Morgunblaðið - 07.11.2022, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022
Nýtt Landslagið í borginni breytist hratt þegar nýjar byggingar rísa. Í nýju húsi Alþingis milli Kirkjustrætis, Vonarstrætis og Tjarnargötu verða meðal annars skrifstofur fyrir þingmenn.
Árni Sæberg
Á hverju hausti ger-
ist það að fréttahauk-
urinn Kristján Már
Unnarsson á Stöð 2
leggur í langferð og
heimsækir fólk og
byggðir landsins í
þættinum Um land allt.
Fréttamaðurinn kann
að tala við fólk og leiðir
fram bændur og búalið
sem eru að gera merki-
lega hluti í byggð sinni.
Nú heimsótti hann Fljótin í Skaga-
firði og varpaði sýn á dugmikið fólk,
bændur í fremstu röð sem eiga sér
hugsjónir og kunna að gera mikið úr
búskap sínum og ferða-
þjónustu. Í þættinum
sáum við einnig dýr-
asta hótel Íslands á
Deplum; snjórinn, skíð-
in, veiðin og kyrrðin
gera Fljótin að kjör-
lendi þeirra sem unna
fegurð og ævintýrum.
Sá sem þetta ritar
var gestur í sumar á
Fljótamannahátíð um
verslunarmannahelg-
ina, þar kynntist ég
þessum drifkrafti og
samvinnu og vilja allra sem reka bú-
skap og fyrirtæki í þessari undr-
anáttúru og búa við einstakt mann-
líf. Ég fann að þetta dugnaðarfólk
var ekki kröfuhart í garð stjórn-
málamanna eða ríkisvaldsins.
Grunnskólinn er farinn og þjónustan
annaðhvort á Siglufirði, Akureyri
eða Sauðárkróki, KS rekur verslun á
Ketilási. Vegurinn til Siglufjarðar er
að hruni kominn, hættulegur, já lífs-
hættulegur. Og þegar ég spurði
hvað skipti Fljótin mestu máli upp á
framtíðina kom svarið í einum kór:
„Jarðgöng til Siglufjarðar.“
Jarðgöng til Siglufjarðar eru ekki
löng jarðgöng og vegurinn er hættu-
legur, kallar á miklar úrbætur strax
til að koma í veg fyrir slys. Fljóta-
göng eru á dagskrá bæði hjá sveit-
arstjórn Skagafjarðar, Kaupfélagi
Skagfirðinga og Samtökum sveitar-
félaga á Norðvesturlandi og vonandi
á Norðausturlandi einnig. Fljóta-
göng eru hvorki löng né dýr og þau
myndu breyta Norðurlandi og vera
mikilvæg tenging milli byggða-
kjarna og atvinnulífsins. Húsavík í
norðri með Vaðlaheiðargöng til Ak-
ureyrar, Akureyri og Dalvík með
Ólafsfjarðargöng til Ólafsfjarðar,
Ólafsfjörður með Héðinsfjarðargöng
til Siglufjarðar, Siglufjörður með
jarðgöng yfir í Fljótin til Sauðár-
króks og Þverárfjallið til Blönduóss.
Norðurland yrði eitt stórt athafna-
og atvinnusvæði.
Héðinsfjarðargöng gerðu krafta-
verk á Siglufirði, Róbert Guðfinns-
son athafnamaður byggði upp hótel
og nýtt atvinnulíf þar. Fljótagöngin
gera Fljótin að þeim draumi sem
duglega fólkið þar dreymir um.
Stjórnmálamennirnir vita að Fljóta-
göng og samgöngur eru mikilvæg-
ustu innviðir byggðanna. Ég hvet
stjórnvöld, innviðaráðherra og
Vegagerðina til að hraða gerð þess-
ara brýnu jarðganga.
Guðni Ágústsson » Stjórnmálamenn-
irnir vita að Fljóta-
göng og samgöngur eru
mikilvægustu innviðir
byggðanna.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður og
ráðherra.
Fljótagöng breyta Norðurlandi og byggðamálum
Samstarf á norð-
urslóðum er okkur Ís-
lendingum afar mik-
ilvægt enda
nauðsynlegt að samtal
og samvinna fari fram
um sameiginleg mál-
efni svæðisins. Með
þeim umhverfis-
breytingum sem nú
eiga sér stað auk ut-
anaðkomandi áhrifa
standa íbúar norð-
urslóða frammi fyrir verulegum
áskorunum. Mikilvægt er að við sem
búum þar störfum saman að því að
bæta lífskjör íbúa á norðurslóðum
og styrkja félagslega og menning-
arlega þróun á svæðinu.
Eins og mörgum er kunnugt ligg-
ur starf Norðurskautsráðsins og
þingmannaráðstefnunnar um norð-
urskautsmál niðri um þessar mund-
ir vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Þrátt fyrir að formlegt
samstarf liggi niðri
sótti þingmannanefnd
um norðurskautsmál
ráðstefnu um málefni
norðurskautsins sem
haldin var á Grænlandi
í september.
Ráðstefnan var hald-
in af danska þinginu og
bar yfirskriftina: Ráð-
stefna þingmanna á
norðurslóðum – nor-
rænt og norðuramer-
ískt samstarf. Á ráð-
stefnunni komu saman
þingmenn frá Norðurlöndunum og
Norður-Ameríku og ræddu málefni
norðurskautsins. Þar voru ýmis
áhugaverð verkefni sem unnið er að
á norðurslóðum kynnt með sérstakri
áherslu á Grænland.
Áhersla á lausnir
Tilgangur ráðstefnunnar var að
deila reynslu og hugmyndum, eins
og tíðkast hefur á þingmannaráð-
stefnunni, sem að jafnaði er haldin
annað hvert ár og hefur verið sam-
starfsvettvangur þingmanna aðild-
arríkja Norðurskautsráðsins frá
1993. Meginviðfangsefni voru lofts-
lagsbreytingar, sjálfbær efnahags-
þróun og mannlíf á norðurslóðum. Í
því sambandi var komið inn á margt
áhugavert, með áherslu á lausnir á
áskorunum sem fólk á norður-
slóðum glímir við. Fjallað var um
mikilvægi þess að íbúar við norð-
urskautið verði í forystu við að leita
lausna við græna og endurnýjanlega
orkuöflun, fyrir stór og smá sam-
félög. Dæmi um slík verkefni eru
frekari nýting vatnsafls, tilraunir
með sólarrafhlöður sem koma
skemmtilega á óvart, ræktun græn-
metis í gróðurhúsum í Nuuk og hug-
myndir um að nýta „jöklamjöl“ til
áburðar.
Mörg og mikilvæg málefni
Réttindi og varðveisla menningar
frumbyggja var til umræðu og þar á
meðal mikilvægi þess að þeir væru
sýnilegir í kvikmyndum og fjöl-
miðlum. Það er svo mikilvægt að
skoða veröldina frá sjónarhóli fólks-
ins á norðurslóðum. Þá var lögð
mikil áhersla á að halda áfram að
yfirstíga miklar fjarlægðir norður-
slóða og byggja upp möguleika
dreifbýlissamfélaga með góðum net-
tengingum til að efla fjarheilbrigðis-
og velferðarþjónustu og rafræna
námsmöguleika.
Undirrituð tók þótt í umræðu um
geðheilbrigðismál og greindi meðal
annars frá íslenska forvarnarmód-
elinu í vímuvörnum, vinnu að breyt-
ingum í málefnum barna og nýsam-
þykktri stefnu í geðheilbrigðis-
málum. Þar var einnig sagt frá
áhugaverðum rannsóknum Græn-
lendinga við að greina þætti sem
styrkja geðheilbrigði fólks á norður-
slóðum og fjallað um þróunarverk-
efni til sjálfseflingar fólks sem ekki
finnur sig í skólakerfinu.
Íslenska sendinefndin saman-
stendur af þremur þingmönnum
sem eru, auk undirritaðrar, Eyjólfur
Ármannsson og Berglind Ósk Guð-
mundsdóttir. Með nefndinni starfar
alþjóðaritarinn Arna Gerður Bang.
Að hitta fulltrúa annarra þjóða á
norðurslóðum getur aðeins orðið til
góðs, sérstaklega í því umróti sem
nú á sér stað í heiminum. Ég get
fullyrt að allir ráðstefnugestir hafi
farið heim með mikilvægt veganesti
inn í komandi verkefni og stærra
tengslanet en áður.
Samstarf á norðurslóðum heldur áfram
Líneik Anna
Sævarsdóttir » Að hitta fulltrúa ann-
arra þjóða á norður-
slóðum getur aðeins
orðið til góðs, sér-
staklega í því umróti
sem nú á sér stað í
heiminum.
Líneik Anna
Sævarsdóttir
Höfundur er þingmaður Framsóknar
og formaður þingmannanefndar um
norðurskautsmál.