Morgunblaðið - 07.11.2022, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000 www.heimsferdir.is
Tenerife
Flug aðra leið til
19.950
Flug aðra leið frá
Flugsæti
16. nóvember
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Ekki var annað að sjá en að sverðin
hefðu verið slíðruð eftir að úrslit í
formannskjöri Sjálfstæðisflokksins
urðu ljós í gær. Kosningabaráttan
hafði verið snörp þessa tæpu viku,
sem hún stóð, en ekki harðvítug og
báðir frambjóðendur lögðu áherslu á
flokkseiningu í framboðsræðum sín-
um fyrir kosninguna og þakkar-
ræðum sínum eftir hana.
Sögulegum landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins lauk í gær með afgerandi
sigri Bjarna Benediktssonar í for-
mannskjöri, en þar hafði Guðlaugur
Þór Þórðarson skorað hann á hólm.
Leikar fóru svo að Bjarni hlaut
1.010 atkvæði af 1.712 greiddum eða
59% atkvæða. Guðlaugur Þór fékk
687 atkvæði eða um 40%.
Mikil spenna
Gríðarleg spenna ríkti í troð-
fullum sal Laugardalshallar þegar
úrslitin voru lesin upp, fyrst var
greint frá atkvæðafjölda en síðan at-
kvæðafjölda Bjarna. Vegna þess
hvernig atkvæði féllu þurfti enginn
að reikna úrslitin frekar og allt ætl-
aði af göflum að ganga. Við tóku
gríðarleg fagnaðarlæti og lófaklapp
landsfundarfulltrúa, sem risu á fæt-
ur og klöppuðu allt þar til formað-
urinn endurkjörni steig á svið og bað
um hljóð.
Báðir formannsframbjóðendurnir
komu í pontu til þess að þakka fyrir
og báðir lögðu þeir áherslu á einingu
flokksins, þó tekist hefði verið á um
formannsembættið á landsfundi. Ef
eitthvað var kvað Guðlaugur Þór
Þórðarson fastar að orði um það en
Bjarni, en á hinn bóginn lét Bjarni í
það skína að hann tæki gagnrýni
Guðlaugs til sín og myndi bæta úr.
Snúum bökum saman
„Ég hef alltaf verið að leggja
áherslu á það að við skilum árangri
fyrir fólk, en þetta ákall snýr
kannski að því að við séum duglegri í
að virkja raddir innan flokksins og
vettvang sem getur átt við hverju
sinni,“ sagði Bjarni í samtali við
blaðamann skömmu síðar. „Umfram
allt held ég að kosningin sýni að ég
fékk stuðning við það sjónarmið að
við höfum skilað góðum árangri og
við værum með áætlun um að halda
áfram að skila árangri.“
Hann kvaðst ekki hafa áhyggjur
af því að flokkurinn væri klofinn eft-
ir formannsátökin. „Af minni hálfu
lít ég þannig á að við hljótum að ætla
að snúa bökum saman allir flokks-
menn og vera í einu liði, þannig að ég
hef ekki miklar áhyggjur af því nú.“
Hann sagði ekki koma neinum á
óvart að Guðlaugur hefði átt vænan
hóp stuðningsmanna á landsfundi,
hann hefði fengið mjög mörg at-
kvæði í prófkjöri fyrir ekki löngu og
væri oddviti í öðru Reykjavíkur-
kjördæmanna. „Þess vegna var allt-
af við því að búast að hann ætti ein-
hvern hóp stuðningsmanna hér á
fundinum, en mér finnst sigurinn
vera mjög afgerandi.“
Fyrst og fremst væru skilaboð
landsfundar til forystunnar að
flokksmenn vildu herða sóknina og
væru fúsir til þess að taka þátt í því.
„Það eru allir tilbúnir til þess að
leggja sitt af mörkum, fólk kemur
hingað vegna þess að það hefur
áhuga á landsmálunum, á pólitíkinni
og lætur sig málefni samfélagsins
varða og við þurfum að virkja þann
áhuga allan með því að finna vett-
vang og farveg fyrir allan þennan
áhuga og auðvitað vil ég gera það,“
segir hann.
Stoltur af sínu fólki
Guðlaugur Þór Þórðarson sagði
úrslitin á sinn hátt vonbrigði, en að
það væri sér mikil hvatning að fá þó
svo góða kosningu gegn sitjandi for-
manni flokksins
„Ég er mjög stoltur af því og stolt-
ur af mínu stuðningsfólki.“
Hann kvaðst ánægður að áherslu-
mál hans hefðu komist á dagskrá.
„Enda gat ég ekki betur heyrt en
að formaðurinn tæki undir þau,“
sagði hann og vísaði til sigurræðu
Bjarna og orða hans um að flokks-
menn yrðu að snúa bökum saman og
sækja fram.
„Þetta er það sem ég hef verið að
leggja áherslu á. Við erum orðin
þreytt á því að vinna sífellda varnar-
sigra. Við getum verið stolt af því að
vera sjálfstæðisfólk. Við getum verið
stolt af gildunum okkar og sögu
flokksins.“
Í augnablikinu er ekkert sem
bendir til þess að formannskjörið
hafi mikil eftirmál, en á hinn bóginn
er ólíklegt að það hafi engar afleið-
ingar er fram í sækir.
Morgunblaðið/Eggert
Varaformaður Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var endurkjörin.
Morgunblaðið/Eggert
Formaður Bjarni Benediktsson bar sigur úr býtum í kjörinu.
Morgunblaðið/Eggert
40% atkvæða Guðlaugur Þór Þórðarson laut í lægra haldi.
Sverðin slíðruð eftir átakafund
- Báðir formannsframbjóðendur leggja áherslu á einingu flokksins eftir formannskjör á landsfundi
Morgunblaðið/HAG
Ný forysta Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson formaður, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varafor-
maður og Vilhjálmur Árnason, nýkjörinn ritari flokksins, stigu á svið í lok landsfundar undir lófaklappi gesta.
Stjórnmálaályktun 44. landsfundar
Sjálfstæðisflokksins var með frek-
ar hefðbundnu sniði, þar sem árétt-
að var að frelsi og ábyrgð ein-
staklingsins, mannréttindi og
jafnræði væru hornsteinar stefnu
Sjálfstæðisflokksins. Þar væru jöfn
tækifæri, menntun og fjárhagslegt
sjálfstæði einstaklinga undirstöður
jafnréttis og góðra lífskjara, enda
byggðist jafnrétti á frelsi ein-
staklingsins. Atvinnufrelsi og eign-
arréttur væru órjúfanlegur hluti
frjáls samfélags og forsenda þess
að Ísland væri land jafnra tæki-
færa, enda væri velferð reist á öfl-
ugu atvinnulífi.
Hins vegar var þar komið að
nýju leiðarstefi um innviði. Minnt
var á að traust grunnþjónusta,
öruggt og nægt rafmagn, áreið-
anleg fjarskipti og góðar sam-
göngur sköpuðu tækifæri til auk-
inna lífsgæða um allt land. Í því
samhengi var áréttað að Ísland
ætti að vera leiðandi í orkuskiptum
í heiminum með hagnýtingu end-
urnýjanlegra náttúruauðlinda og
verða fyrst landa til að verða óháð
jarðefnaeldsneyti.
Tekið var á ýmsum fleirum álita-
efnum og voru útlendingamálin þar
efst á blaði. Sagt var að breyta yrði
útlendingalöggjöfinni þannig að
hún tæki mið af löggjöf nágranna-
landanna, og eins þyrft að tryggja
að fólk, sem hingað leitaði eftir al-
þjóðlegri vernd, fengi umsóknir
sínar afgreiddar fljótt og örugg-
lega.
Innrás Rússlands í Úkraínu er
harðlega fordæmd í ályktuninni og
ekki kemur á óvart að þar er kveð-
ið á um að lækka þurfi skatta og
einfalda regluverk atvinnulífsins.
Hvatt var til aukinnar beinnar fjár-
festingar og þátttöku launafólks í
atvinnulífi. Kveðið var á um að rík-
ið ætti ekki að stunda samkeppnis-
rekstur við fyrirtæki á almennum
markaði; afnema ætti einkarétt
ríkisins á smásölu áfengis og selja
vínbúðir og fríhöfnina. Eins væri
mikilvægt að losa eignarhluti rík-
isins í fjármálafyrirtækjum, þar á
meðal í Íslandsbanka. Beinir rík-
isstyrkir til fjölmiðla væru óheil-
brigðir og skaðlegir.
Gæta þurfi meira aðhalds í ríkis-
útgjöldum og halda aftur af skulda-
söfnun ríkissjóðs. Sjálfstæðisflokk-
urinn hafnar því að lausn allra
mála felist í auknum útgjöldum
hins opinbera. Endurskoða þurfi
lög um opinber fjármál og lögfesta
útgjaldareglu fyrir hið opinbera.
Orkuskipti, lægri skattar og
minni ríkisafskipti efst á blaði
- Stjórnmálaályktun 44. landsfundar Sjálfstæðisflokksins
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2022