Morgunblaðið - 17.11.2022, Side 4

Morgunblaðið - 17.11.2022, Side 4
FRÉTTIR Innlent4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022 TENERIFE! SAMAN Í VETRARSÓL 8 DAGAR | 23. NÓVEMBER - 01. DESEMBER LA SIESTA HOTEL 4* STAÐSETT Á PLAYA DE LAS AMERICAS TVÍBÝLII MEÐ HÁLFU FÆÐI. VERÐ FRÁ 179.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, HÁLFT FÆÐI, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 UU.IS HÁLFT FÆ ÐI „Þetta var stórkostlegt, ekki bara að sjá geimskotið heldur að finna drunurnar frá eldflauginni. Ég verð lengi að vinna úr því,“ segir Daniel Leeb, framkvæmdastjóri Geimvís- indastofnunar Íslands ehf. (Iceland Space Agency). Hann var viðstaddur geimskot Artemis I SLS-eldflaugar- innar í gærmorgun, að íslenskum tíma, frá Kennedy-geimferðamið- stöð NASA á Canaveral-höfða í Flórída. Eldflaugin flutti ómannað Orion-geimfar og evrópska þjón- ustueiningu. Geimfarið mun fara til tunglsins og umhverfis það þar sem ýmis búnaður verður prófað- ur áður en það snýr aftur til jarðar. Síðar munu menn ferðast með slíku geimfari til tunglsins og er það liður í undirbúningi ferða manna til Mars. Daniel fylgdist með geimskotinu frá útsýnisstað þar sem helstu yfirmenn NASA, geimferðastofnunar Banda- ríkjanna, og samstarfsaðilar Artem- is-áætlunarinnar voru samankomnir. Það var um þrjá kílómetra frá skot- pallinum. Fjöldi áhorfenda fylgdist með frá öðrum stöðum í nágrenninu. „Það var ótrúleg lífsreynsla að standa þarnameð geimförumNASA. Þarna var m.a. dr. Jessica Watkins geimfari sem var nýkomin úr Al- þjóðlegu geimstöðinni. Þarna voru líka geimfarar frá Evrópsku geim- ferðastofnuninni (ESA), stórkostleg- ur alþjóðlegur hópur sem fagnaði því að nú er stefnan aftur tekin á tunglið. Það var mikill heiður að vera þarna með fólkinu sem kom þessu í kring,“ segir Daniel. Artemis-áætlunin er samstarfsverkefni NASA, evrópskra samstarfsaðila og fleiri. Hann segir að Artemis-áætlunin sé mikilvæg fyrir Ísland sem kom við sögu þegar fyrstu tunglfararnir voru undirbúnir fyrir ferðir sínar. „Það er stórkostlegt að vera hér í eigin persónu sem fulltrúi landsins okkar. Það er sannur heiður.“ Daníel segir mikla möguleika felast í þessu samstarfi fyrir Ísland. Hann telur að geimskotið marki upphaf nýs tíma- skeiðs í geimkönnun. „Við erum að tengjast á ný við vís- indin og tæknina sem byggð var upp fyrir meira en 50 árum. Nú ætlum við að fara aftur til tunglsins til að dvelja þar og halda síðan áfram til Mars. Þetta er mikilvægt, ekki aðeins fyrir geimkönnun heldur einnig fyr- ir nýsköpun og til að veita komandi kynslóðum um allan heim innblástur. Um leið og við sækjum til stjarnanna lærum við betur að vernda jörðina sem við stöndum á. Þetta er bara upphafið,“ segir Daniel. Hann segir að Artemis-geimfarar hafi verið hér á landi við undirbúning og þjálfun á liðnu sumri og í fyrrasum- ar. „Við erum tengd þessu verkefni og ætlum að vera eins góður samstarfs- aðili og mögulegt er,“ segir Daniel. Þegar rætt var við Daniel í gær var hann nýkominn af fundi með alþjóð- legum starfshópi um ferðir til Mars. „Ísland nýtur nú fullrar þátttöku og tekur þátt í umræðum um könnunar- tæknina sem beitt verður á yfirborði Mars. Ísland tekur þar þátt með öllum geimvísindastofnunum sem taka þátt í verkefninu. Daniel segir að á Íslandi sé að finna landslag hliðstætt því sem er bæði á tunglinu og Mars. Það eru landkostir sem Ísland hefur fram að færa og allur heimurinn viðurkennir. Þar er hægt að prófa nýja tækni og ýmsar rannsóknaraðferðir. Það er líka vettvangur nýsköpunar sem gefur ís- lenska háskólasamfélaginumikilvæg tækifæri til þátttöku í undirbúningi geimrannsókna. „Mér þykir mest spennandi að dætur mínar á Íslandi eiga framtíð á þessu sviði. Þær munu sjá kvenkyns geimfara ganga á yfirborði tunglsins og það getur gefið þeim innblástur til að feta nýjar slóðir og gera Ísland framsæknara á sviði nýsköpunar,“ segir Daniel. lDaniel Leeb frá Geimvísindastofnun Íslands var viðstaddurlGeimfarar úr Artemis-áætluninni hafa heimsótt ÍslandlHillir undir mannaðar tunglferðir á nýlÍsland tekur þátt í undirbúningi Marsferða Stórkostlegt geimskotArtemis Guðni Einarsson gudni@mbl.is AFP/Kevin Dietsch Artemis I SLS Geimflauginni var skotið á loft í gærmorgun. Hún ber Orion geimfar sem fer til tunglsins og umhverfis það áður en það snýr til jarðar. Ljósmynd/DL Geimrannsóknir Bill Nelson (t.v.), stjórnandi NASA, öldungadeildarþing- maður og fv. geimfari, ásamt Daniel Leeb frá Geimvísindastofnun Íslands. „Íslendingum finnst gaman á góðri stundu að taka lagið. Því verður talið í og hafin upp raust,“ segir Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður á Sauðárkróki. Með góðum hópi hljóðfæraleikara verður hann nú um helgina með söngkvöld á tónleikastaðnum Græna hattinum við Hafnar- stræti á Akureyri. Skemmtunin verður á laugardagkvöld og hefst kl. 21. Þar koma fram, auk Geirmundar, sem leikur á harm- oniku, þeir Finnbogi Kjartansson bassaleikari, JóhannMidjörd trommari og á píanóið leikur Stefán R. Gíslason stjórnandi Karlakórsins Heimis. „Sönghefðin er sterk á Norð- urlandi. Því langaði mig að efna til svona skemmtunar sem er allt öðruvísi dagskrá en ég hef áður verið með. Takist þetta vel er sjálfsagt að bjóða upp á eitthvað svipað hér í Skagafirði,“ segir Geirmundur. Meðal laga sem eru á söngskrá helgarinnar eru til dæmis Kötukvæði, Óbyggðirnar kalla og Rasmus í Görðum. Einnig Geirmundarlögin Ort í sandinn, Nú er ég léttur og Bíddu við svo einhver séu nefnd. sbs@mbl.is lGleði áGrænahattinumlLíflegt kvöldlOrt í sand ogÓbyggðir kalla Geirmundur syngur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sveifla Geirmundur er alltaf á ferðinni og auðvitað með einkanúmer. K var einkennisstafur Skagafjarðarsýslu í gamla bílnúmerakerfinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.