Morgunblaðið - 06.10.2022, Page 49

Morgunblaðið - 06.10.2022, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 49 Félag prófessora við ríkisháskóla auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra. Um hálft starf er að ræða. Félag prófessora við ríkisháskóla er stéttarfélag prófessora við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands, en starfsstöð framkvæmdastjórans verður í Reykjavík. Framkvæmdastjórinn vinnur náið með stjórn félagsins að málefnum er varða félagið og félagsmenn þess. Í því felst að fylgja eftir ákvörðunum stjórnar og sinna fyrirspurnum og fyrirgreiðslu við einstaka félagsmenn vegna kjaratengdra málefna. Einnig er ætlast til þess að framkvæmdastjóri sýni verulegt frumkvæði varðandi daglegan rekstur skrifstofu og stefnumótun til lengri tíma. Kröfur ummenntun og reynslu: • Háskólamenntun sem nýtist í starfinu er skilyrði. • Viðamikil reynsla af stjórnun og/eða rekstri félagasamtaka er æskileg. • Nákvæmni og öryggi í meðferð tölulegra gagna. • Færni í mannlegum samskiptum og samstarfi. • Reynsla af launaútreikningum og samningagerð er kostur. • Umsjón með uppfærslu og þróun heimasíðu. Umsóknarfrestur er til ogmeð 10. október 2022. Umsókn og fyrirspurnir sendist til Félags prófessora við ríkisháskóla fpr@hi.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Pétur Henry Petersen formaður félagsins í síma 845-5346. Í umsókn er mikilvægt að skýrt komi fram hvernig ofangreindum hæfnikröfum er mætt. Geta þarf tveggja meðmælenda. Framkvæmdastjóri intellecta.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.