Morgunblaðið - 07.11.2022, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022
✝
Mundína Ásdís
Kristinsdóttir
fæddist á Akureyri
30. nóvember 1972.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans
31. október 2022.
Foreldrar henn-
ar eru María S. Ás-
grímsdóttir, f. 20.
ágúst 1939, og
Kristinn Finnsson,
f. 8. janúar 1941.
Systkini Mundínu eru: 1) Dreng-
ur, f. 11. október 1966, d. 11.
október 1966. 2) Drengur, f. 11.
október 1966, d. 11. október
1966. 3) Þorgerður, f. 12. nóv-
ember 1967, eiginmaður hennar
er Bjarni Ragnarsson, f. 5. maí
1966. Börn þeirra eru Halldóra
Margrét, f. 23. apríl 1993, sam-
býlismaður hennar er Valur
Hauksson, f. 4. júlí 1981, og eiga
þau tvær dætur, Hebu, f. 2.
ágúst 2020, og Ásu, f. 24. mars
2022. Kristinn Már, f. 28. júní
1995, eiginkona hans er Jessica
Elizabeth Matyas, f. 28. apríl
1997. Guðmundur Ingi, f. 19.
janúar 1999. 4) Anna María, f.
Mundína lét mikið til sín taka
í íþróttahreyfingunni, þá
sérstaklega innan blak- og
skíðasambandsins. Hún fór sem
sjúkraþjálfari með skíðalands-
liðum fyrir Íþrótta- og ólympíu-
samband Íslands á ólympíudaga
æskunnar frá 1999 og einnig á
vetrarólympíuleika í Tórínó
2006 og í Vancouver 2010. Hún
fór einnig víða sem sjúkraþjálf-
ari fyrir blaklandslið Íslands,
meðal annars á ófáa smáþjóða-
leika. Síðustu ár var hún einnig
þessum samböndum innan hand-
ar við að útvega sjúkraþjálfara í
ýmis verkefni og gerði það með
sóma þrátt fyrir veikindi sín.
Mundína sat í stjórn Félags
sjúkraþjálfara 2003-2009, í
stjórn blakdeildar Aftureld-
ingar 2013-2017 og í stjórn
Blaksambands Íslands 2013-
2014. Þá var hún í afreksnefnd
Blaksambands Íslands til fjölda
ára. Hún var sæmd silfurmerki
Blaksambands Íslands og silf-
urmerki Aftureldingar árið
2018. Hún spilaði sjálf öld-
ungablak með Aftureldingu eins
lengi og heilsa leyfði.
Hún hafði mikla unun af
ferðalögum, jafnt innanlands
sem utan.
Útför Mundínu fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 7. nóv-
ember 2022, og hefst athöfnin
klukkan 13.
22. maí 1974, eig-
inmaður hennar er
Friðrik Kjart-
ansson, f. 22. októ-
ber 1975. Börn
þeirra eru María
Björk, f. 5. febrúar
2004, og Kjartan
Ingi, f. 29. sept-
ember 2008.
Mundína ólst upp
á Akureyri. Hún
gekk í Lundarskóla
og síðar lá leiðin í Mennta-
skólann á Akureyri þaðan sem
hún lauk stúdentsprófi árið
1992. Áhugi hennar á íþróttum
byrjaði snemma, en sem barn
æfði Mundína knattspyrnu og
skíði af miklu kappi.
Hún flutti til Reykjavíkur
haustið 1993 þar sem hún lærði
sjúkraþjálfun við Háskóla Ís-
lands og lauk B.Sc.-gráðu þaðan
árið 1997. Hún starfaði alla tíð
sem sjúkraþjálfari, á Reykja-
lundi 1997-2008, á HL-stöðinni
frá 1999 og til starfsloka, síð-
ustu árin sem yfirsjúkraþjálfari.
Hún hafði starfað hjá Gáska
sjúkraþjálfun frá árinu 2008.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)
Nú þögn er yfir þinni önd
og þrotinn lífsins kraftur
í samvistum á sæluströnd
við sjáumst bráðum aftur.
(Ingvar N. Pálsson)
Mamma og pabbi.
Elsku mamma Munda. Þú
varst svo stór hluti af öllu sem ég
gerði og tók mér fyrir hendur.
Þótt aðeins séu rúm tíu ár síðan
ég kynntist þér líður mér eins og
þú hafir verið hjá mér allt mitt
líf. Þú sendir mig á braut sem ég
vissi ekki að væri ætluð mér, en
að sjálfsögðu varstu löngu búin
að finna út úr því hvað ég ætti að
gera.
Það eru ekki margir sem
kynnast verndarenglum í mann-
legu formi en það var hún
Munda mín, verndarengill fyrir
alla í kringum sig. Við upplifðum
ófá ferðalög saman og þótt hún
væri titluð sjúkraþjálfari í flest-
um þeirra var það oftar en ekki
sem hún setti teip á hausinn
frekar en annað. Hún kenndi
mér að berjast fyrir því sem ég
trúði á, las yfir mér þegar ég
gerði eitthvað ekki svo gáfulegt
og meira segja sendi mig út í
horn í miðjum leik fyrir að láta
ekki eins og íþróttamaður ætti
að láta. Hún var reyndar ósátt
þegar pabbi kom og huggaði lít-
inn fýlupúka en ég tel að ég hafi
lært mína lexíu. Munda var
óhrædd við að segja sínar skoð-
anir og standa með þeim sem
þurftu, ávallt reiðubúin að að-
stoða og leiða fólkið sitt í rétta
átt.
Saman upplifðum við gleði,
sorg, hamingju og ósanngirni,
því miður mun meiri ósanngirni
en margir upplifa og enginn á
skilið. Þú snertir við öllum sem
kynntust þér og steigst inn í öll
þau verkefni sem þér bárust og
aðrir þurftu aðstoð með. Þrátt
fyrir allar hindranirnar sem á
vegi þínum urðu var aldrei langt
í hamingjuna og að lifa í núinu,
þvílík barátta sem einkenndi þig,
sama hvað á móti blés. Þú sýndir
okkur hvað það er mikilvægt að
gera það sem skiptir okkur máli;
standa með okkur sjálfum og
hafa trú.
Ég er svo þakklát Mundu
minni fyrir að hafa fengið að
vera partur af hennar lífi þessi
tíu ár sem voru alltof fljót að
líða. Á þessum stutta tíma tókst
okkur að upplifa hluti sem fáir
upplifa allt sitt líf; við urðum
saman Evrópumeistarar smá-
þjóða, við komumst í atvinnu-
mennsku, við komumst í námið,
við lentum á veggjum, við lent-
um í erfiðum holum og við fund-
um leið upp, saman, alltaf sam-
an.
Ég veit ekki hvaða góðverk ég
gerði í fyrra lífi til þess að vera
svo lánsöm að eiga þrjá foreldra
til þess að ala mig upp og gera
mig að þeirri manneskju sem ég
er í dag, en Munda var aukafor-
eldrið sem allir þyrftu að eiga og
einhverjir auk mín voru svo lán-
samir að kynnast. Aldrei hef ég
kynnst manneskju eins og þér
Munda. Þú varst og verður minn
uppáhaldsherbergisfélagi í
landsliðsferðum, grínisti í erfið-
um aðstæðum og verndarengill
þegar ég sé enga leið út.
Að stíga næstu skref án þín
verður það erfiðasta sem ég mun
gera, að útskrifast úr náminu
sem þú komst mér í er óhugs-
andi og að spila næsta leik án þín
verður eins og að spila einhent.
En ég veit að þú horfir til okkar,
verndarengillinn minn, og gefur
okkur þann styrk; þinn styrk til
þess að halda áfram og muna að
lífið er núna.
Eins og Bubbi sagði það best;
um aldur og ævi þú verður mér
kær, aldrei ég skal þér gleyma.
Hvíldu í friði, fallega ljós, þín
verður minnst um ókomna tíð.
Fjölskyldu og ættingjum
votta ég samúð mína.
Þín blakdóttir,
Thelma Dögg.
Elsku Munda. Ég trúi því
varla að ég sé að skrifa þér
minningarorð. Ég trúi ekki að ég
eigi ekki eftir að geta hringt í þig
aftur og að stelpurnar mínar
muni ekki eiga Mundu frænku
eins og ég var svo heppin að hafa
alltaf mér næst.
Mér finnst titillinn þinn sem
móðursystir mín ekki lýsa okkar
sambandi nógu vel. Þú varst mér
svo miklu meira en það. Þú varst
mér eins og önnur mamma og
mín besta vinkona. Við áttum
líka svo margt sameiginlegt,
enda grínuðumst við oft með það
að ég hlyti nú eiginlega að vera
dóttir þín. Ég var litla frímerkið
þitt frá fyrsta degi.
Ætli það hafi ekki mótað mig
að mörgu leyti þegar þú bjóst
hjá okkur þegar ég var tæplega
ársgömul. Sat á gólfinu hjá þér á
meðan þú lærðir líffærafræðina.
Við ræddum oft að það hlyti að
hafa verið upphafið á áhuga mín-
um á hjúkrunarfræði. Snemma
beygist krókurinn.
Ég leit alltaf mikið upp til þín
og vildi helst verða alveg eins og
þú. Við störfuðum báðar í heil-
brigðisgeiranum og deildum
áhuga á hvers kyns íþróttum og
útivist. Þú varst konan sem ég
gat hringt í og fengið ráð hjá,
eða ef ég þurfti bara smá hvatn-
ingu. Alltaf varst þú boðin og bú-
in að aðstoða.
Mér eru minnisstæð öll ferða-
lögin okkar milli landshluta, þar
sem ég var yfirheyrð um helstu
staðhætti alla leiðina, ef við vor-
um þá ekki að syngja einhver
góð íslensk lög saman. Ekki ör-
vænta, ég mun halda áfram að
þreyta Maríu Björk með söngn-
um.
Í seinni tíð var það ekki bara
ég sem fékk að njóta þess að
eiga þig sem frænku, en dætur
mínar tvær dýrkuðu þig og dáðu
og ég veit að það var gagn-
kvæmt. Litlu gullmolarnir þínir
tveir. Samband þitt og Hebu
minnar var einstakt. Hún vildi
alltaf hringja í Mundu frænku.
Stafurinn þinn var líka sá fyrsti
sem hún lærði. Svo fæddist Ása
og ekki var hún minna í uppá-
haldi hjá Mundu frænku. Þú
ljómaðir í kringum þær systur
og vildir alltaf hafa þær nálægt
þér. Jafnvel á síðustu metrunum
opnaðir þú faðminn fyrir litlu
konurnar. Ég mun gera mitt
allra besta að halda minningu
þinni lifandi og segja stelpunum
mínum sögur af þér.
Elsku Munda. Söknuðurinn er
óbærilegur. Ég held að það hafi
ekki verið til betri kona en þú.
Kona sem lifði fyrir fólkið sitt,
lífsglöð og kvartaði aldrei. Sagði
bara áfram og upp, ekkert væl.
Takk fyrir að vera besta frænka
í heimi. Takk fyrir allt. Sakna
þín og elska.
Frímerkið þitt,
Halldóra Margrét.
Elsku Munda frænka.
Það er sárt að sjá á eftir þér
svo skömmu áður en ég kom aft-
ur heim. Að kynna þig fyrir kon-
unni minni var það sem ég
hlakkaði mest til, svo þessar
fréttir voru afskaplega sárar. Þú
hefðir getað kennt Jess nöfn
hvers einasta fjalls og farið yfir
nauðsynlegan búnað fyrir háska-
för út á land með bros á vör, því
þú varst alltaf tilbúin að aðstoða.
Við munum bæði sakna þín mik-
ið, þrátt fyrir að bara annað okk-
ar hafi hitt þig.
Kristinn og Jessica.
Við Ytri-Ár-frænkur minn-
umst Mundu frænku með hlýju,
þakklæti og söknuði.
Við erum tuttugu og fimm
systkinadætur og eigum ættir
okkar að rekja til Ytri-Ár á
Kleifum við Ólafsfjörð. Við segj-
um oft að við séum heppnar að
tilheyra þessari stóru fjölskyldu
en ekki síst að vera fæddar í
rétta hollinu, svo ánægðar erum
við hver með aðra.
Í mörg ár höfum við ræktað
vinskap okkar með reglulegum
samverum, með frænkuboðum á
vorin, nú síðast í maí síðastliðn-
um heima hjá Mundu, og einni
utanlandsferð sem við fórum í
vorið 2019. En hæst ber þó ár-
legan hitting okkar í Vatnsdaln-
um síðustu ellefu ár. Samvera
sem byrjaði sem helgi, en er nú
þrír dagar af því að það er svo
gaman. Ævintýraljómi hefur ein-
kennt þessar helgar og samveru
og þar höfum við haft einstakt
tækifæri til að rækta vinskap
okkar, gert handavinnu, farið í
gönguferðir, lært hver af ann-
arri, haldið galakvöld og glaðst
yfir lífinu og uppruna okkar.
Munda setti sinn svip á þessa
samveru, hvatti okkur til hreyf-
ingar og dreif okkur áfram, miðl-
aði þekkingu sinni, hvort heldur
er varðaði heilsu eða handa-
vinnu. Munda átti líka til að
stoppa ruglið í okkur hinum um
einstök málefni með rökum og
staðreyndum. Nærvera hennar
einkenndist af jákvæðni, bros-
mildi en á sama tíma gat hún
verið mjög ákveðin. Þessar sam-
verustundir okkar hafa gefið
okkur alveg ótrúlega mikið og
erum við auðmjúkar og þakklát-
ar fyrir þær. Það er ekki gefið að
eiga svona frænkuhóp.
Í byrjun október var okkar ár-
legi hittingur í Vatnsdalnum og
var alveg skýrt af hendi Mundu
að þangað ætlaði hún. Óhætt er
að segja að ákveðni hennar,
þrjóska og einbeittur vilji hafi
komið henni þangað. Við nutum
félagsskapar hver við aðra eins
og áður en mögulega vorum við
hljóðlátari þessa daga en fyrri
ár. Það fór ekki framhjá okkur
að dagurinn í dag skipti máli,
ekki gærdagurinn og ekki morg-
undagurinn, aðeins dagurinn í
dag og stundin sjálf. Eins og
Munda sagði svo oft: „Brosa og
njóta, lífið er núna.“ Við höfum
fengið að kynnast því í þessum
frænkuhóp að lífið er hverfult og
við vitum ekki hvaða tíma við
höfum hér. Njótum hans meðan
við getum.
Systrabandalag þeirra systra,
Mundu, Þorgerðar og Önnu var
náið og hlýtt og ljóst er að þær
systur hafa misst mikið.
Að ári mun loga kerti á
frænkuhelginni fyrir Mundu og
munum við ávallt minnast henn-
ar með hlýju og söknuði.
Við vottum foreldrum hennar,
systrunum Þorgerði og Önnu
Maríu og fjölskyldum þeirra
innilega samúð.
Fyrir hönd systkinadætranna,
Erla Hrönn og Guðrún.
Elsku Munda frænka, það er
erfitt að sætta sig við það að þú
skulir vera farin frá okkur svo
snemma. Ég verð ævinlega
þakklátur fyrir allar okkar
stundir saman og mun varðveita
þær um ókomna tíð. Ég mun
sakna þess að fá ekki spurningar
frá þér um heiti allra fjarða, dala
og fjalla á förnum vegi með þér.
Takk fyrir allt sem þú hefur
kennt mér. Þú skilur eftir stórt
skarð í lífi okkar allra sem við
reynum að fylla með þeim hlýju
minningum sem við eigum.
Sjáumst síðar.
Þinn
Guðmundur Ingi.
„Áfram og upp.“ Þetta var
mantran hennar Mundu frænku
minnar. „Áfram og upp.“ Þegar
ég horfi til baka, þá á ég svo auð-
velt með að sjá þennan þráð í
gegnum allt hennar líf: „Áfram
og upp.“
Þegar Munda frænka flutti
suður og byrjaði í sjúkraþjálfun
við HÍ, þá hittumst við mun oftar
en áður. Við sameinuðumst í
áhuga okkar á útivist og þá sér-
staklega á skíðum. Við fórum
víða saman, upp ýmsar innlendar
sem erlendar skíðabrekkur og
niður þær jafn margar. Munda
var alltaf skrefinu á undan mér.
Hún stóð upp um leið og klukkan
hringdi á morgnana á meðan ég
sneri mér á hina hliðina. Hún
reyndi einu sinni að kippa af mér
sænginni til að koma mér á fæt-
ur, í brunakulda á gistihúsi í
austurrísku Ölpunum. Hún
reyndi það ekki aftur. Munda
var fyrst í morgunmat og hún
var fyrst að spenna á sig skíðin.
Hún var fyrst í lyfturöðina og
hún renndi sér fyrst af stað nið-
ur brekkurnar. Það þýðir ekki
það að hún hafi ekki borið hag
okkar hinna fyrir brjósti sér,
þvert á móti. Hún var ötul við að
hvetja sitt fólk áfram til góðra
verka og var alltaf fyrst á stað-
inn þegar aðstoð vantaði. Hún sá
tækifærin, bjóst við því besta og
var sannfærð um að það yxi sem
að væri hlúð.
Mitt faðirvor
Ef öndvert allt þér gengur
og undan halla fer,
skal sókn í huga hafin,
og hún mun bjarga þér.
Við getum eigin ævi
í óskafarveg leitt
og vaxið hverjum vanda,
sé vilja beitt.
Þar einn leit naktar auðnir,
sér annar blómaskrúð.
Það verður, sem þú væntir.
Það vex, sem að er hlúð.
Þú rækta rósir vona
í reit þíns hjarta skalt,
og búast við því bezta,
þó blási kalt.
Þó örlög öllum væru
á ókunn bókfell skráð,
það næst úr nornahöndum,
sem nógu heitt er þráð.
Ég endurtek í anda
þrjú orð við hver mitt spor:
Fegurð, gleði, friður
mitt faðirvor.
(Kristján frá Djúpalæk)
Það er sagt að tíminn sé ótak-
mörkuð auðlind, sem er vissu-
lega satt að ákveðnu marki. Tím-
inn heldur áfram og stoppar
aldrei. Öllu er afmörkuð stund
og sérhver hlutur undir himn-
inum hefur sinn tíma. Uppgjöf
var ekki til í huga frænku minn-
ar, hún skoraði tímann svo sann-
arlega á hólm. Með sókn í huga
tókst hún á við hvert verkefnið á
eftir öðru, allt fram á síðasta
dag.
Vilborg Dagbjartsdóttir gerði
tímann að yrkisefni í ljóði sínu
Viðhorf. Þar lýsti hún tímanum á
þann hátt að hún þræddi dagana,
eins og skínandi perlur, upp á
óslitinn silfurþráð. Minningar
mínar um minn tíma með Mundu
frænku má því finna sem skín-
andi perlur á mínum silfurþræði.
Við vorum frænkur og vinkon-
ur, við vorum um margt líkar og
þó ekki, okkar tenging var ein-
læg og nærandi. Við heyrðum
hvor í annarri reglulega, hitt-
umst þegar það var hægt og not-
uðum smáskilaboð og myndsend-
ingar mikið. Síðasta kveðjan hjá
okkur var að bjóða hvor annarri
góða nótt. Rúmum sólarhring
síðar kvaddi Munda.
Elsku Munda mín frænka,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Minning þín mun lifa um ókomna
tíð. Ég næ ekki að halda í við þig
núna, en sendi þér fegurð, gleði
og frið upp í hæstu hæðir. Áfram
og upp.
Guðrún Lárusdóttir
(Gurra).
Munda var einstök kona, vin-
kona og frænka. Hún gerði allt
fyrir alla og ofdekraði okkur
frændsystkinin. Það var alltaf
jafn gaman að hitta Mundu, hún
tók alltaf fagnandi á móti manni
og kyssti okkur með sínum hætti
sem var að purra svona á mann.
Líf Mundu endaði alltof snemma
og held ég að við getum öll verið
sammála um það. Þetta er klár-
lega það erfiðasta sem ég hef
gert, því ekki var ég bara að
kveðja systur mömmu minnar
heldur eina af bestu vinkonum
mínum og klettinn minn. En í
stað þess að velta okkur upp úr
hlutum sem hún mun missa af,
eins og 50 ára afmælinu sínu, út-
skriftum, afmælum, jólum og svo
mætti lengi telja, vil ég minnast
allra góðu stundanna með henni.
Ég var svo heppin að vera mjög
náin Mundu og þegar ég var lítil
var ég oft kölluð frímerkið henn-
ar þar sem ég límdist við hana
um leið og ég sá hana. Við
Munda gerðum margt saman.
Við fórum til útlanda í skíðaferð
þar sem hún fékk ógeð á brauði
og pítsum út af mér, ég fékk
einkaferð til Reykjavíkur að
hitta hana, ættarmót, útilegur og
allt þetta. En það sem stendur
hve mest upp úr eru þessir ein-
földu hlutir eins og að syngja
ABBA-lög alla leið frá Reykjavík
til Akureyrar, búa til göngu-
skíðabraut í garðinum hans afa,
spurningakeppnir og fótbolti á
Ytri-Á og samvera með henni yf-
irhöfuð.
Hún var mikill peppari minn í
námi og veitti mér traust og að-
hald alveg fram á síðustu viku
sína. Hún hjálpaði mér fyrir
erfðafræðipróf síðastliðinn
mánudag. P.s. Munda, við feng-
um 9,8, náði bara aldrei að segja
þér það. Munda var þannig gerð
að hún setti alla í fyrsta sæti, ég
veit ekki hve oft hún hefur
bjargað mér í fótboltaferðum þar
sem ég hef meiðst eða þurft hef-
ur að teipa. En Munda mætti
ávallt og reyndi að tjasla okkur
saman og hvatti okkur svo
áfram. Það skipti engu máli
hvort hún var með krabbamein
eða ekki, hún mætti á alla leiki
okkar hér fyrir sunnan. Ég veit
þú ert á betri stað núna þrátt
fyrir að þetta sé ósanngjarnt fyr-
ir okkur hin, en njóttu þess að
gera allt sem þú gast ekki gert
hér hjá okkur. Ég verð alltaf
stolt af því að geta kallað þig
frænku og verð þér ævinlega
þakklát að þú beiðst eftir mér.
Þangað til næst elsku Munda.
Kveðja,
María Björk.
Elsku Mundan okkar er farin
á vit nýrra ævintýra á allt öðrum
og óþekktum slóðum. Eins og
allir vita sem þekktu Mundu, þá
hafði hún áhrif á alla sem hún
umgekkst og það á svo sannar-
lega við um mig. Við kepptum
saman í blaki og strandblaki og
alltaf var það Munda sem var
með hlutina á hreinu. Hún var
fæddur leiðtogi innan vallar sem
utan og ein mesta baráttukona
sem ég hef komist í kynni við.
Stundum var staðan í blakleikj-
unum ekki vænleg, en þá var það
oftar en ekki Munda, sem bjarg-
aði bolta úr gólfi eða sandi á ein-
hvern ótrúlegan hátt – glotti lít-
illega og öskraði okkur svo í
gang. Utan vallar var Munda
ómissandi á svo margan hátt.
Hún var eftirsóttur fararstjóri
og fór sem sjúkraþjálfari í fjölda
landsliðsferða bæði með blaklið-
um og skíðafólki. Hún fór á
nokkra Ólympíuleika og var allt-
af tilbúin að miðla af sinni fjöl-
þættu reynslu. Hún var næm á
líðan fólks og íþróttafólkið okkar
sem hún sem sjúkraþjálfari
sinnti af svo mikilli natni, það
fékk ekki bara nudd og tape
heldur líka hvatningu og eign-
aðist vin. Því umfram allt var
Munda vinur og ekkert er betra
en hvatning góðs vinar.
Munda hafði einlægan áhuga
á íþróttum og málefnum íþrótta-
hreyfingarinnar á Íslandi. Síð-
Mundína Ásdís
Kristinsdóttir