Morgunblaðið - 07.11.2022, Síða 13

Morgunblaðið - 07.11.2022, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022 BYGGINGALAUSNIR FRAMTÍÐAR Gæðahús á hagstæðu verði Miklir möguleikar í stærðum og gerðum einingahúsa Erum að taka við pöntunum á húsum til afhendingar vor/sumar 2023 www.tekta.is Ný mótmæli brutust út í Íran í gær í háskólum víðs vegar í norðvesturhluta landsins þar sem fjöldi Kúrda býr. Hafa mótmælin í Íran nú staðið yfir í sjö vikur þrátt fyrir harðar mótaðgerðir yfirvalda. Mótmælin í Íran brutust upp- runalega út vegna dauðsfalls Mahsa Amini en hún var handtekin fyrir að hafa brotið gegn reglum um klæðaburð kvenna þar í landi og lést í haldi lögreglu. Mótmælin sem geisa í Íran eru nú orðin stærsta áskorunin gegn klerka- stjórninni þar í landi síðan í bylt- ingunni 1979. Mótmælin í gær fóru af stað eftir að Nasrin Ghadri, kúrdískur nem- andi í Tehran, hafði verið barin til dauða af lögreglu á laugardaginn. Yfirvöld í Íran hafa enn ekki gefið neina skýringu á dauðsfalli hennar. Jörðuð án útfarar Ghadri var jörðuð daginn eftir án útfarar að kröfu yfirvalda. Yfirvöld fóru fram á það vegna hræðslu um að útför myndi hleypa af stað öng- þveiti og frekari mótmælum. Frá myndefni sem var deilt á samfélagsmiðlum af mótmælunum mátti sjá að mótmælendur köstuðu steinum og brenndu íranska fán- ann. Samkvæmt tilkynningu frá mannúðarhópnum Hengaw skutu öryggissveitir í bænum Marivan í átt að mótmælendum með þeim af- leiðingum að 35 manns særðust. Að minnsta kosti 186 hafa verið drepnir af lögreglu frá því mót- mælin hófust í Íran. Þá voru sex- tán skotnir til bana af öryggis- sveitum í mótmælum eftir bænastund á föstudaginn í bænum Khash. AFP Íran Fjöldi mótmælenda gengur eft- ir hraðbraut í borginni Karaj. Mótmæli halda áfram að brjótast út - 186 mótmælendur drepnir hingað til Alls létust nítján manns þegar far- þegaflugvél hrapaði í Viktoríuvatn í Tansaníu í gær. Flugferðin var á vegum flugfélagsins Precision Air en alls voru 43 farþegar um borð þegar vélin hrapaði í vatnið eftir að áhöfnin hafði byrjað að búa sig undir lendingu í borginni Bukoba. Viðbragðsaðilar og sjálfboða- liðar fjölmenntu þá á staðinn til að hefja björgunaraðgerðir á meðan flugvélin sökk. Náðist þá að bjarga 24 úr braki vélarinnar og úr vatninu en tveir viðbragðs- aðilar slösuðust við aðgerðinar. Voru því 26 manns samtals fluttir á spítala. Yfirvöld í Tansaníu telja að slysið hafi mögulega orðið vegna slæms veðurs en á tíma slyssins var mikil rigning og vind- ur á svæðinu. Kassim Majaliwa, forsætisráð- herra Tansaníu, var harmi sleginn þegar hann ávarpaði hóp fólks á flugvellinum í Bukoba í gær. „All- ir ríkisborgarar Tansaníu eru með ykkur í þessu sorgarferli.“ TANSANÍA Flugvél brotlenti á stærsta vatni Afríku Imran Khan, fyrrverandi for- sætisráðherra Pakistans, hefur verið útskrifaður af spítala en hann hefur dval- ið þar síðan hann særðist í skot- árás á mótmæla- fundi á fimmtu- daginn. Talið er að um banatilræði hafi verið að ræða en skotið hæfði Khan í báða fótleggina. Khan sjálf- ur heldur því fram að Shehbaz Sha- rif, núverandi forsætisráðherra, hafi staðið á bak við tilraunina. Skotárásin og ásökun Khans hafa aukið spennustigið í Pakistan til muna en spenna hefur ríkt þar síð- an Khan var vikið úr embætti eftir vantrauststillögu í apríl. Einn er í haldi lögreglu vegna árásarinnar en yfirvöld telja að hann hafi verið einn að verki. Sá grunaði hefur ját- að verknaðinn. PAKISTAN Khan laus af spítala eftir morðtilraun Imran Khan Vítalí Klitsjkó, borgarstjóri Kænu- garðs, varaði borgarbúa við mögu- legu allsherjarrafmagnsleysi í borg- inni og hvatti fólk til að búa sig undir að þurfa að yfirgefa borgina í flýti. Úkraínumenn hafa þurft að þola síendurtekið tímabundið raf- magnsleysi og skort á vatni vegna linnulausra loftárása Rússa á mik- ilvæga innviði í landinu. Hingað til hafa um 40 prósent af orkukerfum Úkraínu orðið fyrir skemmdum sökum árása Rússa. Í sjónvarpsútsendingu í Úkraínu vísaði Klitsjkó til árása Rússa sem hryðjuverka og þjóðarmorðs: „Vla- dimír Pútín, forseti Rússlands, þarf ekki á fólki Úkraínu að halda. Hann þarf landsvæði, hann þarf Úkraínu án okkar. Þess vegna er allt það sem er að gerast núna þjóðarmorð. Hann vill að við deyjum eða að við flýjum landið okkar svo að hann geti tekið við því.“ Svo virðist sem Úkraínumenn hafi svarað fyrir sig í gær en sam- kvæmt tilkynningu frá rússneskum viðbragðsaðilum í Úkraínu eyðilagði úkraínski herinn stíflu sem þjónar lykilhlutverki vegna Kakhóva-virkj- unarinnar í Kerson-héraði sem er nú undir yfirráðum Rússa. Stíflan var eyðilögð með eldflaugaárás en stíflan útvegar vatn til Krímskaga sem er einnig undir yfirráðum Rússa. Rússar þykjast hörfa Þá tilkynnti úkraínski herinn í gær að rússneskur herafli væri að þykjast hörfa í Kerson-héraði til að reyna að draga her Úkraínu í orr- ustu á opnu svæði. „Rússneskir hermenn reyna allt sem þeir geta til að sannfæra alla um að þeir séu að hörfa en við sjáum skýr merki sem benda til þess að það sé ekki satt,“ tilkynnti Natalía Húmenjúk, einn upplýsingafulltrúa úkraínska hersins. Að sögn Humenjúk er um gildru að ræða og bendir hún á að Rússar séu að reyna að fá her Úkraínu til að færa sig inn á svæði þar sem myndi reynast erfitt fyrir hermenn að verja sig. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins undirbýr núna fjárhags- aðstoðarpakka fyrir Úkraínu en hann gæti numið 1,5 milljörðum evra á mánuði. Það eru um 218 milljarðar íslenskra króna. Sam- kvæmt tísti frá Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, funduðu hann og Ursula von der Leyen, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, í gær til að ræða mögulega fjárhagsaðstoð, við- skiptaþvinganir gegn Íran og fleira. Samkvæmt yfirlýsingu frá ESB mun von der Leyen leggja tillögu fyrir framkvæmdastjórnina í þess- ari viku. Segir árásirnar þjóðarmorð - Borgarstjóri Kænugarðs hvetur íbúa til að undirbúa rýmingu - „Hann vill að við deyjum eða flýjum landið okkar“ - ESB undirbýr tillögu að fjárhagsaðstoð AFP/Yasuyoshi Chiba Stríð Vitalí Klitsjkó, borgarstjóri Kænugarðs, var ómyrkur í máli. Joe Biden, núverandi forseti Bandaríkjanna, og Barack Obama, fyrrverandi forseti, komu saman á laugardagskvöld til að sýna stuðn- ing sinn við John Fetterman, fram- boðsefni Demókrataflokksins í Pennsylvaníu til öldungadeildar Bandaríkjanna. Fetterman berst við Mehmet Oz sem er frambjóð- andi Repúblikanaflokksins. Þing- kosningar verða haldnar á morgun og þykir ljóst að mikið er í húfi fyr- ir báða flokka. Kosið er um öll 435 sætin í full- trúadeild Bandaríkjaþings og 35 af 100 sætum í öldungadeild. Eins og er eiga demókratar og repúblik- anar jafn mörg sæti í öldungadeild, en atkvæðisréttur Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, gerir gæfumuninn fyrir demókrata. Mikið í húfi þegar kosið verður til fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings Gengið til kosninga á morgun AFP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.