Morgunblaðið - 06.10.2022, Side 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022
✝ Guðrún Hauks-
dóttir Schmidt
fæddist 1. sept-
ember árið 1955 í
Reykjavík. Hún
lést á Landakoti
23. september
2022. Foreldrar
hennar voru Þor-
gils Haukur Sig-
urðsson, f. 26.9.
1922, d. 8.5. 1988,
frá Hnausi í Vill-
ingaholtshreppi, og Hólmfríður
Sigríður Bjarnadóttir, f. 19.5.
1928, í Reykjavík. Foreldrar
Guðrúnar bjuggu nær allan
sinn búskap að Hlíðarvegi 55 í
Kópavogi.
Systkini Guðrúnar eru Sig-
ríður, f. 14.7. 1950, Ingunn
Guðrún, f. 26.12. 1951, Sig-
urður, f. 14.4. 1954, Sif, f. 11.3.
1960, Steingerður, f. 9.10. 1961,
Sindri Valur og Liljar Smári.
Eftirlifandi eiginmaður Guð-
rúnar er Thomas Harry
Schmidt og er hann búsettur í
Danmörku.
Guðrún ólst upp að Hlíð-
arvegi 55 en fluttist ung til
Suðureyrar við Súgandafjörð,
þar sem hún kynntist fyrri eig-
inmanni sínum. Guðrún og Lilj-
ar byggðu sér svo hús í Kefla-
vík og starfaði Guðrún sem
dagforeldri og einnig rak hún
sína eigin verslun við Hafnar-
götu. Síðar fluttu þau í Kópa-
vog þar sem Guðrún opnaði
Kópavogsblóm ásamt mágkonu
sinni en Guðrún hafði alltaf
sérstaka ástríðu fyrir blómum.
Árið 2004 urðu kaflaskil í
lífi Guðrúnar þegar hún flutti
eins síns liðs til Danmerkur og
þar kynntist hún seinni eig-
inmanni sínum, Thomasi
Harry. Ekki leið á löngu þar til
hún opnaði gistiheimilið
Hyggestuen sem hún rak til
dauðadags.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Lindakirkju í dag, 6. október
2022, klukkan 13.
og Ragnhildur
Birna, f. 26.2. 1972.
Guðrún giftist
Liljari Sveini Heið-
arssyni, f. 5.12.
1952, d. 6.1. 2020,
frá Suðureyri við
Súgandafjörð, en
þau skildu. Börn
þeirra eru a) Þor-
björn Haukur, f.
29.6. 1972, d. 2018.
Sambýliskona hans
var Hanna Guðbjörg, dóttir
þeirra er Alexandra Líf. b)
Dagrún Fanný, f. 29.10. 1981,
maki Fannar Freyr Bjarnason.
Börn þeirra eru Kristófer Lilj-
ar, Herdís Milla, Kristian Sölvi,
Hendrik Bjarni og Theresa Mó-
ey og c) Lilja Guðrún, f. 24.3.
1986, maki Styrmir Már Sig-
mundsson. Börn þeirra eru
Birta Lóa, Hrafnhildur Sara,
Með örfáum orðum langar mig
að kveðja elskulega dóttur mína
sem lést fyrr í mánuðinum.
Það er engu foreldri ætlað að
jarðsetja barn sitt en það kom í
minn hlut.
Þó að við byggjum ekki í sama
landinu leið aldrei sá dagur að við
heyrðumst ekki í síma og alltaf
náðum við að eiga stundir saman
þegar hún kom til landsins.
Þegar jólin nálguðust kom
Guðrún til landsins til að vera
með fjölskyldunni. Þá var hún
vön að koma til mín og var alltaf
byrjað á því að setja upp jólin á
mínu heimili. Fyrr gat Guðrún
ekki haldið sín jól.
Ég er óendanlega þakklát fyr-
ir þann tíma sem við Guðrún átt-
um saman síðustu mánuði og þá
sést svo vel hvað allar litlu hvers-
dagslegu samverustundirnar
koma til með að verða þær dýr-
mætustu.
Ég vil þakka dóttur minni
þann tíma sem við áttum saman í
þessu jarðlífi.
Hverfur margt
huganum förlast sýn
þó er bjart
þegar ég minnist þín.
Allt er geymt
allt er á vísum stað
engu gleymt,
ekkert er fullþakkað.
(Oddný Kristjánsdóttir
í Ferjunesi)
Kveðja,
mamma.
Í dag kveð ég elskulegu
tengdamóður mína í hinsta sinn.
10 mánaða stríði er lokið við erf-
iðan og óvæginn vágest. Óvissa
og von breyttust á svipstundu í
djúpa sorg.
Guðrúnu kynntist ég fyrir 18
árum síðan þegar ég tók þá
ákvörðun að fljúga til Danmerk-
ur og sækja stelpu sem hún átti.
Flugið var mjög stressandi fyrir
mig, þar eð ég vissi ekkert hvern-
ig mér yrði tekið með þessi
áform. 11 ljósatímar á þremur
dögum, tannhvíttun og hálfur
brúsi af hárlakki voru óþarfir því
þar kom einn af ótal mörgum eig-
inleikum þínum í ljós. Gestrisni
og einstaklega hlýtt viðmót.
Þarna stóðstu, veifandi dönskum
og íslenskum fánum. Áhyggjur
mínar hurfu strax á miðjum
Kastrup-flugvelli og Elnett-hár-
lakkið úr Bónus lak úr.
Ég held að á engan sé hallað
þegar ég segi að þú varst einhver
duglegasta og atorkusamasta
manneskja sem ég hef kynnst.
Ég hélt á tímabili að þú biðir með
framkvæmdir eftir að við kæm-
um í heimsókn. Maður lenti í
undirbúningi vegna málverka og
listasýninga, opnunar á kaffihúsi,
undirbúningi fyrir hjólaleigu,
leigður var bás niðri í bæ þar sem
Dönum voru kynntir hollir safar
eða staðið var í ýmsum fram-
kvæmdum sem sneru að fyrir-
tækinu þínu, Hyggestuen. En þú
varst ekkert að bíða eftir okkur.
Þú varst alltaf að, með endalausar
hugmyndir um eitthvað og þú
framkvæmdir þær flestar.
Á svona kveðjustundu eru
minningarnar það dýrmætasta
sem maður á. Ég man t.d. eftir
einni af fjölmörgum garðveislum
sem þú hélst vegna opnunar á ein-
hverju. Ég spurði: Koma margir?
Já, svona hinn og þessi. Þegar ég
leit út í garð þegar veislan hófst,
búmm sendiherrann mættur.
Hann keyrði frá Köben til að
halda ræðu. Ég spurði Lilju,
hringdi hún bara í hann? Þetta
lýsir þér best. Þú gerðir þetta
bara og eru samtökin Öruggt
skjól lifandi dæmi þess hvernig
þú kýldir hlutina í gang, fylgdir
þeim eftir og hættir aldrei. Hin
seinni ár voru þér mál heimilis-
lausra þér mikið hjartans mál. Og
eins og áður hugsaðir þú og fram-
kvæmdir. Komst til Íslands,
stofnaðir samtökin Öruggt skjól.
Hringdir í Lilju og spurðir hvort
við værum ekki klár að halda með
henni páskamat fyrir heimilis-
lausa. Enn á ný stóð ég á miðju
stofugólfinu og spurði, hvernig
ætlar hún að framkvæma það á
svona skömmum tíma. Jú, með
mörgu góðu fólki varð þetta að
veruleika. Fengin var rúta, allir
sóttir út um alla borg og páska-
matur í sal fyrir alla á götunni
þetta árið.
Ég kveð þig með miklum sökn-
uði en um leið djúpu þakklæti. Að
fá að vera í kringum þig var alltaf
gaman, já bara stundum ævintýri.
Takk fyrir samfylgdina, elsku
tengdamamma mín, og ef ég
þekki þig rétt ertu örugglega
þegar búin að stofna samtök um
öruggt himnaríki.
Þinn tengdasonur
Styrmir Már.
Elskuleg systir mín og gleði-
gjafinn Guðrún Hauksdóttir lést
að kvöldi 23. september eftir
hetjulega baráttu við krabba-
mein.
Gurra, eins og hún var ávallt
kölluð, átti einstaklega gott með
að tengja við allt fólk, enda með
eindæmum skemmtileg sem var
einn af hennar sterku eiginleik-
um. Hún þekkti ógrynni af fólki
og átti hún marga af sínum upp-
haflegu barnaskólavinum ævina á
enda.
Ég bjó oft hjá Gurru og Liljari
sem krakki og unglingur, bæði á
Suðureyri og síðar í Keflavík og
fékk að kynnast henni vel á mörg-
um æviskeiðum í lífinu. Það sem
einkenndi hana var þessi dugnað-
ur og gleði og var Gurra gjarnan
að skapa eitthvað fallegt og
spennandi. Hún hélt ávallt fyrir-
myndarheimili með Liljari, eigin-
manni sínum, og héldu þau vel ut-
an um börnin sín þrjú.
Gurra byrjaði snemma að láta
gott af sér leiða og þegar ég flutt-
ist til Namibíu árið 1994 þá hélt
Gurra mér í góðu sambandi við
Ísland með því að senda mér
helstu fréttir af Íslandi og fólkinu
okkar í gegnum faxvélina. Hún
var ólöt að skrifa og oft fékk ég
margar arkir af fréttum og alltaf
var það áhugavert og fréttnæmt.
Það leið ekki á löngu þar til
Gurra var komin af stað að safna
fatnaði fyrir fátækt fólk í Afríku
sem hún sendi mér með skipi sem
verið var að kaupa frá Íslandi.
Voru það mörg tonn af fatnaði
sem krafðist tíma, útsjónarsemi
og áræðni að safna saman og
senda til skips. Á þessum tíma,
fyrir Facebook og net þurfti að
fara aðrar leiðir til að ná til fólks-
ins, en Gurra var ekki í vandræð-
um að taka svona verkefni að sér.
Það var einmitt þessi kraftur og
elja sem einkenndi systur mína
svo vel og alltaf kláraði hún verk-
efnin.
Það var því nærtækt verkefni
þegar hún stofnaði samtökin
„Öruggt skjól“ þar sem Gurra
vann að því að bæta aðbúnað úti-
gangsmanna. Það gerði hún í
nafni sonar síns, Þorbjarnar
Hauks Liljarssonar, sem dó fyrir
aldur fram. Í framhaldi af því
stóð hún fyrir því að setja upp
„vegginn“ í Mæðragarðinum sem
er í dag orðið fallegt deilihagkerfi
á fatnaði þar sem hægt er að
koma með flík og gefa nýjum eig-
anda og skapa þannig flíkinni
nýtt líf.
Gurra var mikil heimskona,
ferðaðist víða um heiminn og var
engin hindrun að ferðast ein til
fjarlægra landa. Það kom því
fæstum á óvart þegar hún flutti
til Danmerkur fyrir 18 árum en
þar átti hún dásamlegan tíma þar
sem hún rak gistiheimilið Hyg-
gestuen. Þar tók hún á móti
mörgum íslenskum gestum sem
elskuðu að koma aftur og aftur en
Gurra var höfðingi heim að sækja
og naut þess að gera ferðina
þeirra einstaka.
Gurra tók á móti þessum vá-
gesti með miklu æðruleysi og
ákvað að njóta þess tíma sem
henni var gefinn. Hún hafði samt
á orði að hana langaði að fá að lifa
út sumarið og það var nákvæm-
lega það sem hún gerði.
Megi góðar vættir vaka yfir
elsku Gurru systur minni og
varðveita á nýjum stað, í nýrri
vídd þar sem hún fær að blómstra
á ný.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Kveðja frá Steingerði systur.
Steingerður Þorgilsdóttir.
Elsku kraftmikla, litríka syst-
ir, hvað það er sárt að kveðja þig
en styrkur þinn og æðruleysi var
engu líkt og það eitt að hugsa til
þín gefur styrk. Þú varst svo ein-
staklega lífsglöð og mikil hug-
sjónakona með opið hjarta sem
gafst og gafst. Hinar fjölmörgu
dýrmætu minningar um þig eru
mér svo kærar. Það var alltaf
bros og hlýja að koma til þín,
hvort sem var á Suðureyri,
Keflavík, Kópavogi eða í Dan-
mörku. Alltaf gafstu frá hjarta-
rótum kærleika og tókst á móti
með opnum örmum og alltaf var
hægt að leita til þín þegar þannig
stóð á. Þú sýndir fólkinu þínu
alltaf mikinn áhuga og þér var
umhugað um að því liði vel.
Nú þegar þú ert farin í ferða-
lagið mikla er mikilvægt að halda
áfram að geyma í minningu okk-
ar allt það ríkulega fótspor sem
þú skilur eftir þig að loknu lífs-
hlaupi þínu. Þú sýndir svo sann-
arlega hvað hægt er að gera ef
vilji er fyrir hendi, ávallt full af
eldmóði og sköpunarkraftur þinn
blómstraði víða. Að sjá unun þína
og sköpun með blómunum sem
urðu einhvern veginn fallegri í
þínum höndum. Maturinn fékk
annan blæ. Notalega gistihúsið
þitt í Danmörku sem var fullt af
kærleika og hlýju og okkur öllum
leið vel á. Að fylgjast með þér
vinna að hugsjón þinni við að
stuðla að bættu umhverfi og
öruggu skjóli fyrir heimilislausa,
allt var þetta svo fallegt, hvetj-
andi og gert af ástúð.
Þú varst líka með eindæmum
félagslynd og blómstraðir í góð-
um hópi fjölskyldu og vina.
Elsku góða og yndislega systir
mín, ég sakna þín og elska óend-
anlega mikið. Þú varst svo mikil
hetja og barðist svo innilega við
að vera lengur á meðal okkar.
Missir fjölskyldunnar, barna
þinna og barnabarna, er mikill en
þú skilur eftir dýmæta minningu
um dásamlega, kraftmikla og
góða manneskju sem þau geta
litið til sem fyrirmyndar alla ævi.
Ég veit að þegar þú kemur á
áfangastað taka ástvinir þínir vel
á móti þér með opnum örmum og
ég veit að þú munt taka þátt í lífi
okkar sem eftir erum, en með
öðrum hætti en áður. Góða ferð í
Sumarlandið, elsku Gurra.
Þín systir,
Sif.
Það er að mörgu leyti óraun-
verulegt að kveðja systur mína
sem var svo full af krafti og
áræði, allt þar til hún veiktist.
Gurra var sextán árum eldri en
ég og eftir að ég varð fullorðin
urðum við vinkonur á jafningja-
grundvelli. Þegar ég bjó í Þýska-
landi og hún í Danmörku heyrð-
umst við oft á tíðum daglega
snemma morguns með kaffiboll-
ann hvor í sínu landinu og rædd-
um allt og ekkert. Oftar en ekki
var hún með einhverjar bolla-
leggingar um stærri verkefni
sem hún ætlaði sér að fram-
kvæma – alltaf með plön og full
af eldmóði. Hún átti líka tímabil
þar sem hún var döpur og einræn
á milli. Þannig er líka mennskan
stundum og það gátum við líka
rætt, enda hluti af lífsins litrófi.
Það fór ekkert á milli mála
þegar Gurra var á svæðinu og
það gustaði oft af henni. Hún
hafði alla tíð mikinn áhuga á
samfélagsmálum og síðustu árin
sérstaklega þeim sem snúa að því
að skapa betri og réttlátari heim
fyrir þá sem minna mega sín – þá
sem eru utangarðs. Ég man eftir
rúntinum sem við fórum í fyrir
örfáum árum á Þorláksmessu.
Við keyrðum með pakka á rétt-
argeðdeild og fleiri staði því það
var henni mikilvægt að gleðja
sem flesta.
Ég minnist þess líka þegar
hún bauð Viktori, syni mínum,
einn mánuð til Danmerkur þegar
hann var 14 ára og hún dekraði
hann og var svo mikill þátttak-
andi í að byggja hann upp þegar
hann þurfti á því að halda. Hún
kom einnig til mín til Þýskalands
í nokkra daga til þess eins að
hlúa að dóttur minni, Hólmfríði,
sem þá gekk í gegnum erfiða
tíma. Þannig var nefnilega Gurra,
hún átti einstaklega auðvelt með
að gefa. Hún var líka mikill gest-
gjafi og þau ár sem hún bjó í Dan-
mörku var nú ekki leiðinlegt að
heimsækja hana í „Hyggestuen“
þar sem hún réð svo sannarlega
ríkjum. Við áttum ófáar stundir
úti á „terrasinu“, eins og hún
kallaði það alltaf, undir vínber-
jaklasanum og mögulega með
rauðvínsglas í hendi. Hún eldaði,
fór með mann í ótal útsýnisferðir
og einu sinni skellti hún mér á
nuddbekkinn og gaf mér nudd af
mikilli alúð eins og henni var eðl-
islægt.
Síðasta ferðin okkar saman
var þegar við fórum tvær í helg-
arferð í Vík í Mýrdal nýverið og
nutum þar gestrisni systur okk-
ar, Sifjar. Þá var Gurra orðin
nokkuð mikið veik en hún kunni
að njóta þeirrar náttúru sem Vík
hefur upp á að bjóða því hún var
mikið náttúrubarn, hún naut þess
að borða góðan mat á veitinga-
stað, enda gerði hún mikið af því
alla tíð, hér og þar um heiminn,
og dreypa á rauðvíni með, úr fal-
legu glasi.
Ég kveð með miklum söknuði
elskulega systur mína sem ég
veit að er á góðum stað í faðmi
ástvina sem farnir eru. Það er
skarð í systkinahópnum og fjöl-
skyldunni allri en við munum allt-
af minnast hennar með hlýju í
hjarta.
Ragnhildur Birna
Hauksdóttir.
Vorið 1967 kom ný stelpa í
sveit heim að Miðjanesi. Ég var
þá ellefu ára og það var Gurra
líka, nýja stelpan, frænka hans
Villa mágs míns. Ég var mjög
spennt að kynnast henni og fljótt
tókst með okkur góður vinskap-
ur. Við höfðum ýmsum skyldum
að gegna sem mest snerust um
kýrnar, að sækja þær og reka og
hjálpa til í fjósinu. Þá strax sýndi
Gurra sinn sterka persónuleika.
Hún var kjarkmikil og hörkudug-
leg. Það er ekki sjálfgefið að ell-
efu ára krakki gangi í að læra á
mjaltavélar og vinna störf sem
venjulega eru unnin af fullorðn-
um en hún hikaði hvergi, lærði
allt strax og sá hvað þurfti að
gera. Gurra var þrjú sumur í
sveit heima. Það var verið að
byggja fjárhús þá sem þýddi að
fullorðna fólkið hafði meira að
gera og þá kom stærri hluti af
fjósverkunum í hlut okkar.
Stundum mjólkuðum við næstum
því alveg einar og þurftum að
bera mikla ábyrgð. Okkur tókst
samt að æfa gömlu dansana í
fjósinu svona á milli þess sem við
færðum mjaltavélina á milli kúa.
Seinna hittumst við aftur á Suð-
ureyri. Gurru lá á að verða full-
orðin, eignaðist snemma eigin-
mann og son og fór að búa.
Seinna bættust tvær dætur í
hópinn. Gurra lifði hratt. Lífið
var stundum erfitt en alltaf var
Gurra jafn kjarkmikil og gekk í
verk sem þurfti að vinna.
Gurra glímdi við erfiðan of-
næmissjúkdóm sem þýddi meðal
annars að hún þurfti að velja vel
hvaða efni hún hafði í höndunum.
Hún elskaði blóm og stofnaði
blómabúðina Kópavogsblóm.
Hún naut sín svo með blómin en
ofnæmið gerði það að verkum að
hún varð að gefa þann draum
upp á bátinn. Hún skildi við eig-
inmanninn, flutti til Danmerkur
og stofnaði gistiheimili. Hún
sagði mér að hún yrði að vera
með eigin rekstur svo hún gæti
sjálf valið öll efni sem hún notaði,
hvort heldur það var krydd eða
hreinsiefni.
Þorbjörn Haukur, sonur
Gurru, varð fíkniefnum að bráð
og lést 2018 eftir langvarandi
fíkn og alla þá sorg sem því
fylgir. Eftir það lagði Gurra
mikla vinnu í að berjast fyrir
bættum hag fólks sem á hvergi
höfði sínu að halla og átti draum
um að stofna heimili fyrir þann
hóp. Hún setti upp vegg til minn-
ingar um Þorbjörn og hengdi þar
skjólgóðan fatnað fyrir fólk sem
þurfti á að halda. Hún safnaði
jólagjöfum og fór með á áfanga-
heimilin og gistiskýlin. Fyrir ári
síðan greindist Gurra með illvígt
krabbamein og strax var ljóst að
hverju stefndi. Hún tók þessum
örlögum af ótrúlegum kjarki eins
og öllu öðru.
Elsku Gurra mín, þú hefur
lokið störfum hér á jörð, við fáum
ekki oftar að njóta krafta þinna
og kjarks. Takk fyrir allt.
María Játvarðardóttir.
Guðrún Hauks-
dóttir Schmidt
- Fleiri minningargreinar
um Guðrúnu Hauksdóttur
Schmidt bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Elskuleg móðir, dóttir, systir, tengdamóðir
og amma,
HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR,
til heimilis í Ljósheimum 22,
lést á hjartadeild Landspítalans við
Hringbraut fimmtudaginn 29. september.
Jarðarförin fer fram í Fossvogskapellu
fimmtudaginn 27. október klukkan 13.
Diljá Óladóttir Jóhann Bachmann Ólafsson
Pálína Jónsdóttir
Viðar Ágústsson Helga Hilmarsdóttir
Hilmir Ágústsson María Ölversdóttir
Auðna Ágústsdóttir Kjartan Gíslason
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar elskulegrar
eiginkonu, móður, dóttur, tengdadóttur,
systur og frænku,
HELGU ÞRÁINSDÓTTUR
læknis,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans 6. september.
Öllu samstarfsfólki hennar á Landspítalanum þökkum við
samhug í sorginni. Okkar innilegustu þakkir til samstarfsfólks
hennar á gjörgæsludeild fyrir fagleg vinubrögð, umönnun,
umhyggju og stuðning við erfiðar aðstæður.
Guðmundur Magnús Sigurbjörnsson
Iðunn Lilja Guðmundsdóttir
Þórdís Lilja Gísladóttir Þráinn Hafsteinsson
Sigríður Jónsdóttir Sigurbjörn Guðmundsson
Hanna Þráinsdóttir
Margrét Stefanía Gísladóttir