Morgunblaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 40 ÁRA Erla er frá Borgarfirði eystra en býr í Nes- kaupstað. Hún er leikskólakennari og deildarstjóri á Eyrarvöllum í Neskaupstað. FJÖLSKYLDA Maki Erlu er Pálmi Benediktsson, f. 1982, byggingartæknifræðingur og vinnur hjá Eskju. Synir þeirra eru Heiðmar Óli, f. 2010, og Hafþór Ari, f. 2015. Foreldrar Erlu eru Jóhanna Óladóttir, f. 1955, og Ólafur Aðalsteinsson, f. 1953, æðarbændur, búsett á Melstað á Borgarfirði eystra. Erla Ólafsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Hugsanlegt er að þú finnir lausn á vandamáli með því að ræða það við vinnu- félaga þína. Hugsaðu málið með hjartanu og fylgdu því svo eftir. 20. apríl - 20. maí + Naut Sýndu öðrum sanngirni og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Fátt er sorglegra en eitthvað sem hefði getað orðið. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú þarft að ganga úr skugga um að ekki sé verið að ganga á rétt þinn. Talaðu hreint út og láttu engan fara í grafgötur um tilgang þinn. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Ýmsar nýjungar eru á döfinni hjá þér og þú ert ágætlega í stakk búinn til að fást við þær. Einhver þykist fara að reglum en brýtur þær bak við tjöldin. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þetta er góður dagur til vinnu sem krefst mikillar einbeitingar. Láttu ekki hug- fallast þótt þér sýnist mörg ljón á veginum. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þótt mann langi mikið í einhvern hlut er ekki ástæða til þess að setja allt úr skorð- um hans vegna. Farðu þér hægt í dag, hvað sem hver segir. 23. sept. - 22. okt. k Vog Slæmt fólk er ekki til og ef þú meðtekur erfiða manneskju með öllum sínum ann- mörkum og göllum, áttu auðveldara með að samþykkja sjálfan þig. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Orð þín hafa mikið vægi, bæði heima og á vinnustað, svo mundu hversu mikil ábyrgð fylgir því. Bregstu vel við sam- keppni. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Sýndu öðrum næga tillitssemi, sérstaklega þar sem um sameiginleg fjár- hagsmálefni er að ræða. Forðastu að gagn- rýna vinnufélaga þína og verkefni þeirra. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Nú verður ekki lengur undan því vikist að koma skikki á peningamálin. Finndu leið til þess að einbeita þér að því að koma skikki á hlutina, hvað sem það kostar. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Nýttu þér samskiptahæfileika þína til hins ýtrasta. Farðu þér hægt í kynn- um við aðra og láttu þá sanna sig áður en þú leggur traust þitt á þá. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er eitthvert agaleysi að hrjá þig svo það er nauðsynlegt að þú spýtir í lófana og takir þér tak. Gættu þess að vera ekki of eigingjarn. frumkvöðull í crossfit ásamt Leifi Geir Hafsteinssyni sem stofnaði einn- ig crossfit-stöð á þessum tíma. íþróttum á Íslandi. Hann var ásamt félögum sínum fyrstur til að stunda bootcamp hér á landi og er sömuleiðis E vert Víglundsson er fæddur 6. október 1972 í Reykjavík og bjó á Kleppsvegi til tveggja ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Húsavíkur. „Ég var mikið í íþróttaiðkun, stundaði allar íþróttir sem voru í boði og byrjaði fimm ára að æfa fótbolta,“ en hann byrjaði að spila með meistaraflokki Völsungs 16 ára og setti héraðsmet í frjálsum og á skíðum. Hann byrjaði snemma að vinna, ellefu ára gamall fór hann að vinna við sorphirðu og vann svo ýmis störf á sumrin á Húsavík ásamt því að ganga í grunn- og framhaldsskóla þar. Hann flutti síðan til Reykjavíkur dag- inn fyrir tvítugsafmælið sitt til að læra til framreiðslumanns á Hótel Sögu. Hann tók sveinspróf í fram- reiðslu frá Hótel- og veitingaskóla Íslands 1995. Evert vann á Hótel Sögu mestallan tímann áður en hann skipti um starfs- vettvang skömmu eftir aldamótin. Hann vann keppnina Framreiðslu- maður ársins tvö fyrstu árin sem keppnin var haldin 1998 og 2000. „Ég var eitt ár 1997-98 í Noregi með barnsmóður dóttur minnar, Teresu, og vann þar á SAS Hotel Gardemoen við framreiðslu. Ég vann líka í lokin aðeins á Sjávarkjallaranum og Thor- valdsen bar, en ég var alltaf með íþróttaiðkunina í bakgrunni og vinnu- félagarnir gerðu stundum grín að mér þegar ég var með prótíndrykki en þeir rauðvínsglas eftir vakt.“ Evert fór svo að læra til einkaþjálf- ara og næringarþjálfara eins og margir gerðu þá í fjarnámi hjá ISSA og hefur unnið við þjálfun síðan. Fyrst í Pumping Iron og svo í Boot- camp, World Class og síðan 2009 í eigin fyrirtæki, CrossFit Reykjavík. Starfsmenn Crossfit Reykjavíkur eru um 60 talsins og starfsemin gengur mjög vel. „Fyrir Covid vorum við stærsta crossfit-stöð í heimi og við er- um þekkt stærð í crossfit-heiminum ekki síst vegna velgengni Annie Mist, sem er einn af meðeigendum Cross- Fit Reykjavíkur,“ en þriðji eigandi stöðvarinnar er Hrönn Svansdóttir framkvæmdastjóri. Það er óhætt að segja að Evert sé frumkvöðull í jaðar- Evert er með svokallað Level 3, af fjórum, CrossFit-þjálfarapróf. „Ég held reyndar að ég sé sá eini með það próf á Íslandi og hef innan CrossFit- samsteypunnar tekið önnur þjálfara- réttindi eða próf, svo semCrossFit Kids, CrossFit Nutrition og CrossFit Weightlifting.“ Evert hefur unnið þó nokkra Íslandsmeistaratitla í crossfit og einn Evrópumeistaratitil með liði CrossFit Reykjavíkur árið 2012. „Svo er ég mjög stoltur af því að hafa gert Iron Man sællar minningar rétt fyrir fertugsafmælið í Louisville í Ken- tucky og án þess að æfa sérstaklega fyrir það. Ég gerði mitt crossfit og fór svo út í Iron Man.“ Evert er mjög áhugasamur um heilbrigt langlífi, eins og hann kallar það, og heldur reglulega fyrirlestra um heilbrigði. Hann var sömuleiðis þjálfari í þáttunum Biggest Loser Ís- land sem slógu áhorfsmet á Skjá ein- um, en fjórar þáttaraðir voru gerðar 2014-2017. „Ég tók þátt af því ég vildi koma skilaboðum um heilbrigðan lífs- Evert Víglundsson, yfirþjálfari og eigandi CrossFit Reykjavíkur – 50 ára Brúðhjónin Evert og Þuríður 17. nóvember 2018. „Þetta var skemmtilegasti dagur ævinnar.“ Frumkvöðull í jaðaríþróttum Skíðamaðurinn Evert nýstokkinn úr þyrlu á Tröllaskaga og á leiðinni niður. Heiðurshjónin Erlingur Grétar Antoníusson og Sigríður Magnea Tómasdóttir voru gefin saman hinn 6. október 1962 í Fríkirkjunni í Reykjavík af séra Þorsteini Björnssyni og fagna 60 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þau eiga þrjú börn, sex barnabörn og barnabarnabörnin eru orðin fimm. Þau eru búsett í Reykjavík. Tímamótunum verður fagnað með fjölskyldunni. Árnað heilla Demantsbrúðkaup Til hamingju með daginn www.danco.is Heildsöludreifing Fyrirtæki og verslanir Heildarlausnir í umbúðum Pakkaskraut Pappír Skreytingarefni Pokar Borðar Teyjur Bönd Kort Sellófan Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.