mundur Helgi Sigurðsson. Þau hjónin bjuggu víða um landið í sínum hjúskap, aðallega á suðvesturhorni landsins. Síðustu 12 árin áttu þau heim- ili í Garðabæ. Eiga þau eina dóttur, Sædísi Hrönn, f. 18. apríl 1979. Maki hennar er Hafliði Þorkell, f. 4. maí 1976. Foreldrar Hafliða eru Hafdís Jóhanna og Rúnar Þorleifsson. Konni ólst upp í Reykjavík að mestu. Hann dvaldi oft sumar- langt á Eiði við Gufunes með móðurfjölskyldunni. Hann vann við sjómennsku og vélartengd viðgerðarstörf stærstan hluta starfsævi sinnar. Hann var alltaf að laga eitthvað, gera við eða bæta hluti. Var hann þó flink- astur allra með logsuðutæki og hlaut fyrir það viðurkenningar. Hann hafði unun af stang- veiði og skotveiði. Allar bílteg- undir þekkti hann og kunni vel að gera við, enda mikill bíla- áhugamaður. Útför hans fer fram frá Garðakirkju í Garðabæ í dag, 6. október 2022, klukkan 13. Til þín. Takk fyrir ástina og ævin- týrin. Takk fyrir kærleikann og umhyggjuna. Takk fyrir baráttuna og viljann. Takk fyrir vináttuna og velvildina. Takk fyrir erfiðleikana og baslið. Takk fyrir hláturinn og grátinn. Takk fyrir trúna og þolinmæðina. Takk fyrir eirð- arleysið og vanmáttinn. Takk fyrir barátturnar og sigrana. Takk fyrir þrautseigjuna og seigluna - allt fyrir okkur. Þar til ég fer í mitt ferða- lag. Lofjú lofjútú lofjúþrí lofjú- for … Þín Arney. Elsku Konni okkar er dáinn. Hann var mikill og góður vin- ur okkar og frændi stelpnanna minna. Margs er að minnast í gegnum áratuga vináttu; sum- arbústaðaferðir, hittingur fyr- ir norðan og sunnan og á Barðaströndinni. Já, Konni var einstakur, veiðimaður, brandarakarl, grúskari og alls konar. Ég hitti hann síðast í ágúst í góðu tómi, ég geymi þá stund hjá mér, er þakklát fyrir þann dag. Elsku Konni, far þú í friði og takk fyrir allt og allt. Þín verður sárt saknað. Bið að heilsa Trausta mínum og pass- aðu útganginn, þú skilur. Minningin lifir. Elsku Arney, Sædís og Haf- liði, okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Kristjana Helgadóttir (Didda) og fjölskylda. Nú er hann Konni okkar all- ur eftir mikil og oft á tíðum erfið veikindi. Við í Maístjörnunum áttum því láni að fagna að kynnast þeim hjónum, Arneyju og Konna, fyrir 25 árum þegar við vorum öll samtímis á Lúth- erskri hjónahelgi sem þá var haldin á Hótel Sögu. Stofnaður var kærleikshóp- ur sem við kölluðum Maís- tjörnurnar og samanstóð af sex hjónum sem síðan hafa hist 6-10 sinnum á ári hverju. Það hafa verið sannkallaðar ánægjustundir þegar við hitt- umst, hvort sem um var að ræða „venjulegan“ fund eða samverustundir í útilegu, sumarbústað eða erlendis. Það var alltaf bara eins og við hefðum hist í gær. Arney og Konni skipuðu veglegan sess í hópnum okkar og gáfu mikið af sér. Konni var ætíð kátur og glaður og var alltaf með til- tækar sögur eða brandara sem mikið var hlegið að. Við fórum m.a. nokkrum sinnum í sumarhús þeirra Konna og Arneyjar á Brekku- völlum sem var æskuheimili Arneyjar og þau nutu þess að gera upp. Þar kom sér vel verklagni Konna og útsjónar- semi þeirra beggja og með sameiginlegu átaki tókst þeim að gera húsið afar vistlegt og heimilislegt. Áttum við yndis- legar samverustundir saman á þessum ótrúlega fallega stað á Barðaströndinni. Konni var afar verklaginn og fannst fátt skemmtilegra en að gera við hina ýmsu hluti, s.s. vélar, hjól, sjónvörp og önnur rafmagnstæki. Þá voru örlæti og hjálpsemi mjög ríkir eiginleikar í fari Konna. Síðastliðin ár hefur Konni átt við mikil veikindi að stríða en hann vildi alltaf sem minnst um veikindi sín tala og tókst á við þau af miklu æðruleysi með Arneyju sína sér við hlið. Við eigum öll eftir að sakna Konna mikið. Við munum minnast hans sem góðs félaga með mikinn húmor. Hvíl í friði, kæri vinur, Maístjörnurnar, Fríða Björg og Guðmundur, Sigríður og Skúli, Ragnheiður og Valur, Ólöf og Kristján, Margrét og Oddur. Jóhannes Konráð Guðrúnar Jóhannesson Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.