Morgunblaðið - 06.10.2022, Page 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022
ARCH FIT
St. 36-41 / 2 litir
11.996 kr. / 14.995 kr.
20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM
6.-10. OKTÓBER
KRINGLAN
KRINGLUKAST
SKECHERS
SMÁRALIND - KRINGL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin Vök sendi frá sér sína
þriðju breiðskífu fyrir fáeinum dög-
um, samnefnda sveitinni. Hljóm-
sveitina skipa sem fyrr þau Einar
Stefánsson, bassa- og gítarleikari,
Margrét Rán Magnúsdóttir, söng-
kona, hljómborðsleikari og texta-
smiður, og trommarinn Bergur
Dagbjartsson. Tónlistina semja þau
í sameiningu og segir Einar hana
oftast koma á undan textunum.
Margrét eigi það til að syngja ein-
hvers konar „Minions bull“ þar til
textinn er klár.
Einar segir að tríóinu hafi þótt
tími til kominn að nefna plötu eftir
hljómsveitinni. Þau séu dálítið hrif-
in af slíkri nafngift sem á vel við
þessa plötu, nær
vel utan um inni-
haldið. En hvert
er þá innihaldið?
„Þetta er svolítið
intróspektíf plata
og að einhverju
leyti ákveðin
konseptplata, ákveðin berskjöldun.
Hún er mjög persónuleg og þá helst
um líf Margrétar,“ svarar Einar.
Faraldurinn vel tímasettur
„Við byrjuðum að gera þessa
plötu í ársbyrjun 2020 og svo skall
heimsfaraldurinn á sem var dálítil
blessun fyrst, við vorum orðin pínu
lúin eftir mörg tónleikaferðalög og
kapp við tímann. Allt í einu kom
þetta tómarúm sem hafði aldrei
gerst áður í okkar ferli. Allt í einu
voru öll plön komin út um gluggann
og við sátum á svolitlu efni, áttum
þennan tíma, gátum farið og leikið
okkur svolítið í rólegheitum og bara
skapað, sem var ótrúlega gefandi,“
segir Einar. Hljómsveitin hafi
hlakkað til að mæta í hljóðver og
semja saman og ekki undir neinni
pressu hvað varðar tónleikaferðalög
eða skil á efni. „Við gátum leyft
hlutum að gerjast, maður gat unnið
í einhverju og fengið leiða á því og
komið aftur að því seinna. Það er
svo oft, þegar maður er að semja,
einhver pressa að maður verði að
klára innan ákveðins tíma og maður
fær ekki þessa fjarlægð til að meta
hlutina.“
Andstæður
Við snúum okkur aftur að text-
unum og segir Einar þá vinnu hefj-
ast hjá Margréti. Hún semji ein-
hvers konar grunn, komi með
ákveðnar hugmyndir og fylgi
flæðinu í stúdíóinu. Þar komi inn
Minions-talið en fyrir þá sem ekki
þekkja eru Minions gulir náungar
sem birst hafa í nokkrum teikni-
myndum og tala bullmál sem hljóm-
ar eins og ítalska. „Ef okkur finnst
eitthvað heillandi, einhver hugmynd
að lagi sem okkur finnst grípandi,
reynum við að negla hvað það er og
hvaða sögu við viljum segja,“ segir
Einar. Þannig reyni sveitin að láta
hlutina haldast í hendur hvað þema
varðar og í tilfelli plötunnar nýju
hafi þau m.a. sótt í orgelhljóm úr
kirkjum, t.d. í einu lagi sem fjallar
um jarðarför. „Þar fannst okkur
skemmtileg nálgun að taka hljóð-
heim úr kirkjunni í bland við þetta
raf- og indídæmi.“
Einar er spurður að því hvort
hann telji plötuna létta eða þunga á
að hlýða. Hann segir hana hvoru
tveggja og Vök þyki gaman að
vinna dansvæn og létt lög en þó
með dimmum textum. Þannig mæt-
ist oft andstæður í texta og tónlist.
Djúp sár
Á plötunni nýju yrkir Margrét
um mjög persónuleg mál og rifjar
upp þann tíma ævi sinnar þegar
hún var að koma út úr skápnum og
varð ástfangin af konu. „Það var
kaffærandi fyrir mig að vera föst í
sjálfri mér þegar ég var unglingur
og skildi eftir sig djúp sár sem ég
er ennþá að kljást við. Platan fjallar
að miklu leyti um þetta ferli mitt að
verða ástfangin af konu og koma út
úr skápnum. Ég sé það svo skýrt
núna hvað það er mikilvægt að fá
að vera maður sjálfur. Platan hjálp-
aði mér að taka utan um þetta ferli
og leyfa sárunum að gróa. Hún
fjallar um mikilvægi þess að vera
sýnilegur því við eigum öll skilið að
fá samþykki fyrir að vera við sjálf
og líða vel í eigin skinni,“ er haft
eftir Margréti í tilkynningu.
Vök tók nánast U-beygju í tón-
listarsköpun sinni með annarri
breiðskífu sinni sem kom út fyrir
þremur árum. „Þá langaði okkur að
gera eitthvað sem við höfðum aldrei
haft kjarkinn í en mikinn áhuga á
sem var að gera dansvæn lög. Það
hafði alltaf kitlað okkur og við höf-
um alltaf verið að reyna að gera
eitthvað nýtt og ögra okkur sem
listafólki. Við viljum ekki endurtaka
okkur og þetta var tilfinningin sem
við höfðum á þessum tíma, okkur
langaði að gera svona tónlist og
þetta er það sem heillaði okkur þá.
Á nýju plötunni er sambræðingur
af þessu tvennu, dimma í bland við
ljósið,“ segir Einar frá.
Tónleikastaðir í uppáhaldi
Hljómsveitin sá sjálf um upp-
tökur á plötunni og fóru þær fram í
hljóðverum í Hafnarfirði og
Reykjavík. Fékk sveitin David
Wrench til að hljóðblanda en sá
hefur unnið með mörgum heims-
kunnum tónlistarmönnum, m.a.
David Byrne. Friðfinnur Oculus
kom einnig að hljóðblöndun og
Glenn Schick masteraði. Einar seg-
ir Wrench hafa hljóðblandað fjölda
frábærra platna sem Vök hafi hlust-
að á í gegnum tíðina. „Við höfðum
bara samband og honum leist vel á.
Hann mixaði fjögur lög á þessari
plötu og við enduðum á að klára
hana með góðum vini okkar,
Friðfinni Oculus. Hann er algjört
múltítalent.“
Vök er á mála hjá alþjóðlega
fyrirtækinu Nettwerk en gefur út
undir eigin merkjum á Íslandi. Plat-
an mun koma út á vínil þó auðvitað
fari hlustun langmest fram staf-
rænt, á netinu. Einar segir vínilinn
á leið til landsins en framleiðslan
hafi tekið lengri tíma en búist var
við. Og útgáfutónleikar verða að
sjálfsögðu haldnir, í Gamla bíói
föstudaginn 21. október og degi síð-
ar á Græna hattinum. Einar segir
báða staði í miklu uppáhaldi hjá
hljómsveitinni, þó ólíkir séu. „Okk-
ur finnst við alltaf vera komin heim
á báðum stöðum.“
„Viljum ekki endurtaka okkur“
- Vök gefur út sína þriðju breiðskífu, samnefnda sveitinni - Sambræðingur dimmu og ljóss, segir
Einar Stefánsson, bassa- og gítarleikari hljómsveitarinnar, um tónlist og texta skífunnar
Ljósmynd/Dóra Dúna
Vök Hljómsveitina
skipa Margrét Rán
Magnúsdóttir, Einar
Stefánsson og Bergur
Dagbjartsson.
Rússneski píanóleikarinn Dmitry
Shishkin leikur Rapsódíu um stef
eftir Paganini á tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands í Eldborg
Hörpu í kvöld kl. 20. Hljómsveitar-
stjóri verður Daníel Bjarnason og
segir í tilkynningu að hann stýri
litríkri efnisskrá þar sem í for-
grunni séu stolin stef sem öll eigi
uppruna sinn á Ítalíu.
„Efnisskráin samanstendur af
þáttum úr Pulcinella-svítunni eftir
Stravinskíj og lokaþætti úr 4. sin-
fóníu eftir Mendelssohn sem auk-
nefnd er sú „ítalska“. Þá hljómar
hinn leiftrandi píanókonsert Rakh-
manínovs, Rapsódía um stef eftir
Paganini, en einleikari er hinn ungi
Dmitry Shishkin sem er á hraðri
leið upp á stjörnuhimin píanó-
heimsins. Shishkin hefur unnið til
margra verðlauna á sviði tónlistar,
þar á meðal önnur verðlaun í Tsjaj-
kovskíj-keppninni árið 2019 en ári
áður fór hann með sigur af hólmi í
alþjóðlegu tónlistarkeppninni í
Genf,“ segir í tilkynningu. Tónleik-
arnir eru þeir fyrstu í Grænu röð-
inni og verða sýndir í beinni út-
sendingu á RÚV.
Einleikari Rússneski píanóleikarinn Dmitry Shishkin leikur í Eldborg.
Shiskin leikur Rapsódíu um stef