Morgunblaðið - 17.11.2022, Side 1
HÁTT Í 40 ÞÚS-
UND BÆKUR
Í HAUST
BIRGITTA 16 EVA BJÖRG 12
HEIMA-
SLÓÐIR
SÖGUSVIÐIÐ
• Stofnað 1913 • 270. tölublað • 110. árgangur •
F IMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022
Sigraðu
innkaupin
17.–20. nóvember
Fjárhundurinn Lubbi á Árbæjarsafni
Fjárhundurinn Lubbi, sem hjálpar börnum að
læra íslensku málhljóðin og efla orðaforðann,
var í Árbæjarsafni í gær, á degi íslenskrar
tungu, og börn sem heimsóttu safnið hjálpuðu
honum að leita að málbeinum og lærðu ýmis
áhugaverð þjóðleg orð yfir muni á safninu.
Lubbi er aðalsöguhetjan í námsefni fyrir börn
sem talmeinafræðingarnir Eyrún Ísfold Gísla-
dóttir og ÞóraMásdóttir hafa búið til.
Morgunblaðið/Eggert
Stórkostlegt geim-
skot Artemis I
„Þetta var
stórkostlegt,
ekki bara að
sjá geimskotið
heldur að finna
drunurnar frá
eldflauginni.
Ég verð lengi að
vinna úr því,“
segir Daniel
Leeb, fram-
kvæmdastjóri
Geimvísindastofnunar Íslands
ehf. Hann var viðstaddur geim-
skot Artemis I SLS frá Canaver-
al-höfða í gærmorgun.
Þegar rætt var við Daniel var
hann nýkominn af fundi með
alþjóðlegum starfshópi um ferðir
til Mars. Ísland tekur nú fullan
þátt í starfi hópsins.» 4
Artemis I Fór út í
geim í gærmorgun.
Meiri ávinningur að
endurvinnslu ker-
brota en mengun
Skipulagsstofnun telur að
fyrirhuguð endurvinnsla á
kerbrotum frá álverum landsins
auk innflutnings á slíku hráefni
til að framleiða efni í sement sé
ekki líkleg til að hafa í för með sér
umtalsverð umhverfisáhrif. Því
skuli framkvæmdin ekki háðmati
á umhverfisáhrifum.
Í rökstuðningi er bent á að fram-
kvæmdin hafi í för með sér að ekki
þurfi að urða kerbrot frá álver-
um. Einnig er sagt að starfsemin
hafi í för með sér aukna losun á
flúor, ryki og brennisteinsdíoxíði
út í andrúmsloftið en sú losun
sé brotabrot af losun frá þeim
iðjuverum sem fyrir eru. Auk þess
sé verulegur ávinningur að því
að umtalsvert dregur úr urðun á
föstum úrgangi sem inniheldur
sömu efni. Heildarávinningur
aðminni losun sé meira en 130
þúsund tonn á ári.» 18
Morgunblaðið/Ómar
Framleiðsla Álið er brætt í rafskauta-
kerum og síðan steypt í formi.
Ávísun karlhormónsins testósteróns
til kvenna hefur margfaldast á
skömmum tíma. Um er að ræða gel
sem borið er á húð. „Fram að sept-
ember 2021 voru afgreiddar um það
bil jafn margar lyfjaávísanir á testó-
steróni til kvenna í hverjummánuði
og verið hafði mörg ár á undan. Ekki
er ljóst hvort þær konur hafi allar
verið með vandamál sem tengdist
breytingaskeiðinu,“ segir Sigrún
Hjartardóttir, kvensjúkdómalækn-
ir hjá Kvenheilsu
Heilsugæslu höf-
uðborgarsvæðis-
ins.
„Svo gerist
eitthvað fyrir
um ári. Frá því í
september 2021
og fram í lok
febrúar 2022 um
það bil tvöfald-
aðist fjöldi lyfja-
ávísana á testósteróni til kvenna, en
eftir það sést gífurleg aukning. Ef
maður ber saman fjölda lyfjaávísana
geta verið á ýmsum aldri með mis-
munandi þarfir. Sumar eru orðnar
ömmur og vilja hjálpa til með barna-
börnin og svo getur umönnun aldr-
aðra foreldra bæst við. Álagið verður
til þess að sumar konur greinast með
kvíða og þunglyndi og detta jafnvel
út af vinnumarkaði. Sigrún telur
að ef hugsað sé um velferð þessara
kvenna og hagsæld þjóðarinnar ætti
að gefa konum tækifæri til aðminnka
við sig vinnu án þess að skerða laun
á þessu mikla álagstímabili.
lFjöldi kvenna sem fá þessu hormóni ávísað hefur meira en átjánfaldast á einu ári
lÁstæða eftirspurnarinnar er meðal annars rakin til umræðu á samfélagsmiðlum
Mikið sótt í testósterón
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fjöldi kvenna vill … »22
Sigrún
Hjartardóttir
á testósteróni til kvenna í nýliðnum
september og október við septem-
ber fyrir ári þá er fjölgunin rúmlega
átjánföld.“
Sigrún telur að orsökin sé meðal
annars umræða á samfélagsmiðlum
um breytingaskeiðið.
Mikið álag
Sigrún segir að ótrúlega mikið
álag sé á 40-50 ára gömlum konum,
einmitt þegar breytingaskeiðið hefst.
Þær eru oft á hátindi starfsferilsins
og í krefjandi starfi. Mikið álag getur
einnig verið á konunum heima. Börn
Sérfræðingur á skrifstofusjúkrahúsa og sérþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starfs sérfræðings á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu. Verksvið
skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu er annars og þriðja stigs heilbrigðisþjónusta auk eftirmeðferðar og endurhæfingar,
sjúkraflutninga, þjónustu hjúkrunarheimila og dagdvalar aldraðra. Skipulag skrifstofunnar byggir á þjónustuflokkum og
snýr auglýst starf fyrst og fremst að endurhæfingarþjónustu innan sem utan stofnana.
Helstu verkefni:• Þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð á sviði heilbrigðisþjónustu.
• Eftirfylgni aðgerðaáætlana á sviði heilbrigðisþjónustu.• Samskipti við stofnanir heilbrigðisráðuneytis og þjónustuveitendur.
• Svörun stjórnsýsluerinda.
Hæfni og menntunarkröfur:• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.• Þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu og stefnumótunar er æskileg.
• Þekking og reynsla af starfssviði endurhæfingar.• Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.• Góð tölvukunnátta.• Metnaður og vilji til að ná árangri.• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt hæfni í verkefnastjórnun.
• Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.• Góð kunnátta í ensku er nauðsynleg og kunnátta í a.m.k. einu Norðurlandamáli æskileg.
Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og
sjálfstæði.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna
stjórnarráðsins hafa gert. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til
að sækja um starfið óháð kyni. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá, afrit af prófskírteinum og kynningarbréf þar
sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur.
Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember 2022 og umsókn óskast fyllt út á www.starfatorg.is. Starfshlutfall er 100%.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex
mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum með síðari
breytingum.
Upplýsingar um starfið veitir Guðlaug Einarsdóttir,skrifstofustjóri gudlaug.einarsdottir@hrn.is ogKristín Helgadóttir, mannauðsstjóri, kristin@hrn.is. Stjórnarráð ÍslandsHeilbrigðisráðuneytið
RÁÐGJÖF
RÁÐNINGAR
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
FINNAVINNU 8 SÍÐUR