Morgunblaðið - 06.10.2022, Page 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022
✝
Þórður Einars-
son fæddist í
Reykjavík 21. októ-
ber 1930. Hann lést
17. september 2022.
Foreldrar hans
voru Einar Ás-
mundsson járn-
smiður og forstjóri
Sindra hf. í Reykja-
vík, f. 23.8. 1901, d.
28.11. 1981, og Jak-
obína Hansína
Þórðardóttir húsmóðir, f. 7.3.
1904, d. 16.12. 1988.
Þórður var þriðji í röð átta
systkina, en þau voru Ásgeir,
Ásmundur, Sigríður, Óskar,
Magnús, Ragnar og Björn. Eft-
irlifandi systkini eru Sigríður og
Björn.
Eiginkona Þórðar var Dóra
Börn þeirra: Dóttir Bjarna Eva
f. 1982, dóttir Ágústu og Bjarna:
Þórhalla f. 1993, börn Ágústu:
Sara, f. 1978, Björn, f. 1981,
María, f. 1984. 3) Jakobína, f.
1958, maki Jörundur Guð-
mundsson, þau skildu árið 2004.
Börn þeirra Auður, f. 1980. Guð-
mundur, f. 1987, Þórður, f. 1990.
4) Ásmundur, f. 1965, maki
Harpa Þórðardóttir. Börn
þeirra Dóra Sóldís, f. 1996. Ást-
hildur Mía, f. 1999. Greipur, f.
2007.
Þórður var menntaður renni-
smiður og lærði stálherslu í Hol-
landi. Hann starfaði og rak
Sindrasmiðjuna, fyrirtæki sem
faðir hans stofnaði, alla sína
starfsævi. Síðustu æviár sín bjó
hann á Hrafnistu í Hafnarfirði
og stundaði myndlist af kappi í
tómstundum sínum.
Útför Þórðar fer fram frá Ví-
dalínskirkju í Garðabæ í dag, 6.
október 2022, klukkan 13.
Sigurjónsdóttir,
húsmóðir í Reykja-
vík og síðar í
Garðabæ, f. 26.10.
1935, d. 21.5. 1995.
Foreldrar hennar
voru Sigurjón Ár-
mannsson, kennari
og síðar bæjar-
gjaldkeri á Húsa-
vík, S-Þing., f. 20.8.
1896, d. 30.3. 1958,
og Þórhalla Bjarna-
dóttir, húsmóðir og fiskverka-
kona, f. 6.6. 1905, d. 30.9. 1969.
Þórður og Dóra eignuðust
fjögur börn. Þau eru: 1) Ásgeir,
f. 1954, maki Stella María Matt-
híasdóttir. Börn þeirra: Matt-
hías, f. 1973. Jóna Dóra, f. 1979.
Þórður, f. 1983. 2) Bjarni, f.
1956, maki Ágústa Karlsdóttir.
Í dag kveðjum við elsku Þórð
afa. Það koma margar minningar
upp í hugann og við erum þakklát
þegar við horfum til baka.
Allar góðu stundirnar á
Stekkjarflötinni með afa og
ömmu Dóru, þar sem barnabörn-
in voru alltaf velkomin og mikið
um gleði. Þar var kærleikur og
fullt hús af ást. Í huganum eigum
við margar myndir; alltaf allt
hreint og fínt, sólbað á skjólsæl-
um pallinum, garðsláttur og unn-
ið í beðunum fínu. Fjölmenn jóla-
boð, kalkúni á veisluborði löngu
áður en það tíðkaðist almennt,
gengið frá öllu áður en opna
mátti pakka. Sænska svínslærið
annan í jólum, barnabörn að
laumast í afgangana í þvottahús-
inu.
Skemmtilegu skíðaferðirnar í
Skálafell með afa og ömmu, þar
sem var skíðað allan daginn, hlýj-
að sér á heitu kakó og grilluðum
samlokum, og eftir fjallið farið á
Stekkjarflötina í heita pottinn.
Hann var myndarlegur í eldhús-
inu, óhræddur að gera tilraunir
og ekki leiðinlegt og að fá nýbak-
að rúgbrauð í mackintosh-dós.
Minningarnar úr smiðjunni,
þar sem við eyddum tíma sem
krakkar með afa og pabba og
strákarnir unnu á sínum ung-
lingsárum, undir þinni hand-
leiðslu.
Afi kenndi okkur, á ótal vegu,
að það að fylgja eigin sannfær-
ingu fleytir fólki lengra en flest
annað, þú getur það sem ætlar
þér og þótt eitthvað bjáti á og
áföll ríði yfir gefstu ekki upp.
Með jákvæðni að leiðarljósi gerði
hann það sem hann ætlaði sér
eins og málverkin sem hann tók
upp á að mála á Hrafnistu þótt
sjónin væri orðin döpur. Það var
gaman að fylgjast með honum
mála öll listaverkin, stoltið og
ánægjan leyndi sér ekki og verk-
in lifa og minna okkur á hann.
Við minnumst ljúfu samveru-
stundanna, samtala, áhugans á
okkur og fjölskyldum okkar. Allt-
af að fylgjast með hvernig gekk
hjá öllum, hvort sem það voru
verkefnin í vinnu eða skólaganga
langafabarna. Afi studdi og
hvatti til dáða og við erum óend-
anlega þakklát fyrir að hafa átt
hann að.
Það er ekki hægt að hugsa til
afa án þess að þrautseigja, dugn-
aður og manngæska komi upp í
hugann. Hann var góð fyrirmynd
sem hafði fólkið sitt í forgangi.
Matthías, Jóna
Dóra og Þórður.
Alla tíð hef ég kunnað að meta
fólk sem glottir óvenjulega mikið.
Ég kalla þetta fólk skítaglottara.
Það vita sennilega allir hvaða
glott ég er að tala um, þetta er
fólk sem er innst í kjarna líkama
síns jákvætt og lausnamiðað.
Alltaf. Það er bara sama hvað
gengur á, þetta fólk sér það já-
kvæða í stöðunni, eins og það viti
og sjái eitthvað sem við hin vitum
og sjáum bara alls ekki. Afi Þórð-
ur var sannkallaður glottari en
þessari miklu jákvæðni og gleði
hans afa fylgdi hugarfar sem sá
tækifæri, nýjungar og uppfinn-
ingar hér, þar og alls staðar.
Uppfinningamaður, maður tæki-
færa, lausna og framkvæmda
sem hreinlega brann fyrir ein-
hverju hvern einasta dag allt þar
til hann kvaddi þennan heim.
Besta dæmið um þetta var fyrir
u.þ.b. fjórum árum þegar afi var
kominn á Hrafnistu, orðinn bæði
gamall og sjóndapur, að hann
ákvað að nú væri tíminn til að
byrja að mála. Sem og hann held-
ur betur gerði af miklum krafti
og afköstum. Hann sagði mér að
hann þyrfti endilega að eignast
skissubók upp í rúm því hann
vaknaði svo oft á nóttunni með
hugmyndir að nýjum verkum.
Þessi kraftur hélt í honum lífinu í
langan tíma. Hann hélt sýningar
á Hrafnistu og var heltekinn af
listmálun og var afar stoltur af
listaverkum sínum – sem hann
sannarlega mátti vera.
Það er auðvitað mikil gæfa að
eiga ömmur og afa og hvað þá
langt fram á fullorðinsár. Afi
Þórður var einstaklega góður afi.
Hann naut þess að vera með
börnum og barnabörnum og
brasa með okkur öll. Hann gerði
og græjaði, skutlaði og stússaði í
kringum okkur öll. Hann hafði
bara svo endalaust gaman af
hverskonar brasi og hans helsta
metnaðarmál var að allir hefðu
það gott. Þrátt fyrir einstaka
ástríðu og áhuga um vinnu og
starf í lífi sínu þá náði hann að
feta milliveg sem margir hafa átt
í vandræðum með að feta; að
sinna til jafns bæði starfi, fjöl-
skyldu og áhugamálum. Afi Þórð-
ur var mikill fjölskyldumaður
sem var reiðubúinn að gera allt
fyrir alla og sinnti fjölskyldu og
barnabörnum einstaklega vel
hvort sem það var í mat, á skíðum
á fjöllum eða sundi.
Afi hafði alltaf svo mikla trú á
öllu sem maður var að fást við.
Stundum treysti hann manni
meira að segja of vel, eftir á að
hyggja, og leyfði manni að kljást
við verkefni sem aðrir fullorðnir
hefðu sennilega ekki leyft manni
að gera. Hvort sem það var að
keyra lyftarann í smiðjunni eða
að rafsjóða prófíla saman í borð-
fætur þá kenndi hann manni að
allt væri hægt sama hvort maður
væri ellefu ára eða níræður. Að
finna fyrir slíku trausti og trú frá
afa sínum er alls ekki sjálfgefið
og fundum við öll fjölskyldan fyr-
ir ást hans og hlýju.
Nú þegar þessi einstaki maður
hefur kvatt okkur, saddur lífdaga
með bros á vör, er óhjákvæmilegt
að hugsa hve mikill innblástur
hann er fyrir okkur hin sem
þekktum hann. Þessi jákvæðni og
opni hugur að taka við nýjungum,
sama hvort það eru tækninýjung-
ar eða breytingar almennt á líf-
inu, að vilja læra eitthvað nýtt og
þyrsta í lífið.
Svona ætla ég að lifa og ég
þakka þér fyrir að hafa kennt
mér það, elsku afi. Góða ferð
heim til ömmu Dóru, við elskum
þig.
Auður Jörundsdóttir,
Þórður Jörundsson og
Guðmundur Jörundsson.
Þórður Einarsson
- Fleiri minningargreinar
um Þórð Einarsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
✝
Sesselja Þórdís,
húsmóðir, sem
sinnti ritarastörfum
og félagsstörfum,
fæddist í Reykjavík
16. janúar 1941.
Hún andaðist á
Hjúkrunarheim-
ilinu Grund í
Reykjavík 27. sept-
ember 2022 í faðmi
fjölskyldu sinnar.
Foreldrar henn-
ar voru Ásgeir Bjarnason frá
Bjarnahúsi, Húsavík, f. 10.6. 1910,
d. 13.4. 1978, og Rósa Finn-
bogadóttir frá Vallartúni, Vest-
mannaeyjum, f. 27.9. 1914, d.
28.10. 1994. Bræður Þórdísar
voru Bjarni B. Ásgeirsson, f. 31.8.
1937, d. 24.1. 2009, Finnbogi Ás-
geir Ásgeirsson, f. 27.2. 1945, d.
8.12. 1997, og óskírður bróðir, f.
10.4. 1949, d. 10.4. 1949.
Eiginmaður Þórdísar var
Hörður G. Albertsson, forstjóri í
Reykjavík, f. 28.5. 1928, d. 15.3.
2011.
Þórdís og Hörður giftust 25.
janúar 1969 og eignuðust fimm
börn. Þau eru:
Helgi Ásgeir, f. 26. des. 1961,
giftur Margréti Sigmundsdóttur.
Haukur, f. 20. mars 1952.
Þórdís, eða Dísella eins og hún
var gjarnan kölluð, ólst upp í
Reykjavík. Hún varði ómældum
tíma í heimahögum Rósu í Vall-
artúni Vestmannaeyjum og Ás-
geirs á Húsavík í Bjarnahúsi í
æsku og átti mikinn og kæran vin-
skap við frændfólk sitt alla tíð.
Hún gekk í Melaskóla og Haga-
skóla og tók verslunarskólapróf
árið 1958. Á unglingsárum fékk
hún tækifæri til að dveljast á Eng-
landi hjá frænku sinni Regínu
Bjarnadóttur. Eftir Englandsdvöl-
ina fór Þórdís til Þýskalands og
nam þar þýsku. Árið 1960 lá leið
hennar til Kaupmannahafnar þar
sem hún lærði gluggaútstillingar.
Er heim var komið tóku við störf
hjá Talsambandi Íslands, ritara-
störf og góðgerðarstörf hjá Kven-
félagi Hringsins, þar sem hún sat í
stjórn. Auk þess sinnti hún viku-
legum sjálfboðastörfum fyrir
Rauða krossinn á Sankti Jós-
efsspítala í Hafnarfirði og á
Landakoti í Reykjavík um árabil.
Þórdís starfaði á seinni árum á
Vitatorgi þar sem hún sinnti eldri
borgara starfi og var það henni
hugleikið verkefni, sem fylgdi
henni í Háteigskirkju þar sem hún
lauk störfum árið 2011. Þórdís og
Hörður vörðu oft og einatt tíma
við Strandarkirkju á sumrin sem
kirkjuverðir.
Þórdís verður jarðsungin í
Fossvogskirkju í dag, 6. október
2022, og hefst athöfnin kl. 11.
Þau eiga þrjú börn,
Heiðdísi, Þórdísi og
Aron Elí og 8
barnabörn.
Hörður Þór, f. 12.
ágúst 1967, giftur
Sólveigu Grétars-
dóttur. Þau eiga
eina dóttur, Snædísi
Sól, og eitt barna-
barn.
Þórdís Rós, f. 9.
des. 1970, gift Jóni
Gunnari Vilhelmssyni. Þau eiga
tvö börn, Helenu Huld og Andra,
og eitt barnabarn.
Guðmundur Albert, f. 18. okt.
1972, giftur Lindu Björk Sig-
mundsdóttur. Saman eiga þau
eina dóttur, Eir, og auk hennar
Hörð Sindra, Val, Evu Stefáns-
dóttur og Freyju Stefánsdóttur.
Ingibjörg Rósa, f. 1. mars
1977, gift Þór Ólafssyni. Þau eiga
tvo syni, Loka og Storm, og Elvu
Dögg Sveinsdóttur.
Fyrir átti Hörður 6 börn sem
Þórdís sinnti heils hugar. Þau
eru: Guðný, f. 11. júní 1951, Mat-
hilde Viktoria, f. 20. mars 1954,
látin, Guðrún Auður, f. 4. júlí
1957, Erla Ruth, f. 4. júní 1961.
Hörður, f. 20. mars 1952, og
Elsku mamma mín. Nú ertu
komin í sumarlandið góða til
pabba og ef ég þekki hann rétt
tók hann á móti þér með fangið
fullt af rósum í hliðinu góða. Af
því tilefni langar mig að segja
nokkur orð um einstaka konu
sem í minningunni var alltaf
brosandi og alltaf stutt í grall-
arann. Þú hafðir gaman af að
sitja með okkur í hádeginu
heima á Hringbraut og hlusta á
okkur tala um heima og geima.
Alltaf var stutt í vitleysuna. Þú
varst alltaf mjög hreinskilin og
stundum jafnvel aðeins of, eins
og þeir sem þig þekkja kannast
við. Þú kunnir alltaf ráð við öllu
eins og til dæmis þegar þú settir
mig í kalda sturtu í öllum föt-
unum af því að ég hafði verið
óþekkur (sem gerðist ansi oft) en
fórst svo bara að hlæja af því að
ég varð svo hissa. Þér datt líka í
hug að senda mig upp á Hól og
sagðir mér að öskra þar úr mér
geðillskuna sem ég er ekki frá
því að hafi bara virkað ágætlega.
Einu sinni sendir þú okkur
krakkana í bíó með lúsasjampó í
hausnum og hettur yfir með
popppoka og nammi og allir sátt-
ir. Einu sinni klipptir þú mig og
tvo vini mína líka í leiðinni heima
í eldhúsi af því að þér fannst við
eitthvað illa til hafðir, mömmum
þeirra til mikillar ánægju eða
hitt þó heldur. Eða þegar að þú
komst með nestið mitt í skólann
sem að ég hafði gleymt heima og
hentir því inn um opinn glugga í
skólastofunni, nema að þú þurft-
ir 3-4 tilraunir og allir voru farn-
ir að fylgjast með mömmu minni
að henda nestinu mínu inn um
gluggann, bara fyndið.
Ég gleymi aldrei bananakök-
unni sem þú bakaðir alltaf fyrir
mig á afmælisdaginn minn, öllum
veislunum sem að þú græjaðir að
því er virtist með annarri. Heima
var húsið okkar alltaf fullt af þín-
um börnum og annarra manna
börnum, frændum og frænkum.
Það var alltaf fjör og þú stóðst
fyrir þessu fjöri mamma mín,
sæta mamma mín.
Þú varst góð amma. Stóðst
fyrir bingóveislum heima fyrir
börnin og allir fengu vinning. Þú
varst heilmikil aflakló og fékkst
nánast alltaf lax þegar þú fórst
með pabba, Sjöbbu og Ingimundi
að veiða í gegnum árin.
Þú sinntir starfi fyrir eldri
borgara í seinni tíð með þvílíkri
prýði og í raun varstu alltaf að
passa upp á að öllum í kringum
þig liði vel en gættir ekkert endi-
lega að þér sjálfri.
Mér eru minnisstæð öll jólin
og áramótin sem þú hefur verið
hjá mér og Sollu. Jólin í ár verða
ansi tómleg án þín en ég mun
skála í sérríi við þig og pabba
þegar jólin hringja inn.
Þegar pabbi fór var það mikið
áfall í þínu lífi og breyttist allt
eftir það og þinn lífsneisti dofn-
aði mikið. Nú ertu kominn til
pabba og afa og ömmu líka. Ég
veit að nú líður þér vel.
Ég á eftir að sakna þín mikið,
elsku mamma, og mun hringja til
þín í huganum kl. 9 eins og áður.
Ég mun ávallt elska þig
mamma mín og ég er, var og
mun alltaf vera mömmustrákur.
Guð geymi þig.
Hörður (Höddi).
Elsku mamma mín. Þú varst
nú meiri kvenskörungurinn,
hrókur alls fagnaðar, hnyttin,
skemmtileg, hreinskilin fram í
tungubrodd og hvatvís með
meiru. Þessi lýsing á þér átti við
í minni barnæsku. Þú varst alltaf
á fullu í kvenfélagsmálum og
hjálpaðir öllum sem minna máttu
sín, ef ég var ekki búin að leika
mér með dót í nokkrar vikur var
það farið til einhverra barna sem
áttu minna dót en ég. Afgangur
eftir kvöldmat fór til nunnanna í
Karmelklaustrinu á hólnum í
Hafnarfirði. Upp kemur minning
með þér í kjallaranum á Hring-
braut þar sem þú naust þín við
strauvélina, hrúgur af hreinum
þvotti sem þurfti að strauja,
meira að segja nærfötin okkar
voru straujuð! Minningin af þér í
glugganum á Hringbraut að gefa
mér fingurkoss þegar ég labbaði
ein í Kató er dýrmæt.
Árið 1986 flytjum við á Eini-
melinn og eru minningar mínar
góðar þaðan. Það var svo fyndið
að koma heim eftir skóla og
þurfa að labba út um allt hús og
slökkva á mismunandi tónlist því
þú hafðir alltaf kveikt á öllum út-
vörpum í húsinu. Það var alltaf
gleði í kringum þig, elsku
mamma, gilli eftir gilli á Eini-
melnum, litunarpartíin góðu þar
sem maður labbaði á milli
frænkna með lit á augum og
augabrúnum og kyssti þær allar
rembingskossi.
Svo urðu kaflaskipti hjá okkur
fjölskyldunni á Einimelnum og
þið pabbi þurftuð að vinna úr
miklum áföllum, þú steigst upp
og komst þér og pabba væng-
brotnum fyrir í hreiðri á Hverf-
isgötunni, það þurfti mikinn
kjark og styrk, elsku mamma, til
að koma ykkur á þennan stað og
er ég stolt af þér. Meðalholtið
tekur svo við á ykkar ferðalagi
og tel ég að þú hafir blómstrað
þar með starfinu í Háteigskirkju
þar sem þú bjóst til mikilvægt og
þarft félagsstarf fyrir eldri borg-
ara. Þú undir þér vel í þessu
starfi enda hafðirðu alltaf sterka
tilhneigingu til að hjálpa öðrum
og fólkið dýrkaði þig fyrir það,
félagsvistin var vinsæl og afmæl-
iskringlan alltaf á sínum stað.
Næst kemur tímabilið sem
engan óraði fyrir að myndi ger-
ast; pabbi deyr. Mamma mín
breyttist, gleðin í augunum
hvarf, við tók áratugur af mikl-
um kvíða og þunglyndi hjá
mömmu og hægt og rólega varð
kvenskörungurinn hún mamma
mín vængbrotinn fugl sem þurfti
að sinna. Þetta hefur ekki verið
auðvelt því mamma var alltaf
hressasta skvísan í partíinu.
Þunglyndi, kvíði og elliglöpin
reyndust mömmu hræðilegur
tími og óska ég engum að upplifa
þessa vanlíðan. Mamma var
tilbúin að fara, tilbúin að njóta í
Sumarlandinu góða í mjög góð-
um félagsskap.
Mamma og pabbi – sameinuð á ný
Þriðjudagsmorgunn, fallegt veður.
Fuglarnir sungu, bílar keyrðu,
hvernig getur verið að allt sé eðlilegt
hérna?
Við sitjum hér með sorg í hjarta.
Höldum í hönd þína, kyssum þig á
vanga og enni.
Við systkinin öll saman horfum á
andardrátt þinn hverfa.
Við horfumst í augu, sorgmædd, smá
hrædd en þakklát fyrir innri friðinn
sem umlykur okkur öll.
Við hvíslum í eyra þitt þetta verður allt
í lagi mamma … þú mátt
sleppa og þú slepptir.
Ég elska þig elsku mamma
mín … meira en allt.
Þín
Ingibjörg (Inga) Rósa.
Amma Jóga; kjötsúpa, bleikur
varalitur, bjalla til að hringja afa
inn í mat, rósir, stórir lampar,
málverk úr íslensku sveitinni og
Toyota Yaris. Ein besta vinkona
mín þegar ég ólst upp. Man eftir
öllum stundunum sem við eydd-
um að keyra um á litla Yarisnum
þínum og heimsóttum vini þína,
löbbuðum síðan kringum tjörn-
ina þar sem við spjölluðum um
allt milli himins og jarðar. Þegar
ég hugsa um þig reyni ég að
minnast tímans sem við áttum
saman í Meðalholtinu með afa.
Tína blóm í garðinum og gera
heitt kakó saman. Labba um í
Grasagarðinum og skoða allar
blómategundirnar og enda síðan
á Kaffi Flóru og fá okkur súpu
saman. Tískusýningar og gisti-
partí með frændsystkinunum hjá
þér eru minningar sem standa
upp úr. Piparkökuhúsagerð í Há-
teigskirkju. Ég gleymi aldrei
þegar afi dó og þú leyfðir mér að
sofa afamegin í rúminu. Alltaf
svo mikil kjarnakona og lýstir
upp öll herbergi sem þú fórst inn
í. Mun alltaf minnast þín sem
ömmu sem leyfði mér að koma
með í öll kirkjustörfin og spila
bridge með gamla fólkinu þó að
ég skildi ekki neitt í þessu. Þrátt
fyrir fjólubláu kápurnar og peys-
urnar þínar varstu alltaf gul fyrir
mér, þú varst svo skínandi gulur
persónuleiki eins og sólin. Þrátt
fyrir að þú misstir tökin á sjálfri
þér eftir að afi dó veit ég að þú
varst alltaf sama hlýja mann-
eskjan innst inni. Mér þykir bara
svo leitt að hafa ekki fengið meiri
tíma með þér þegar þú varst upp
á þitt besta. En ég veit að þú ert
hamingjusöm á þeim stað sem þú
ert núna með afa. Ég vona bara
að þú vitir að ég hef alltaf kunn-
að að meta stundirnar sem við
áttum saman. Amma Jóga, ég
mun aldrei gleyma umhyggjunni
sem þú sýndir mér, endalausa
stuðningnum frá þér og sam-
bandinu sem við áttum.
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem hæsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingr. Thorsteinsson)
Þín
Elva Dögg.
Sesselja Þórdís
Ásgeirsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Gleði er það orð, sem
fyrst kemur í hugann, þeg-
ar minnst er ástsællar
frænku, sem nú er kvödd.
Gleði, glæsileiki og hlýhug-
ur. Dísella bar gleðina með
sér hvar sem hún kom, eins
og öll þau þrjú systkinin frá
Marbakka á Seltjarnar-
nesi; Bjarni Benedikt,
Sesselja Þórdís og Finn-
bogi Ásgeir, sem nú eru öll
gengin. Minning þeirra
allra er umlukt gleði.
Bjarni Sigtryggsson.
- Fleiri minningargreinar
um Sesselju Þórdísi Ásgeirs-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.