Morgunblaðið - 17.11.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.11.2022, Qupperneq 2
FRÉTTIR Innlent2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tu 60+ Á TENERIFE ur br e 5. JANÚAR Í20NÆTURfyr irv ar a. með Gunnari Svanlaugs 595 1000 www.heimsferdir.is 298.900 Flug & hótel frá 20nætur Fararstjóri: Gunnar Svanlaugsson HÁLFT FÆÐI INNIFALIÐ „Er ljóst að sveitarfélögin þurfa að gefa frekar í og hraða innleiðingunni eins og kostur er.“ Þetta segir í minnisblaði sem sent var frá umhverfis-, orku- og loftslags- ráðuneytinu til umhverfis- og sam- göngunefndar Alþingis í gær. Minn- isblaðið tekur fyrir stöðu innleiðingar breytinga á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir en breytingalög- in voru samþykkt á Alþingi sumarið 2021. Í breytingunum felst innleiðing svokallaðs hringrásarhagkerfis. Henni fylgja þó nokkrar breytingar í endurvinnslu á úrgangi fyrir almenn- ing, fyrirtæki og sveitarfélög. Lögin taka gildi 1. janúar en ljóst þykir að sveitarfélög landsins, sem fara með stjórnsýslu úrgangsmála, verði ekki öll tilbúin fyrir innleiðingu hins nýja kerfis þegar áramótin ganga í garð. Minnisblaðið bendir á að sveitarfé- lögin séu misjafnlega í stakk búin til að taka upp hið nýja endurvinnslu- kerfi sem nýju lögin segja til um. Þessu til stuðnings er bent á könnun sem var gerð meðal sveitarfélaganna síðasta sumar en hún sýnir að 80 prósent sveitarfélaga telja sig ekki undir það búin að uppfylla ákvæði laganna um sérstaka söfnun úrgangs í þéttbýli. 44 af 64 sveitarfélögum landsins tóku þátt í könnuninni. Enn fremur kemur fram að 30 prósent þeirra sem svöruðu telja líklegt og 49 prósent mjög líklegt að viðkomandi sveitarfélag óski eftir undanþágu frá ákvæðum um sérstaka söfnun í þéttbýli. „Ráðuneytið telur þetta til marks um að stór hluti sveitarfélaga telur sig ekki geta uppfyllt umrædd ákvæði laganna frá áramótum,“ segir í minnisblaðinu. Eiga í samtali um samstarf Samkvæmt könnuninni telja 65 prósent ólíklegt eða mjög ólíklegt að innheimtukerfið verði tilbúið um áramótin. Aðeins helmingur sveitarfélaga hefur hafið innleiðingu lögbundinna samræmdra merkinga fyrir úrgangsflokka. Þrátt fyrir það segir í minnisblaðinu að mikill áhugi sé meðal sveitarfélaga á samræmdu fyrirkomulagi á flokkun úrgangs fyrir allt landið. Þá fer það ekki eftir stærð sveitar- félaga hversu langt þau eru komin með innleiðingu hins nýja kerfis. Um- hverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið segist nú eiga í samtali við Samband íslenskra sveitarfélaga um samstarfs- verkefni til að hraða innleiðingunni. Segir ráðuneytið að samstarf sé mögulegt á næstu vikum og mánuð- um sem gæti stutt við sveitarfélögin. Helstu breytingar sem fylgja inn- leiðingu laganna fyrir sveitarfélög- in eru þær að þau skulu koma upp sérstakri söfnun á heimilisúrgangi. Sérstök söfnun skal þá fara fram á pappír og pappa, málmum, plasti, gleri, lífúrgangi, textíl og spilliefn- um, og söfnun á lífúrgangi skal fara fram innan lóðar við íbúðarhús. Þá eiga sveitarfélög að hafa samræmdar merkingar fyrir fyrrnefndar úrgangs- tegundir og verður óheimilt að urða eða senda þessar tegundir úrgangs til brennslu. » 14 lVíðtækar breytingar fyrir endurvinnslukerfi sveitarfélagal„Sveitarfélögin þurfa að gefa frekar í“ l80 prósent sveitarfélaga telja sig ekki undir það búin að uppfylla skilyrði nýrra laga um endurvinnslu Sveitarfélögin ekki tilbúin Morgunblaðið/Eggert Flokka Eftir áramót munu sveitarfélög standa fyrir sérstakri söfnun á pappír og pappa, málmum, plasti, gleri, lífúrgangi, textíl og spilliefnum. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kynnti í gærmorgun tölur embættisins sem snúa að börnum og ofbeldi á fundi á vegum Náum áttum. Þar kom fram að 94 börn og ungmenni undir 18 ára aldri hefðu haft stöðu sakbornings í ofbeldismálum það sem af er ári, 100 árið 2021 og 96 árið 2020. Marta minnti á að þessar tölur væru aðeins „toppurinn á ísjakanum“ enda lítill hluti brota tilkynntur lögreglu og að þær ættu aðeins við um mál sem tilheyra höfuðborgarsvæðinu. Að meðaltali eru sakborningarnir 91 árin 2017-2021 en 53 að meðaltali árin fimm þar á undan. Þess má þó geta að þeir voru 90 talsins árið 2007 og 80 árið 2008. Þá eru sakborningar undir 18 ára í vopnalagabrotum 22 það sem af er ári, 19 árið 2021 og 32 árið 2020. Í kynningunni vísaði Marta einnig í tölur frá Barna- og fjölskyldustofu um tilkynningar til barnaverndarnefnda þar sem ástæða tilkynningarinnar var sú að barn beitti ofbeldi. Ef litið er á þær og borin saman árin 2016 og 2021 má sjá að fjöldi slíkra til- kynninga hefur næstum tvöfald- ast á fimm árum, árið 2016 voru þær 461 en árið 2021 879. Þá nefndi Marta skýrslunaUngt fólk 8.-10. bekkur 2022 sem unnin var af Rannsókn og greiningu upp úr könnun sem borin er fyrir nemendur á landinu öllu. Þar má finna tölur um hlutfall nemenda í 8. til 10. bekk sem hafa beitt ýmiss konar líkamlegu ofbeldi sl. 12 mánuði, árin 2020 og 2022. Lítil breyting hefur orðið milli þessara ára. Í könnuninni frá 2022 sögð- ust 22% hafa kýlt einhvern, 30,3% hrint einhverjum, 27% sparkað í einhvern, 24,5% slegið einhvern, 13,4% tekið einhvern hálstaki og 16% hótað einhverjum ofbeldi. lTölur um börn og ofbeldi kynntar Tilkynningar um of- beldi barna tvöfaldast Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi, segir að mann- skæður atburður sem átti sér stað í Póllandi í fyrradag hafi verið sorg- legur en Pólverjar sýni því skilning að Úkraínumenn taki til varna þegar á þá er ráðist. Eldflaug, sem vestrænir embættismenn telja hafa verið úkraínska, felldi tvo í pólska bænum Przewodow. „Nú vitum við nokkurn veginn hvað gerðist en bæði lögreglu- yfirvöld og herinn í Póllandi hafa rannsakað málið. Í gærkvöldi [fyrra- kvöld] gerðu Rússar mjög stóra eld- flaugaárás á Úkraínu og Úkraínu- menn hafa auðvitað rétt á að verja sig. Þarna var tæplega eitt hundrað eldflaugum skotið á Úkraínu. Varnir Úkraínu gerðu það líklega að verk- um að ein eða tvær flaugar fóru inn á landsvæði Póllands.“ Hann segir sorglegt að tveir pólskir ríkisborgarar hafi látist. Pólsk stjórnvöld hafi þó skilning á því að Úkraínumenn þurfi að verja sig á meðan innrásarstríð Rússa stendur yfir. „Á hinn bóginn þykir okkur villimannslegt af hálfu Rússa að gera slíkar árásir og þeir virðast ekki einu sinni velta fyrir sér hversu nærri átökin eru pólsku landamær- unum. Þar af leiðandi geta slys eins og þessi orðið á pólskri grundu eða í öðrum ríkjum sem eiga landamæri að Úkraínu eins og Slóvakíu eða Ungverjalandi. Maður er undrandi á því að á tuttugustu og fyrstu öldinni skuli það gerast að ríki ráðist inn í nágrannaríki og ráðist á almenna borgara eins og gert var í síðari heimsstyrjöldinni,“ segir Pokruszynski. „Í [gær]morgun biðum við þess að vita nánar um hvað átti sér stað. Hefði þetta verið árás hjá Rússum á Pólland tel ég að staðan hefði orðið mjög alvarleg fyrir aðildarþjóðir NATO.“ Hann hafi fundið fyrir stuðningi íslenskra stjórnvalda í kjölfarið, sem fylgdust grannt með gangi mála. Sendiherrann leggur áherslu á að Pólverjar styðji við bakið á Úkraínumönnum en sýni um leið yfirvegun á hinu pólitíska sviði. „Í gærkvöldi [fyrrakvöld] voru miklar vangaveltur um hvað hefði gerst, sem er eðlilegt. Ég fylgdist með ýmsum fjölmiðlum í Póllandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og á Ítalíu svo eitthvað sé nefnt og alls staðar var þetta atvik á dagskrá. Um leið og við styðjum Úkraínu þá viljum við heldur ekki að átökin færist í aukana eða breiði úr sér. Þar af leiðandi biðu pólsk stjórnvöld átekta áður en stórar yfirlýsingar voru gefnar út. Betra er að sleppa því að tjá sig, skömmu eftir slíka atburði, en að láta tilfinningarn- ar ráða för því það getur reynst hættulegt. Mikilvægast er að halda frið- inn, enda vill enginn vera í stríði, að Rússum undanskildum. Af einhverjum ástæðum sem erfitt er fyrir okkur að skilja er meirihluti rússneskra borgara hlynntur þessum stríðsrekstri eða um 70% samkvæmt könnunum. Úkraína á rétt á að vera sjálfstætt ríki og rétt á að njóta frelsis.“ lSendiherrann skilur að Úkraínumenn taki til varna Villimannslegar árásir Rússlands Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Pólland Sendiherrann leggur áherslu á að Pólverjar styðji við bakið á Úkraínumönnum en sýni um leið yfirvegun. Kristján Jónsson kris@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.