Morgunblaðið - 07.11.2022, Side 27

Morgunblaðið - 07.11.2022, Side 27
lið hans vann AaB á útivelli, 2:1. Stefán jafnaði á 71. mínútu og var skipt af velli á 83. mínútu. FCK og Silkeborg eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. _ Óðinn Þór Ríkharðsson var í aðal- hlutverki hjá Kadetten sem vann Bern, 37:32, á útivelli í svissnesku A- deildinni í handknattleik á laugardag- inn. Óðinn skoraði níu mörk í leiknum. Ólafur Guðmundsson skoraði líka níu mörk í deildinni í gær en lið hans, Ami- citia Zürich, tapaði fyrir Suhr Aarau, 33:28. _ Arnór Sigurðsson skoraði jöfn- unarmark Norrköping, 3:3, gegn meisturum Häcken á útivelli í loka- umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Markið kom á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Andri Lucas Guð- johnsen lagði upp fyrsta mark Norr- köping í leiknum og Valgeir Lund- dal Friðriksson lagði upp eitt af mörkum Häcken. _ Oddur Gretarsson skoraði 11 mörk fyrir Balingen þegar liðið vann Nord- horn, 29:24, í þýsku B-deildinni í hand- knattleik á laugardaginn. Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark fyrir Bal- ingen sem hefur unnið fyrstu tíu leiki sína á tímabilinu. _ Willum Þór Willumsson tryggði Go Ahead Eagles stig í hollensku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gær. Hann jafnaði metin, 1:1, gegn Twente á úti- velli úr vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins. _ Nökkvi Þeyr Þórisson lagði upp annað mark Beerschot og skoraði það þriðja í gær þegar liðið vann Lommel á útivelli, 3:1, í belgísku B-deildinni í knattspyrnu. Beerschot er þar í fjórða sæti, fjórum stigum á eftir toppliði Beveren. _ Tryggvi Snær Hlinason var með 100 prósent skotnýtingu og skoraði 11 stig fyrir Zaragoza í mjög óvæntum sigri liðsins á stórliði Real Madrid í spænsku ACB- deildinni í körfu- knattleik í gær- kvöld, 94:89. Tryggvi tók fjögur fráköst en hann lék í 14 mínútur. Zaragoza hafði tapað fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu en komst af botninum með sigrinum. _ Adam Árni Róbertsson, sem skor- aði fimm mörk fyrir Keflavík í 21 leik í Bestu deild karla í fótbolta í ár, er far- inn frá félaginu. Hann er kominn í raðir Þróttara í Vogum sem féllu úr 1. deild- inni í haust. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022 Olísdeild karla FH – Hörður ......................................... 36:31 Afturelding – KA.................................. 34:29 Stjarnan – ÍR ........................................ 33:28 Staðan: Valur 7 6 0 1 225:187 12 Fram 8 4 3 1 237:230 11 Afturelding 8 5 1 2 232:213 11 FH 8 4 2 2 228:228 10 Selfoss 7 4 1 2 215:200 9 Stjarnan 8 3 3 2 231:228 9 ÍBV 7 3 2 2 242:206 8 KA 8 2 2 4 225:237 6 Grótta 6 2 1 3 168:164 5 Haukar 7 2 1 4 196:197 5 ÍR 8 2 0 6 220:278 4 Hörður 8 0 0 8 231:282 0 Grill 66-deild karla Þór – KA U............................................ 32:32 Þýskaland Hamburg – RN Löwen........................ 40:37 - Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö- wen. Leipzig – Göppingen........................... 25:26 - Viggó Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir Leipzig. B-deild: Eisenach – Empor Rostock ................ 31.23 - Sveinn Andri Sveinsson skoraði 3 mörk fyrir Rostock og Hafþór Már Vignisson 1. Danmörk Mors – Aalborg .................................... 26:31 - Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir Aalborg sem er efst í deildinni. SönderjyskE – Ribe-Esbjerg ............. 31:36 - Elvar Ásgeirsson skoraði 3 mörk fyrir Ribe-Esbjerg og Ágúst Elí Björgvinsson varði 4 skot í marki liðsins. Ungverjaland Veszprém – NEKA .............................. 41:30 - Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk fyrir Veszprém. Pólland Kielce – Chrobry Glogów................... 41:25 - Haukur Þrastarson skoraði 2 mörk fyrir Kielce. Frakkland Nantes – Créteil................................... 38:25 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði 12/1 skot í marki Nantes, 35 prósent. Noregur Haslum – Kolstad ................................ 25:34 - Örn Vésteinsson skoraði 2 mörk fyrir Haslum. Janus Daði Smárason skoraði 2 mörk fyrir Kolstad en Sigvaldi Guðjónsson ekkert. Svíþjóð Sävehof – Önnered.............................. 39:30 - Tryggvi Þórisson skoraði eitt mark fyrir Sävehof. E(;R&:=/D HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hlíðarendi: Valur – Selfoss.................. 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Álftanes: Álftanes – Skallagrímur ...... 19.15 Í KVÖLD! HM KVENNA Víðir Sigurðsson Stefán Stefánsson Kvennalandslið Íslands í hand- bolta var ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sér keppnisrétt í um- spilinu um sæti í lokakeppni heims- meistaramótsins 2023. Íslenska liðið vann Ísrael all- örugglega í báðum leikjum þjóðanna á Ásvöllum um helgina, fyrst 34:26 á laugardaginn og síðan 33:24 í gær. Ísland er þar með ein af þeim níu þjóðum sem komast áfram úr for- keppninni yfir í umspilið en hinar eru Portúgal, Kósóvó, Slóvakía, Grikk- land, Úkraína, Ítalía, Austurríki og Tyrkland. Þá sátu Tékkar hjá sem tíunda þjóðin en þessar tíu verða dregnar gegn tíu neðstu liðum Evrópumóts- ins sem nú stendur yfir í Slóveníu, Svartfjallalandi og Norður- Makedóníu. Umspilið fer fram í vor og sigurliðin þar komast í lokakeppni HM sem Danmörk, Noregur og Sví- þjóð halda sameiginlega í desember á næsta ári. „Mér fannst þetta verkefni um helgina skila ótrúlega góðu. Við feng- um fullt af æfingum og góðar tvær vikur sem við höfðum saman. Við náðum þá að stilla saman sóknarleik- inn sérstaklega og við fórum aðeins lengra fram á völlinn í vörninni, sem var bara skemmtilegt,“ sagði varn- armaðurinn reyndi Steinunn Björns- dóttir við Morgunblaðið eftir seinni leikinn í gær. „Við vonum auðvitað að það verði dregið vel þegar kemur að mótherja í næsta leik og við ætlum í alla leiki til þess að vinna þá. Það er líka svo gam- an að hafa eitthvað framundan, það er virkilega spennandi,“ sagði Stein- unn. Fyrri hálfleikurinn á laugardag var jafn en Ísland var með forystu að honum loknum, 18:15. Í seinni hálf- leik dró í sundur með liðunum og ís- lenska liðið komst tíu mörkum yfir, 32:22, en Ísrael lagaði stöðuna í 34:26. _ Mörk Íslands: Sandra Erlings- dóttir 11, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Thea Imani Sturludóttir 5, Andrea Jacobsen 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Rut Jónsdóttir 1, Steinunn Björns- dóttir 1, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1. _ Hafdís Renötudóttir varði 4 skot og Saga Sif Gísladóttir 3. Aldrei hætta í gær Í gær var aldrei nein hætta á að Ísraelar ynnu upp þetta átta marka forskot. Ísland var með nauma for- ystu í fyrri hálfleik og 14:11 að hon- um loknum en rétt eins og á laug- ardag breikkaði bilið í seinni hálfleiknum og endaði í níu marka sigri. _ Mörk Íslands: Andrea Jacobsen 7, Sandra Erlingsdóttir 6, Steinunn Björnsdóttir 3, Rut Jónsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Rakel Sara Elvars- dóttir 2, Elín Klara Þorkelsdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 1, Lilja Ágústs- dóttir 1, Díana Dögg Magnúsdóttir 1. _ Hafdís Renötudóttir varði 12/1 skot og Saga Sif Gísladóttir 4. Sautján marka munur og umspil - Ísland vann Ísrael 34:26 og 33:24 og leikur um HM-sæti í vor Morgunblaðið/Óttar Geirsson Ánægðar Þórey Rósa Stefánsdóttir og Sandra Erlingsdóttir fagna í leikslok eftir að öruggur sigur og sæti í umspilinu fyrir HM var í höfn. Þó að fjöldi góðra leikmanna sé ekki til staðar hjá heims- og Evr- ópumeisturum Norðmanna í hand- knattleik kvenna á Evrópumótinu á Balkanskaganum er liðið búið að vinna tvo fyrstu leiki sína með sam- tals 26 marka mun. Þórir Hergeirsson stýrði sínum konum til yfirburðasigurs í A-riðli mótsins gegn Sviss í gærkvöld, 38:21, og fylgdi þar eftir níu marka sigri á Króötum í fyrstu umferðinni á föstudaginn. Stine Bredal Oftedal var marka- hæst hjá Norðmönnum í gærkvöld með sex mörk en mörkin dreifðust mjög jafnt á leikmenn liðsins og tólf þeirra skoruðu. Norðmenn eru með 4 stig, Ung- verjar 2, Króatar 2 og Sviss ekkert eftir tvær umferðir í A-riðlinum. Svíar völtuðu yfir Slóvena, 33:22, í B-riðlinum en slóvenska liðið hafði unnið óvæntan sigur á Dönum í fyrstu umferð. Danir tóku Serba í bakaríið og sigruðu 34:21. Svíar eru með 4 stig, Danir 2, Slóvenar 2 en Serbar ekkert. Ljósmynd/IHF Öflug Stine Bredal Oftedal var markahæst í norska liðinu í gærkvöld. Sautján marka sigur norsku kvennanna Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Aron Einar Gunnarsson lék sinn 100. A-landsleik fyrir Íslands hönd og sjö nýliðar þreyttu frumraun sína með A-landsliðinu í Abu Dhabi í gær þegar Sádi-Arabía sigraði Ís- land naumlega, 1:0, í vináttulands- leik í knattspyrnu. Sádi-Arabar eru á leið í loka- keppni HM í Katar en þetta var þeirra fimmti vináttuleikur af sjö á lokasprettinum fyrir mótið. Þeir voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Saul Abdulhamid skoraði markið sem skildi liðin að á 26. mínútu leiksins með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri. Íslenska liðið skapaði sér afar fá færi í leiknum en var þó mun frískara í seinni hálfleik og vantaði aðeins herslumuninn til að jafna metin. Óttar Magnús Karlsson var næstur því en hann skaut yfir mark Sádanna úr dauðafæri á markteig á 53. mínútu. Nýliðarnir sjö sem léku sinn fyrsta A-landsleik voru Róbert Orri Þorkelsson, Ísak Snær Þorvalds- son, Dagur Dan Þórhallsson og Jón- atan Ingi Jónsson, sem voru í byrj- unarliðinu, og þeir Logi Tómasson, Bjarki Steinn Bjarkason og Júlíus Magnússon sem komu inn á sem varamenn. Flestir aðrir í íslenska liðinu höfðu leikið einn til fimm landsleiki fyrir þennan og Óttar Magnús var næstreyndastur en hann lék sinn 10. landsleik í gær. Íslenska liðið fer nú til Suður- Kóreu og leikur þar seinni leik sinn í ferðinni á föstudaginn. Sjö nýliðar stóðu í HM-liði Sádanna Ljósmynd/KSÍ 100 Aron Einar Gunnarsson í 100. landsleiknum í Abu Dhabi í gær. 1. deild kvenna KR – Tindastóll..................................... 87:64 Breiðablik b – Þór Ak......................... 45:101 Aþena/Leiknir/UMFK – Ármann....... 54:60 Staðan: Stjarnan 7 7 0 601:434 14 Snæfell 7 6 1 474:368 12 KR 8 6 2 633:528 12 Þór Ak. 8 6 2 605:514 12 Hamar-Þór 8 4 4 614:571 8 Ármann 8 3 5 560:530 6 Aþena/LU 8 2 6 568:586 4 Tindastóll 8 1 7 556:603 2 Breiðablik B 8 0 8 301:778 0 Litháen Rytas Vilnius – Zalgiris Kaunas........ 89:85 - Elvar Már Friðriksson skoraði 10 stig fyrir Rytas, átti 5 stoðsendingar og tók eitt frákast á 22 mínútum. Ítalía Pesaro – Olimpia Mílanó .................... 71:85 - Jón Axel Guðmundsson skoraði 2 stig, tók eitt frákast og átti eina stoðsendingu á 14 mínútum með Pesaro. Sassari – Faenza ......................... (frl.) 89:81 - Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 16 stig fyrir Faenza, tók 3 fráköst og átti 3 stoð- sendingar á 32 mínútum. Belgía/Holland Leiden – Aris Leeuwarden ................ 87:70 - Kristinn Pálsson skoraði 9 stig og tók 4 fráköst fyrir Aris á 18 mínútum. Þýskaland B-deild: Artland – Münster............................... 78:68 - Hilmar Pétursson skoraði 13 stig fyrir Münster, tók 3 fráköst og átti eina stoð- sendingu á 25 mínútum. 4"5'*2)0-#

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.