Morgunblaðið - 07.11.2022, Page 6

Morgunblaðið - 07.11.2022, Page 6
Morgunblaðið/Eggert Margt var um manninn á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem haldin var um helgina. Úkraínska þjóðlagasveitin Go_A, sem gerði garðinn frægan í Eurovision fyrir ári, kom fram í Listasafni Reykjavíkur á laugardagskvöldið og voru fjöl- margir aðdáendur sveitarinnar mættir til þess að fylgjast með. Formleg dagskrá hátíðarinnar hófst á fimmtudaginn og lauk á laugardagskvöld. Á dagskránni voru á níunda tug tón- listaratriða á sex tónleikastöðum í miðbæ Reykjavíkur en að auki voru óformlegir tónleikar hátíðarinnar víða. Virtu fyrir sér úkraínsku sveitina 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022 Dalvegur 30 www.ithaka.is • Lyngháls 4 • s: 595 7800 Verslunar- skrifstofu- og þjónustuhúsnæði í uppbyggingu Nokkur laus rými Gengi bandaríkjadals hefur ekki ver- ið hærra gagnvart íslenskri krónu síðan í efnahagshruninu 2008. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Ís- lands, segir stöðu alþjóðamála helsta áhrifavald- inn, og þá sérstak- lega stríðsátökin í Úkraínu. Annars vegar valdi væntur efna- hagssamdráttur í Evrópu því að menn kjósi frekar að geyma fjármuni sína í bandaríkjadal en öðrum gjaldmiðlum. Hin ástæðan er að mati Más landfræðilegt öryggi Bandaríkjanna, sem er fjarri þeim átökum sem geisa í Úkraínu. Einhliða sveifla hækki verð „Gjaldmiðlaviðskipti fylgja oft sveiflum, þannig að ef verðsveiflur byrja á annað borð að fara í eina átt þá heldur sú sveifla áfram,“ segir Már sem líkir þessu við ruðningsáhrif í eina átt. „Það myndast eins konar vega- tryggð, það er búið að afmarka veginn og þetta heldur áfram. Það hefur verið þróunin hér að bandaríkjadalur hefur verið að styrkjast jafnt og þétt í svolít- inn tíma, síðan bætist við þetta stríðs- ástand í Evrópu og þá magnar það þessa þróun í eina áttina.“ Staðan í dag er töluvert önnur en sú sem var uppi þegar bandaríkjadal- ur var síðast svo sterkur á móti krónu í miðju efnahagshruni. Þá var krónan afar verðlítil sem er ekki tilfellið í dag. Meðallaunþegi í sömu stöðu Þá bendir Már einnig á að launa- vísitalan hafi rúmlega tvöfaldast frá árinu 2009 og vel það frá árinu 2007. Samkvæmt því er dollar í dag, þrátt fyrir þessa nýlegu hækkun, svipað dýr og hann var fyrir íslenskan meðallaunþega árið 2007. Már tekur þó fram að kaupmáttur hvers dals sé minni í dag en hann var þá. „Bandaríkjadalurinn er núna í sér- flokki. Þeir sem fóru þungir í dollar fyrir 12 mánuðum síðan hafa ávaxtað pund sitt vel,“ segir Már. Hann kveður fleiri ástæður búa að baki verðhækkuninni en alþjóða- stjórnmál og bendir á að flest stærstu fyritækja heims séu staðsett í Banda- ríkjunum og að fjárfestaumhverfi hafi lengst af verið hagfelldast þar. „Bandarískir fjárfestar hafa haft minnst upp úr því að dreifa áhætt- unni sinni, ávöxtun innanlands hefur sögulega verið betri heldur en annars staðar,“ segir Már og kveðst ekki hafa séð neina snilldartakta í hag- stjórn Bandaríkjanna sem útskýra þessar virðishækkun bandaríkjadals- ins. baldurb@mbl.is Bandaríkjadalur í hæstu hæðum AFP Fé Stærstu fyrirtæki heims eru skráð á markað í Bandaríkjunum. - Lektor í fjármálum telur góða hagstjórn ekki orsakavald - Skráð miðgengi stóð í 147 krónum á föstudag - Þrátt fyrir hækkanir er hver dalur svipað dýr og hann var árið 2007 fyrir íslenska launþega Már Wolfgang Mixa. Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Landris hefur ekki mælst við Herðu- breið eða í grennd við fjallið á síð- ustu vikum. Mikil skjálftavirkni hef- ur verið á svæðinu síðan 22. október síðastliðinn þegar skjálfti af stærð- inni 4,1 reið yfir. Var skjálftinn sá stærsti frá upphafi mælinga í Herðu- breið. Benedikt Gunnar Ófeigsson, sér- fræðingur á sviði jarðskorpuhreyf- inga hjá Veðurstofu Íslands, segir mjög ólíklegt að virknin sé tengd hreyfingu á kviku og að líklegast sé um hreyfingu flekaskila að ræða. „Það myndi sjást vel á mælingum, ef það væri að kvika að fara úr Öskju,“ segir Benedikt. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur tekur í sama streng og Benedikt og bendir á að það sé mjög ólíklegt að gjósa fari í Herðubreið eða Herðu- breiðartöglum, þó í grenndinni séu þekktar eldstöðvar á borð við Öskju. „Þetta er utan við kerfi Öskju og Kverkfjalla og hvorug megineld- stöðvanna virðist kippa sér upp við þetta. Þannig að þetta er greinilega ótengt því,“ segir Páll. „Þetta stafar að öllum líkindum af spennu vegna flekahreyfinga. Það eru engin merki um kvikuinnskot þarna, ekki meðan á þessu stóð,“ bætir hann við og rifjar upp kviku- innskot sem varð í Upptyppingum árið 2007 og stóð yfir í ár. Ekkert landris mælst í grennd við Herðubreið - Tengjast ekki kvikuinnskoti - Myndi sjást greinilega Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skelfur Herðubreið skelfur enn, en ekkert landris hefur mælst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.