Morgunblaðið - 06.10.2022, Síða 60

Morgunblaðið - 06.10.2022, Síða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 Þín útivist - þín ánægja Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is ASOLO Falcon herra Kr. 29.990.- HVÍTAN Merínó hú Kr. 3.990.- REYKJANES ullarúlpa Kr. 33.990.- REYKJAVÍK ullarúlpa Kr. 47.990.- ASOLO Space herra Kr. 22.990.- HVÍTANES Merínó hálsklútur Kr. 4.990.- FUNI unisex dúnúlpa Kr. 33.990.- GEYSIR ullarjakki Kr. 28.990.- VALUR jogging buxur Kr. 8.990.- REYKJANES barna ullarúlpa Kr. 18.990.- ES fa T íminn, ástin og skáldskap- urinn eru meginstef nýj- ustu bókar Dags Hjartar- sonar, Ljósagangur, sem er jafnframt hans fyrsta vísindaskáld- saga. Sagan á sér stað í Reykjavík nútímans þar sem niður aldanna herjar í sífellu á hlustir Íslendinga og eins konar skáldskaparæði virðist hafa gripið þjóðina. Þannig er mál með vexti að niður aldanna – linnu- laus straumur radda úr fortíð- inni – hefur skyndilega tekið að berast frá göngubrú yfir Hringbraut á milli Vatnsmýrinnar og Hljóm- skálagarðsins og haft í för með sér ófyrirsjáanleg áhrif á íslenskan bóka- markað og útgáfustarfsemi. Í Ljósa- gangi er tíminn eins og vatnið, og vatnið er niður aldanna, sem streymir undir göngubrú í Reykjavík. Eftir að niðurinn tekur að dynja fara undar- legir atburðir sömuleiðis að eiga sér stað í borginni. Dýr og manneskjur hverfa sporlaust og sérfræðingar að utan setja á fót háleynilega rannsókn- arstöð í Perlunni þar sem skáldskap- urinn sjálfur er tekinn til ítarlegrar greiningar. Ljósagangur fæst þannig á húmorískan og frumlegan máta við hugmyndir um skáldskap og vísindi en ef til vill ekki síst um stöðu manns- ins í heiminum gagnvart fortíð sinni og framtíð. Alheimurinn og sólkerfið koma einnig nokkuð við sögu en sögumaður er einmitt ungur mynd- listarmaður með listræna þráhyggju fyrir tunglinu, og elskhugi hans dokt- orsnemi í bókmenntafræði með ein- staka ástríðu fyrir stjörnufræði. Ást þeirra er því svo að segja skrifuð í stjörnurnar en niðurinn setur þó mark sitt á sambandið á óvæntan máta. Í sögunni tvinnast ráðgáta ást- arinnar þannig saman við ráðgátur alheimsins, listarinnar, vísindanna og ekki síst tímans. Hér er skáldskap- urinn settur undir smásjá; sagan er þrungin skáldlegum tilvitnunum og vísunum í bókmenntasöguna og verð- ur um leið eins konar óður eða lof- gjörð til ljóðlistarinnar. Ljósagangur er nokkuð óhefð- bundin vísindaskáldsaga, jafnt að formi og efni, en hún dansar á mörk- um tveggja bókmenntategunda, það er ljóðsins og skáldsögunnar. Bókin samanstendur af stuttum köflum sem minna á prósa en fylgja þó hefð- bundnu frásagnarmynstri skáldsög- unnar. Sumir kaflarnir eru síðan ein- faldlega ljóð. Sagan er því rík af myndmáli og líkingum en orðfærið er í senn afar ljóðrænt og húmorískt svo úr verður skemmtilegur leikur að tungumálinu sem unun er að lesa. Hinu hversdaglega og kunnuglega er þannig gjarnan steypt saman við hið háfleyga og ljóðræna og á þennan máta dregur höfundur fram frum- legar og óvæntar myndir. Lítið fer fyrir almennum lýsingum á sögu- persónum eða aðstæðum og það kem- ur því í hlut lesandans að lesa á milli línanna og geta í eyðurnar. Þetta ger- ir þó einnig að verkum að sjónarhorn sögunnar, sem takmarkast við rödd sögumannsins, verður nokkuð fjar- lægt og jafnvel ópersónulegt á köfl- um. Þar sem lítið er um lýsingar er persónusköpun sögunnar þess vegna nokkuð fábrotin að því leyti sem hún reiðir sig á ljóðrænar myndir og óljósar skírskotanir innan textans. Af þessu leiðir að persónurnar eru dregnar frekar einföldum dráttum og elskhuginn birtist lesandanum til að mynda sem hin dæmigerða kven- mynd sem svipuð er dulúð en er ávallt utan seilingar í textanum. Margræðnin er þó ef til vill kjarni sögunnar og um leið hennar helsti styrkleiki. Eyðurnar í sögunni virðast þannig til þess ætlaðar að vekja les- andann til umhugsunar og veita hon- um um leið ráðrúm til frjálsrar túlk- unar. Þegar lífið verður yfirþyrmandi, segir á einum stað í sögunni, sækir fólk í listir og bókmenntir, það „notar stafrófið eins og nál og tvinna: / Heimurinn fær gat á hausinn / hver ljóðlína verður saumur.“ Ljósagang- ur er vissulega vísindaskáldsaga sem á sér stað við einkar ósennilegar að- stæður en henni tekst þó á einstakan máta að fanga ákveðnar hugmyndir og reynslu sem standa lesandanum nærri. Ýmislegt í sögunni ætti að koma kunnuglega fyrir sjónir: til að mynda er vefmyndavél stillt upp við göngu- brúna, þaðan sem niður aldanna berst, svo að almenningur geti fylgst með náttúruundrinu í beinu streymi. Sagan talar þannig inn í samtímann og sækir að mörgu leyti innblástur sinn til faraldursins og þeirrar nátt- úruvár sem við höfum staðið and- spænis á síðustu misserum. Að þessu leyti á sagan einnig margt skylt við hamfarabókmenntir. Umfram annað er þetta mannleg saga um það að vera til á okkar tímum, í stanslausri togstreitu við það sem áður var og það sem koma skal, og um það hvern- ig skáldskapurinn getur nýst okkur sem gagnlegt tól við að skilja okkur sjálf og heiminn sem við búum í. Ljósagangur er í senn furðuleg og falleg bók, vel skrifuð, húmorísk og snjöll. Kosmískur óður til skáld- skaparins og listarinnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dagur Hjartarson „Ljósagangur er í senn furðuleg og falleg bók, vel skrifuð, húmorísk og snjöll,“ segir um söguna. Vísindaskáldsaga Ljósagangur bbbbn Eftir Dag Hjartarson. JPV 2022. Kilja, 203 bls. SNÆDÍS BJÖRNSDÓTTIR BÆKUR Rannsóknin „Hendur Íslend- inga“ verður kynnt í Veröld, húsi Vigdísar, stofu VHV-023 kl. 17.30 í dag, fimmtudag. Rannsóknin hef- ur staðið frá 2016, með rúm- lega 1.500 þátttakendum og skrán- ingu á 3.000 höndum. Er það helm- ingur af því markmiði að greina hendur eins prósents íslensku þjóð- arinnar. Verkefninu er stýrt af hinni bandarísku Jönu Napoli en áhugi hennar á því vaknaði þegar hún heimsótti Ísland árið 2016 og upp- götvaði að Íslendingar virðast marg- ir vera örvhentir. Kynntar verða áhugaverðar niðurstöður sem verk- efnið hefur þegar leitt í ljós en markmiðið er að sjá hvað einkennir Íslendinga öðru fremur og hvort það megi lesa í karakter þjóðarinnar í gegnum hendur og lófa. Kynna verkefnið Hendur Íslendinga Jana Napoli Egill Ólafsson fer með aðal- hlutverkið í kvikmynd sem leikstjór- inn Baltasar Kormákur hefur tökur á í London á sunnudaginn kemur og er byggð á skáld- sögunni Snertingu eftir Ólaf Jó- hann Ólafsson. Skáldsagan var mest selda bók ársins hér á landi árið 2020. Baltasar Kormákur skrifar hand- ritið ásamt Ólafi Jóhanni og RVK Studios framleiðir. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem gerð er eftir sögu Ólafs Jóhanns en sagan gerist á Ís- landi, Englandi og í Japan. Egill Ólafsson fer með hlutverk Kristófers sem leggur upp í ferð þvert yfir hnöttinn í leit að svörum við áleitnum spurningum og að ást- inni sem rann honum úr greipum. Egill Ólafsson í aðalhlutverkinu Egill Ólafsson Kvikmyndin Saga Borgarættar- innar var valin til sýningar á einni virtustu kvikmyndahátíð heims af þeim sem helgaðar eru þöglu myndunum, Le giornate del cinema muto í Pordenone á Ítalíu. „Þetta er mikill heiður og góð viðurkenning á starfi Kvikmynda- safns Íslands sem fagnaði 100 ára afmæli myndarinnar á síðasta ári með því að gera hana upp í sam- vinnu við Dansk Film Institut,“ seg- ir í tilkynningu um valið en Jón Stefánsson, starfsmaður Kvik- myndasafnsins, sá um stafrænu endurgerðina og Þórður Magnús- son tónskáld samdi nýja tónlist við hana. Íslenskur hópur var við- staddur sýninguna á Ítalíu í gær, 5. október, og var myndin sýnd með lifandi tónlist sem flutt var af hljómsveit hátíðarinnar og hélt Bjarni Frímann Bjarnason um tón- sprotann. Einnig voru viðstödd Þóra Ingólfsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndasafnsins, Þórður Magnússon og Jón Stefánsson. Sígild Úr Sögu Borgarættarinnar frá 1921. Saga Borgarættarinnar sýnd á Ítalíu Tilkynnt verður fyrir hádegi í dag hvaða rithöf- undur hreppir bókmenntaverð- laun Nóbels í ár. Á bresku vefsíð- unni Nicer odds, sem heldur utan um stöðuna hjá helstu veðbönk- um þar í landi kemur fram að franski höfundurinn Michel Houellebecq er talinn líkleg- astur til að hreppa verðlaunin. Næstlíklegust er nefnd kanadíska skáldið Anne Carson en hún hefur sterk tengsl við Ísland og dvelur hér á landi hluta ársins. Franski höfundurinn Annie Ernaux er í þriðja sæti hjá veðbönkunum en sjálfsævisögulegar skáldsögur hennar njóta mikillar hylli um þess- ar mundir. Þá eru á listanum sýr- lenska skáldið Adunis, keníski rit- höfundurinn Ngugi wa Thiong’o og svo Bretinn Salman Rushdie sem á dögunum varð fyrir alvarlegri lík- amsárás í Bandaríkjunum. Svo eru nefnd franski höfundurinn og leik- skáldið Maryse Condé og norski höfundurinn Jon Fosse. Veðja á að Houellebecq fái Nóbelinn Anne Carson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.