Morgunblaðið - 07.11.2022, Side 32
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
Svefn heilsa&
ÚRVALAF
VÖNDUÐUM
HEILSURÚMUM
EITT MESTA
ÚRVAL AF
HEILSUDÝNUM
Á LANDINU
VANDAÐAR
SÆNGUROG
KODDAR Í
ÚRVALI
STILLANLEG
HJÓNARÚM
HÖFUM ÞAÐ GOTT HEIMA
GERIÐ GÆÐA- OG
VERÐSAMANBURÐ
PANDORA
STILLANLEGUR
HÆGINDASTÓLL
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar stendur fyrir kvöld-
stund í umsjón Oddfellow-hreyfingarinnar í Reykjavík
annað kvöld kl. 20. Munu Guðmundur Þórhallsson og
Kristján Óli Hjaltason kynna starf hreyfingarinnar og
sögu holdsveikraspítalans sem danskir Oddfellow-
menn reistu í Laugarnesi árið 1898. Var það mikið
timburhús og líklega stærsta hús landsins á þeim tíma.
Kynna starf Oddfellow og sögu
holdsveikraspítala í Laugarnesi
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Upphaf þessarar bókar liggur í úti-
legu sem við litla fjölskyldan vorum
í fyrir nokkrum árum í Þakgili. Kon-
an mín bað mig um að koma Ými
syni okkar í háttinn, sem þá var sjö
ára, og ég þurfti að skálda upp sögu
fyrir hann í tjaldinu. Magnað um-
hverfið varð mér innblástur og til
varð grunnurinn að þeirri sögu sem
bókin um Marísól geymir,“ segir
Hafliði Sævarsson, höfundur barna-
bókarinnar Marísól og sjóflugvélin,
sem kom nýlega út og er hans fyrsta
bók.
„Ég samdi í tjaldinu sögu um
stelpu í flugvél sem þarf að brot-
lenda á sjó og um borð er talstöð
þess eðlis að stelpan getur talað við
hval í gegnum hana. Ég ákvað að
halda mig við þessa hugmynd og
gera söguna fyllri svo ég fléttaði inn
í ýmsu sem ég hef kynnst í þjóðsög-
um um víða veröld, bæði hér heima
og í Asíulöndum, til dæmis í Japan
þar sem ég bjó. Þjóðsögur frá Asíu
tengjast oft hafinu og Japan er eld-
fjallaeyja eins og Ísland og Japanir
leggja líka mikið upp úr fiskveiðum
eins og við,“ segir Hafliði og rifjar
upp að Ýmir sonur hans hafi í tjald-
inu verið nokkuð gagnrýninn á sögu
pabba síns.
„Nútímabörn gera rosalegar kröf-
ur þegar kemur að sögum, enda
hafa þau gríðarlegt aðgengi að af-
þreyingu, en ég hafði gott af gagn-
rýni hans. Skemmtilegast er að Ým-
ir kom að myndskreytingu
bókarinnar síðar í ferlinu, en ég vissi
að hann hefði betri tök á tækninni á
því sviði en ég. Ég teiknaði útlínur
með blýanti á stór blöð, skannaði inn
í tölvu og síðan tók Ýmir við fram-
haldinu,“ segir Hafliði og bætir við
að bókin um Marísól sé þriðja
bókarhandritið sem hann skrifi.
„Fyrst skrifaði ég handrit að
ferðaskáldsögu sem ég gaf aldrei út
og síðan skrifaði ég sakamálasögu
sem mér fannst ekki þróast í rétta
átt, svo ég lét hana liggja. Þegar ég
svo hitti Yrsu Sigurðardóttur
glæpasagnadrottningu sagði hún
mér að hún hefði byrjað sinn rithöf-
undarferil með barnabók og ég
ákvað að taka mér það til fyrir-
myndar.“
Örlagríkur föstudagur
Hafliði hefur búið víða í veröld-
inni, hann flutti 18 ára til Kína, til að
setjast þar á skólabekk.
„Þegar ég var í MR var ég í verk-
legum efnafræðitímum annan hvern
föstudag og í eitt skiptið þegar ég
mætti á röngum föstudagsmorgni og
þurfti að bíða til næsta tíma, rakst
ég á auglýsingu uppi á vegg um al-
þjóðlegan framhaldsskóla. Mér
fannst þetta skemmtilegt tækifæri
og lét bara vaða, sótti um að fara til
Hong Kong og fékk inni. Tveimur
árum seinna útskrifaðist ég með
stúdentspróf og fékk styrk þaðan til
að fara í háskóla í Utrecht í Hollandi
og á sama tíma lærði ég Kínafræði í
Leiden, tók lest á milli. Í Hollandi
útskrifaðist ég í stjórnmálafræði og
hagfræði og þar kynntist ég konunni
minni, Beatrízi García, en hún er frá
Kúbu. Ég fór líka sem skiptinemi til
Japan í Kyoto, sem var æðislegt,“
segir Hafliði sem er verkefnastjóri í
HÍ og kennir þar líka Kínafræði sem
stundakennari. Einnig er hann í
Sambandi íslenskra myndlistar-
manna og hyggur á aðra mynd-
skreytta barnabók næst.
Tók glæpasagnadrottn-
ingu til fyrirmyndar
- Feðgar unnu saman að barnabók - Saga varð til í útilegu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Feðgar Hafliði og Ýmir sköpuðu saman bókina um Marísól og heimana þar.
Bókin fjallar um unghetjuna Marísól og ferð henn-
ar í sjóflugvél með fjölskyldu sinni frá eyju í
Karíbahafinu til heimaeyju sinnar í Norður-
Atlantshafi. Óvænt skakkaföll á leiðinni reyna
mjög á útsjónarsemi Marísólar og hæfileika henn-
ar til að vingast við menn, dýr og vættir.
Unghetjan Marísól
BÓK UM SJÁVARHÁSKA OG ÆVINTÝR
MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 311. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 822 kr.
Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr.
PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr.
FH og Afturelding eru á miklu flugi í úrvalsdeild karla í
handbolta um þessar mundir. FH-ingar unnu sinn fjórða
leik í röð í gær þegar þeir sigruðu Hörð í Kaplakrika og
Afturelding vann fimmta sigurinn í röð þegar KA kom í
heimsókn í Mosfellsbæinn. »26
FH og Afturelding eru á sigurbraut
ÍÞRÓTTIR MENNING