Morgunblaðið - 07.11.2022, Page 19

Morgunblaðið - 07.11.2022, Page 19
ustu árin fórum við í bíltúra og ræddum mikið þetta sameigin- lega áhugamál okkar. Sérstak- lega var Mundu umhugað um jafnrétti innan íþróttahreyfing- arinnar. Hún var rökföst og fljót að setja sig inn í málin og koma með tillögur að úrbótum. Hún kom reyndar ekki bara með til- lögur, heldur gekk hún í málin, hafði samband við fólk, miðlaði og kom málum í farveg. Barátta Mundu og þrautseigja í veikindum hennar var aðdáun- arverð. Með húmornum og gleðinni tókst henni að fá fólkið í kringum sig til að brosa og trúa því að nú tækju við betri tímar. Þess vegna ætla ég ekki að gráta af því að því er lokið, heldur að brosa af því að það gerðist. Þangað til næst, Íslandsmeist- ar. María Ingimundardóttir. Elsku vinkona. Það er með mikilli sorg og söknuði að ég sest niður og skrifa þessa hinstu kveðju til þín elsku Munda. Frá því að vin- skapur okkar hófst hefur þú ver- ið hluti af okkar fjölskyldu og tekið að þér hlutverk foreldris, frænku og ekki síst traustrar vinkonu fyrir dætur okkar Guð- rúnar. Vinskapur okkar hófst kannski í gegnum blakið en yfir árin hefur hann orðið dýpri og staðfastari og það var ávallt hægt að treysta því að þau mál- efni sem þurfti að ræða voru rædd á hreinskilin og opin hátt. Það var þegar þú komst til liðs við okkur í stjórn meistaraflokks kvenna í blaki hjá Aftureldingu sem ég fékk að kynnast þér og ávannst þú þér virðingu mína fljótt. Þú varst dugnaðarforkur og tilbúin að taka til hendinni með jákvæðni að leiðarljósi. Það sem ég dáðist samt mest að var hve góð tengsl þú myndaðir við leikmenn og það traust sem þeir báru til þín. Þetta var góður tími þar sem saman fóru mikil orka og jákvæðni en síðast en ekki síst var þarna lagður grunnurinn að einstöku vinasambandi sem hefur haldist. Sigrar unnust og bikarar skiluðu sér í hús, Ís- landsmeistara- og bikarmeist- aratitlar, og alltaf varst þú klett- urinn sem var tilbúinn í þau verkefni sem þurftu að vinnast. Setningin sem kom frá þér ein- kenndi störfin hjá þessari stjórn. „Stjórnin sem aldrei sefur“ var mottóið þitt og þau urðu okkar einkunnarorð. Það var létt að vinna verkin í svona samhentum hóp og alltaf var hugsað stærra og lengra. Það er með miklum hlýhug sem ég minnist þessa tíma og þannig man ég þig best, geislandi af orku og gleði og tilbúin í næstu keppni. Verðmæti í lífinu felast í því fólki sem ferðast með manni og sem skilur eftir sig jákvæð spor. Þín spor í mínu lífi eru mörg og djúp og markast af einlægri vin- áttu og virðingu. Það hefur verið erfitt, magnað og ótrúlegt að fylgjast með þér í baráttu þinni við erfiðan mótherja sem aldrei gaf þér frið. Það er á þessum tíma sem maður gerir sér grein fyrir styrkleikum hverrar mann- eskju og ef virðing mín fyrir þér var mikil fyrir, þá hefur hún ein- göngu vaxið og stækkað. Virðing fyrir því hve miklu æðruleysi er hægt að búa yfir, virðing fyrir því hve oft er hægt að halda áfram að berjast og vera jákvæð- ur og virðing fyrir því að vera trúr sínum gildum í hvaða að- stæðum sem eru. Minning þín mun lifa í okkar fjölskyldu og í mínu hjarta um ókomna tíð, minning um sigur- vegara sem hefur haft áhrif á líf okkar og mun gera það áfram. Fjölskyldu og ættingjum Mundu votta ég mína dýpstu samúð og megi minning um ein- staka konu skína bjart. Ein úr stjórninni sem aldrei sefur hefur fengið hvíldina og hvíl í friði, kæra vinkona. ÁFRAM OG UPP. Þinn vinur, Grétar Eggertsson. Kær vinkona er nú lögð af stað í erfiðustu fjallgönguna. Því miður mun hún í þetta sinn ekki skila sér til baka. Munda okkar er farin frá okkur, alltof snemma. Hennar er sárt saknað en minningin um einstaka konu lifir. Við kynntumst fyrst þegar ég kenndi henni þýsku í Mennta- skólanum á Akureyri fyrir margt löngu og kom fljótt í ljós að við höfðum báðar mikinn áhuga á Ölpunum og skíðum. Eftir að hafa aðstoðað hana og vinkonu hennar við að fá vinnu í skíða- paradísinni Sölden í Austurríki urðum við mestu mátar. Hún var upp frá því dugleg að koma við hjá mér í fríum sínum á Akur- eyri og voru það alltaf góðar stundir. Áhugi Mundu á fjöllum, úti- vist og heilbrigðu líferni ein- kenndi hana ætíð. Hún var óþreytandi við að skipuleggja hvers konar ferðir innanlands sem utan og margir fengu að njóta krafta hennar og útsjón- arsemi. Ófáar ferðir fór hún með blak- og skíðalandsliðunum bæði sem sjúkraþjálfari og fararstjóri og traustari félaga gátu kepp- endur ekki fengið. Sjálf spilaði hún blak af krafti meðan heilsan leyfði og einnig brá hún undir sig skíðum og brosti út að eyrum, jafnvel þótt þrekið væri ekki mikið. Enga fann ég betri til að bruna með mér niður brekkur Hlíðarfjalls. Við nutum þess líka að ganga saman um Kjarnaskóg og spjalla um heima og geima og ósjaldan vorum við að leggja á ráðin um vinnu fyrir ungt fólk í Austurríki, enda þóttumst við reka vinnumiðlun Mundu og Möggu. Enginn gengur vísum að segir í kvæðinu og sannarlega hefur það orðið raunin. Eftir að veik- indi herjuðu á Mundu á nýjan leik og nú öllu erfiðari, sýndi hún ótrúlegt æðruleysi og baráttu- vilja. Hún kleif aftur og aftur erfiðar brekkurnar og hvatti stöðugt stóran vinahóp til dáða sem af veikum mætti reyndi að hvetja hana. Það fór svo að fjallið reyndist ókleift og góð fjall- göngukona varð að játa sig sigr- aða. Elsku fjölskylda og vinir Mundu. Veitist ykkur styrkur í þessari raun. Höfum baráttu- gleði hennar að leiðarljósi. Lífið er núna. Hvíl í friði, kæra vinkona. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Margrét K. Jónsdóttir. Allir dagar líða og allar stund- ir hverfa, hún Munda mín er horfin á braut. Eftir sitja margar stórkostlegar minningar um Mundu sem flestar urðu til í blakferðum á ýmsum stöðum í heiminum en þar gegndi hún stöðu sjúkraþjálfara liðsins, ásamt því að taka að sér ótal- mörg tilfallandi verkefni. Munda var atorkusöm og ósérhlífin og þurfti stundum að fara óvenjulegar leiðir til þess að redda aðkallandi málum í lands- liðsferðum. Hún hafði sérstakt dálæti á góðum „klækjum“ í þágu liðsins enda liðsmanneskja mikil og vön að þurfa að halda mörgum boltum á lofti, sínum eigin og annarra. Munda var allt- af á vakt í landsliðsferðum og nýtti hverja stund til þess að sinna leikmönnum sem allir höfðu mismunandi þarfir. Hún nýtti gjarnan tímann til endur- hæfingar leikmanna sinna á ferðalögum; í flugvélum, lestum, rútum, matsölum, en auk þess sinnti hún starfi liðsstjóra, sálu- sorgara, vinkonu og prakkara, ef því var að skipta. Þegar veikindin knúðu dyra ófu fjölskylda og vinir Mundu þétt net í kringum hana. Munda sýndi mátt sinn og megin og setti í „áfram og upp“-fluggírinn sem einkenndist af óbilandi trú á verkefnið, seiglu og miklum keppnisanda. Hún tók veikindum sínum af stóískri ró og einbeitti sér að því að nýta hverja stund sem hún gat með sínu góða og trausta fólki. Munda skilur eftir sig stórt skarð í huga og hjarta blaksam- félagsins. Hún var mörgum svo kær, þar á meðal mér. Ég á Mundu mikið að þakka. Hún tjaslaði mér saman ár eftir ár svo ég gæti spilað með landslið- inu, studdi mig innan sem utan vallar og vann óeigingjarnt starf í þágu liðsins og leikmannanna allra. Það er erfitt að kveðja góða vinkonu en ég mun alltaf minn- ast Mundu minnar með miklu þakklæti og væntumþykju. Fríða Sigurðardóttir. Ég kynntist Mundu fyrir 19 árum þegar ég fór að æfa blak með Aftureldingu. Munda var fljót að átta sig á að þessi kona var alltaf eitthvað týnd inni á vellinum og var strax dugleg að leiðbeina mér á rétta staði. Það lýsir Mundu vel, alltaf tilbúin til að hjálpa öðrum. Og ég var svo heppin að fá að spila og keppa með henni öll þessi ár. Það má segja að það hafi verið eins og að vinna í lottói að kynn- ast Mundu, algjörlega mögnuð kona, vinkona, og var fljótlega orðin ein af fjölskyldu minni. En það var ekki nóg að spila blak á Íslandi og fórum við því í „æfingaferðir“ til Spánar. Og hafðir þú orð á því að fríin okkar þangað væru með bestu fríunum þínum, það þótti mér vænt um að heyra. Þar gast þú líka leyft þér að slaka á, fékkst sæti aftur í, sem þú varst alls ekki vön og kölluð „lillan“ í kjöl- farið, en „rescue“-bandið var ekki langt undan og gerðum við hinar mikið grín að því. Sérstak- lega þegar þú raukst af stað þeg- ar við lágum í sólbaði á strönd- inni og þú varst farin að bjarga gömlum manni sem átti erfitt með gang í sandinum. Þú sagðir eftir á að hann hefði aldrei kom- ist þetta sjálfur, ekki séns að við hinar hefðum tekið eftir því! Þegar var farið að nálgast fimmtugsafmælin okkar sagði ég að við yrðum að fara að plana SJÁ SÍÐU 20 MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022 Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Tökum á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt húsnæði og nýir glæsilegir bílar. Sjá nánari upplýsingar á utfor.is Útfararþjónusta Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina – Þjónusta um allt land og erlendis – Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum í yfir 70 ár Guðný Hildur Kristinsdóttir Framkvæmdastjóri Ellert Ingason Sálmaskrár, útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Félagsráðgjöf, útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Helga Guðmundsdóttir Útfararþjónusta Hinrik Norðfjörð Útfararþjónusta Helena Björk Magnúsdóttir Útfararþjónusta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.