Morgunblaðið - 17.11.2022, Qupperneq 8
FRÉTTIR
Innlent8
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022
Hjarta heimilisins
Við hönnum innréttingar að þínum þörfum
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.2000 — 2022
Virka daga 10-17
Laugardaga 11-15
STAKSTEINAR
Hvað með afsögn
og rannsókn?
Árni Þór Árnason skrifar
hér í blaðið í gær um lekann
frá stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd Alþingis og bendir á að
enn gengisfalli
Alþingi. Bent
hefur verið á að
það sé hlutverk
þessarar nefndar
að rannsaka mál
af þessu tagi en
Árni Þór telur
það ekki vænlegt,
sem von er.
Hann leggur
til að þeim
sem lak „trúnað-
argögnum verði
gefinn kostur á
að segja af sér
nefndarstörfum,
þannig að hægt
sé að senda nefndinni trúnað-
argögn í framtíðinni. Annars
verður hún aldrei marktæk og
treystandi.
Ef það gerist ekki er spurn-
ing að formaðurinn, Þór-
unn Sveinbjarnardóttir, „axli
ábyrgð“. Þetta er mjög vinsælt
hjá Samfylkingunni en aðallega
ætlað öðrum.“ Og hann segir að
ef þetta gerist ekki beri að „víkja
nefndinni frá í heild og kjósa
nýtt fólk“.
Hvað ætli systurflokkarnir
þrír segðu ef lekinn hefði
ekki verið þeim að skapi? Pírat-
inn og nefndarmaðurinn Arndís
Anna Kristínarsdóttir Gunn-
arsdóttir segir að nefndin sé
reið yfir lekanum, en að hún sé
„ósköp slök gagnvart þessu“.
Hvers vegna eru píratar allt í
einu slakir yfir svona vinnu-
brögðum? Hvers vegna krefjast
þeir ekki rannsóknar?
Árni Þór
Árnason
Arndís Anna
Kristínardóttir
Gunnarsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
www.mbl.is/mogginn/leidarar
Heimilt verði að miðla myndum
lUmsækjandi um ökuskírteini geti
vísað á andlitsmynd í vegabréfaskrá
Embættum ríkisins sem gefa út
ökuskírteini verður heimilt að
sækja ljósmynd af umsækjanda um
ökuskírteini og rithandarsýnishorn
hans úr vegabréfaskrá og nota við
útgáfu ökuskírteinis. Það verður þó
aðeins heimilt að fengnu samþykki
umsækjanda.
Með tillögu að breytingu á reglu-
gerð sem kynnt er í samráðsgátt
stjórnvalda er tekið skref í þá átt að
gera umsókn um ökuskírteini staf-
ræna að fullu. Í kynningu í samráðs-
gátt segir að það sé til þess fallið að
einfalda umsóknarferlið og muni
væntanlega fækka heimsóknum til
sýslumannsembætta.
Fram kemur að andlitsmynd telst
til viðkvæmra persónuupplýsinga.
Þar sem miðlun milli tölvukerfa
vegabréfa og ökuskírteina sé til
hagræðis en stafi ekki af nauðsyn
er lagt til að miðlunin verði aðeins
heimil að fengnu samþykki umsækj-
anda. Er þá gert ráð fyrir því að
umsækjandi hafi val um hvort hann
leggi fram nýja mynd eða mynd
verði sótt í vegabréfaskrá.
Til að gera þessa miðlun mögu-
lega stendur til að sett verði
tenging á milli netþjóna hlutaðeig-
andi stofnana. Það er ekki talið fela
í sér aukakostnað heldur fellur það
undir verkefni sem er þegar í gangi,
að því er fram kemur í kynningu
dómsmálaráðuneytisins á fyrirhug-
aðri breytingu.
Morgunblaðið/Eggert
Umferð Umsókn um ökuskírteini
verður stafræn að öllu leyti.
Slökkvibyssur
Freyju virka vel
lDæluæfing á Húnaflóa gekk vel
Áhöfnin á varðskipinu Freyju hélt
æfingu á Héraðsflóa á dögunum.
Varðskipið er vel tækjum búið. Þar
á meðal eru afkastamiklar slökkvi-
byssur. Þær voru prófaðar ásamt öðr-
um búnaði. Tilgangur æfingarinnar
var að viðhalda þjálfun áhafnarinnar
og kanna virkni búnaðarins.
Slökkvibyssurnar geta dælt um
7.200 rúmmetrum af sjó á klukku-
stund og sprautað vatninu 220 metra
frá skipinu. Dælurnar kraftmiklu eru
knúnar af aðalvélum skipsins.
Æfingin heppnaðist vel, að því er
fram kemur í tilkynningu Landhelgis-
gæslunnar, þar sem lögð er áhersla á
mikilvægi þess að áhöfnin geti brugð-
ist við ef eldur kemur upp í skipum
eða á hafnarsvæðum um allt land.
Varðskipið Freyja var keypt notað
og kom til heimahafnar á Siglufirði í
byrjun nóvember 2021. Skipið er að
miklu leyti sambærilegt varðskipinu
Þór hvað stærð og búnað varðar en
býr yfir meiri dráttargetu. Freyja
leysti varðskipið Þór af hólmi. Býr
Landhelgisgæslan nú yfir tveimur
öflugum varðskipum, sérútbúnum
til að sinna löggæslu, leit og björgun
á krefjandi hafsvæðum umhverfis Ís-
land. Við ákvörðun um að staðsetja
Freyju á Siglufirði er litið til þess
að með aukinni umferð skipa um
norðurslóðir fjölgar ferðum stórra
flutninga- og olíuskipa með austur-
og norðurströndum Íslands, og ferð-
ir skemmtiferðaskipa verða einnig
tíðari.
Ljósmynd/Kristinn Ómar Jóhannsson
Vatnssúlur Varðskipsmenn þenja
dælurnar um borð í Freyju.