Morgunblaðið - 06.10.2022, Síða 38

Morgunblaðið - 06.10.2022, Síða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 ✝ Lilja Péturs- dóttir fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1964. Hún lést á Landspít- alanum 14. sept- ember 2022. Lilja var dóttir hjónanna Ragn- heiðar Erlu Svein- björnsdóttur, f. 15. október 1929, d. 23. janúar 2004, og Péturs Árnasonar, f. 6. maí 1927, d. 5. júlí 1988. Bræður Lilju eru: Svein- björn Árni Pétursson, f. 3. október 1950, d. 28. maí 1990, Jakob Þór Pétursson, f. 5. maí 1956, maki Anna Laufey Sig- urðardóttir og Viðar Pét- ursson, f. 25. janúar 1959, maki Lovísa Árnadóttir. Jakob á þrjú börn, þau Björn, Ragn- Hún vann ýmsa vinnu, m.a. á Droplaugarstöðum og í Hag- kaup. Lilja var í íþróttafélaginu Ösp um árabil. Þar æfði hún m.a. borðtennis og frjálsar íþróttir. Hún keppti mikið fyr- ir félagið og fór m.a. á Special Olympics í Bandaríkjunum ár- ið 1989. Lilja vann til fjöl- margra verðlauna með Ösp- inni. Lilja var í hljómsveitinni Hraðakstur bannaður um tíma. Lilja ólst upp í Reykjavík auk þess sem fjölskyldan átti sumarhús í Hveragerði og dvaldi hún þar öll sumur. Hús- ið er enn í eigu fjölskyldunnar og átti Lilja margar góðar stundir þar. Lilja bjó hjá for- eldrum sínum þar til faðir hennar lést. Eftir það héldu hún og Erla móðir hennar heimili saman í Ofanleiti í Reykjavík, eða þar til móðir hennar lést. Síðastliðin 17 ár bjó Lilja í Ofanleitinu ásamt unnusta sínum, Kára. Útför Lilju fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 6. októ- ber 2022, og hefst kl. 15. heiði Karen og Pétur Þór. Viðar og Lovísa eiga Sigríði Erlu, Pét- ur, Davíð og Finn Árna. Unnusti Lilju er Kári Vilhjálmsson, f. 15. maí 1968, starfsmaður hjá Garðabæ. Lilja stundaði nám í æfingadeild Kennaraháskóla Íslands og síð- ar í Öskjuhlíðarskóla. Hún lærði á píanó frá unga aldri og seinna stundaði hún nám á hljómborð hjá Guðmundi Hauki Jónssyni. Lilja spilaði öll lög eftir eyranu og naut sín best þegar hún sat við hljóm- borðið og spilaði m.a. lög Sig- fúsar Halldórssonar, sem voru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Mitt hjarta Mitt hjarta er fullt af heitum, þungum straumi, sem hamslaust ólgar villt í brjósti mér, en þú býrð ein í mínum dýpsta draumi, og dagur vonar er ég nærri þér. Að hafa lengi notið nándar þinnar og numið morgunblik úr augum þér. Að vita þig bíða að kveldi komu minnar og kveikja án orða funa í brjósti mér. Að hafa leiðst um langa, bjarta daga og líka þegar mistrið huldi sýn. Hver stund með þér var ljúf sem ljóðræn saga. Hve lífið væri kalt og snautt án þín. (Árni Grétar Finnsson) Með söknuði og ljúfri kveðju Lilja mín. Þinn Kári Vilhjálmsson. Lilja systir mín var skírð í höfuðið á Lilju frá Hallsbæj- arhóli á Hellissandi. Mamma heitin elskaði að vera í sveit að Hallsbæjarhóli og ætlaði sér alltaf að skíra dóttur sína Lilju í höfuðið á þeirri yndislegu konu. En svo eignaðist hún þrjá syni. Það var ekki fyrr en hún var komin fast að fertugu að hún eignaðist dóttur. Fal- legu dótturina, yngsta barnið, sem fæddist með naflastreng- inn vafinn um hálsinn. Þess vegna varð Lilja svona sérstök. Ég var átta ára þegar hún fæddist og fylltist strax mikilli verndartilfinningu, raunar við allir bræðurnir. Ég kallaði hana Aggasín. Þetta var eitt- hvert nafn sem ég bjó til, ég veit ekki hvaðan það kom. Mér þótti svo vænt um hana. Þegar hún kom heim úr skólanum lék ég við hana og lyfti henni hátt á loft. Ég sá strax að hún hafði mikla íþróttahæfileika. Svo kom í ljós að hún hafði líka mikla tónlistargáfu. Þegar ég var 19 ára og Lilja 11, fór ég með pabba að kaupa handa henni orgel. Pabbi fékk strax augastað á dýrasta orgelinu. Ég hélt því fram að það þyrfti háskólapróf á það. Síðan héld- um við að það væri komin heil hljómsveit í húsið að Byggð- arenda, en það var bara Lilja að þenja orgelið. Hún kunni strax á græjuna. Árið 1989 fór Lilja á Ólympíuleika fatlaðra í Bandaríkjunum. Hún kom heim með eitt silfur og eitt gull. Þannig var hún, algjör stjarna, algjört gull, svo hæfi- leikarík. Hún var líka ákveðin og skammaði okkur bræðurna ef henni fannst við ekki láta nógu vel að stjórn. Skömmu eftir að Lilja fæddist keypti mamma lítið kot í Hveragerði, sem stækk- aði með árunum. Þar voru þær mæðgur í sumarbústaðnum, hvert einasta sumar. Lilja elskaði að vera í Hveragerði. Hún var náttúrubarn. Pabbi og Svenni bróðir dóu með tæplega 2 ára millibili. Þá urðu mamma og Lilja bara tvær eftir í húsinu. Og eftir að mamma fékk alzheimer var Lilja henni nánast eins og hjúkrunarfræðingur. Lilja sá alveg um mömmu sína, hélt henni félagsskap og skutlaði henni út um allt. Hún ók henni stundum tvisvar á dag í fót- snyrtingu. Það var alveg „ro- yal treatment“. Svo dó mamma 2004. Þá hélt ég að Lilja yrði einmana og myrk- fælin og flutti eiginlega bara til hennar. En það leið ekki á löngu þar til hún henti mér hálfpartinn út, með þeim orð- um að ég ætti fjölskyldu sem ég þyrfti að vera hjá. Hún þyrfti enga barnfóstru. Eftir að mamma og pabbi dóu sagði Lilja að þau væru enn þá í sumarbústaðnum í Hvera- gerði. Þar vektu góðir andar yfir. Það er örugglega rétt hjá henni. Árið 2005 byrjaði Lilja með Kára sínum og fóru þau fljót- lega að búa saman í fallegu íbúðinni í Ofanleitinu. Þau áttu gott skap saman. En Lilja stjórnaði eins og vera ber….. enda litla systir. Þau bjuggu sér fallegt líf í sameiningu. Tómarúmið sem Lilja skilur eftir sig er óendanlegt. Eng- inn jafnast á við Lilju. Hún var alveg einstök. Ég kveð Lilju mína með orðum Einars skálds Bene- diktssonar í ljóðinu Hrími. Liljubros í minningunni bræð- ir nefnilega hrímið í hjartanu. Aldinreitur rúðuklakans, réttir þroskabráða leggi. Iða um frosna æðaveggi, öfl og næring ljósavakans. Liljubros í ljórahrími, lyftist yfir dauða hjarnið. Eins og þegar blessað barnið, biður Guð í fögru rími. (Einar Benediktsson) Jakob Þór Pétursson. Kvöldið hefur flogið alltof fljótt Fyrir utan gluggann komin nótt Kertin er’ að brenna upp Glösin orðin miklu meir’en tóm Augnalokin eru eins og blý En enginn þykist skilja neitt í því Að tíminn pípuhatt sinn tók Er píanistinn sló sinn lokahljóm Við hverfum hægt og hljótt, út í hlýja nóttina Hægt og hljótt, göngum við heim götuna Einu sinni… einu sinni enn. (Valgeir Guðjónsson) Þessi texti lýsir á margan hátt Lilju sem hefur kvatt allt of fljótt. „Er píanistinn sló sinn lokahljóm“. Þessi setning kom upp í huga mér kvöldið sem Lilja kvaddi. Ég hitti Lilju fyrst á Spáni. Hún og Kári, unnusti hennar, voru þar í fríi ásamt Jakobi bróður hennar, sem var þá orð- inn unnusti minn en sambandið ekki enn orðið opinbert. Við Steinunn vinkona vorum á sama tíma á Spáni og Kobbi fékk okkur til að koma í heim- sókn og spila golf. Eftir golfið fór Kobbi til Lilju og spurði hvort ekki væri í lagi að tvær vinkonur hans myndu borða með þeim um kvöldið og var það auðsótt mál. Daginn eftir hringdi Lilja í Viðar, bróður sinn, og kvartaði undan kvennafarinu á Kobba. Það fór ekkert fram hjá Lilju. En við Lilja náðum strax vel saman. Lilja var hæglát og hljóð en hafði þá náðargáfu að geta spilað á píanó og orgel svo mjúkt og fallega að eftir var tekið. Hún spilaði öll lög Sig- fúsar Halldórssonar eftir eyr- anu og var alltaf tilbúin að setjast við píanóið og spila fyr- ir mig. Alltaf þegar það voru veislur settist hún við píanóið og spilaði og nú síðast í veislu á heimili okkar Kobba í vor. Það var okkar verkaskipt- ing; hún spilaði fyrir mig og ég studdi hana í ýmsu eins og ég gat. Lilja var lítillát og nægju- söm en vissi alveg hvað hún vildi, fylgdist vel með og las Morgunblaðið á hverjum degi. Lilja kynntist Kára sínum fyrir sautján árum. Þau voru í hljómsveit saman, hann á trommum en hún á hljómborði. Saman hafa þau leiðst síðan. Lilja elskaði að vera í Hveragerði og var þar þegar hún veiktist. Þegar ég hitti hana loksins eftir Covid-ein- angrunina fór hún strax að tala um að hana langaði í „rafkisu“. Ég vissi ekkert hvað hún var að tala um og fann lítið sem ekkert þegar ég leitaði á net- inu. Það var svo ekki fyrr en rétt fyrir afmæli Lilju að Hildi- gunnur vinkona Lilju fann kis- una á Neskaupstað. Lilja, fár- veik á spítala, ljómaði öll, opnaði faðminn og þegar hún fékk hana í fangið sagði hún strax: Hún heitir Pollýanna. Pollýanna bæði malaði, mjálmaði og hreyfði sig og veitti Lilju mikla hugarró. Við grínuðumst með það að hún væri að þyngjast af ofeldi því Lilja vildi alltaf leyfa Pollý- önnu að smakka. Pollýanna fékk að fylgja Lilju hvert sem hún fór á spítalanum. Vil ég þakka starfsfólki 13 EG fyrir einstaka alúð, umönnun og um- hyggju. Það eru þung spor fyrir þá Jakob og Viðar, sem horfa á eftir sínu öðru systkini, en Sveinbjörn bróðir þeirra lést aðeins þrjátíu og níu ára. Elsku Lilja mín. Þakka þér fyrir alla spilamennskuna fyrir mig þennan stutta tíma okkar saman. Ég votta Kára, Jakobi, Við- ari og fjölskyldum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Anna Laufey Sigurðardóttir. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þessi setn- ing hefur ómað í höfðinu á mér síðan þú kvaddir elsku Lilja. Klisjur verða einmitt að klisj- um því þær eru sannar. Í asa hverdagsins tókum við því sem gefnu að við fengjum fleiri ár til að hlusta á fallega píanóspil- ið þitt, að við fengjum fleiri skemmtileg símtöl sem voru nánast eftir handriti, draumar ræddir og hækkandi verðlag, hvernig börnin hefðu það. Þú ætlaðir ekkert að trufla. Þér var svo innilega annt um okk- ur, fólkið þitt. Ekkert okkar óraði fyrir því í byrjun sumars að við fengjum ekki fleiri jól eða ferðalög með þér. Og minningar sem okkur hafði fundist sérstaklega þreytandi á hápunkti gelgjunn- ar, eins og þið Finnur Árni sönglandi um trampólín sem skyldi heim til Íslands í aft- ursæti á langferðarbíl í lang- ferð um Ameríku, eru í dag okkar uppáhaldsminningar. Þú varst meinfyndin, ákveðin, ró- leg og blíð. Það var ekki hægt að þekkja þig án þess að þykja vænt um þig. Litlu frænd- systkini þín sakna þín svo óg- urlega eins og við öll. Síðsumarsblóm Enn eru blómin barmafull af ilmi og blika skært í litagleði sinni, en kannski yfir örlög sín þau hylmi í angurværð og haustsins komu finni. Þau brosa saklaus glöð í gegnum tárin svo gleymist haustsins váboði og tregi, á meðan nálgast lífið beittur ljárinn og ljóma öðrum fram að hinsta degi. (Árni Grétar Finnsson) Við fjölskyldan viljum senda starfsfólki Landspítalans okkar bestu þakkir. Sigríður Erla, Pétur, Davíð og Finnur Árni. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Með sorg í hjarta kveðjum við elsku Lilju okkar. Eftir sitja margar góðar minningar um yndislega konu sem snerti okkur öll með nærveru sinni og hlýju. Við gleymum seint þeim ófáu fjölskyldusamkomum þar sem Lilja töfraði svo listilega fram undurfagra tóna á píanóið með sinni einstöku hógværð. Við munum sakna þess að fá ekki lengur að njóta tónlistar Lilju, en þó tónar hennar hljómi ekki lengur þá munu þeir lifa í hjörtum okkar. Edda, Björn, Ragn- heiður, Pétur Þór og fjölskyldur. Góð vinkona mín, Lilja Pét- ursdóttir, er látin. Við Lilja kynntumst fyrir 38 árum þegar við eignuðumst sameiginlega frænku og foreldrarnir Viðar bróðir hennar og Lolla systir mín fóru að vera saman. Þessi litla frænka sameinaði stórfjöl- skyldurnar og það varð strax mikill samgangur þarna á milli. Á þessum árum bjó Lilja hjá foreldrum sínum, þeim Erlu og Pétri í Byggðarenda. Ég fór í ófáar heimsóknirnar til þeirra. Við Lilja héldum okkur oftast á neðri hæðinni í góðu yfirlæti. Pétur sá fyrir því að það væri alltaf til nóg af sælgæti og gosi fyrir okkur og ef okkur van- hagaði um eitthvað bjargaði hann því um leið. Erla og Pét- ur sáu ekki sólina fyrir Lilju og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að henni liði vel. Við Lilja vorum báðar mjög áhugasamar um íþróttir á þessum árum og töluðum mikið um það hvað væri að gerast hjá okkur á því sviði þegar við hittumst. Lilja æfði og keppti með Íþróttafélaginu Ösp. Þar átti hún góða vini sem hún tal- aði oft um og þar naut hún sín vel. Hún fór með félaginu til útlanda að keppa og stóð sig vel. Þegar við vorum í sum- arhúsinu þeirra í Hveragerði var oft mikil keppni á flötinni við húsið þegar við Lilja reyndum með okkur í hlaupi og oftar en ekki þurfti ég að lúta í lægra haldi fyrir Lilju. Lilja lærði á píanó frá því að hún var lítil stelpa. Lilja lærði þó ekki að spila eftir nótum heldur hafði hún þá náðargáfu að geta spilað eftir eyranu. Hún var eins og færasti undir- leikari. Maður var stundum í veislum með henni þar sem hún sat tímunum saman og spilaði svo falleg lög á píanóið, algjörlega áreynslulaust. Sig- fús Halldórsson var í miklu uppáhaldi hjá henni. Við Lilja fórum þrisvar sam- an til útlanda með Viðari og Lollu. Tvisvar til Mallorca og einu sinni að heimsækja Ingu, frænku Lilju og Viðars, til Kaliforníu. Þetta voru skemmtilegar ferðir og það var ljóst að Lilja hafði mjög gaman af því að ferðast. Í seinni tíð hittumst við Lilja nokkrum sinnum á ári á heimili Viðars og Lollu og þá var hann Kári hennar með. Það var allt- af svo gaman að hitta Lilju og spjalla við hana því hún hafði sterkar skoðanir og fylgdist vel með því sem var að gerast í samfélaginu. Ég hitti Lilju síð- ast um síðustu áramót hjá Lollu og Viðari. Ég hafði tekið hundinn minn með en Lilju leist nú ekkert á hann til að byrja með. Hundurinn hlýtur að hafa skynjað það því í lok kvöldsins var hann búinn að vinna hylli hennar og lá við hliðina á henni. Lilja var alsæl og taldi hann vera að passa upp á sig. Elsku Viðar og Jakob, ykkar missir er mikill. Þið tókuð við hlutverki foreldra ykkar og tókuð Lilju að ykkur. Hún hefði ekki getað verið heppnari með bræður. Þið hafið hugsað um hana eins og eigin dóttur. Þegar komið er að kveðju- stund þakka ég fyrir samfylgd- ina við Lilju og bið góðan Guð að vaka yfir fjölskyldu Lilju á þessum erfiðu tímamótum. Minningin um góða vinkonu lifir. Ingibjörg Árnadóttir. Lilja Pétursdóttir - Fleiri minningargreinar um Lilju Pétursdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGBJÖRNSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, Gullsmára 7, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítala Landakoti sunnudaginn 25. september. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 10. október klukkan 11. Helgi S. Jónsson Marites Jónsson Unnsteinn Jónsson Kristín Sigurgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, DAGBJÖRT ERLA MAGNÚSDÓTTIR lést á krabbameinsdeild Landspítalans, í faðmi fjölskyldunnar, föstudaginn 30. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 13. október klukkan 15. Friðrik Bohic Ásthildur Björgvinsdóttir Arnór Bohic Paola Cardenas Petra Sylvie Bohic Líf Ísabel Kjærnested Eliana Bohic Sebastian Bohic Gabriel Bohic Dóttir okkar og systir ELVA GESTSDÓTTIR lést á líknardeildinni í Kópavogi síðastliðinn laugardag. Lífshlaupi hennar verður fagnað í útför frá Hallgrímskirkju mánudaginn 10. október klukkan 11. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Jarðsett verður á Ólafsvöllum á Skeiðum. Litríkur fatnaður, ekki svartur. Gestur Guðjónsson Heiðrún Pálsdóttir Kristine Helen Falgren Michael Stübert Berger Auðunn Páll, Bragi Valur, Mathias, Julie

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.