Morgunblaðið - 06.10.2022, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 06.10.2022, Qupperneq 64
Borgarbókasafnið býður upp á hádegisdjasstónleika í dag, á morgun og laugardag. Segir um þá að mörg ást- sælustu lög veraldar séu ýmist innblásin af bókum eða samin við ljóð og eru tekin sem dæmi Maístjarnan og Rocket Man. Verður gestum safnsins boðið í ævintýra- för með lögum sem sprottið hafa úr jarðvegi bóka. Flytjendur eru Birkir Blær Ingólfsson á saxófón, Þórður Sigurðarson á píanó og Leifur Gunnarsson á kontra- bassa. Tónleikarnir fara fram í Grófinni í dag kl. 12.15, á morgun kl. 12.15 í Gerðubergi og á laugardag kl. 13.15 í Spönginni. Lög innblásin af bókum eða ljóðum FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 279. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Keppni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefst í kvöld með fjórum leikjum en Keflvíkingar þykja sigur- stranglegir að þessu sinni og mæta með firnasterkt lið til leiks. Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari þeirra segir að þeir stefni hiklaust á alla þá bikara sem í boði eru. »55 Keflvíkingar stefna á alla titlana ÍÞRÓTTIR MENNING is- og endurvinnslusýning. „Eftir þessa reynslu stökk ég út í djúpu laugina og fór í samkeppni við Breta með sjávarútvegssýningu 2016. Hún vakti strax mikla athygli, gestum fjölgaði 2019 og aftur núna, þegar þeir voru ríflega 20 þúsund.“ Fyrir fjórum árum hafi hann síð- an skipulagt landbúnaðarsýningu, þá fyrstu hérlendis síðan 1968, og hafi hún heppast sérlega vel. „Þegar allt kemur til alls hef ég haldið mis- munandi sýningar árlega frá 1995, fyrir utan 2020 og 2021 vegna sam- komutakmarkana í heimsfaraldr- inum, en þeim var frestað þar til nú.“ Að mörgu þarf að hyggja og í mörg horn að líta en Ólafur segist hafa gott fólk með sér og þess vegna hafi gengið eins og best verð- ur á kosið. „Ég skipulegg allt en yfir 100 manns komu að sjávarútvegs- sýningunni.“ Hann segir gaman að standa í stórræðum. „Mér finnst mjög flókin skipulagsverkefni skemmtileg, að láta allt ganga upp að lokum eins og í skákinni. Þetta er vinnan mín og ekki dugar að sitja með hendur í skauti.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Það er skammt stórra högga á milli hjá Ólafi M. Jóhannessyni. Hann á og rekur fyrirtækið Ritsýn og hefur staðið fyrir flestum fag- og vörusýn- ingum hérlendis eða á fjórða tug sýninga frá 1995. Á dögunum hélt- hann stærstu sjávarútvegs- sýninguna í Laugardalshöll til þessa og landbúnaðarsýning verður á sama stað í næstu viku, 14.-16. októ- ber. Ólafur gaf út Lyfjatíðindi fyrir lækna og lyfjafræðinga í um 23 ár og blað fyrir apótekin. „Eitt sinn sat ég með apótekara í kaffi í Norræna húsinu og talið barst að framboði á lyfjum og tengdum vörum,“ rifjar hann upp. „Af hverju heldurðu ekki sýningu með starfsfólk apóteka í huga?“ spurði hann. „Já, af hverju ekki?“, svaraði ég og þannig varð fyrsta sýningin til.“ Fyrstu skrefin af þessu tagi voru stigin á Loftleiðahótelinu við Reykjavíkurflugvöll. Ólafur segist í raun ekki hafa vitað út í hvað hann væri að fara og sér hafi ekki litist á blikuna fyrsta sýningardaginn, þeg- ar hann hafi staðið við útidyrnar, horft út í sortann og ekki séð nokk- urn mann. „En betur fór en á horfð- ist. Stúlkurnar frá apótekunum komu hver á fætur annarri. Ég hafði bara hugsað mér að halda eina sýningu, en úr varð að ég hélt apó- tekasýningu árlega í áratug.“ Flókin verkefni skemmtileg Fyrsta sýningin gekk reyndar ekki áfallalaust. Ólafur bauð jafn- framt upp á söngatriði, tískusýn- ingu og fyrirlestra. „Tveir fyrirles- arar gleymdu sér á barnum og þegar þeir loks stigu á svið voru þeir óskiljanlegir og annar þeirra stóð reyndar ekki í lappirnar. En fall er fararheill.“ Eftir vel heppnaðar apótekasýn- ingar tóku við stóreldhúsasýningar, heilsusýningar, sumarsýningar af ýmsu tagi, flutningasýning, veiði- sýning, fjármálasýning og umhverf- Flókin skipulags- verkefni heilla Ólaf - Hefur skipulagt á fjórða tug fag- og vörusýninga frá 1995 Ljósmynd/Jón Svavarsson Á Sjárútvegssýningunni 2022 Ólafur M. Jóhannesson leiddi dr. Alicia Bugeja Said, matvælaráðherra Möltu, um sýninguna á dögunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.